Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 7
7 r- ÞAÐ ER EKKI SAMA JÓN OG SÉRA JÓN | (Framhald af bls. 8.) aðrar verksmiðjur sunnanlands og vestan ráðgera að leygja þrjú | tankskip í sama skyni. Hér nyrðra er málið í athug- un. Um þetta segir greinarhöf- undur: „Eg tel, að ekki sé enn fengin næg reynzla hvorki um kostnað né notagildi tankskip- anna til síldarflutninga til þess að unnt sé að kveða upp endan legan úrskurð um þýðingu þeirra í framtíðinni fyrir síldar útveginn.“ Ekki telur hann þó líklegt, að nyrðra „leysi afgreiðsluörðug- leika síldveiðiflotans til fulls. Sagt er í nefndri greinargerð, að stjórn S. R. hafi viljað auka vinnslu- eða afkastagetu ríkis- verksmiðjanna á Seyðisfirði og Reyðarfirði og Raufarhöfn og hafi ráðherra veitt leyfi til fram kvæmda á Seyðisfirði og Reyð arfirði fyrir 55 millj. kr., en aukningin á Raufarhöfn virðist ekki hafa verið leyfð, enda hef ur einkafyrirtæki óskað eftir að reisa þar verksmiðju og mun hafa fengið loforð fyrir landi hj á hlutaðeigandi sveitarstjórn. Hef ur stjórp S. R. mælt með þe.irri framkvæmd, og þá að því er virðist hugsað sér hvorttveggja samtímis, nýja einkaverksmiðju og stækkun ríkisverksmiðjanna. En helzt lítur nú út fyrir, að hvorugt komist í framkvæmd að þessu sinni. Auk þess hefur stjórn S. R. mælt með því, að komið verði upp minni verk- smiðjum á vegum annarra á Þórshöfn, Stöðvarfirði og Djúpa vogi. í þessu sambandi minnast menn þess, að á Alþingi fyrir jólin beitti ríkisstjórnin sér fyr- ir því, að samþykkt var ríkis- ábyrgð fyrir Klett til kaupa á síldarflutningaskipi til að flytja síld til Reykjavíkur, allt að 80% af skipsverðinu. En þegar flutt var tillaga um samskonar ríkis ábyrgð fyrir síldarverksmiðjur á Norðurlandi, var hún felld af þingmeirihlutanum. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir einhversstaðar og það á við hér. Samanburður á hæsta og lægsta verði á ýmsum nauðsynjavörum á Akureyri 1. febrúar 1965 Hæsta Lægsta Vörutegund: verð: verð: (krónur) (krónur) Hveiti í 5 lbs. pokum........................ 28,80 25,00 Hveiti í lausri vigt......................... 10,95 9,40 Haframjöl í lausri vigt ...................... 9,95 8,25 Sólgrjón í 1 kg. pk......................... 15,25 14,50 Sólgrjón í V2 kg. pk.......................... 7,75 7,15 Strásykur pr. kg.............................. 8,80 7,65 Meíís pr. kg. (grófur) ...................... 18,15 17,00 Melís pr. kg. (fínn) ........................ 11,70 11,20 Flórsykur pr. kg. ........................... 26,65 17,00 Púðursykur pr. kg............................ 18,30 16,80 Kartöflumjöl pr. kg.......................... 16,40 11,00 Rúgmjöl pr. kg. .............................. 9,00 7,60 Sagógrjón pr. pk. (Lion) .................... 11,10 8,90 Sagógrjó pr. pk. (Perla) .................... 11,70 9,45 Hrísgrjón pr. pk. (River Rice)................ 8,50 8,00 Kakó 1/2 lbs. (22/24%) ...................... 25,00 19,00 Plastbón (Mjöll) ............................ 21,25 15,00 Toiletpappír ................................. 8,80 6,90 Handsápa (Lux)............................... 10,70 9,50 Þvottaduft (Omo) ............................ 15,75 14,30 Ræstiduft (Vim) ............................. 11,60 11,00 Kaffi (hámarksverð) pr. pk................... 21,30 21,00 Borðsalt pr. 1 kg. pokar...................... 6,65 4,50 Royallyftiduft pr. 1 lbs. dósir.............. 37,70 31,65 Vinnuvettlingar (gulir) ..................... 37,55 35,00 Blautsápa (hámarksverð) pr. kg............... 24,50 23,00 Egg pr. kg................................... 81,60 70,00 Rúsínur pr. kg............................. 47,00 39,00 Sveskjur pr. kg.............................. 47,00 39,00 Þurrkaðir ávextir (blandaðir) pr. kg........ 115,00 94,00 Epli fersk pr. kg. ........................ 