Dagur - 10.02.1965, Side 8
8
Leikendur í Háa C-inu.
(Ljósmynd: E. Sigurgeirsson)
Framúrskarandi skemmtikvöld hjá MA
Haraldur Björnsson æfði leik og upplestur
Á MÁNUDAGINN efndi Leik-
félag MA á Akureyri til
skemmtunar í Samkomuhúsinu
og var hún með nýju sniði,
þannig, að í stað hins vanalega
menntaskólaleiks, sem hefur
verið árlegur liður í skemmtana
lífi bæjarbúa, var hér um mörg
skemmtiatriði að ræða.
Að þessu sinni fór ég í leik-
húsið með minni tilhlökkun en
oftast áðyr. En vanmat mitt á
hinni nýju tilhögun varð sér til
minnkunar, svo framúrskarandi
tókst nemendum að þessu sinni.
Skemmtiatriðin voru þessi:
Forleikur að Merði Valgarðs-
syni eftir Jóhann Sigurjónsson,
og lék Sigurður H. Guðmunds-
son Valgarð gráa en Sverrir P.
Ei'lendsson Mörð.
Tvær námsmeyjar, þær Val-
gerður E. Benediktsdóttir og
Ólöf Benediktsdóttir, léku á
fiðlur við undirleik Jóhannesar
Ö. Vigfússonar.
Steinunn Jóhannesdóttir, Jó-
hanna Þorleifsdóttir, Ragna
Sveinsdóttir og Gunnar Stefáns
son lásu kvæði.
Haukur Heiðar, Jóhannes Ö.
Vigfússon, Jón H. Áskelsson og
Valtýr Sigurðsson sungu við
undirleik Ingimars Eydal.
Þá var fluttur leikþátturinn
Háa C-ið eftir Sophus Neuman.
Leikendur Amar Einarsson
(Gammelby), Helga B. Jóns-
dóttir (Fransiska), Margrét Sig
NÆR 50 BRUNAÚT-
IÍÖLL Á AKUREYRI
Á SÍÐASTA ÁRI
SAMKV. skýrslu Sveins Tóm-
assonar slökkviliðsstjóra á Ak-
ureyri voru brunaútköll á liðnu
ári 47 talsins, þar af 4 vegna
eldsvoða í sveitum. Aðeins einn
stórbruni varð, þ. e. er Bygg-
ingavörudeild KEA brann í
sumar. Ennfremur varð allmik-
ið tjón af eldi í Spítalavegi 9.
Slökkviliðið var kallað á þessa
staði í sveitum: Hallgilsstöðum,
Sandhólum, Lómatjörn og Sól-
bergi.
Félag brunavarna Eyjafjarð-
ar á slökkvibíl, sem Slökkvilið
(Framhald á blaðsíðu 7).
tryggsdóttir (Kamilla), Birgir
Ásgeirsson (stúdentinn) og Ein
ar Haraldsson (bakari).
Öll þessi skemmtiatriði tók-
ust mjög vel. Upplestur þeirra
Steinunnar Jóhannesdóttur og
Gunnárs Stefánssonar var hríf-
andi.
Skólasöngur MA var sung-
inn í upphafi og lok skemmtun-
arinnar og Sigurður H. Guð-
mundsson ávarpaði leikhús-
gesti áður en upp var staðið.
Þessi skólaskemmtun, sem
hinn kunni leikhúsmaður, Har-
aldur Börnsson, hafði undirbú-
ið með nemendum, var skólan-
um til mikils sóma. E. D.
Úisprunp blóm í Svaríaðardal
Svarfaðardal 7. febrúar. Hér
hefur verið ágætt tíðarfar, það
sem ef er þorra. Oftast þýtt og
veðUr mild. Þó gerði fróst um
s.l. helgi í tvo daga og varð þá
10 stiga frost eina dagsstund. —
Síðustu daga hefur verið all-
hvasst sunnan og stundum rign
ingarskúrir með 9—10 stiga
hita, nótt og dag. — Snjó hefur
leyst ört í byggð og er nú mik-
ið til auð jörð, einkum að vest-
anverðu í sveitinni.
Vatnavextir hafa verið all-
miklir og Svarfaðardalsá brotið
af sér ísinn að mestu.
Bellisar hafa nú sprungið út
hér í garðinum. Mun það vera
fremur fátítt hér á þessum árs-
tíma. G. V.
