Dagur - 06.02.1965, Qupperneq 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
FRÆÐSLAN OG
SAMVIZKAN
ENN hafa íslendingar aukið áfeng-
isneyzlu sína, um 15% í krónutali
og einnig að áfengismagni. Með skyn
samlegri notkun ætti tveggja lítra
neyzla hreins vínanda á mann ekki
að vera þjóðarböl, en hún er það
engu að síður og það viðurkenna nú
allir. Það þurfa fáir íslendingar að
leita út fyrir fjölskyldu sína til að fá
staðfestingu á þessu. Fræðslan er allt
sem þarf, segja sumir, því af henni
hlýtur hver maður að draga réttar á-
lyktanir, hver fyrir sig. En sannleik-
urinn er sá, að það þarf enginn Is-
lendingur að hlusta á predikanir um
þetta efni, hvorki vísindalegar eða
alþýðlegar, að þeirn Jjætti fræðslunn
ar Jjó ólöstuðum, til Jtess að öðlast
þekkingu á áfengisneyzlu og afleið-
ingum hennar, J>ví hana hafa allir
fyrir augunum. Það er því annað,
sem okkur vantar fremur í þessu
efni, og það er SAMVIZKA OG SIÐ
FERÐISÞREK, bæði einstakling-
anna og þjóðarheildarinnar. Sem
dæmi um vöntun á siðferðilegum
þroska þjóðarinnar má t.d. nefna, að
öll dagblöð þjóðarinnar og flest viku
blöðin að auki telja sér sæma að
ganga erinda Bakkusar á opinberan
og mjög áberandi hátt. Og Jjetta læt
ur fólk sér lynda J>ótt það ekki aðeins
viðukenni áfengisbölið lieldur einn-
ig þjáist af J>ví. Ríkisútvarpið flytur
sjaldan gamanmál, án J>ess að }>au
séu blönduð hinu viðbjóðslegasta
drykkjurausi. Þessum óþverra skyrp
ir það framan í landsfólkið og á
hann að vera til skemmtunar. Þriðja
dæmið um óþroskaða samvizku J>jóð
félagsins eru allar J>ær }>úsundir full
orðinna manna, sem á ári hverju
selja, gefa eða útvega á einhvern hátt
unglingunt innan 21. árs aldurs, á-
fengi, án J>ess J>eint sé fyrir }>að refs
að, svo sem landslög mæla fyrir.
Þessi dæmi nægja til að sýna hina
óþroskuðu samvizku J>jóðfélagsins.
Og hvers er þá að vænta af uppvax-
andi fólki? Þjóðfélagið sameinaðist
í baráttunni gegn holdveiki, sulla-
veiki og útrýmdi þeint sjúkdómunt.
Það berst við berkla og hefur náð
miklum árangri og nú við krabba-
mein og hjartasjúkdóma. Enginn viti
borinn maður á íslandi myndi fáan-
legur til Jtess að leggja J>ar stein í
götu og }>aðan af síður að úlbreiða
sjúkdóminn meðal landsfólksins. En
hvenær sameinast þjóðin í barátt-
unni við böl }>að af óviturlegri áfeng
isneyzlu, sem leggur heimilisham-
ingju þúsundanna í rústir og á sök
á hundruðum slysa árlega og dauða
fjölda manna? Hvenær verður áróð-
urstækninni beint að J>ví, að vekja
samvizku þjóðarinnar í stað J>ess að
svæfa hana? □
JÓN KR. KRISTJÁNSSON, VÍDIVÖLLUM:
VEGUR UM VÍKURSKARÐ
FYRIR nokkrum árum kom
mjög til álita, hvernig sigrast
skyldi á þeirri torfæru, sem
Vaðlaheiðin reyndist á vetrum.
