Dagur - 27.01.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1965, Blaðsíða 8
8 Fréllabréf úr SkagalirSi KanaKor iikureyrar 1964. Karlakór Akureyrar 35 ára Spjallað við söngstjóra og formann kórsins I GÆR átti Karlakór Akureyr- ar 35 ára afmæli og leitaði blað ið fregna af þessu kunna söng- félagi hjá núverandi formanni, Jónasi Jónssyni kennara og -söngstjóranum Áskeli Jónssyni. Hver stofnaði kórinn, Jónas, og hver var fyrsti stjórnandi lians? Áskell Snorrason tónskáld og kennari á Akureyri mun hafa verið aðal hvatamaður að stofn un Karlakórs Akureyrar. Hann var kosinn fyrsti formaður hans og hann var einnig fyrsti söng stjóri hans. Má því með nokkr- um sanni segja, að Áskell Snorrason hafi verið faðir kórsins og fóstri. Núverandi söngstjóri er Áskell Jónsson og hefur hann annast söngstjórn- ina um tveggja áratuga skeið. Þessir þingeysku nafnar hafa mestan svip sett á söng og starfsemi kórsins. En aðrir stjórnað kórnum styttri tíma, svo sem Sveinn Bjarman einn vetur, Jón Þórarinsson og Jakob Tryggvason, og Jóhann Ó. Har- aldsson hefur verið leiðbein- andi og gripið í söngstjórn. Og starfsemi sú er að almenn ingi snýr? Sú starfsemi, sem að almenn- ingi snýr, eru konsertarnir eða söngskemmtanirnar og höfum við oftast haldið þær árlega, bæði hér í bænum og svo höf- um við farið söngferðir um land ið, síðast í sumar til Vestfjarða. Við höfum reynt að fara þess- ar ferðir annar hvert ár og bú- Jarðýta ryður snjó af Tj ið okkur undir það. Einnig hafði kórinn samstarf við Kantötukór Björgvins Guðmundssonar og Áskell Snorrason nokkrir kórfélagar æfðu rneð honum og fóru síðan söngför til Norðurlandanna það var ár- ið 1951. í þeirri för var sungið undir söngstjórn þeirra beggja, Björgvins og Áskels Jónssonar. ornesvegi Húsavík, 26. janúar. — Enn er færðin erfið hér í næstu sveit- um. Þó hefur flutningum í Reykjadal, Kinn og út á Tjör- nes verið haldið uppi. En til ÍMývatnssveitar mun því sem næst ófært enrrþá. Jarðýta er nú að ryðja snjó af Tjörnesvegi og er hún á leið austur í Keldu hverfi sömu erinda. Verið er að æfa hér erlent leikrit, sem Sigurður Hallmars- son sviðsetur. Sjóferðir eru stop ular og fiskafli mjög lítill. Þ.J. og Jóhann Daníelsson. Undir- leikarar hafa líka verið margir, svo sem Þyri Eydal, Kristinn Gestsson, Guðrún Kristinsdótt ir og nú Guðmundur Jóhanns- son. Svo höfum við mjög oft haft sérstaka söngþjálfara, nú síðustu árin Ingibjörgu Stein- grímsdóttur. Syngja enn einhverjir af stofn endunum? Af hinum 28 mönnum, sem stofnuðu Karlakór Akureyrar, syngur einn með okkur ennþá og er það Oddur Kristjánsson. Kórinn hefur kjörið nokkra heið ursfélaga og eru tveir á lífi, Þorleifur Þorleifsson, fyrrver- andi formaður kórsins og Jó- (Framhald á blaðsíðu 2). Frostastöðum, 17. janúar — Tíðarfar hefur verið heldur stirt og leiðinlegt það sem af er þessum vetri. Fyrir það má segja, að úrfellin hafi verið ein kennandi. Frá vetrarbyrjun og þar til nú um miðjan janúar hefur einhverskonar úrfelli og þá oftast snjókoma eða slydda verið í 40 daga eða langdrægt annan hvern dag. Snjór er þó ekki mjög mikill hér um slóðir en storka því meiri og þess- vegna ónotalegt til jarðar. í útsveitum mun þó töluvert fann fergi enda oft snjóað þar þó að hríðarlaust hafi verið þegar fjær dregur sjó. Skakviðri þessi fara illa með skepnur, sauðfé stendur illa á beit og hross láta hold. Samgöngutruflanir af völd- um snjóa hafa ekki orðið veru legar í innhéraðinu a.m.k. og mjólkulflutningar því að mestu gengið eðlilega. Hinsvegar ólg- aði Dalsá og síðar einnig Hér- aðsvötn yfir þjóðveginn neðan Akratorfu í Blönduhlíð með þeim afleiðingum, að ófært var (Framhald á blaðsíðu 4). DAVÍÐSKVÖLD í KÓPAVOGI Fyrir nokkru var ákveðið suð- ur í Kópavogi, að gefa ágóða af kvikmyndasýningu félagsheim- ilisins í Kópavogi hinn 21. janú ar til Davíðshússins á Akureyri. Á undan sýningunni flutti bæj- arstjórinn