32,50 27,00 Appelsínur ................................... 27,50 24,00 Bánanar ...................................... 44,00 43,00 Eiginmaður minn, SIGFÚS KRISTJÁNSSON, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 18. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Akureyr- arkirkju miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir hönd barna okkar, tengdasonar og dótturbarna. Guðrún Gísladóttir. Faðir minn og fósturfaðir, SIGTRYGGUR JÓHANNESSON frá Torfum, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Rósfríður Sigtryggsdóttir, Sigurjón Rist. Drenginiir sváfu . . . (Framhald af blaðsíðu 1). ið áfram og áður en langt leið fundust drengirnir sofandi und- ir stórum steini skammt frá Heljartröð. Voru þeir eftir ástæðum hressir. En geta má nærri hversu farið hefði, ef kalt hefði verið í veðri. Er drengirn- ir fundust var kl. tæplega 5 um morguninn. Meðan á þessu gekk fór stór leitarflokkur af stað frá Siglu- firði á mótorskipinu Hjalta og stefndu í Hraunakrók. En um það leiti að þangað kom, voru drengirnir fundnir. Hélt svo all- ur hópurinn heimleiðis á skip- inu og kom til Siglufjarðar kl. 7 þennan morgun. Engum drengjanna varð meint af volk- inu. Þess ber að geta, að fólk frá Sauðanesi, þar sem Trausti Magnússon vitavörður býr, og Pétur bóndi Guðmundsson á Hraunum tóku þátt í leitinni. En alls munu leitarmenn hafa verið á sjötta tug. Nú er tunnuverksmiðjan í fullum gangi og starfa við hana 40 manns. Ula gengur með frystihúsin, því Hringur einn stundar veiðar til að leggja hér upp. B..J. - ÞAÐ ER HÆGT . . (Framhald af blaðsíðu 8)7 stjóra Búnaðarblaðsins að taka þeta til birtingar fyrst hann tók hitt. 10. febrúar, fannst grá ær-4rá Aðalbóli og var hún með ómark aðan hrút og fylgdi henni mó- rauð mörkuð gimbur frá sama bæ. Ærin hefur ekki sézt frá því fé var sleppt í fyrravor. Kindurnar voru vel á sig komn ar. Komu sjálfar í heimaland. G. A. FRÁ KRISTNIBOÐSHÚSINU ZION. Tvær samkomur verða í næstu viku, þar sem Halla Bachmann kristniboði mun sýna skuggamyndir frá kristni boðsstarfinu á Fílabeins- ströndinni í Afríku. Fyrri samkoman verður n. k. sunnu dag kl. 8,30 e. h. en hin seinni n. k. þriðjudag á sama tíma, en þá mun Halla Bachmann sýna myndir frá barnaheimil- inu, sem hún hefur starfað við á Fílabeinsströndinni. M E I R A PRÓFSNAMSKEIÐ ökumanna er auglýst á öðr- um stað í blaðinu í dag. SL Y S AV ARN ARKONUR Ak- ureyri. Aðalfundurinn verður í Alþýðuhúsinu mánudaginn 1. marz kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur kaffi, en deildin veitir bollur. Stjórnin. GÓUGLEÐI Húnvetningafél- agsins verður í Landsbanka- salnum laugardaginn 27. þ.m. Nánara auglýst í næsta blaði. Stjómin. FRÁ SJÁLFSBJÖRG Föndurvinna verður mánudagskvöldið kl. 8 að BjargL Föndurnefndin. ARSHÁTÍÐ Iðju, félags verk- smiðjufólks <á Akureyri, verð ur haldin í Alþýðuhúsinu á laugardaginn 27. febrúar n.k. LITSKUGGAMYNDIR frá Af- ríku verða sýndar á drengja fundinum að Sjónarhæð n.k. mánudagskvöld kl. 6. — Allir drengir velkomnir. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. MATTHÍASARSAFN. Opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Skógafoss hleypur af stokkunum HIÐ nýja vöruflutningaskip H.f. Eimskipafélags fslands hljóp nýlega af stokkunum í Álbbrg- Værft í Álaborg og var gefið nafnið Skógafoss. Viðstaddir voru af hálfu Eim skipafélagsins Óttarr Möller forstjóri, Einar B. Guðmunds- son hrl. og Viggo E. Mááck skipaverkfræðingur og konur þeirra. Einnig voru viðstödd Stefán Jóh. Stefánsson ambassa dor og kona hans, og fleiri gést- ir, íslenzkir og danskir. Það var frú Arnþrúður Möller, kona Óttars Möllers forstjóra Eim- skipafélagsins, sem