Sumir töldu heppilegast að end
urbæta veginn frá Fnjóskárbrú
um Steinsskarð, aðrir bentu á
Víkurskarð sem álitlega leið,
og enn aðrir fullyrtu að byggja
bæri vandaðan vetrarveg um
Dalsmynni, og varð sú lausn fyr
ir valinu. Tvennt mun þar eink
um hafa valdið úrslitum: skoð
un verkfræðinga og annarra
ráðamanna, er litu á það sem
lögmál, að vegarstæði mundi því
öruggara sem það lægi lægra
yfir sjó, og brýn þörf betri vega
innan héraðs á þessu svæði.
Skal á engan deilt fyrir að hafa
átt hlut að þeirri niðurstöðu. En
hitt er annað mál, að reynslan
leiðir ótvírætt í ljós, að eins
fljótt og mögulegt er verður að
finna styttri, greiðfærari og
hættuminni leið.
Vegurinn frá Hálsi til Akur-
eyrar mun vera sem næst helm
ingi lengri um Dalsmynni en
'sá sem oftast er farinn um Vaðla
heiði. Um þá ca. 30 kílómetra
viðbót munar í þungri færð.
Norðaustanáttin er einmitt snjó
sæl á þessum slóðum, og ber
því að losa langferðabifreiðar
við þennan krók, fyrst það er
hægt. Meginrökin gegn vetrar-
umferð um Dalsmynni er þó
snjóflóðaliættan þar. Hver sem
til þekkir og leyfir sér að gera
lítið úr þeirri hættu, tekur á
sig þunga ábyrgð og vitnar
gegn betri vitund. Sívaxandi
umferð þungra bifreiða og véla,
og brýn þörf reglubundinna
ferða meðan mögulegt er að
brjótast áfram, bjóða slysun-
um heim. Þótt lagt sé af stað
að austan eða frá Akureyri í
hættulitlu útliti, en þungri færð
getur voðinn vofað yfir þegar
á þessar stöðvar er komið.
Þessir annmarkar allir valda
því, að þegar verst fellur eða
tvísýnast er, verður að grípa til
þess ráðs að brjótast beint inn
yfir Vaðlaheiði, leiðina sem
sneiða átti hjá. Fnjóskárgilið hjá
Skógum, hæð heiðarinnar og
snjóþyngsli þar á vissum stöð-
um valda þó oft miklum erfrð-
leikum í því sambandi. Hinn 30
—40 ára gamli vegur þar, sem
allur var með handafli byggður
er líka mjög víða að síga í
jörð niður.
NÝR VEGUR
Nú er að því komið, að byggð
verði ný brú yfir Fnjóská. Hefur
henni verið valinn staður þar
sem árbakkar eru lægri, tæpum
3 kílómetrum norðan vegarinns
hjá Skógum. Þegar því verki er
lokið, eða jafnframt því, virðist
einsætt að leggja beri kapp á
byggingu góðs vegar um Vaðla
heiði, er fær verði á vetrum full
komlega til jafns við þá vegi er
að liggja. Mun það hægt, ef vel
tekst með val á vegarstæði.
Kemur þá tvennt til álita: hvort
endurbyggja beri hinn gamla
veg um Steinsskarð, og breyta
honum þar sem ástæða þykir
til, eða byggja veg um Víkur-
skarð. Varðandi veginn um
Steinsskarð skal á þetta bent:
Hann yrði nokkru styttri, þegar
litið er á leiðina sem heild, frá
Fnjóskárbrú til Akureyrar, og
það yrði auðveldara að byggja
JON KR. KRISTJANSSON.
