Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. UM VERKASKIPTINGU í landafræðinni stóð fyrir 50 árum, að landbúnaður og fiskvciðar væru aðal atvinnuvegir íslendinga. Með þessu var átt við það, að mestur hluti starfandi fólks ynni við þessa atvinnu vegi, og að af þeim hefði þorri þjóð arinnar framfæri sitt. Vinnu við fisk í landi töldu menn þá almennt til fiskveiðanna og heimilisiðnað í sveit um, sem raunar var orðinn miklu minni en fyir, til landbúnaðar. En hvemig er verkaskiptingin nú og að hverju starfar vinnandi fólk á Islandi á því hemans ári 1965, og á hverju lifir þjóðin? Hún er nú orð- in meira en helmingi f jölmennari en hér var fyrir 50 árum, og það vita allir, að bændum og fiskimönnum hefur ekki f jölgað að sama skapi. Þar er meira að segja um beina fækkun að ræða. En er þá ekki hægt að fá að vita, hvað fólkið í landinu hefur fyr- ir stafni um þessar mundir? Þetta ætti Hagstofan að vita, segja menn sjálfsagt, og það er þá líka ómaksins vert að kynna sér það, sem Hagstof- an veit. Því miður getur Hagstofan víst ekki gefið meiri upplýsingar um verkaskiptinguna í landinu á þessu ári eða í fyrra en manntalið frá 1960 gefur til kynna. En í aðalmanntalinu þá, var atvinna og framfæri manna skráð í manntalsskýrslu. Þó að fjögur ár séu liðin síðan, liggja niðurstöður ekki opinberlega fyrir ennþá, en hins vegar bráðabirgðatölur, sem ýmsum eru kunnar. Það liggur í augum uppi að talsverð breyting hefur orðið síð- an í árslok 1960. í stórum dráttum virðist hún vera á þá leið, að fólki, sem stundar líkamlegt erfiði á landi og á sjó hafi fækkað, en fólki, sem vinnur við þjónustu (opinberir starfs menn o.fl.) og verzlun f jölgað. En um tilfærslur í heild á þessum fjórum árum liggja ekki annað fyrir en á- gizkanir einar. En samkvæmt þeim upplýsingum, sem Dagur hefur aflað sér, eru bráða birgðatölumar um atvinnuskipting- una 1960 þessar, ef miðað er við 100 manns við störf: Landbúnaður 16,9, fiskveiðar 7,4, fiskiðnaður 9,7, bygg ingastarfsemi 11,5 ýmiskonar iðnað- url6,3, verzlun 12,5, þjónusta 16,4, flutningar 8,1 og rafmagns- og hita- veitur 1,2. Talið er, að framfærsla þjóðarinn- ar skiptist á atvinnugreinar í svipuð- um hlutföllum og vinnuaflið, hvort sem þessi verkaskipting er hagkvæm. Talið er líklegt, að þeir sem nú vinna við landbúnað, fiskveiðar og fiskiðn að samtals, séu ekki meira en 30 af hverjum hundrað eða innan við þriðjung starfandi fólks. Gera má fiskveg upp fyrir Lax- árvirkjanir með ýtu segir Þorgeir Jakobsson bóndi og rafvirki á Brúum í Aðaldal í FYRRADAG mættum við Þor geiri Jakobssyni bónda og raf- virkja ó Brúnum í Aðaldal á götu á Akureyri og spurðum frétta að austan. Hve lengi verður því unað, Þorgeir, að laxinn komizt ekki upp fyrir virkjanimar lijá Brú- um? Rætt hefur verið um, að taka iaxinn neðan við virkjanir í sér stakar kistur og flytja hann síð- an upp fyrir. Þetta er kunn að- ferð og getur gefizt allvel. Hins vegar hef ég og fleiri athugað Þorgeir Jakobsson aðstöðu til að gera laxaveg fram hjá virkjununum og sýnist okk ur vel framkværiianlegt. Hæð armismunurinn er rúmlega 100 metrar, miðað við fullnaðarvirkj un, sem gerð hefur verið áætl- un um. Laxavegur, sem gera mætti að mestu með jarðýtu, yrði hátt á annan km. að lengd og mætti loka honum á vetrum. Þetta yrði svipað því sem ýms- ir ferðamenn hafa séð í Skot- landi og víðar, þar sem skurðir eru búnir til í brattlendi, fyrir laxinn. En hvemig fer þá um niður- gönguseyðin? Þau komast óskemmd gegn- um vatnsvélarnar, þar sem fall hæðin er ekki mjög