Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 A AÐ HEFTA STARFSEMI NORÐURFLUGS A AK.? Lofthæfnisskírteini fæst ekki fyrir 2 vélarnar A BÍLAÞVOTTAPLANINU við Strandgötu er oft þröng á þingi. (Ljósmynd: E. D.) Drengirnir sváfn undir steini við Heljartröð Það var hlýtt í veðri - annars hefði illa farið NORÐURFLUG Tryggva Helga sonar flugmanns á Akureyri veitir Norðlendingum mikla þjónustu, og liefur svo verið á undanförnum árum. Sjúkraflug ið er sá þátturinn, sem ómetan legastur mun talinn og svo flug til liinna minni staða og minni flugvalla, sem enn eru langt úr leið frá aðalflutningaæðum landsins. Þá er flugskóli Tryggva Helga sonar á Akureyrarflugvelli þýð ingarmikill og efíirsóttur. Nú skyldu menn ætla það, að hið norðlenzka flugfélag nyti þess stuðnings, sem þeirri starf semi hæfir. Svo er ekki. Og nú er svo komið, að tvær stærstu vélamar, keyptar frá Bandaríkj unum á sl. ári, fá ekki lofthæfn FJÓRIR SÆKJA FJÓRIR hafa sótt um brunavarð arstöðuna sem auglýst var hjá Akureyrarbæ. Þeir eru Jón Tómasson, Sigurður Garðarsson Sigurður Gestson og Víkingur Björnsson, allir frá Akureyri. Meirihluti bæjarráðs hefir mælt með að Sigurður Gestsson verði ráðinn í starfið. — Bæjar stjórn tekur lokaákvörðun um þessar umsóknir. NOKKUÐ hefir borið á hröðum og ógætilegum akstri bifreiða í bænum að undanförnu. Á slíkt sér stað aðallega á kvöldin og oftast eru það ungir ökumenn, sem þar koma við sögu. Lög- reglan hér hefir náð í nokkra af þessum ökuníðingum og eru mál þeirra í rannsókn. Það er ekki nýtt fyrirbæri að kappakstur sé stundaður á göt- um Akureyrar og hefur það valdið slysum. Það er því mik- ils um vert að almenningur komi til móts við lögregluna og aðstoði hana við að hafa hend- ÓNÝTAR STÖVÐAR Kelduliverfi, 19. febrúar. Upp hafa verið settar endurvarps- stöðvar á Kópaskeri og Skúla- garði. En þær draga ekki nema í næstu hús og mega því teljast ónýtar. Hlustunarskilyrði eru alveg afleit og er nauðsynlegt úr að bæta. Erlendar stöðvar yfirgnæfa okkar eigið útvarp. Hér var nýlega haldið hjóna- ball og sú nýlunda upp tekin að óska eftir „þurru“ balli. Varð góður árangur af því. Þ.H. isskírteini og því borið við, að á Akureyri vanti flugskýli fyrir vélarnar. Rétt er, að skýli vant ar fyrir þær. En þá er rétt að spyrja, um ýmsa aðra flugþjón ustu til samánburðar og virðist þar ekki liafa verið spurt um flugskýli í sambandi við loft- hæfnisskírteini. Mætti ræða það mál síðar. Norðlendingar krefjast þess, að fenginni góðri reynzlu af Norðurflugi á Akureyri, að þessi flugstarfsemi fái aðstöðu til að njóta sín með eðlilegum hætti og þeirri aðstoð, sem sanngjöm má teljast af opinberri hálfu. Auðvitað þarf að byggja rúm- gott flugskýli á Akureyrarflug velli, og mun því máli velt sitt á hvað á æðstu stöðum um þess ar mundir. Hæfir aðilar við bygginga- framkvæmdir eru reiðubúnir að taka að sér verkið, er ákvarðan ir liggja fyrir frá flugmálastjóm og ráðherra. í fullri vissu um það, að hér er um nauðsynja- mál að ræða og starfsemi Norð urflugs sé þörf, væntum við þess, að hin nauðsynlega fy'rir- greiðsla bregðist ekki né bresti hjá hinum hæstráðandi aðilum. Flugráð hefur lagt til, að 2 millj. kr. verði á þessu ári var- ið til byggingar flugskýlis hér. ur í hári þeirra ökumanna, sem ekki hlýta settum umferðaregl- um. Þeim mönnum sem af ásettu ráði stofna lífi og limum samborgara sinna í hættu, á ekki að hlífa við refsingu. Q ÞAÐ BAR við á Siglufirði sl. mánudag, að þrír 9 ára piltar gerðu sér dagamun í veðurblíð- unni og brugðu sér upp í Hvann eyrarskál eftir hádegið. Þeir heita, Jón Þorsteinsson, Friðrik Ásgrímsson og Ómar Bjarnason. Veður var hið ágætasta, 10—-12 stiga hiti. Síðar um daginn var farið að óttast um