Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sírnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
EFNAHAGSSTOFNUNIN
í PARÍS HEFUR TALAÐ
MAÐUR nokkur sagði sögu, sem
þótti ótrúleg. Þegar hann var spurð-
ur um heimildir, svaraði hann, sem
frægt er: „Dýrleif í Parti sagði mér,
en ég hafði áður sagt henni.“
Þessi gamansaga rifjaðist upp fyr-
ir mörgum þegar stjómarblöðin
birtu skýrslu Efnahagsstofnunarinn-
ar í París um þróun efnahagsmála á
íslandi. Og stjómin lét ríkisútvarp-
ið lesa þessar sömu fréttir. En af
skýrslu þessari má ráða, að „við-
reisnarstefnan“ hafi vel tekizt hjá
núverandi ríkisstjóm og borið góð-
an árangur. Yfir skýrslu þessari eru
stjórnarblöðin kampakát og segja:
Hvað þarf nú framar vitnanna við?
Efnahaesstofnunin í París hefur tal-
að!
En almenningur á Islandi þykist
hafa aðra sögu að segja af þessum
málum, en þá, sem fram kemur í
nefndri skýrslu Efnahagsstofnunar-
innar. Mönnum finnst ýmislegt
vanta í þessa sögu og sumum stað-
reyndum hagrætt á einkennilegan
hátt. Hér sýnist mönnum það liggja
í augum uppi, að hin marglofaða
viðreisn liafi farið út um þúfur og
þykjast hafa heyrt það skilmerkilega
viðurkennt í herbúðum sjálfra við-
reisnarmanna. En hvað kemur þá til,
að Efnahagsstofnunin í París skuli
segja söguna á þá leið, sem hún ger-
ir? Eru liagfræðingar á alþjóðavett-
vangi að gera grín að mistökum smá-
þjóðar, sem hefur orðið fyrir því
óhappi að velja sér skammsýna leið-
toga í efnahagsmálum? Er þessi
virðulega stofnun að skopast að hinu
„ósýnilega jafnvægi“, sem nokkrir
„skyggnir“ menn í innsta hring
Bjarna Benediktssonar þykjast enn
skynja, en almenningur ekki?
Við nánari athugun kemur í ljós,
að hér er um einfalt mál að ræða.
Efnahagsstofnunin í París hefur í
þessum efnum svipaða sögu að segja
og Dýrleif í Parti hafði á sínum tíma.
Hinir ýmsu sérfræðingar þar eru
ókunnugir á íslandi. En ísland er
þátttakandi í stofnuninni og leggur
henni til sérfræðilega þekkingu á ís-
lenzkum málum. Starfsmenn ríkis-
stjómarinnar gera í samráði við
hana skýrslur til Efnahagsstofnunar-
innar, og í samráði við stjóm sína
sjá þeir það, sem aðrir sjá ekki og
em haldnir oftrú á þær ráðstafanir,
sem þeir hafa unnið að. Þeir reyna
sjálfrátt og ósjálfrátt að trúa því, að
þær hafi borið árangur. Úr þessum
skýrslum frá íslandi semur svo Efna-
hagsstofnunin útdrátt þann, sem nú
er notaður til birtingar á íslandi og
til lesturs í útvarp, og talinn boð-
skapur frá hærri stöðum úti í heimi.
JÓHANN Kröyer, einn merk-
asti og vinsælasti borgari á Ak-
ureyri, varð sjötugur sl. fimmtu
dag.
Reisulegar burstir myndár-
legs höfuðbóls,, Svínárness á
Látraströnd, báru hagleik og
höfðingslund hjónanna Önnu
Jóakimsdóttur og Þorsteins
Gíslasonar, foreldra Jóhanns,
glöggt vitni. Gísli, bróðir Þor-
steins, bjó einnig á Svínár-
nesi. Gísli Jónasson, faðir þeirra
hafði numið húsagerð í Ame-
ríku og mun frá honum runnin
verkkunnátta bræðranna.