ávarp. Söfnunarlistar. liggja frammi þar í kaupstaðn- um. Þetta er þakkarvert og til fyrirmyndar. Sniór að hverfa á Biönduósi Þorrablótin eru hafin og byrj að er að undirbúa Húnavökuna, sem haldin verður síðar í vet- ur. Hestar hafa ekki komið í hús og hafa þeir bjargað sér eins og vant er þótt misjafnlega viðri. Atvinnuleysi er á Skagaströnd og er búist við að nokkuð marg ir leyti sér atvinnu á öðrum stöðum þegar sjómannadeilan leysist. Fisklaust má kalla í Húnaflóa. Ó.S. Blönduósi 26. janúar. — Hér var minni snjór en víðast ann- ars staðar, því snjórinn er að hverfa hér um slóðir og vegir allir orðnir góðir og ekkert til fyrirstöðu í umferðinni. Allar framkvæmdir hafa leg ið niðri síðan í nóvember vegna frosta. Nýju kaupfélagsbygging unni á að vera lokið fyrir næstu áramót. Vinna við hana hefur stöðvast um sinn eins og við aðrar framkvæmdir, en hefjast vonandi bráðlega aftur. Haraldur Björnsson leiðbeinir í M.A. Og hefur síðan upplesturskvöld í bænum Askell Jónsson En fleiri utanfarir eru enn. á dag skrá, hvort sem framtíðin upp- fyllir utanfarardraumana okkar síðar. Ilelsíu einsöngvarar og undir leikarar? Við höfum haft marga ein- söngvara með kórnum, bæði fyrr og síðar. Ef ég á að nefna nokkra einsöngvara koma mér fyrst í hug Jóhann Kon- ráðsson, Sverrir Magnússon, Eiríkur Stefánsson, Jósteinn Konráðsson, Sverrir Pálsson UM ÞESSAR mundir dvelur Haraldur Björnsson leikari hér í bæ og kennir nemendum Menntaskólans undirstöðuatriði í tali og framsögn. Þetta er lið ur í þeirri starfsemi skólanna, og styrkt af því opinbera, að kynna listir, bókmenntir og menningarmál, jafnhliða lög- boðnum skyldunámsgreinum og er full þörf á. Blaðamaður ræddi stundar- korn við leikarann í gærmorg- un á Hótel KEA og lék hann á alls oddi. — Já, ég er að vinna hérna, segir Haraldur en ekki að slæpast. Tilsögn mín í tali og framsögn er vel þegin í MA og nemendur áhugasamir. Og svo er ég að undirbúa með þeim samsett prógram, sem þeir sýna opinberlega áður en ég fer. Þar verður farið með kvæði, sögu- brot og leikþætti. Þetta kemur að nokkru leyti í stað skólasjón leiks, sem falla mun niður í vet ur. En ætlar þú ekki sjálfur að lesa upp hér í bæ áður en þú ferð? Jú, það ætla ég að gera hinn þriðja febrúar og það auglýsi ég í Akureyrarblöðum fyrir helgina. Það er alltaf verið að biðja mig að lesa upp, en ég hlýt að láta Menntaskólanem- endur sitja fyrir, því til þess kom ég hingað að vinna fyrir þá. Þú hefur jafnan haldið því fram, að nauðsynlegt væri að kenna framsögn? Jú, auðvitað og geri það enn. í skólunum .erii verðandi prest Iíaraldur á morgunsloppnum. (Ljósm. E.D.) ar, lögfræðingar, kennarar, al- þingismenn og leiðtogar fólks- ins í öllum greinum. Þetta fólk þarf að læra að nota talfærin á réttan hátt. Þeirri kunnáttu fylg ir vald og áhrif. Kennarar, sem hafa vald á máli sínu og fram sögn eru aldrei í vandræðum í kennslustundum, af því talkunn átta gefur orðum þeirra aukin áhrif. Hið sama má segja um allan munnlegan málflutning, hvort sem hann fer fram í húsa kynnum skóla, á mannfundum eða í réttarsal. Þessi háttur hef ur um of verið vanræktur í skól um. Þú varst á hátíðarsýningu LA? Já, og ég vildi segja um þá sýningu, að leikurinn var vel unnin og félaginu til sóma. Leik stjórinn hefur unnið þarna mjög gott verk, segir hinn aldni leik- ari, sem fyrir nærfellt 40 árum sviðsetti Munkana á Möðruvöll um hér á Akureyri, en leik hans þá og leikstjórn muna enn marg ir. Blaðið þakkar Haraldi Björn syni samtalið og vonar að starf hans við að kenna ungu fólki betri meðferð móðurmálsins í tali og framsögn megi bera ríku legan árangur. Svalbakur seldi fyrir gott verð í Þýzkalandi SVALBAKUR seldi í fyrradag í Bremenhaven 93,7 tonn fyrir 93 þúsund mörk. Togarinn er væntanlegur hingað á laugar- dag. Sléttbakur og Harðbakur eru báðir á veiðum, fóru út 20. og 22. þ.m.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.