hann í áföngum, þar sem styðj
ast mætti við hluta hins gamla
vegar, a. m. k. á meðan. En þar
kemur ýmislegt á móti: Frá
Fnjóskárbrú til Akureyrar er
um 28 km vegalengd, þar af
sem næst 21 km. fjallvegur, milli
Veigastaða og Fnjóskár. Sá veg
ur getur ekki legið lægra á
Steinsskarði en í 540 m hæð, og
möl í hann yrði væntanlega að
sækja niður undir bæi í Fnjóska
daleða langt suður í Kaupvangs
sveit. Áætlanir hafa verið gerð
ar um veg frá brúarstæðinu
nýja suður og upp á Steins-
skarðsveg. Verði Víkurskarð fyr
ir valinu sem framtíðarleið, virð
ist sjálfsagt að sleppa þeirri veg
arlagningu, a.m.k. í bráð, þar
sem aðeins er um að ræða þenn
an tæpa þriggja km. spöl eftir á
gætum vegi suður á þjóðleiðina
hjá Skógum.
Sé hinsvegar horfið að því
ráði að leggja veg um Víkur-
ÞORKELL Björnsson fyrrum
bóndi á Jökuldal, síðar á Varð
gjá og Kífsá við Eyjafjörð og
enn síðar afgreiðslumaður og
auglýsingastjóri Dags á Akur-
eyri varð sextugur 3. febrúar.
Hann býr nú í Reykjavík og er
afgreiðslumaður og húsvörður
hjá Mjólkursamsölunni.
Þorkell Bjömsson er skarp-
greindur drengskaparmaður,
gleðimaður heima og heiman,
skarð, er meðal annars á þetta
að líta: Þá verður ekið um Sval
barðsströnd, frá Veigastöðum
allt norður að Miðvík, um 16
km vegalengd. Austan heiðar er
4—5 km vegur frá brúarstæð-
inu norður að Vatnsleysu og
Dæli. Fyrir nokkrum árum fór
fram nákvæm mæling á vega-
lengdinni frá veginum norðan
Vatnsleysu inn á þjóðveginn
hjá Miðvík, og reyndist hún að
eins vera 7,350 km. Mesta hæð
á þeirri leið, innst í skarðinu,
virðist vera 313 metrar yfir sjó.
Þótt nýr vegur yrði að sjálf-
sögðu eitthvað lengri en bein-
asta leið, yrði hann sem íjall-
vegur milli byggðavega væntan
lega um hehningi styttri en
hinn, um Steinsskarð, og beygj
ur færri.
Annað mikilsvert atriði er að
þarna er veðursæld meiri og
snjó setur síðar á veg. Sem dæm
is má geta, að í fyrri hluta októ-
ber sl. haust urðu suma daga
talsverð óþægindi fyrir bíla á
Steinsskarðsvegi af völdum
snjóa. Á sama tíma fór jeppi
fleiri ferðir milli Svalbarðseyr-
ar og Grímsgerðis í Fnjóskadal
um Víkurskarð snjólaust á 20
—30 mínútum. Jarðýtuland til
vegagerðar er gott austan skarðs
ins og eftir því, en misjafnara
niður að vestan.. íburðarmöl er
austan skarðsins. Og ef svo
reynist, sem búizt er við, að hún
sé einnig næg innan þess, við
Hrossalæk, yrði það til mjög
mikils hagræðis vegna viðhalds
vegarins um Svalbarðsströnd.
Með tilliti til þess, sem hér að
framan hefur verið sagt, verður
að telja sjálfsagt, að yfirstjórn
vegamála láti fram fara gagn-
gerða rannsókn á því, hvernig
þetta mál skuli leyst á farsælast
an hátt.
hinn mesti sagnasjór og hefur
sjaldgæfa frásagnargáfu. Með
honum er gott að vera og starfa
og til hans er betra að leita en
flestra annarra.
Jökuldalur hefur alið marga
góða drengi og léð þeim í vega-
nesti fjölhæfan andlegan þroska
og karlmennsku. Þorkell er
einn þeirra og mun hvorki hann
eða dalurinn óska þess, að slit-
in séu átthagabönd og tryggð.