Sveinn á Steindyrum, Guð-
laugur á Bárðartjörn og Sigur-
veig kona Baldvins í Höfða,
voru systkini Önnu, en Elín hús
freyja á Grímsnesi og Anna á
Selárbakka meðal systra Þor-
steins.
Gísli, afi Jóhanns Ki'öyer, var
bróðir Þorsteins á Grýtubakka
og Önnu á Hóli.
Þorsteinn, faðir Jóhanns,
stundaði nám í Hléskógaskóla,
en aðalhvatamaður að stofnun
þess skóla var Einar í Nesi. Var
Þorsteinn gáfaður, mjög vel
máli farinn og áhugasamur, sér
staklega um öll menningarmál.
Heyrði ég hann nokkrum sinn-
um flytja erindi og taka þátt í
umræðum á fundum í Greni-
vík.
Söngur var í hávegum hafður
á Svínárnesi, og var sótt um
langan veg, inn í Grenivík, til
kóræfinga. Jóhann skipaði sér
í sveit bassamanna en þar var
Gísli föðurbróðir hans beztur
raddmaður. Var honum stund-
um jafnað við séra Árna, föður
Ingimundar söngstjóra.
Gísli Gíslason rak vélbátaút-
gerð, fyrstu árin frá Þorgeirs-
firði og síðan frá Svínárnesi,
stundum í félagi við aðra, eða
með stuðningi þeirra, og má
þar til nefna t.d. Magnús Krist-
jánsson, síðar ráðherra.
Fyrstu bátarnir voru Þorgeir
og Súlan, en seinasti báturinn,
sem gerður var út á vegum ætt
arinnar frá Svínárnesi var Svan
urinn. Meðeigandi og formaður
á Súlunni var lengi Þorsteinn
Gíslason frá Grímsgerði, faðir
Garðars alþingismanns.
Á Svínárnesi var jöfnum hönd
um búskapur rekinn og sjór
sóttur, og vandist Jóhann öll-
um hinum margbreytilegu störf
um við búskap og sjósókn á ára
bátum og vélbátum og var um
skeið formaður á vélbáti.
Þegar Jóhann kom heim frá
námi í gamla Gagnfræðaskólan
um á Akureyri, hlóðust félags-
störf á hann, því fljótt komu
menn auga á, að hann var vel
til forystu fallinn, og bar margt
til. Fjölþætt og farsæl greind,
óvenjuleg hlý háttvísi og rétt-
sýni í hvívetna. Hann var „gent
ilmaður“ í sjón og raun, og ekki
hefur „gentilmennska" hans
rýmað í mínum augum við
langa kynningu. Jóhann er
skemmtilegur og góður félagi,
hógvær og hjartahlýr, söngvin
og fróður, eins og hann á kyn
til.
Allir þessir hæfileikar hafa
komið honum að góðu haldi í
lífinu og við samborgararnir
notið þeirra í ríkum mæli.
Sendi ég Jóhanni og fjöl-
skyldu hans hugheiiar hamingju
óskir og kveðjur.
Hermami Stefánsson
FIMMTUDAGINN 21. janúar
varð Jóhann Þ. Kröyer sjötug-
ur. Á þeim tímamótum í ævi
vina og starísfélaga stöldrum
við gjarnan við, gerum okkur
dagamun og drekkum heilla-
skál afmælisbarnsins.
Einmitt á slíkum stundmv
setjumst við stundarkom í hlið-
skjálf, skyggnumst út yfir elfur
tímans og spyrjum, hvernig sigl
ingin um það fljót fljótanna hafi
gengið.
Jóhann Þ. Kröyer hefur átt
því láni að fagna að fylgja þeirri
öld, sem hefur fært okkur betri
hag en nokkur önnur. Hann hef
ur verið svo heppinn að ala
aldur sinn í einu blómlegasta
héraði landsins og síðast en ekki
sízt, hann hefur verið starfsmað
ur Kaupfélags Eyfirðinga. Hann
mun fyrst hafa gengið í þjón-
ustu þess árið 1926, nú á hgnn
því tæplega fjögurra áratuga
starf að baki hjá samvinnusam-
tökum Eyfirðinga. Fyrstu árin
hafði Jóhann með höndum ýmis
verzlunarstörf hjá KEA. En árið
1929 var hann ráðinn deildar-
stjóri við hið nýja útibú fé-
lagsins í Ólafsfirði. Árið 1933
var hann aftur kvaddur til Ak-
ureyrar, og tók hann þá við for
stöðu Kjötbúðar KEA. Frá ár-
inu 1949 hefur hann veitt Vá-
tryggingardeild KEA forstöðu.