drengina, sem þá voru ókomnir heim. Var þá skroppið upp í Hvanneyrarskál til að svipast um eftir þeim, en án árangurs. Upp úr kl. 7 var gerð- ur út leitarflokkur. En um kl. 9 kom einn drengjanna, Jón Þorsteinsson, heim, þreyttur og svangur. Hann sagði frá ferð þeirra félaga á þá leið, að fyrst hefðu þeir farið upp í Hvann- eyrarskálina, þaðan yfir fjallið og yfir í Úlfsdali og niður að eyðibýlinu Máná. Léku þeir sér góða stund á Mánártúni. En fyrr en varði var kl. orðin rúmlega fjögur, og er þeir hugleiddu hve framorðið var, heldu þeir heim- leiðis. Urðu þeir sammála um, að fara ekki sömu leið til baka og forðast með því harðfenni, er þeir þurftu áður að spora sig eftir. Ákváðu þeir að fara Al- menninga og út í Hraunadal og SAMNINGAR hafa staðið yfir milli ríkisstjómarinnar og frysti húseigenda og skreiðarframleið enda hinsvegar. Fregnir henna, að samningar séu komnir á loka stig og ríkisstjórnin hafi nú á- kveðið að greiða 5,5% í uppbæt ur á allan hraðfrystan fisk og skreið, er renni til hraðfrysti- húsanna og skreiðarframleið- enda. Blönduósi, 19. febrúar. — Hér er bezta veður hægviðri og 8 stiga hiti. Er ekki frítt við að vorhugur sé Jtominn í fólkið. Mikið er um árshátíðir á þess um tíma árs og nú er undirbún ingur hafinn að Húnavökunni, sem hefst seint í marz, stendur í viku og verður svo sem jafnan áður, mjög til hennar vandað. Þungaflutningar ganga erfið- lega hingað, þar sem öxulþungi síðan yfir Siglufjarðarskarð eft- ir Siglufjarðarveginum. Leggja þeir nú af stað og réði Jón ferðinni og var á undan. Þegar í Hraunadal eru félagar hans orðnir nokkuð á eftir og skildu þar leiðir, því Jón hélt einn áfram og komst heim. Strax og þetta fréttist var gerður út leiðangur á Siglufjarð arskai'ð en jáfnframt var leitar- flokki á Úlfsdölum snúið við, með hjálp talstöðvar. Leitarflokkur sá, er yfir Skarðið fór, kom að Hraunum í Fljótum og eftir að hafa fengið hressingu þar, ,var leitinni hald- (Framhald á bls. 7). Talið er, að þær uppbætur muni nmea 35—40 millj. kr., og þessar uppbætur eru til viðbót- ar þeim 25 aurum á kíló, sem stjórnin lofaði að greiða á línu fiskinn. Sannast hér ennþá einu sinni hvernig stjóminni hefur tekizt í sambandi við loforð sín um afnáb uppbótakerfisins, sem hún hugðist afneita með öllu á skömmum tíma. bifreiðanna er takmarkaður við fimm tonn, svo ekki er hægt að koma nema um tveim tonn- um af flutningi í hverri ferð. Vegirnir sunnan Holtavörðuheið ar eru slæmir yfirferðar og þess vegna ríkir þetta ástand. Hér fær maður tæplega nýjan fisk í soðið, enda má heita að Húnaflói sé fisklaus um þessar mundir. Ó. S. Góðæri í Búnaðarbankanum Þess á landbúr\aðurinn nú að njóta STJÓRN Búnaðarbankans sendi nýlega frá sér greinargerð um efnahag og rekstur bankans og var sú greinargerð birt í Ðegi. Samkvæint þessari greinargerð bankastjórnarinnar hefur innstæðufé bankans vaxið til muna á árinu og sömu- leiðis inneignir hans í Seðlabankanum, en útlán Stofnlána- deildar hinsvegar svipuð og þau voru í fyrra. Er þess að vænta, að bankinn láti bændur njóta fjármagnsaukningar, sem hér er um að ræða, og láti ekki dragast að veita lán út á þær framkvæmdir, sem gengið var frá á árinu 1944, en ekki fengjust lán til fyrir áramótin. Og einnig er þess þá að vænta, að aflétt verði þeim fjárfestingarhömlum í sveitum, sem bankinn tók upp á árinu sem leið. En þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, í hverju þær hömlur voru fólgnar. Það má ekki gleymast, að tilgangur bankans er að efla hag bændastéttarinnar og landbúnaðarins og að til þess var hann stofnaður í öndverðu. Nokkrir ökuníðingar voru teknir Auknar uppbætur Vegimir þola ekki umferðina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.