gaf skipinu nafn. M.s. Skógafoss er opið hlífð- arþilfarsskip, 2670 D. W. tonn að stærð. Lengd milli lóðlína verður 280,2 fet og breidd 44,3 fet. Aðalaflvél skipsins, smíðuð Áætlað er að smíði þess skips verði lokið um næstu áramót. - BÍLSTJÓRASÖGUR (Framhald af blaðsíðu 2). Að kveldi dags komum við norður í Húnavatnssýslu. Far- þeginn vildi taka gistingu á ákveðnum bæ, en við vildum heldur flytja hana heim til sín, sem við gerðum. Þar gistum við. Ekki var langt milli þess- ara staða og gældi ég við þá hugmynd , að kannske hefði stúlkunni litist vel á mig og dottið ævintýri í hug, er hún mælti með gististað, sem ekki var langt frá heimili hennar sjálfrar. En skýringin mun ef- laust hafa verið sú, að heima hjá henni voru hús hrörleg og GÓÐAR GJAFIR: — Magnús Gunnlaugsson, verkamaður á Akureyri, kom til mín nýlega og afhenti mér kr. 2000,00 — tvö þúsund krónur — sem skiptast skyldu milli Dalv. — Urða — og Vallakirkju. Áður hafði hann gefið Tjarnar- kirkju kr. 1000,00. Magnús er Svarfdælingur að ætt og upp runa. Og með þessum gjöfum og því er hann áður hefur gefið hingað hefur hann fagur lega sýnt hug sinn í verki. Gjafir þessar eru gefnar til minningar um foreldra hans, hjónin: Ágústu Sigurðardótt ur og Gunnlaug Jónsson, sem bæði voru fædd og uppalin í Svarfaðardal. Eg þakka Magn úsi gjafir þessar. Það er gott hverju byggðarlagi að eiga slíka að. St. Sn. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. MINJASAFNH): — Opið á sunnudögum kl. 2—5 e.h. LESSTOFA ísl.-ameríska félags ins, Geislagötu 5: Mánudaga og föstudaga kl. 4—6, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 7.30 —10, laugardaga kl. 4—7. NÁTTÚRU GRIP AS AFNIÐ er opið á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis og sunnudögum kl. 2—4 síðdegis. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Margir þingmenn úr öllum flokk um fluttu tillögu um, að bisk- upsstóllinn yrði fluttur í Skál- holt. En biskup virðist ekki vilja sitja þennan helga stað og skoð anir skiptar innan prestastéttar innar um það mál. Þeirri hug- mynd skaut upp til samkomu- lags, að biskupar skyldu vera þrír og Reykjavíkurbiskup yf- irbiskup eða erkibiskup. Nóg ætti að vera, að hafa tvo bisk- upa, annan í Skálholti og hinn á Hólum eins og fyrrum, en vandséð er hversvegna biskup þarf að sitja í Reykjavík. Jafn- vægið í byggð landsins verður að vera meira en orðin tóm. ÚTV ARPSTRUFL ANIR OG SJÓNVARP Um útvarpstruflanir og sjón-< varp urðu talsverðar umræður á Alþingi nú nýverið. Tóku þrír af þingmönnum Norðurlands- kjördæmis eystra til máls í þeim umræðum. Menn hafa látið á sér skilja, að meira aðkallandi væri, að tryggia viðunandi af- not af útvarpi en að koma upp sjónvarpi, sem fyrst um sinn a. m. k. yrði aðeins fyrir suðvestur land. Gylfi menntamálaráðherra Benedikt Gröndal og Sigurður hjá Burmeister & Wain, verður 3000 hestöfl. Ganghraði er áætl- aður 13,9 sjómílur. Smíði skipsins verður lokið í maí n. k. og þá afhent Eimskipa félaginu. Þegar verður hafist handa að leggja kjölinn að systurskipi m.s. Skógafoss sem smíðað verður í sömu skipasmíðastöð. ekki vel til gestamóttöku fall- in. En þar var þó gott að vera og virðist æfinlega vera nægi- legt húsrúm og flestum bjóð- andi, ‘ þar sem gott fólk býr, hversu sem húsakynnum er far ið . Að lokum biður Sigurgeir Jónsson fyrir kærar kveðjur í Bárðardal og Fnjóskadal. □ Bjamason, en tveir hinir síðar nefndu sitja í útvarpsráði, sóru og sárt við lögðu, að sjónvarp- ið yrði fyrir alla fslendinga og myndi alls ekki tefja fyrir úr- bótum hlustunarskilyrða. Aðr- ir litu svo á, að eitthvað myndi sitja á hakanum, ef ekki fengist fé til alls og fer það naumast milli mála, að svo sé.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.