SMÁTT 0<
STJÖRNUKORTIÐ
Undir fyrirsögninni: „fsland
skal allt verða byggt“ ritar
Jóhann Skaptason sýslumaður
á Húsavík í Tímann 12. janúar
snjalla og ítarlega greinargerð
um byggðaþróun hér á landi.
Gerir hann þar að umræðuefni
ritgerð í Fjármálatíðindum um
þetta efni, og „stjömukort“
sem hann nefnir svo, er henni
fylgdi. Telur hann þá Seðla-
bankamenn hafa komið auga á
þá hættu, sem þjóðfélaginu
stafar af ofvexti höfuðborgar-
innar, en hins vegar misvitra
nokkuð og ekki allskostar raun-
sæja í tillögum sínum.
ÞURRAMÆÐIN
Tíminn ræddi nýlega við Guð-
mund Gíslason um „stríðið
gegn mæðiveikinni,“ sem hófst
fyrir 28 árum. Guðmundur seg-
ir þar, að tekizt hafi að finna
veiruna, sem þurramæði veldur
og vinna nothæft blóðpróf til
að finna veikina fyrr f smituð-
um kindum. Viðhorfið sé því
gerbreytt til hins betra. Það
segir þó ekki að þurramæðinni
sé útrýmt úr landinu né að hún
geti ekki enn krafist mikils
starfs af bændum og rannsókn-
armönnum. En það hefur fyrst
og fremst fengist trygging fyrir
því, að það sé mögulegt að út-
rýma veikinni, ef allir aðilar
eru samtaka og vinna vel. Þá
mun varla þurfa að grípa oftar
til fjárskipta á stórum svæðum,
sagði læknirinn.
VEGAÁÆTLUNIN NÝJA
Margir eru óánægðir yfir því,
að samkv. framkominni vega-
Kirkjukór Akureyrarkirkju tuttugu ára
Hljómleikar verða á sunnudaginn
EITT hið markverðasta, sem
unnið hefur verið í kirkjunni
á undanförnum áratugum, eru
kirkjukórarnir. — Með stofnun
embættis söngmálastjóra 1941
kom ný hreyfing sem fært hef-
ur safnaðarstarfinu margvís-
lega blessun. Eldmóður Sigurð-
ar Birkis, söngmálastjóra, blés
nýju lífi í söng kirknanna og
skipulegt söngstarf var hafið,
sem aldrei áður í sögu kirkj-
unnar á íslandi.
Meðal þeirra kirkjukóra, sem
stofnaðir voru á þeim árum var
Kirkjukór Akureyrarkirkju. —
Hann var stofnaður 3. janúar
1945, og stofnendur voiu söng-
fólk, sem þá söng við guðsþjón-
ustur. Fyrsti formaður kórsins
var Oddur Kristjánsson og hef-
ur hann verið kórfélagi öll ár-
in og nú heiðursfélagi. Söng-
stjóri hefur frá upphafi verið
organisti kirkjunnar, Jakob
Tryggvason. Kirkjukórinn er
meðal beztu söngkóra landsins
og hefur Jakob leitt sönginn af
mikilli vandvirkni og dugnaði.
í tilefni tímamótanna efnir
kórinn til kirkjuhljómleika á
sunnudaginn. — Hefur honum
bætzt liðsauki, sem aðstoðar
við þetta tækifæri. Einsöng og
tvísöng syngja þeir Jóhann
Daníelsson og Sigurður Svan-
bergsson. Maria Bayer-Judtnei',
fiðlukennari, leikur einleik á
fiðlu. Jakob Tryggvason leikur
á kirkjuorgelið og stjórnar
kirkjukórnum.
Þegar hugsað er um liðin 30
ár eru kirkjukórnum færðar
einlægar þakkir fyrir allt starf-
ið. Og með þakklæti minnumst
við þeirra, sem horfnir eru af
sjónarsviðinu, en áttu á sínum
tíma mikinn þátt í kirkjusöngn-
um, meðal þeirra eru Sigurgeir
Jónsson organisti og Björgvin
Guðmundsson tónskáld. Jakob
var erlendis við framhaldsnám
í orgelleik, 1945—48 og starfaði
Björgvin fyrir hann á meðan.
Kirkjukór Akureyrar hefur
miklu hlutverki að gegna. Söng
starfið er veigamikill þáttur í
hverri guðsþjónustu, bæði það,
að vekja sálmasönginn og flytja
kirkjuleg tónverk. Þessu lýsir
Davíð konungur í sálmum sín-
um: „Ég vil lofa nafn Guðs í
hljóði, mikla það í lofsöng.“
(Davíðs sálm. 69. 31). Kirkju-
kórarnir eru kjarni þeirrar
leikmannastéttar, sem byggja
söfnuðinn upp. Við prestarnir
og söfnuðurinn í heild óskum
(Framhald á blaðsíðu 7).