Störf Jóhanns hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga hafa því verið á-
byrgðarstörf, og þau hefur hann
leyst af hendi til mikils hags
fyrir samvmnusamtök Eyfirð-
inga. Óvenjulegar vinsældir
hans í starfi, sem eiga þann
grundvöll, að hann hefur ætíð,
skilyrðislaust, reynt að finna og
fara eftir því réttasta í hverju
máli, hafa áreiðanlega fært
Kaupfélagi Eyfirðinga meiri á-
góða en tölur sýna.
Jóhann Kröyer er bóndasonur
frá Svínárnesi á Látraströnd.
Hann er einn af þeirri öfunds
verðu kynslóð, sem trúði því og
barðist fyrir því, að ísland yrði
frjálst land, sem byggi sonum
sínum og dætrum bjarta og hag
sæla framtíð. Hann er lærisvein
Stefáns Stefánssonar, skólameist
ara.
Jóhann ber merki alls þessa
í hvívettna, og ég held að þessi
orð úr Hávamálum gætu
sannlega verið einkunnarorð
hans.
Eldur er beztur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilyndi sitt,
ef hafa náir,
og án löst að lifa.
Jóhann Þ. Kröyer er mannkosta
maður, gáfaður og fróður.
Hvar sem hann fer, fylgir hon-
um gleði og höfðingskapur.
Það er stutt á milli Látra-
EDGAR HOOVER yfirmaður
amerísku sambandslögreglunn-
ar FBI hefur lagt bandarískum
unglingum lífsreglur þær, sem
hér fara á eftir.
1. Ef einhver ókunnugur eða lítt
kunnugur fer að gera hosur
sínar grænar, þá segið foreldr
urn ylíkar þegar frá því.
2. Ef bannaðar bækur eru í um
ferð í skólanum ykkar, segið
foreldrunum umsvifalaust frá
því.
4. Haldið ykkur burtu frá svo-
kölluðum „ástarstígum“.
strandar, þar sem Jóhann er
fæddur og uppalinn og Hríseyj-
ar, en þangað sótti Jóhann fyrri
konu sína Evu dóttir Páls Berg
sonar útvegsbónda að Ysta-Bæ.
Sonur þeirra Evu og Jóhanns
er Haraldur, sendiráðsritari í
Moskvu, og kjördóttir þeiri'a,
frú Ásta hái'greiðslumær á Ak-
ureyri. Frú Eva lézt á Kristnes-
hæli árið 1941.
Seinni kona Jóhanns er Mar-
grét, dóttir Guðlaugs Björnsson
ar frá Akui'eyi'i. Dóttir þeiri'a
Mai-grétar og Jóhanns er Elín
Anna, kennai'i við Bamaskóla
Akureyrai'.
Báðar hafa þessar ágætu og
„Hve sæl, ó hve sæl er hver
[leikandi lund
en lofaðu engan dag fyrir
[sólarlagsstund.“
ÞESSAR ljóðlínur komu í huga
minn, er ég frétti lát nöfnu minn
ar og vinkonu Helgu frá Möðru
völlum. Fyrir nokkrum dögum
síðan voi-u þau hjónin gestir okk
ar hjónanna, ásamt fleirum. Við
vorum öll glöð í lund, engin
ský á lofti. En allt í einu syrti
í lofti. Sú hai'mafi'egn barst að
eyrum mínum að nafna mín
væri dáin. Þetta var svo óvænt
að maður gat vai'la trúað því.
