Dagur - 23.01.1965, Blaðsíða 7
7
- Hann lagði hlustir við huldumáli lífsins
(Framhalcl af blaðsíðu 8).
eða Einari Benediktssyni, og
vonlaust að ætla sér að feta
þeirra slóð. Hér varð að finna
nýja leið, og þá vofir sú hættan
yfir, að menn leiti þess um of
að vera frumlegir og verði ó-
sannir og jafnvel afskræmilegir.
Það var hinn mikli sigur Dav-
íðs Stcfánssonar, að honum
tókst í senn að vera nýr og sann
ur. Hér dugði honum það, sem
honum entist bezt alla ævi, að
vera hann sjálfur. Það var ein-
lægni hans og heilindi við sjálf
an sig, sem voru styrkur hans og
aðall til ævikvölds.
Og þegar hann hafði, með
Svörtum fjöðrum, öðlazt skjót-
ari skáldframa en nokkurt ann
að íslenzkt skáld, var það hin
„frjálsborna mannslund“, sem
forðaði honum frá því að verða
þræll frægðarinnar.
Og enn var. það karlmennska
hans, sem veitti honum þrek
til að heyja samkeppnina við
sjálfan sig til síðustu stundar.
Hættan, sem fylgir því að fara
jafn glæsilega af stað og Davíð
gerði, er sú að það verður svo
erfitt að halda til jafns við sjálf
an sig á eftir, hvað þá fara fram
úr sjálfum sér, og þá er svo
jóvinnunámskeii
(framhald og bvrjendur)
hefst 28. janúar kl. 8 e. h. í íþróttavallarhúsinu. Inn-
ritun á skrifstofu æskulýðsfulltrúa alla virka daga frá
kl. 2—4 e. h. nema laugardaga, sírni 1-27-22.
ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR.
SJÓVINNUNEFND AKUREYRAR.
NÝKOMÍÐ! NÝKOMIÐ!
Herranærbuxur
síðar. - Verð kr. 56.00.
Herranærskyrtur
Vl erraa. - Verð kr. 41.00.
GÓÐ TEGUNÐ.
HERRADEILD
ULLARGARN
DRALONGARN
FJÖLBREYTT URVAL
hætt við, að menn gefist upp
og láti skeika að sköpuðu. Slíkt
var fjarri Davíð. Til þess var
hann of rótfastur. Og honum
tókst að lyfta síðustu bók sinni
í hæð við þá fyrstu. Seiðmagn
söngsins var enn hið sama, þó
að tónninn væri breyttur. Mun-
aðarólgan var minni, en heið-
ríkja fegurðarinnar enn tærari.
Annars er hér ekki tími til að
rekja skáldferil Davíös eða
skáldauðkenni. En að einu vildi
ég víkja.
Ljóðin liafa verið förunautar
íslendinga frá árdegi íslenzkrar
sögu. Víkingarnir ortu um at-
burði líðandi stundar og notuðu
skáldgáfuna til að kveða sig í
sátt við tilveruna. Listin, ásamt
trúnni, er æðsta og merkasta
sáttatilraun mannsins við mis-
lynda og oft harðleikna tilveru.
Það er ekki að efa, að mörg
stakan hefur létt lífsstríðið og
ljóðin oft hafið menn yfir fá-
tæklegan veruleika. í kulda og
vonleysi kváðu menn í sig kjark
og hita og unnu stundum and-
legt gull úr erfiðleikum og böli.
Ljóðin, ásamt sögunum, voru
öflugasta líftaug þjóðarinnar.