mikil og snúningshraði túrbínanna ekki því meiri, það hefur reynzlan sýnt. Eg tel, að þetta gæti e.t.v. verið heppileg lausn í því máli að koma laxinum fram í Laxár dal. Gætirðu hugsað þér nokkurt fegurra laxveiðisvæði en í Lax- árdalnum sjálfum, allt upp til Mývatns? Sá staður yrði eflaust vand- fundinn og Laxárdalur yrði á- kaflega eftirsóttur af veiðimönn um. Gætu það orðið miklar sára bætur fyrir það tjón, sem stór uppistaða ofan mikillar stýflu myndi valda í neðanverðum dalnum. Á fiskiveginum þurfa auðvitað að fara fram rannsókn ir og velja síðan þá leið, sem hag kvæmust þætti, en aðalatriðið er, að unnt sé að nýta Laxá í Laxárdal sem laxveiðiá. Þar, eins og víðar, mun fjársjóður falinn. En er ekki Laxárvirkjun skylt að leggja eitthvað fram til þessa máls? Svo mun það vera, samkvæmt gömlu ákvæði þar um, segir Þor geir. Hvemig Iýst þér á þá liug- mynd að veita Svartá og Suðurá í Laxá? í Aðaldal mun litið svo á, að það gæti valdið miklu tjóni ef vatnsborð árinnar verður hækk að til muna. En úr því má bæta með því að taka hluta árinnar úr farvegi sínum fyrir sunnan Hólmavað og leiða hann í Skjálf andafljót skammt frá Hellna- seli. Sú leið er einmitt gamall farvegur Laxár, eftir að seinna hraunið rann um Aðaldal fyrir 2000 árum. í allra mestu hlaup um hefur áin leitað á þessar gömlu slóðir. Að sjálfsögðu þyrfti að lagfæra farveginn. Það mætti hugsa sér í þessu sambandi, að þarna bættust nokkrir veiðistaðir við þá, sem fyrir eru í Aðaldal og vissulega eru verðmætir. En þetta eru nú aðeins hugleiðingar um vatns- rennslið í sveitinni, ef tveim ám verður bætt í Laxá. En það mál allt er að sjálfsögðu fyrst og fremst á dagskrá vegna virkj- ana og er það stærra mál en svo að það verði rætt á hlaupum. Hvemig ætlið þið að nota hinn nýfengna jarðhita í Aðal- dal? Búið er að ákveða, að nálægt þeim stað, sem heita vatnið rennur upp á yfirborðið úr bor holunni frá í sumar, í landi Hafralækjar, verði heimavistar barnaskóli reistur fyrir Aðal- dælahrepp, Tjörneshrepp og kannski Reykjahverfi einnig, a. m. k. hafa Reykhverfingar lát- ið í ljós þann vilja sinn að fá að njóta góðs af væntanlegu skólasetri. Er ekki víðar jarðhiti á þess- um slóðum? Sennilegt er það, að undir hinu 20 m. hraunlagi í Aðal- dal kunni jarðhiti að vera. Og nú í vetur hefur því m.a. verið veitt athygli, að ekki langt frá þeim stað, sem borað var eftir vatninu sl. sumar, eru örlitlar volgrur. Rannsókn kynni að leiða ýmislegt í ljós á þessu sviði. Annars erum við nú þeg ar vel settir með heita vatnið. Það er 8—9 lítrar á sek. og 78 stiga heitt. Það nægir því til margra hluta, enda er ráðgert að reisa einnig félagsheimili í nágrenni hins heita staðar. Hvað finnst þér um Hafra- læk, sem skólasetur? Þeir Konráð Vilhjálmsson og Jóhannes Friðlaugsson, sem voru hér barnakennarar eftir síðustu aldamót og lengi síðan, báðir merkir menn, eru fæddir og fóstraðir á þessum slóðum: Konráð ólst upp á Hafralæk og kenndi sig jafnan við þann stað, en Jóhannes er frá Hafralækjar gerði. Það er því verðug minning um þá, að skólinn rísi á æsku- stöðvum þeirra beggja, sagði Þorgeir Jakobsson að lokum og þakkar Dagur viðtalið. JÓNAS JQNSSON FRÁ HRIFLU: Febrúarbréf til Dags ÞAÐ vantar neista í þjóðlífið til að lýsa og hita eða til að vara við hættu. Eg vil minna á nokk ur eftirminnileg fyrirbæri. Þau geta lýst langar leiðir. Ein setn ing getur lyft eða lamað heila stétt eða heila þjóð. Kunnir menn hafa markað stefnu og við horf með fáum orðum. HVAR ER BÆNDAVALDIÐ? Bændu hafa skapað og skrifað sögu