Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT ) ÞESSAR ungu stúlkur úr G.A. eru hér á Glerárbrúnni og eru að flýta sér að ná í bílinn, sem <- fer upp í Illíðarfjall. Þar bíður útilega og ævintýr. (Ljósm.: E. D.) ¥ ö> Það er ekki sama Jón og Ymsilegt um síldarflutninga til verksmiðjanna séra Jón STJÓRNARNEFNDARMAÐ- UR Síldarverksmiðja ríkisins birti nýlega í einu Reykjavíkur blaðanna ýmsar upplýsingar og hugleiðingar varðandi sildarafl ann norðan og austan lands á sl. ári. Samkvæmt þessum upplýs ingum hefur síldaraflinn fyrir norðan og austan undanfarin 3 ár verið þessi: Árið 1962 2.523 þús. mál og tu. Árið 1963 1.848 þús. mál og tu. Árið 1964 3.209 þús. mál og tu. Af afla sl. árs fóx-u 2.774 þús mál í bræðslu. Þarna var einnig gei-ð grein fyrir síldai'flutningum austur og vestur. Síldarverksmiðjur ríkis- ins fluttu 90-100 þús. mál til Siglufjarðar og var kostnaðui'- inn 78 kr. á mál með leiguskip- um en 48 krónur með skipum, sem fengin voru hjá norska síld arflotanum með sérstökum sam ingi. Kostnaður við síldarflutninga til Bolungarvíkur varð kr. 57,50 TOGARARNIR SVALBAKUR er á leið til Bi'et- lands með rúm 100 tonn af fiski og mun selja þar 22. þ. m. Sléttbakur ætlaði á veiðar 16. þ. m., en tafðist við bjöi'gun á breska togaranum Peter Chey- ney, sem strandaði á Höi-gái'- grunni þann dag. Sléttbaki tókst að ná togaranum út, og fóru fram réttarhöld hér á Akui'- eyri í sambandi við það mál, vegna björgunai'launa, en dóm- ur er ekki fallinn enn. Sléttbak- ur fór á veiðar daginn eftir. Harðbakur fór á veiðar í gær kveldi. — Afli er yfirleitt treg- ur um þessar mundir og ógæftir hamla veiðum. Fiskur hefur nú aftur hækkað í verði í Bretlandi vegna minnkandi framboðs. Kaldbakur siglir utan í næstu viku, og verður þá framkvæmd lokaviðgerð á honum, sem tekur a. m. k. mápuð. pr. mál, samkvæmt upplýsing- um þeirra, er fyrir þeirri til- raun stóðu, en ekki reiknaður sá tími, sem fór í að undirbúa Þyril til flutninganna eða hreins un. Vérksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjajteyri fluttu einnig síld að austan en kostnaður við þá flutninga er hér ekki tilgreind ur. Bræðslusíldarverðið var 182 ki'. pr. mál en auk þess greiddi vei'ksmiðjurnar 3 ki'. pr. mál í síldarflutningasj óð. Nú hefur Klettur í Reykjavík keypt tankskip til síldarflutn- inga, sem rúmar 2Ö þús. mál, og (Framhald á blaðsíðu 7). Það er hægt að byggja nýbýli án þess að selja hús í Keflavík Klausturseli 9. febrúar. — f dag hringdi í mig bóndi sá er ég gat um í frétt í haust að hefði keypt eyðijörð og byggt þar upp og selt hús í Keflavík, í félagi við föður sinn. Biður hann mig að leiði-étta það og að húsið í Kefla vík hafi ekki vei'ið selt. Faðir hans á það ennþá og fór suður aftur í haust. Hafa þessi ungu hjón því ekkert haft fi-am yfir aðra af peningum til svona stór framkvæmda, en engu að síð- ur komu þau sínu húsi það vel á veg að þau fluttu í það fyrir jól og búa nú með kindur og kú og bóndinn hefur póstferðir að auki milli Egilsstaða og Aðal bóls, sem er ákaflega löng og erfið póstleið. Ein ferð er í viku þegar ófæi'ð hamlar ekki, en það getur stundum verið ákaf- lega vont að fara vegna þess að sumstaðar er vegur svo vondur að það er stórhættulegt, vegna svella og annarsstaðar liggur vegurinn, þar sem mestur snjór getur safnast saman. Svo bið ég alla sem hlut eiga að máli velvirðingar á þessari missögn og óska þessum ungu hjónum alls góðs og þess með að þeirra baráttugleði megi verða öðrum ungum hjónum til fyrirmyndar. Eins bið ég í'it- (Framhald á bls. 7). „LÁNLEYSI“ RÍKIS- STJÓRNARINNAR Magni á Akranesi fer ekki dult með skoðanir sínar á núverandi stjórn landsins. Hann segir svo: „f janúarmánuði hækkaði rík isstjórnin söluskattinn úr 3% í 5(4%, tók þar af fólkinu 230— 250 millj. króna. Á miðju sumri voru lagðir hér á hærri skattar en áður höfðu þekkzt. Ríkis- stjórnin komst ekki hjá því að halda sérstakan fund um mál- ið, og nxun það fyrsti fundur, sem