Kona Þorkels er Anna Eiríks-
dóttir frá Skjöldólfsstöðum,
hin ágætasta húsmóðir. Börn
þeirra eru: Björn rafvirki á
Akureyri, Anna Þrúður, fyrrum
flugfreyja, Eiríkur Skjöldur
mjólkurfræðingur og Ingvi Þór
laganemi, öll búsett í Reykja-
vík nema Björn og öll hafa þau
stofnað sín eigin heimili og eiga
afkomendur.
Um leið og Dagur sendir Þor
keli Björnssyni beztu árnaðar-
óskir í tilefni af sextugsafmæl-
inu flyt ég honum einnig inni-
legar afmæliskveðjur og þakkir
fyrir ágætt samstarf og vináttu.
E. D.
jörnsson sextugur
Um st jórnmálaflokka
í ÖÐRUM löndum starfa stjórn
málaflokkar. Á starfsemi þeirra
má finna bæði kost og löst. En
í löndum frjálsra þjóða virðist
ekki hægt að komast af án
þeirra og ekki hægt að komast
hjá. stofnun þeirra. Fyrstu 40
árin eftir að Alþingi fékk lög-
gjafavald var skiftingin í flokka
hér á landi þó ýmist engin eða
mjög lausleg. Deilt var um mis
munandi leiðir í sjálfstæðisbar
áttunni við Dani, en flokkar
þeir, er myndaðir voru í sam-
bandi við það, skammlífir og
hélst misjafnlega á liðsmönnum
sínum í þinginu. En á heimsstyrj
aldarárunum fyrri tóku flokka-
skipanir á sig annað og fastara
form, og markaðar voru flokks
stefnur í meðferð innanlands
mála.
Fram til 1930 eða þar um bil
voru aðalflokkarnir þrír. íhalds
flokkurinn, sem nú nefnir sig
Sjálfstæðisflokk, tók að sér að
gegna sama hlutverki og svo-
nefndir liægri flokkar erlendis,
að gera þá einstaklinga, sem
meiri máttar voru, að forsjá þjóð
arinnar og auka mátt þeirra sem
mest. Alþýðuflokkurinn gerðist
merkisberi hins alþjóðlega sósí
alisma og jafnframt verkamanna
flokkur. Framsóknarflokkurinn
fylgdi fram hinni þjóðlegu fé-
Jarðarbúum fjölgaði
um 83 millj, á einu ári?
SAjýlKVÆMT nýjum manntals
skýrslum frá Sameinuðu þjóð-
unum var íbúatala heimsins á
miðju ári 1963 orðin 3.218 millj.
Á sama tíma árið 1962 átti íbúa-
talan að hafa verið 3.135 millj.,
samkvæmt sömu heimildum.
Þetta merkir mannfjölgun sem
nemur 83 millj. á einu ári. Svo
gífurleg hefur fjölgunin þó ekki
verið. Orsök hinnar öru „fjölg-
unar“ var hins vegar sú, að við
manntal sem nýlega hefur átt
sér stað í nokkrum löndum
Afríku kom á daginn, að íbúa-
fjöldinn var miklu stærri en
menn höfðu áður gert ráð fyrir.
Síðasta hefti (XVI. 4) af
„Population and Vital Statist-
ics Report“ gefur upp eftirfai'-
andi tölur yfir íbúafjöldann í
ýmsum hlutum heims og í heim
inuin öllum á miðju ári 1963.
millj.
Afríka 296
Norður-Ameríka 281
Suður-Ameríka 157
Asía 1.802
Evrópa (án Sovétríkjanna) 439
Ástralía (heimsálfan) 17,5
Sovétríkin 225
Allur heimurinn samtals 3.218
Árið 1961 voru íbúar Afríku
261 millj. og árið 1962 269 millj.
þannig að aukningin nam þá 8
xnillj. Á töflunni hér að ofan er
íbúafjöldinn í Afríku orðinn
296 millj. árið 1963, sem mundi
þýða aukningu upp á 27 millj.