Og í engum þeim löndum, þar
sem við þekkjum bezt til, hafa
Ijóðin verið eins samofin lífi
fólksins og á íslandi. Hér er
það, sem Davíð vann sitt mikla
hlutverk í íslenzku menningar-
lífi. Ég ætla það ekki ofmælt,
þó að sagt sé, að í meira en
fjóra áratugi eða hartnær hálfa
öld hafi Davíð Stefánsson öll-
um öðrum fremur stuðlað að
því að varðveita samband ís-
lenzkrar Ijóðlistar við.þjóðina,
við fólkið í landinu. Þess vegna
var hann þjóðskáldið góða. Og
nú er mér spurn: Hvað verður
um þjcðina og hvað verður.-um
ljóðin, ef sambandið rofnar
milli þjóðar og ljóðs? Sjálfur
segir Davíð:
„Þar sem fólk er hætt að heýja
heilagt stríð, en skáldin þegja,
þar er þjóð að deyja.“
Heitasta ósk Davíðs Stefáns-
sonar var sú, að íslenzk þjóð
mætti lifa. Með ljóðum sínum
hefur han lagt til þess dýran
skerf, að svo megi verða.
*
© 1S. pessa mánaðar.
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓ TTIR, Kristnesi.
Utför
MARGRÉTAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Norðurgötu 5, Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 23. þ. m.
kl. 1.30 e. h.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
HERBERGI
E L D A V É L
Einhleyp kona getur feng-
ið leigt herbergi.
RAFHA-ELDAVEL
til sölu.
Uppl. í síma 1-24-57
eftir kl. 8 e. h.
VEFNAÐARVORUDEILD
é *
§ Innilegar kveðjur og pahhir sendi ég öllum, sem ©
■$* r.fj,' i i' i ______d ' l„,
sýndu mcr hlýhug og vinscmd á sextugsafmœli minu *
%
l
■4- T
HUS TIL SOLU
Húseignin Vanabyggð 4 E
er til sölu, laus til íbúðar
14. maí n.k. — Kauptilboð
óskast í eignina fyrir 15.
febrúar n.k. og ber að
senda tilboðin til undir-
ritaðs, sem gefur nánari
upplýsingar.
Áskilinn réttur til að
hafna hvaða tilboði
sem er.
Sigurður M. Helgason,
sími 11543.
B
AUGLÝSIÐ í DEGI
GÓÐ AUGLÝSING -
GEFUR GÓDAN ARÐ
FÉLAGSVIST Sjálfsbjargar
verður að Bjargi laugardag-
inn 23. þ.my kl. 8,30 e.h. —
Félagar mætið og takið með
ykkur gesti. Nefndin.
MINJASAFNIÐ: — Opið á
sunnudögum kl. 2—5 e.h.
MUNIÐ MINNINGARSPJÖLD
Kvenfélagsins Hlífar. Öllum
ágóðanum er varið til fegrun-
ar við barnaheimilið Pálm-
holt. Spjöldin fást í Bókabúð
Jóhanns Valdimarssonar og
hjá Laufeyju Sigurðardóttur
Hlíðargötu 3, Akureyri.
FRAMLÖG í DAVÍÐSHÚS —
Degi hafa enn borist þessar
gjafir til Davíðshús á Ak.
Sigríður Jónsd. og Brynjólfur
Jónsson kr. 1000, Jóhanna
Gunnlaugsd. kr. 200, Tryggvi
Kristjánsson og Jóhanna Vald
marsd. kr. 500, Júdit og Jón-
björn kr. 1000. Ólafur Jóns-
son og Jóhanna Magnúsdóttir
1000, Hannes J. Magnússon
kr. 1000, Lára Ágústsdóttir
200, nemendur á vélstjóranám
skeiði (ágóði af dansleik 21.
jan) 1500. Jónas Halldórsson
Rifkelsstöðum kr. 1000.
HJÓNABAND: í dag verða gef
in saman í hjónaband í Jó-
hannesarkirkju í Bergen —
Inger-Lise Thornqvist og
Helgi Laxdal frá Tungu, Sval
barðsströnd. Heimili þeirra
verður að Nikolaismuget 2,
Bergen, Noregi.
LESSTOFA ísl.-ameríska félags
ins, Geislagötu 5: Mánudaga
og föstudaga kl. 4—6, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 7.30
—10, laugardaga kl. 4—7.
NATTÚRUGRIPASAFNIÐ er
opið á fimmtudögum kl. 4—6
síðdegis og sunnudögum kl.
2—4 síðdegis.
DÝRALÆKNAVAKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Ágúst Þor-
leifsson, sími 11563.