lxaldinn hefur verið í ríkis stjórn íslands, vegna skattaá- lagningar. — Heitið var bót og betrun, en árið leið án þess, að úr franxkvæmdum þeirra fyrir- lieita yrði og eftir því er beðið ennþá. f stað lækkaðra skatta, tók ríkisstjórnin sig til í árslok að hækka söluskattinn á ný úr 5(4% í 7(4% og tók þá einnig til sin 200—300 millj. kr. f stað lækkunar á tekju- og eigna- skatti gerir ríkisstjórnin ráð fyr ir að taka af fólkinu 375 millj. króna í stað 260—270 millj. kr., sem hún telur sig hafa fengið af þegnunum á árinu 1964 í tekju- skatti. Fjárlög íslenzka ríkisins eru um 1500 millj. króna hærri fyrir árið 1965, miðað við svipaða uppsetningu, en þau voru árið 1963. Þegar þessi örfáu atriði á framkvæmdum ríkisstjómarinn ar eru höfð í huga, ætti flestum að vera ljóst, að engan þarf að undra, hvað dýrtíðin vex, og hvað lítið verður eftir af tekj- um góðærisins hjá hinum venju lega borgara. Valdhöfunum er því um að kenna, að Mbl. talar með rétti um „óskaplegt lán- leysi“. OF FÁIR, SEM VINNA AÐ V ARANLEGRI VERÐMÆTA- SKÖPUN f leiðara blaðsins í dag er vikið að verkaskiptingunni í þjóðfé- laginu. Ef það er rétt, sem lík- legt er talið, að 30 af hverjum 100 manns í okkar landi vinni við landbúnað og fiskveiðar, á- samt fiskiðnaði, vinna.þá að lík indum álíka margir við verzlun og þjónustu. Eru þá eftir af hverju hundraði um 40 manns, sem vinna við ýmiskonar iðnað, byggingastarfsemi, flutninga o. fl. Þetta er raunar ágiskun, eins LÓN sf. þar sem vatnið flæddi í hænsnahúsið um daginn og drap 500 unghænur og frá var sagt í síðasta blaði. (Ljósm.: E. D.) og fyrr er sagt. En nú er ástæða til að spyrja: Gætu tekjur manna, eða réttara sagt kaup- máttur launa ekki verið hærri, ef verkaskiptingin væri á ann- an veg? Vinna nógu margir hlut fallslega að þeim verkum, sem skapa varanleg verðmæti eða velmegun í landinu? Vantar hér e. t. v. nýjar atvinnugreinar eða ný verkefni til að hafa hag- kvæm áhrif á verkaskiptinguna í landinu? BÓKASAFN SÝSLUMANNS í DÖLUM f sunnanblöðum er allmikið rætt um bókasafn Þorsteins heitins Dalasýslumanns. Um tíma gekk illa að konxa safni þessu í verð. En fésýslumaður í Reykjavík kcypti það að lokum og kvað liafa aukið það nokkuð. Ilann sagðist svo geta selt það erlend- ir fyrir mikið fé, en biskup keypti það þá handa Skálholti fyrir 3,5 millj. kr. og boi'gaði 600 þús úr sjóði Skálholtsfélags ins og auglýsti almenna fjársöfn un. Eitt Reykjavíkurblaðið seg ir nú að ekki sé skaði skeður þó að útlendar menntastofnanir komi sér upp íslenzkum bóka- söfnum, heldur sé þar um að ræða æskilega kynningu islenzk ra bókmennta en að gamlar og fágætar bækur sem og aðrir fomgripir, eigi að banna að flytja úr landi. Segir það, að sumt úr þessu safni muni að litlu gagni koma fyrir Skálholt. Ríkinu mun á sínum tíma hafa verið boðið safnið til kaups handa einhverri nienntastofnun, en fjárveitinganefnd Alþingis ekki viljað mæla með ráðstöfun ríkisfjár á þann hátt. BISKUPAR, EINN, TVEIR EÐA ÞRÍR Miklar bollaleggingar hafa ver- m ið um Skálholt í seinni tíð, sem kunnugt er. Ríkissjóður hefur varið miklu fé til kirkjubygg- ingar, biskupsbústaðar og ann- arra framkvæmda. Og nú ný- lega afhent það þjóðkirkjunni jörðina ásamt allstórri ijárhæð. (Framhald á blaðsíðu 7). LAXA FLÆDDIYFIR VEGINN í AÐALDAL Húsavík, 19. febrúar. — í fyrri nótt myndaðist klakastífla í Laxá í Suðui'-Þingeyjarsýslu, skammt fyrir norðan bæinn Knútsstaði í Aðaldal. Mjög mik ið vatn var í ánni og hljóp kvísl úr henni vestur yfir Aðaldals- hraun og í-ann yfir þjóðveginn og á 600 metx-a kafla var vegux-- inn undir vatni. Þessi leið til Húsavíkur lokaðist því alveg, en stórir bílar gátu farið um Reykjahverfi. Skömmu eftir hádegi í gær fór Jón Sigurðsson vegavex'k- stjóri á Húsavík með menn sína að Laxá og sprengdi stífluna með dínamidi. Vatnið fór þá stx-ax að sjatna á veginum og í gæx'kveldi var hann orðinn fær flestum bílum. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.