á einu ári. Skýringin er hins
vegar sú, að nú er stuðzt við ör-
uggari tölur og betri manntals-
aðferðir. □
lagshyggju, sem var af íslenskri
rót en óháð útlendum kennisetn
ingum og fyririiiælum alþjóða-
stofnana. Stefna hans mótaðist
þegar í öndverðu af nauðsyn
lítillar þjóðar til að byggja stórt
land og sækja á þann hátt fram
til betra lífs.
Hin alþjóðlegu samtök sósíal
ista klofnuðu eftir heimsstyrjöld
ina og mynduðu tvær andstæðar
fylkingar. Önnur fylkingin hlítti
forsjá svonefndra Bolsévíka i
Rússlandi og kallaði sig komrn-
únista. Hin varð mikilsráðandi
víða í Vesturlöndum og kallaði
sig Sósíal-demokrata eða lýðræð
isjafnaðarmenn. íslenka orðið
jafnaðarmaður, er raunar röng
þýðing á hinu útlcnda orði, sósí
alisti, og skal ekki nánar út í
það farið. En hér á landi hélst
Alþýðuflokkurinn óklofinn til
1930. Þá klofnaði hann eins og
sósíalistaflokkar víða annars-
staðar höfðu áður gert. Minni
hluti Alþýðuflokksins stofnaði
nýjan stjórnmálaflokk, sem kall
aði sig „Kommúnistaflokk ís-
lands-deild í alþjóðlega sam-
bandi kommúnista“.
Fyrstu 6—7 árin eftir klofn-
inginn var kommúnistaflokkur-
inn mjög fylgislítiil í landinu og
átti engan fulltrúa á Alþingi.
En síðar tókst honum með ýms
um ráðum að rétta hlut sinn
og óx Alþýðuflokknum yfir höf
uð. Skipti hann þá um nafn
eins og íhaldsflokkurinn og kall
aði sig Sósíalistaflokk. Svo
hætti liann að vaxa. Ný blóð-
gjöf frá Alþýðuflokknum 1956
og þjóðvarnarmönnum 1963
eyddi nokkuð hrömunarmerkj-
unum.
Nú eru 6 Sósíalistar á Alþingi
og kosningabandamenn þeirra
þrír, en Alþýðuflokksmenn átía.
Hvorki Sósíalistaflokkur né A1
þýðuflokkur er nú líklegur til
jákvæðrar forystu í þjóðmálum.
Ástand þeirra og togstreita skap
ar sjálfheldu, sem er Sjálfstæðis
flokknum í vil og hefur lengi
verið.
Nlargir, sem fylgt hafa þess-
um flokkum að málum, gerast
nú langþreyttir, sem von er.
Þeir láta nú óspart í Ijós við
ýms tækifæri, að vænlegra
muni til árangurs að styðja þjóð
lega félagshyggju en hina inn
fluttu, síklofnu sósíalistahreyf-
ingu (kommúnista og sósíal-
demókrata), sem ekki virðast
eiga sér viðreisnar von, að
þeirra dómi. Þeir líta svo á, að
ef þeir, sem samleið geta átt
með Framsóknarflokknum,
fylki sér um hann, í stað þess að
Iáta sig dreyma um eflingu smá
flokkanna, sé áður en langt líð
ur liægt að gera liann að meiri
hlutaflokki í landinu.
Þetta vita forystumenn smá-
flokkaima tveggja og þetta vita
forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins. Þessvegna spjalla blöð þess
ara flokka svo mjög um það
nú, live fráleitt það sé og óæski
legt, að Framsóknarflokkurinn
vaxi. En vaxa mun það, sem hef
ur í sér vaxtarmáttinn hvort
sem reiptogendum þykir betur
eða ver.
RONALD FANGEN
EIRIKUR HAMAR
Skáldsaga
10
hvíldu á sér, og að ]>eir væru miðdepill tilverunnar, nýi tím-
inn væri semsé öld hins praktiska manns. Þeir léku sitt hlut-
verk. Annars var þeim umhugað að hirða vel um líkama
sinn, og það var nú gott og blessað, en það var ekki nóg.