En þetta er ein af gátum lífsins,
sem ei'fitt reynist að ráða og
skilja. Fyrstu kynni okkar
nöfnu minnar, voru þau að fyr
ir nokkrum árum, var ég á ferð
um Eyjafjöi'ð, ásamt fleirum, þá
datt okkur allt í einu í hug að
heimsækja húsráðendur að
Möðruvöllum. Húsfreyjan var
héima, bauð okkur þegar inn
til sín og veitti okkur af þeirri
alúð og gestrisni, sem ég gleymi
ekki. Það er ekki öllum gefin
sú velvild og í'ausn. Fi'á því
hélzt kunningsskapur okkar,
sem síðar bi'eyttist í vináttu.
Mér er kunnugt um að hún
rétti sína kærleiksn'ku líknar-
hönd mörgum, sem lífið reynd-
ist erfitt og fátæktin knúði dyra
hjá.
Hún flutti með sér hinn ferska
blæ sem veitti samferðafólki yl
og styrk.
Hún var sístai-fandi, hlífði sér
fyrir unglinga
5. Ef þið eruð á ferðalagi eða í
lautai'túi', farið þá aldrei
lengra fi-á samferðafólkinu
en svo, að það geti heyrt, ef
þið hrópið.
6. Verið aldrei í eggjandi fötum.
7. Vei'ið vai'kár meðnð taka við
stai'fi hjá ókunnugum.
8. Gangið aldi'ei um hálfklædd
heima fyrir.
9. Verið kurteis við ókunnuga,
sem spyi'ja til vegar, en fylg-
ið þeim ekki eitt spor.
10. Þiggið aldrei, ég endurtek
aldrei boð um að sitja í bíl.
glæsilegu konur búið Jóhanni
fi'iðsælt og fagurt heimili, þar
sem bjarkarilmur finnst, þrasta
söngur heyrist og Kaldbakur
livítur og blár heilsar á hverj-
um morgni.
Við samstarfsmenn og vinir
Jóhanns Þ. Kröyers ái'num hon
um og fjölskyldu hans alli'a
heilla og blessunar á þessum
merku tímamótum. Og um leið
og við þökkum honum samstarf
ið á liðnum árum, óskum við,
að við mættum enn lengí hafa
hann og hamingju hans innan-
borðs á siglingu okkar um elf-
ur tímans. — Björn Bessason.
hvergi. Starfið var aðalsmerki
hennar í einu og öllu. Heimili
hennar að Möðruvöllum út-
heimti mikið starf og þrek, og
raunar einnig eftir að hún flutti
til Akureyrar. Fólk eins og hún
kveður of fljótt þennan heim,
næstum á miðjum aldri. En við
sem eftir erum, eigum vonina
um endurfundi.
Ástvinum sínum var hún
sönn og kærleiksrík. Eg bið
guð að styrkja þá, í þeirra
miklu sorg. Að síðustu nafna
min: hjartans þakkir fyrir allt
og allt. Guð blessi minningu
þína.
Helga Jónsdóttir frá Öxl.
FRYSTA GRÆN-
METIÐ
SÖLUFÉLAG gai'ðyrkjumanna
hefur í vetur gefið neytendum
kost á frystu grænmeti, svo sem
rabai'bara, agúrkum og tómöt-
um, og er það nýlunda, sem hef
ur vel tekizt. Ný hraðfi-ysti-
tækni hefur opnað þennan
möguleika, og er hann þýðing-
armikill fyrir garðyrkjubændur
og neytendur í okkar ávaxta-
snauða landi.
Með hraðfi-ystingunni ætti að
mega geyma jafnvel hinar við-
kvæmari tegundir, svo sem
gúi’kur og tómata, yfir vetrar-
mánuðina og er augljóst hvert
hagi'æði það er, og hverjir
möguleikar til fi-amleiðslu- og
söluaukningar skapast við slík-
ar aðstæður. □
Leiðbeiningar
Helga Magnea Kristinsdóífir
frá Möðruvöllum
MINNING
RONALD FANGEN
*
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
•!KS<b3íSÞÍHS<hkbssbk
ÍBSSHSÍBSSHSÍBSÍBSXSSBS
og höfðað málssókn gegn Berki, en Fylkir hafði bjargað
honum. Þetta var hreinasta listaverk af sviksamlegasta mála-
flækjurekstri.