Útsvörin a Húsavík 8,5 milljónir
Húsavík 9. febrúar. Fjárhags-
áætlun bæjarsjóðs Húsavíkur
fyrir árið 1965 hefur verið lögð
fram. Niðurstöðutölur hennar
eru 14.551 millj. kr. og er það
12% hærri upphæð en 1964. —
Útsvör eru áætluð 8,570 millj.
kr. sem er 10,2% hærri upphæð
en 1964. Aðstöðugjöld eru áætl-
uð 2,058 millj. kr. eða 11,5%
hærra en á s. 1. ári.
Helztu gjaldaliðir eru þessir:
Verklegar framkvæmdir eru
áætlaðar 4,958 millj. kr. Fram-
lög til trygginga og félagsmála
2,740 millj. kr. Til menningar-
mála, sundlaugar, skóla o. fl.
1,917 millj. kr. Vextir og afborg-
anir-lána 1,842 millj. kr. Kostn-
aður við stjórn bæjarins, lög-
gæzlu og brunavarnir 1,158
millj. kr. Þ. J.
áætlun fyrir árin 1965—1968 er
minna fé varið til nýbygginga
þjóðvega en á nýliðnu ári. I
umræðum á Aíþingi fyrir jólin
lýsti ráðherra yfir því, að stjórn
in myndi athuga möguleika á
ríkislántöku til fleiri vega en
hún hingað til hefði tekið lán
til. Þegar sú yfirlýsing kom
fram, tóku þingmenn Framsókn
arflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra artur breytingar-
tillögur sínar við fjárlögin um
lán til Múlavegar, Tjörnesvegar
og Hálsavegar. Senn kemur í
ljós, hvemig yfirlýsing ráð-
herra verður efnd.
ÞEGAR LITLAR FINNAST
FRÉTTIRNAR
Stundum finnst blaðamönnum
á Akureyri fréttir fáar, og bera
þá blöðin þess merki. Ritstjór-
inn frá Djúpalæk grípur það
ráð að skrifa sjálfum sér sendi-
bréf með heilsufarslýsingu, þar
sem sálin er sögð mörgum núm
erum of stór, og svarar afíur
bréfinu. — Eitstjóri íslendings
birtir viðtal við sjálfan sig í
sínu blaði og er það eins konar
búktal. — Alþýðumaðurinn er
einna hressasíur og býður
Framsóknarmönnum að ganga
í sinn flokk. Ekki nefnir hann
á hvers ábyrgð þetta myndar-
lega boð er fram borið eða í
hvers nafni, og kemur í einn
stað niður.
STÁLSKIPASMÍÐIN UNDIR-
BÚIN
Hingað kom eftir helgina tækni
fræðingur og er hann byrjaður
að vinna á Slippstöðinni við
undirbúning fyrsta stálskipsins.
En margs konar undirbúnings-
vinna hefur farið fram þar að
undanförnu í sambandi við hið
nýja skip og verður haldið
áfram þar til hin eiginlega
skipasmíði hefst seinna í vetur.
SVONA VAR „NÝSKÖPUN-
IN“ 1945
Gísli Halldórsson verkfræðing-
ur segir í grein um íslenzka
tæknimenningu í Morgunblað-
inu 4. febrúar s. 1.:
„Er ég kom frá Bandaríkjun-
um 1945 hafði ég með mér til-
boð og teikningar af nýsköpun-
artogurum. Þeir voru með hinu
V-myndaða skáhalla stefnislagi,
Meier-stefninu, sem ég hafði áð
ur ritað um. Þeir voru rafsoðn-
ir og með dieselvélum og loks
með rafmagnsspilum. Áttu þeir
að kosta um 2Vý milljón króna.
Togarar þessir voru 165 fet á
lengd og áttu að bera 366 tonn
af ísfiski. Síðar teiknaði ég 178
feta langan togara með 56%
meira lestarrými og birtust
teikningar af honum í Sjó-
maimablaðinu Víkingur fýrir
tæplega 20 áriun.
Ekki fengu þessir togarar
hljómgrunn hjá ráðamönnum,
heldur var send nefnd til Bret-
lands og keyptir 30 og síðar 10
gufutogarar, sem langtum voru
síðbúnari heldur en hinir ame-
rísku hefðu verið. Og frétti ég
(Framhald á blaðsíðu 7).