- Skaflar á Dalvík
(Framhald af blaðsíðu 1).
hafa hamlað veiðum hér heima.
Frystihúsið hefur því ekki haft
verkefni. Síðan um miðjan des-
ember hefur atvinna verið mjög
stopul.
S.H.
SIÍRA
um vinninga í happdrætti Há-
skóla íslands — Akureyrar-
umboð.
1. FLOKKUR 1965:
5000 kr. vinningar:
4660, 19072, 30577.
1000 kr. vinningar:
540 1544 2660 2944 3154
3165 3171 4663 5211 6565
8516 8845 9069 9846 10640
10643 11324 13380 13632 13785
13969 17312 17948 18210 18212
18220 19054 19056 19448 19907
20524 23577 27205 28679 28686
28864 29315 30520 31107 31146
31569 33169 33443 36490 36495
36497 37028 42001 42850 43310
44587 44612 44733 44825 44831
45319 48288 49172 49173 49166
49169 49236 49297 51891 52468
52577 53942 57889 59590 59758
59761. Birt án ábyrgðar
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af bls. 8.)
ir andlitinu. Veit ég þá ekki
fyrri til en snjókúla skall á
glugganum og braut hann. Gler
brotunum rigndi yfir mig. Sem
betur fór sat ég ekki við glugg
ann, eins og ég geri oft, því þá
hefði verr farið. Þegar út var
litið sást enginn. Hér var ekki
barn að verki og ekki bam,
sem burtu liljóp frá verknaði
sínum þessu sinni.
Já, snjókúlur er gaman að
hnoða, einnig að skjóta þeim í
mark. En markið á aldrei að
vera brothætt gler, það ættu
allir að hafa í huga.
Ungling eða krakka
vantar til að bera út blað-
ið neðst á Oddeyri.
AFGREIÐSLA DAGS
Sími 1-11-67.
- BÍLSTJÓRASÖGUR
(Framhald af blaðsíðu 2).
þurftum við að fá bensín á bæ
einum. Strákarnir vildu endi-
lega fá sér eitthvað að borða á
bænum þeim en mér varð að
orði: Andskotans átið í ykkur
alltaf hreint. Hef ég fengið að
heyra þetta oft síðan. Mér var
ekki matur í hug og komst ekk
ert annað að en halda áfram.
En strákarnir höfðu náttúrlega
nokkuð til síns máls því ekki
var ólíklegt þeir fyndu til sult
ar eftir rúml. 20 klukkustunda
ferð yfir Holtavörðuheiði!
DRAUMURINN RÆTTIST
Áður en lengra er haldið ferða-
sögunni, er rétt að minnast
draums er mig dreymdi í Forna
hvammi á norðurleiðinni. Eg
hafði talað hátt upp úr svefni
og vaknaði ég við það að strák
arnir voru að hlæja að mér. En
þá man ég að ég sagði um leið
og ég vaknaði: Nú tökum við
bara hásinguna undan bíln-
um og keyrum svo af stað. Og
þetta var það eina sem ég mundi
af draumnum. Við fórum á
Blönduós þetta kvöld og héld-
um áfram daginn eftir. Þá var
illt fséri á Öxnadalsheiði, og urð
um við að fá hjálp. Hólmsteinn
Egilsson kom vestur á trukkbíl
sem hann átti. Svo braut ég
nýlegan bíl, sem ég ók. Þá fór
ég með Hólmsteini í Bakkasel
og símaði þaðan til Akureyrar.
Eg gleymi seint viðbrögðum fé-
laga minna og vina á Akureyri.
Þeir komu á tveim trukkum og
hjálpuðu okkur. Annar þeirra
tók minn bíl aftaní. En til þess
að geta dregið hann þurfti að
taka öxlana út úr hásingunni.
Varð mér þá að orði, að nú
væri víst draumurinn að koma
fram. Við héldum svo áfram til
Akureyrar og komum þangað
morguninn eftir. Já, svona tókst
okkur að flytja Hrein Pálsson
diéðiui úr bænum. - - —