Eiríkur sat fölur í andlitkog með dálitlum hjartslætti og
blaðaði í skjölunum. Hann hafði snefil af samvizkubiti,
eins og hann væri gripinn í njósnum, gekk síðan franr aftur
og lét plöggin á sinn stað í skjalasafni Fylkis.
í rauninni hafði Eiríkur sennilega engan rétt til að nálg-
ast skjölin Jrau arna. —----
Fylkir hefði þá sjálfur verið dálítið smeykur við að
hleypa Berki fyrirvaralaust á Eirík, og hefði því talið nauð-
synlega dálitla kynningu fyrirfram. Þetta opnaði einnig fjar-
víddarsýn: Fylki var Jrað ljóst, að Eiríkur myndi smám sanr-
an verða að fást allnrikið við Jressi gömlu viðskipti sín og
viðskiptavini. Og þegar Fylkir blátt áfram vildi stinga að
honum föstum launum, þá var Jrað eflaust ekkert smáræði,
sem Eiríkur átti að ráða fram úr fyrir hann, nreðan Fylkir
sjálfur sæti brosandi á ýmsum stjórnarfundum. Þeir væru
sennilega allnrargir Berkirnir. En annars í fyllstu alvöru:
\;ar þetta ekki bhítt áfram dálítil tilraun með mútur? Orðið
var ekki beinlínis geðfellt, en Fylkir var kominn upp á erf-
iðasta hjallann og Jryrfti Jrví eiginlega engu að leyna. Samt
voru áhugamál lrans augljós: Hann gat ekki hrist af sér
alla Berkina, mátti ekki móðga þá, Jrví þá gátu Jreir valdið
lronum of miklu tjóni. Hann yrði því að hafa mann til að
fást við þá, og sá maður Jryrfti að hafa bæði háttvísi og
traustar viðskiptataugar. Og slíkur maður væri einmitt Ei-
ríkur! —
Þetta voru viðskiptalegar hugleiðingar, og Eiríkur fékk
ekki tóm til að halda þeim áfram. Nú komu nýir viðskipta-
menn til skjalanna.
En er hann gekk frá skrifstofunni urn miðdegisleytið, var
þetta eina ógeðfellda orðið enn. í huga hans. Hann gekk
sína vanaleið burt eftir Kirkjugötunni og upp eftir Karl-
Jóhannsgötu. Hann nrætti mörgurn kunningjum, og Jrað
hressti hann, að Jreir heilsuðu honum allir með vinsamlegri
kurteisi. Það var auðsjáanlega ekkert athugavert við með-
borgaralega virðingu hans, þar var hann alls ekki neinn
tortryggilegur mútuþræll. Allir voru sviphýrir, og í loftinu
lá þessi áþreifanléga, allt að því kjarnauðga hamingja, þeg-
ar lokið er vinnudegi, og maður er frjáls og frí Jrað sem
eftir er dagsins. Eiríkur var ætíð vanur að ætla sér hann
sjálfum, og hann kunni að meta það. Þetta var hin rétta
borgaralega ánægja: Maður hafði góða samvizku eftir særni-
lega vinnu — skollons orðagjálfur og glamuryrði greip hann
frami fyrir sjálfum sér og guggnaði! Hafði hann nokkru
sinni á öllum þessum árum, síðan hann varð kandídat, glað-
vaknað og hreinskilnislega viðurkennt, hve alþýðlegur hann
væri orðinn, úthverfur og borgaralegur. Hann flaut með
eins og hinir núna hérna á götunni, flaut með glöðum og
ánægðum straumnum.