Edith hafði ekki brennt sig á neinu þessara viðskipta,
hún hafði sjálf dregið sig í hlé í tæka tíð, elskuleg og í
allri vinsemd þannig, að karlmennirnir töldu sér skylt að
ljóstra ekki upp um hana. Og hún vap örugg .um góðan orð-
stír sinn. Sennilega furðuðu margir sig á því, hvernig það
gæti heppnast svona ungri og fallegri leikkonu að varð-
veita orðstír sinn, og ]>eir héldu auðvitað að leynilega væri
hún laus á kostunum, en þeir vissu ekkert.
Samt var nú máli þannig varið, að þetta gat heldur ekki
staðist til lengdar. Og tímaþrot voru senn í vændum. Og
framar öllu (>ðru: Hún var ástfangin af Eiríki: hann var
stór og þrekvaxinn og sterkur, svoiía „alveg óforgengilega
fallegur," dökkblátt augnaráðið var ekki vitund hrífandi,
en það var blikandi frískt og hressilegt eins og annars allur
náunginn. Hann var ekki leikari, hann taldi ekki sjálfan
sig neitt dýrmætt og kostulegt tæki, hann gat ekki einu
sinni brugðið fyrir sig tímanaumri, hvassri viðskiptamanns-
rödd — hann lét ekki leika á sig, í honum einhversstaðar bjó
eitthvað, sem hann aldrei lét uppskátt, en sem hún skyldi
samt ná í. Það hafði henni lengi verið ljóst.
Hún hafði ráðið gátuna þannig: — svo ástheitur sem hann
er, svo dásamlegt sem við höfum átt saman, mun honum
loks skiljast, að það er ég. Stingi hann uppá hjónabandi, er
auðvitað erfitt fyrir mig að ákveða mig, og verð^ég þá að
velja hann eða list mína. En svo „fórna“ ég listinni, og sú
fórn er alltaf dágóð fasteign að hafa meðferðis inn í hjóna-
bandið. Honum skal ekki gefast tækifæri til að gleyma því.
— og sem séntilmanni hlýtur honum að skiljast, hve nijög
það skuldbindur hann að gáfuð kona fórnar lífshlutverki
sínu og allri framtíð sem listakona sökum ástar sinnar. Þetta
myndi einnig teljast rómantískt. Og þannig væri öllu þessu
ráðstafað eins ágætlega og framast væri unnt.
En tíminn leið, og hann stakk ekki uppá hjónabandi.
Þess voru meira að segja engin merki, að hann myndi gera
það, þvert á móti varð hann rneir og meir allt að því kulda-
lega ánægður með allt, eins og það var. Og þetta með listina
var auðsjáanlega alveg árangurslaust, hann hefði þegar blátt
áfram leyft sér að henda gaman að því, telja þetta aðeins til
skemmtunar og dægradvalar.
Nú átti hún að vísu ekki leikgáfu sem nafn væri gefandi,
en það var hennar eigið leyndarmál, — sem honum kom
ekkert við að uppgötva. Henni gramdist það takmarka-
laust. Auk þess hafði hún lent í leiðindum í gær, — rétt áð-
ur en hún fór til Eiríks. Leikhússtjórinn hefði sagt — mjög
elskulega og af miklum áhuga, — en hann hefði sagt, —
„að þér hafið auðsjáanlega einskonar leiksviðs-hömlur. Ef
þér gætuð losað yður við þær og verið algerlega frjáls . . .“
Um það var ekki að villast, að þetta tæki að valda vonbrigð-
um — og svo gæti hún ekki lengur haldið spenningunni uppi
sem ung og efnileg. — Hún vildi ekki fara frá leikhúsinu
með vanvirðu. Eiríkur skyldi verða að giftast henni!
