Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 2
2 MIKILL fjörkippur hefir veri'ð í skíðagöngunni á Akureyri að undanförnu. Um 1200 manns höfðu lokið göngunni í gær. Bestur er hlutur Barnaskóla Akureyrar í göngunni, en um 700 nemendur hans hafa geng- ið. í skólanum eru 785 börn. Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri sagði við blaðið í gær, að mark- miðið væri, að allir nemendur skólans gengju, og hann kvaðst bjartsýnn á að það næðist. Þau börn sem ættu eftir að ljúka TÓLF LEÍKIR - TÓLF TÖP ÍSLENZKA landsliðið í körfu knattleik er nú komið heim eftir þriggja vikna keppnisferða lag í Bandaríkjunum og Kana- da. Lék liðið alls 12 leiki í för- inni, og tapaði þeim öllum. Er það vissulega slæm útkoma, en munurinn var ekki svo mikill sem úrslitin gefa til kynna. T.d. munaði aðeins tveim stigum í einum leiknum. Eftir því sem Bogi Þorsteinsson formaður Körfuknattleikssambands ís- lands sagði, var aldrei búist við sigrum í þessari ferð, heldur miklu fremur hugmyndin að læra af Bandaríkjamönnum, enda standa þeir fremstir allra þjóða í þessari íþróttagrein. Seinni leikur ÍR-inga og Frakklandsmeistarana í Evrópu bikarkeppninni í körfuknattleik fór fram sl. sunnudag, í Frakk- landi. Frakkarnir gjörsigruðu iR-ingana, hlutu 84 stig á móti 19. ÍR-ingar voru ekki með sitt sterkasta lið og sýnist það hæp- in ráðstöfun, að fara út í slíka keppni, sem þessa, ef ekki er tryggt að beztu menn liðsins geti verið með. Sveit Stefnis vann SÁKKEPPNI stofnana á Akur- eyri er nú lokið Úrslit í 4. umferð: Sveit KEA vann sveit MA 4:0 Sveit Akureyrarbæjar vann sveit Iðju 4:0. Sveit Stefnis sat hjá. Fimmta umferð: Sveit Stefnis vann MA 3:1 Sveit KEA vann Iðju 4:0 Sveit Akureyrarbæjar sat hjá. Heildarúrslit: Sveit Stefnis I2V2 vinning. Sveit Ak.bæjar 11V2 vinning. Sveit KEA IOV2 vinning. Sveit Menntask. 5 vinninga. Sveit Iðju V2 vinning. Fyrir sveit Stefnis tefldu, Hall- dór Jónsson, Júlíus Bogason, Haraldur Bogason, Hreiðar Að alsteinsson, Kristján Jónsson og Halldór Aðalsteinsson. — Skákstjóri var Haraldur Ólafs- SÖh. " / , göngunni, kvatti hann til að mæta við íþróttahúsið í dag, (laugardag) kl. 10 f.h. eða kl. 2 e.h. Tryggvi sagði að leiðin sem farin yrði, væri mjög auð- veld, en hún lægi um túnið sunn NÚ ER norræna skíðagangan komin í gang víðast hvar á land inu. Á öðrum stað er sagt frá þátttökuni á Akureyri.. í Eyjafjarðarsýslu er gangan sumsstaðar hafin er ekki nógu víða. Ungmennafélögin, sjá um framkvæmd göngunnar, hvert í sínum hreppi, en Ungmenna- samband Eyjafjarðar hefir yfir umsjón með henni í héraðinu. Ungmennasambandið hefir á- kveðið að gefa tvo bikara til að keppa um á sambandssvæðinu, sem vinnast báðir til eignar. Annan þeirra hlýtur það félág sem fær hlutíallslega flesta, mið MAGNÚS TÍL SVISS MAGNÚS Guðmundsson skíða kennari, sem ráðinn er við skíða kennslu á Akureyri í vetur, fékk þriggja vikna frí frá störfum til að fara tii Zurich í Sviss, þar sem hann mun segja til og aðstoða tvær fjölskyldur við skíðaiðkun. Hafði hann kennt þessu fólki þegar hann var í Sun Valley í Bandaríkjun um, og óskaði það nú eftir að njóta leiðsagnar hans á ný. — Sýnir þetta, hve mikils álits Magnús nýtur sem skíðakenn- ari, — en ekki eru þessar fjöl- skyldur á flæðiskeri staddar, fjárhagslega, verður manni á að hugsa. A-LIÐ ÞÓRS VANN í ÞESSARI viku hófst Norður- landamótið í körfuknattleik. Fjögur lið, öll frá Akureyri taka þátt í mótinu. Þau eru A og B lið Þórs, A lið KA og A lið MA. Úrslit fyrsta leiksins urðu þau, að A-lið Þórs vann B-lið Þórs með 60 stigum gegn 30. Annar leikurinn milli KA og MA átti að vera í gærkvöldi. - Skilja og strokka (Framhald af blaðsíðu 8). aðskilja mjólkina og strokka síðan rjómann og gera smjör. í gær kom snjóbíll Mjólkursam- lags K.