En það var orðið ógeðfellda, sem amaði hann svo mjög —
að þiggja mútur, var jrað í rauninni ekki það sama sem að
vera á launum? Ofurlítill stigmunur, dálítið misstór, en Jrað
sama. Sérhver sem var þátt-takandi í firma og þar með í
mannfélaginu og fékk Jrar sín laun — var honum ekki þegj
andi og hljóðlaust mútað til að samþykkja og staðfesta hlut-
ina og viðhalda Jreim af öllum mætti? Láta reka á reið-
anum. Hvað hafði hann gert af íhugunargáfu sinni? Hafði
hann liaft annað en praktiskar hugleiðingar síðan, — já
síðan hann lokaði allt úti sökum ógnandi óhamingjukennd-
ar? Eða með öðrum orðum: þarf hamingju til þess að vera
hreinskilinn og frjálshugsandi og ráðstafa sjálfum sér? Og
var hann annars ekki hamingjusamur, hafði hann ekki skap-
að sér tilveruna eins ög greiða og góða og frekast var unnt,
og hafði hann ekki látlaust verið ánægður með hæfileika
sinn til að starfa nákvæmlega og glæsilega. Hann hafði
ágætt próf og hafði náð geysimiklunr árangri á frama og
framfarabrautinni, hann hafði fallega vinkonu, hann var
ekki mútuþegi, því hann gat staðið uppí hárinu á Fylki,
hvenær senr hann teldi Jrað nauðsynlegt, og hann gæti stofn
að sitt eigið glæsilega fyrirtæki hvenær senr væri.
Þessi slitur af hugleiðingum franr og aftur trufluðust, er
hann kom að GRAND.* Ungur skipanriðlari Rútur að
ur að nafni stöðavði hann. Þetta var hár nraður og myndar-
legur, hálffertugur að aldri, fremur laglegur í andliti, en
svipurinn óhemju drembilegur og hrottalegur. Hann hafði
hestaheilsu, var stöðugt á svalli og spilamennsku framundir
morgun, en var kominn á skrifstofuna um 11—12 leytið,
hafði góðar gætur á sínu og græddi stórfé.
Málfar hans var í samræmi við hreyfingar hans. Hann
gekk hægt og virðulega og litaðist um stórmennskulega á
svip og í fasi, leit á karlmenn eins og vihli hann bjóða þeim
í glímu og reyna kraftana, Jrvínæst fjármálaátökin, — og
loks frímúraralega staðfestingu Jress, hve lengi Jxeir hefðu
verið á flakki í nótt, — á konur leita'hann svo blygðunar-
laust og frekjulega, að Jrað var sem svipti hann þær klæð-
um.
Eiríkur hafði ráðstafað fyrir Rút nokkrum kaupsýslu-
skjölum fyrir skömmu, en Jrekkti hann annars lítið.
— Hæ, Hamar! kallaði Rútur, þegar Eiríkur gekk fram-
hjá hóteldyrunum á Grand. — Megið Jrér vera að Jrví að
standa við sem snöggvast?
Eiríkur nam staðar og heilsaði.
— Eg ætlaði að ná í yður, sagði Rútur blíðhroitalega.
Ofurlítið bisness. En ef Jrér megið vera að því núna, gætum
við brugðið okkur inn í Pálma* og fengið okkur Freiðir.**
Eiríkur var ekki í góðu skapi og þáði gjarnan í glasi.
— Já, ég má vel vera að Jrví, sagði hann og fylgdist inn
með honurn.
Fullt af fólki, kampavín á öllum borðum. Rútur nam
staðar í dyrurn. Heilsaði náðuglega, en hneigði sig sérlega
virðulega fyrir konu, sem sat ein sér. Eiríkur veittu þessu
eftirtekt, — og honum var kunnugt, að Jretta var kona úr
einni fremstu og auðugustu fjölskyldu borgarinnar. Þjónn-
inn gekk virðulega til Rúts. Eitt borðið var einmitt laust.
Rútur pantaði kampavín sitt og settist makindalega í djúp-
an hægindastól.