Edith hafði legið hálsofandi alla nóttina, henni fannst
hún vera veik og lítilsvirt, og hún var gröm við sjálfa sig
sökum þess, hve heimskulega hún hefði hagað sér við Eirík.
Nú var snemma morguns, og hún lá kvalræðislega vakandi
og hugsaði. Það var þá fyrst:Hver var ástæðan til þess að
hann vildi ekki gifta sig? Að þau ættu vel saman ástarfars-
lega vissu þau bæði, þar voru engin vandræði. Og hann var
nógu gamall til þess að hafa hlaupið úr sér mesta hitann,
þótt hann hefði nú víst annars aldrei verið neinn sprett-
hlaupari á þeim vettvangi, hann var í rauninni ágætur á
þann hátt. Og hanri hafði ágætar tekjur og vissi auk þess, að
hún var heldur ekki peningalaus. Hún spyrnti fast í rúm-
gaflinn. Þetta var rammvitlaust allt sarnan, hér væri ailt í
bezta lagi, æskilega* upplagt alltsaman, hið eina sem þau
þyrftu að gera, var að finna sér vistlegt einkabýli.
Henni var ein leið opin, að verða ólétt. Þá yrði hann að
láta undan. Það væri að vísu ekki skemmtilesft, ott hana
langaði ekki til að eignast barn — að minnsta kosti ekki
ennþá. En hún gæti logið þessu upp? Hún lá lengi og hug-
leiddi þetta, og geðjaðist alls ekki að því. Hún yrði því fyrst
að reyna allt annað. En yrði það nauðsynlegt væri ekki um
annað eð ræða, því hún vildi giftast honum.
Hún hugsaði lengi fram og aftur og ruglaðist í hugsun-
um sínum. Loks datt henni stórt nýmæli í hug: I-Iann hlyti
að hafa verið ástfanginn einhvern tíma áður! Það var aug-
ljóslega eitthvað í fortíð hans, sem hann geymdi í felum. Þau
hefðu ritt verið svo lengi kunnug, að það hefði átt að vera
eðlilegt, að hann hefði sagt henni eitthvað frá sínum fyrri
árum, en það hefði hann aldrei gert, sneiddi alltaf hjá ]>ví
með mestu gætni. Auðvitað væri það einhver æskuróman-
tík sem stæði í vegi — ef til vill hefði hún neitað honum, —
ef til vill væri hann að bíða og hefði hana svo bara fyrir
dasgradvöl! Um það skyldu nú þau tvö takast á! Hún skyldi
komast að þessu!
Það fyrsta sem hún gerði var að skrifa honum brél. Hún
fór sjálf með það og stakk því í bréfhólf hans:
„Þú mátt ekki vera' rei.ður við mig, elsku vinur, ég var
svo ómöguleg í gær, skil ekkert í hvað gekk að mér. Eg
er vissulega svo ánægð með allt, eins og það er. Og ég
skil vel, að fyrst þú ekki vilt gilta þig, þá hefir þú góðar
ástæður fyrir því. Heldurðu kannski að ég viti ekki, að
]>ú hefir verið ástfanginn áður, og að það er gamla sagan?
Ég skal ekki vera að nauða á þér um þetta — ég vil bara
vera framvegis litla vinkonan þín. Og þegar ég kem til þín
síðdegis í dag, látum við allt vera eins og áður, og hugsum
ekki um nein leiðindi, ertu mér ekki sammála, Eiríkur?
Þín Edith.“
Hún var mjög ánægð með bréfið. Ef sernsé um enga gamla
sögu væri að ræða, myndi hann andmæla — og þá skyldi hún
standa sig, hvernig' sem sneri. En væri þetta satt, myndi
hann verða skelkaður við það, að hún skyldi vita það og
koma þá einhvernveginn upp um sig. Hann myndi tala
utan að þessu á einhvern hátt.