Þ. hingað með póst, og tók til baka heimatilbúna smjör ið, sem fer á markað á Húsavík. Ráðgert er að brjótast héðan á sunnudag á stórum trukkbíl með mjólkina til Húsavíkur. Engin mannamót hafa verið í sveitinni vegna ótíðarinnar en HeilsufaÝ Sr yfirleitt gott. P.J. an við íþróttahúsið og kringum Kvennaskólann. í Oddeyrarskólanum er einn ig nokkuð góð þátttaka, en þar hafa um 250 börn af 375 nem- endum skólans gengið. að við íbúa á félagssvæðinu til að ljúka göngunni. Hinn bikar- inn fær það félag sem eykur þátttökuna mest í göngunni, mið að við landsgönguna 1962. í þeirri skíðagöngu báru Oxndæl ingar sigur úr bítum innanhér- aðs, en mesta aukningin í göng unni þá, frá því 1957 varð í Árskógshreppi. Ekki hafa borizt nákvæmar fregnir að göngunni í héraðinu nú, nema að um síðustu helgi luku um 70 manns göngunni í Árskógshreppi, og er það um 25% íbúa hreppsins, og má segja að þar sé vel af stað farið, og í Hjalteyrarskóla hófst gangan í fyrradag. - HÁTÍÐASÝNING ... (Framhald af blaðsíðu 1). ins eða ganga út í lífið með unnustu sinni, og er valið erf- itt. Svall munkanna, klaustur-’ bruninn og ástin herða örlaga- hnútinn og leysa hann að lok- um. Ekki verður efni leiksins rakið hér, ekki heldur að þessu sinni rætt um einstök hlutverk. En sem heild var sýningin á- hrifarík og vel til hennar vand að. Leikfélaginu er það til sóma, að hafa valið skáldverk Davíðs Stefánssonar til að sýna á afmælisdegi hans, og ánægju- legt hve vel hefur tekizt. Munkarnir á Möðruvöllum voru sýndir í Reykjavík árið 1926 og tveim árum síðar á Ak ureyri, þá undir leikstjórn Har aldar Björnssonar, er þá stund- aði leiklistarnám í Kaupmanna höfn og hefur síðan mjög kom- ið við sögu leiklistarinnar hér á landi. Aðeins eldra fólkið hér í bæ og nágrenni hefur sam- kvæmt framanskráðu, átt þess kost að sjá hinn sérstaka og áhrifaríka sjónleik, og því tími til þess kominn, að taka sjónleik inn til meðferðar, og þó fyrr hefði verið. Til gamans má geta þess, að í Munkunum á Möðruvöllum léku t.d.: Björn Sigmundsson, er lék brytann, Gísli R. Magnús- son, sem lék Þorgrím bónda, Tryggva Jónatansson, Snorra Guðmundsson Gunnar Magnús son og Nóa Kristjánsson, sém léku munka og Jóhann Kröyer, sem lék ölmusumann. Þá lék Bernharð Laxdal kaupmann. Allir munu menn þessir enn á lífi. Af þeim mönnum, sem látn ir eru og léku við þetta tæki- færi voru: Sig. E. Hlíðar, Páll Vátíisdal og Árni Ólafssón; jorasögur ÞÁ VAR ÞRÖNGT f KOTUM Margir kannast við hina miklu vöruflutninga Péturs og Valdi- mars á Akureyri. Þeir bræður eru Jcnssynir fró Hallgilsstöð- um. Pétur segir hér frá nokkr- um atvikum. Þegar Hreinn Pálsson fór Pétur Jónsson. héðan frá Akureyri og settist að í Reykjavík fluttum við fyr- ir hann búslóðina á tveim vöru bílum. Eg var með annan bílinn en Agnar Stefánsson með hinn. Við vorum mestan hluta dags- ins að lesta. Þegar mest af dót- inu var komið út á bílana, kom einhver með olíulampa, sem logaði á. Hann var notaður inni í húsinu, því þar var búið að taka rafmagnið af. Agnar stakk lampanum niður í tunnu. Þetta var í desembermánuði og dag- ur stuttur, og dagsbirtan horfin. Við lögðum af stað um kaffi- leytið og farið að snjóa í logni. Logndrífan jókst stöðugt. Vel gekk í Bakkasel en veður fór mjög versnandi, enda var hann að ganga í mannskaðaveður. Agnar vildi fá sér kaffisopa en ég ekki