Mergurinn málsins var sá, að Rútur hafði gamlan skrif-
stofustjóra, nýtan rnann og þarfan, og Jressi skrifstofustjóri
átti tvítugan son. Nú höfðu feðgarnir lutgsað sér að taka
saman og hefja rékstur sjálfir. Gamli máðurinn hafði nokk-
ur fjárráð, en þurfti nú Samt 10.000 til viðbótar, og hafði
beðið Rút um þetta lán gegn ýmsum tryggingum. Þetta ætl-
aði Rútur að gera, — á annan bóginn nýtur maður og gagn-
legur, en hins vegar gamaldags og dálítið stirður, — og
Rútur hafði í takinu náunga, sem tekið gæti við skrifstofu-
starfinu, nýtízkulegan og smart náunga, — svo að á þann
hátt var þetta ekker.t-tap fyrir bisnessið. Hvort Hamar vildi
nú ekki ráðstafg Jressu, líta.eftir að allt væri í réttri röð og
reglu, og að tryggingin væri örugg.
Þetta voru aðeins almenn viðskipti, og var Jrví í rauninni
ekki meira urn Jrað að segja. En það var enn ekkert farar-
snið á Rúti, hann var skrafhreifur, og Eiríki skildist, að
hann gerði sér far um að vera þýður í máli og skemmtileg-
ur, eða með öðrum orðum, að hann gerði sér far um að
geðjast Eiríki, — og þar senr Eiríkur var ekki sérlega ánægð-
ur með sjálfan sig í dag, tók hann þessu vel.
Þegar Rútur hafði spjallað shipping og farmennskufræði
um hríð, tók hann. að gera athugasemdir um kvenþjóðina,
sem þarna var samankomin. Ný kampavínsflaska kom á borð
ið, og meðan þeir voru að tæma hana, fékk Eiríkur að heyra
meira rammagnað og ruddalegt rosaspjall um kvennafar en
samanlagt fyrr á allri sinni ævi. Enn átti hann sjálfur snefil
af megnri óbeit æskuáranna á öllu lauslætisspjalli, en nú
varð hann ósjálfrátt gagnhrifinn. Það lá við, að Jressi tak-
markalausa kvensemi án minnsta snefils af ást eða blíðu væri
risavaxið fyrirbæri. Eiríkur var dálítið ölvaður og leitaði í
huga sínum eftir einhverju frá fornu fari, en fann Jxað ekki,
— einhverju sem hefði gagntekið hann allan af ást á ham-
ingjuþrunginni reynslustund. En nú var óralangt síðan,
hann sannfærði sig um, að þetta hlyti að hafa verið í vega-
móturn gelgjuskeiðs og fullorðinsáranna. Og hann sann-
fæfðist um að hann gæti skilið Rút, það var þannig, — fjand-
inn hirði hann, — hann vissi það svo sem, hvað var „ást“ og
„blíða“ í hans eigin ástarnrörkum. Það eina sem hann skildi
ekki, var að Rútur spjallaði! En hversvegna ekki? Það var
einskonar vottur urn hugrekki. Þótt Rútur hefði víst enga
hugmynd um, að hann væri hugrakkur, — en Jrað sagði líka
sína sögu um kunningsskap hans. Ættu karlntenn aðgera svo
vel að hæla sér af raunverulegum ástarmökum sínum, — þá
myndi brátt koma í Ijós, að þau væru ekki neitt tiltölulega
fallegri en hjá Rúti. En sú var bót í máli, að þeir þurftu
þess ekki, fjandinn sjálfur, hvílíkur ósómi! — Og samt sem
áður, Rútur var ekki almennt fyrirlitinn alls ekki — hann
var karlmaður, — annars svívirðilegt hugtak — og hann stóð
við afrek sín. Karl í krapinu. Heljar-karl!
Eiríkur borðaði einnig miðdegisverð með Rúti og kom
ekki heim fyrr en um sexleytið. Hann hafði drukkið tals-
vert, en góða skapið hrundi af honum óðar er hann var
orðinn einsamall. Anna bústýra hans, dugleg boldangs-
Framhald.
* Eitt helzta hótel Óslóar, mitt í aðalgötu hennar „Karl Jóhann“.
* Glæsisalur á Grand.
** Gælunafn á Kampavíni.