Edith var vígreif og í góðu skapi í leikhúsinu og stóð sig
betur í starfinu en hún var vön.
!
’ v. ;
Á skrifstofunni var allt í einu orðið all viðburðaríkt.
Eiríkur kom Seint. Hann hafði ekki treyst sér að fara
beint ofan eftir um morgúninn. Það var þó ekki sökum
þess, að hann væri beinlínrs þreyttur, en hann var of slæptur
til þess að fara rakléitt í vinnuna. Það var eins og hann
hefði náladofa um allan líkamann, hver hugsunin skelkaði
aðra, og honum fanrist hann vera várnarlaus gagnvart sjálf-
um sér, áhrifanæmi og Ieiftursnörum taugakviks hugsana-
flækjum.
Niðurstaðan varð að lokufn sú, að hann skyldi fara í
göngu. Og þar sem var fyrsti sólskinsdagur ársins, og að-
eins fáein kuldastig, hringdi hann til skrifstofunnar og
sagðist verða á fundi fram eftir degi, og fór síðan upp f
Vakinása utanvert Við borgi’na. En það bætti síður en svo
úr skák. Hann reikaði frám og aftur um hríð og glápti á
sólskinið út yfir fannhvíta heiðarflákana og minntist þeirra
daganna fyrr á ævi sirini, þegar slíkir dagar vöktu hjá hon-
um ósjálfrátt háfleyga lindrandi hamingjukennd, sem var
honum eins konar öryggí um að skipulag og skýrleiki væri
skilyrðislaust sigurmáttur lífsins. Á botni dimmudjúpa
blikuðu slíkir dagar og blánuðu með geysimagni og ljós-
flæði, sólin gyllti snæbreiðurnar, og með allan kuldann á
milli sín og jarðar í þunnu og léttu vetrarloftinu gat eld-
kútan mikla þarna efra vottað, að hénnar væri mátturinn
allur, og hann skyldi greiða úr öllum flókum.
Þetta var gremjuleg áminning um barnalega rómantíska
æskusælu, og á milli hennar og þessa tíma fólust allmargir
áþreifanlegir þættir raunveruleikans, sem ekki hurfu út f
veður og vind, þótt maður tæki sér morgungöngu. Manni
bæri að vera á sínum stað, ]>ar sem hann ætti heima, standa
á sínum hólmi. Hann fylgdi sporvagninum ofan að Majórs-
stofu, og síðan með leigubíl þaðan ofan að skrifstofu.
Það hefði verið spurt eftir honum í sífellu. Bjartur
skipsreiðari hefði komið þrívegis og spurt eftir honum, síð-
ast lyrir fimm mínútum, og hann ætlaði að koma að hálf-
tíma liðnum. Rútur hefði hringt. Kolstað forstjóri hefði
hringt í landsíma, og assessor Beyer hefði hringt. Og svo
væri hann boðaður á aðalfund „Sjóleiða" klukkan hálf
fjögur.
Jæja, jæja. Á borðinu hans var óvenju mikill bréfabunki.
Jæja, Vakinsása-gangan hefði nú samt verið hressandi. Hon-
um fannst hann allt í einu geta talið sér trú um, að hann
væri þegar fær í flestan sjó. — Tvö bréf frá Verzlunar- &
Iðnaðarbankanum?
Annað þeirra leyfði sér að tilkynna, að bankinn um ára-
mótin, sökum hinna geysimiklu krafa frá viðskipta-fyrir-
tækjum, sem bankinn væri mjög bundinn, teldi sig neydd-
an til að segja upp viðskiptum við einstaka fyrirtæki, sem
eiginlega væru í útjaðri lastra viðskipta bankans, og hon-
um því minna umhugað um. Þetta gilti m. a. H.f. Trjávið-
arverksmiðjuna á Eiðsvelli, þar sem m. a. ársskýrsla hennar
Framhald.