því að óvíst væri við færum þá af stað aftur undir kvöldið í slíku veðri og héldum við því áfram. Með okkur voru stúlkur tvær, ekki vel búnar. Þegar upp á Klifið kom bilaði minn bíll. Héldum við síðan á- fram á hinum. Stúlkurnar voru inni en ég stóð á brettinu og Sveinn Jónsson frá Dalvík, sem með okkur var. Vestur í Skógar hlíðinni var sæmilegt veður. En þegar kom í Ncrðurárdalinn var grenjandi stórhríð. Áfram mið- aði þótt vont væri, þar til við ókum fram á mannlausan bíl. Varð nú ekki lengra farið í bráð því hann stóð á miðjum vegi. Þá var að leita að Fremri-Kot- um. Við fórum könnunarferð og fundum bæinn, síðan tínd- um við einhvern fatnað á stúlk- fengum við þá bíl til að sækja bilaða bílinn á heiðina. Svo bil aði hinn bíllinn og fengum við nú Tryggva Jónsson frá Krossa nesi til að gera við bílana. Und ir kvöldið gátum við lagt af stað og náðum til Blönduóss. Tryggvi fór með okkur. Eftir hressingu á Blönduósi héldum við áfram í sæmilegu veðri og færi. En þegar í Grænumýrar- tungu kom var framhald ferð- arinnar ískyggilegt. Það var far ið að moksnjóa. Strákarnir vildu fá sér eitthvað að borða en ég vildi ekki eyða tímanum í það. Á Holtavörðuheiði var svo dimmt af hríð að við urðum að skiptast á að ganga á undan. Eitt sinn bauðst Agnar til að hlaupa á undan og sagði um leið. Það þyngir mann ekki mat urinn. Okkur tókst að komast yfir heiðina um nóttina og héldum áfram til Reykjavíkur slysa- laust. Þegar við vorum að enda við að losa bílana, sé ég að Agn ar er að bogra yfir tunnunni. Kveikir hann á áðurnefndum lampa, fær Hreini hann og seg- ist vilja skila lampanum eins og' hann hafi fengið hann í hendur, með Ijósinu. HANDHEITUR VIÐGERÐARMAÐUR Við héldum heim á leið þegar í stað á báðum bílunum. Með okkur var þriðji bílstjórinn okk ar, sem átti sinn bíl með bilaðan kúplingsdisk norður á Holta- vörðuheiði. Við gistum í Forna hvammi, hvíld og góðgerðum fegnir. Þar voru einnig skag- firzkir og húnvezkir bílstjórar, er höfðu gengið af bílum sínum á Holtavörðuheiði kvöldið áður í vitlausu veðri og ófærð. Klukkan mun hafa verið milli þrjú og fjögur daginn eftir, þeg- ar við lögðum af stað upp á heið ina. Þegar kom að bilaða bíln- um okkar, hóf Tryggvi viðgerð ina, skipti um kúplingsdisk og gekk það verk fljótt og vel. Frostið var yfir 20 stig en Tryggvi setti ekki upp vetlinga. Mun honum ekki oft finnast vettlingaveður. Miðað við að- stæður var viðgerðin þrekvirki. Hann gerði líka við annan bíl, skagfirskan minnir mig. í hon um var kveikjuhamarinn í þrem pörtum en Tryggvi setti part- ana saman og festi saman með ísoleringarbandi og dugði sú viðgerð vel. Því má skjóta hér inn í, að á heiðinni mættust þann dag, Tryggvi og Páll Sigurðsson bxl stjóri, sem æfinlega var berhaus urnar og héldum út í hríðina. Fundum við bæinn og báðumst gistingar. Þar var níu manns fyrir og því þröngt í gamla bað stofuhúsinu. En þar var gott að koma, og engum úthýst. Um kvöldið sváfum við þrír á gólf inu milli tveggja rúma. í öðru rúminu voru stúlkurnar okkar en í hinu húsfreyja með tvö eða þrjú börn en Gunnar bóndi svaf á strástól í baðstofudyrun um. Moxguninn eftii-..var. bjart og aður. Tryggvi sagði: Og þú ert húfulaus eins og fyrri daginn. Og þú vettlingalaus, svaraði Páll. Bílarnir okkar þrír voru nú gangfærir og þótt við kæmumst ekki eins hratt og gangandi mað ur, miðaði í rétta átt norður. * ....ÁTIÐ í YKKUR ALLTAF HREINT“ Þegar heiðinni loks sleppti var færi sæmilegt. í Hrútafirðinum .. XFramhalxL á- blaðsíðu -7-), ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.