í aldir. En nú er að þeim þrengt. Merkur og lífsreyndur þingfulltrúi, gróinn í sæti í blóm legri byggð fékk heimsókn ó- viðkomandi manns úr Reykja- vík, er sagði við hann: Þú mátt bjóða þig fram til þings í haust, en ekki við kosningar næsta vor. Tæplega mundu þeir frændur Einar á Þverá og Guðmundur á Möðruvöllum hafa tekið vel slík um orðsendingum, en nú er skjalfest raunaleg frásögn um þetta efni í mikilli bók, nýlega út kominni. KOMA A VEG LÍFSINS Jón Þorbergsson hefur skrifað bók frá sjónarmiði stórbænda. Hann hefur með vissum hætti unnið eftirminnilega sigra. Hann hefur orðið stórbóndi á Bessastöðum og Laxamýri. Um skeið hugsaði hann mjög landnám en missti marks. Stór bændadýrkendur villtust í þok unni en aðrir byggðu býlin. En í vertíðarlok kom stórbóndinn á veg lífsins. Bændastéttin þarf að lesa þessa samíðarsögu og læra af henni lífsvisku. Einstáklingar og stéttir, sem verja ekki sæmd FRAMKVÆMDASJÓÐUR S. Þ. í SKÝRSLU frá Framkvæmda- sjóði Sameinuðu þjóðanna er frá því skýrt, að rannsóknir á auðlindum og aðstæðum í van þróuðum löndum, sem samtals kostuðu 16 milljón dollara (688 millj. ísl. kr.) hafi lokkað fram innlendar og erlendar fjárfest- ingar sem námu 780 milljón dollurum (33,5 milljarðar ísl. kr.). Árangurinn hefur orðið aukin raforkuframleiðsla, hag- nýting jarðmálma, betri og greið ari flutningar og stórauknar iðn aðarframkvæmdir í þessum löndum. Framkvæmdasjóðurinn leit- ast við að hjálpa vanþróuðu löndunum til þess að fá fram ná kvæma og áreiðanlega vitneskju um náttúruauðlindir og aðrar auðlindir, til þess að tileinka sér vísindalegar og tæknilegar aðferðir og nýjungar, og til að hagnýta sér þessar aðferðir í eign þágu jafnframt því sem ÞRÍR SÓTTU EIN lögregluþjónsstaða á Akur- eyri var auglýst laus til umsókn ar. Frestur er útrunninn, og sóttu eftirtaldir menn um stöð- una: Ólafur Ásgeirsson, Óskar Alfreðsson og Sigfús Sigfússon allir frá Akureyri. þær þjálfa menn til að tryggja sér nægan faglærðan mannafla. Forstjóri Framkvæmdasjóðsins er Paul G. Hoffman. Síðan sjóðurinn var stofnaður fyrir sex; árum, hefur stjórn hans tekið ákvarðanir um 421 verkefni í 130 löndum. 34 þess- ara verkefna er lokið, 255 þeirra eru í framkvæmd, en á hinum verður byrjað innan skamms. Sjóðurinn og löndin, sem þiggja hjálp hans, deila með sér kostn aði af framkvæmd umræddra verkefna. Fram til 30. júní 1964 var búið að leggja fram 233,3 milljónir dollara til þessara verk efna, og af þeirri upphæð höfðu móttökulöndin greitt 149 milljón ir, en sjóðurinn 84,3 milljónir fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna og níu sérstofnana þeirra. í skýrslunni kemur fram, að 56.000 manns hafa fengið eða eru að fá aukna skólun og tækni þjálfun í 124 stofnunum, sem Framkvæmdasjóðurinn styður. Yfir 1500 alþjóðlegir sérfræð- ingar starfa að verkefnum sjóðs ins ásamt 17,000 manns frá mót tökulöndunum. Af sérfræðing- unum eru 13 frá Danmörku 10 frá Finnlandi, 2 frá íslandi, 25 frá Noregi og 31 frá Svíþjóð. MANNEKLA í skýrslunni er lögð áherzla á hinn tilfinnanlega skort sér- fræðinga, sem starfað geti fyrir sjóðinn. Níu verkefni hafa orð- ið fyrir alvarlegum skakkaföll um af þessari ástæðu. Einkan- lega hefur reynzt torvelt að út vega sérfræðinga í greinum eins og fiskveiðum, skógrækt, vatna jarðfræði og landbúnaði. 1 ein- um tuttugu löndum hefur ver- ið leitað til stórra verktaka, en það hefur ekki bætt úr skák þar sem þessi fyrirtæki verða að útvega sér sérfræðinga á sömu stöðum og stofnanir Sam einuðu þjóðanna. AUKIN INNKAUP A NORÐURLÖNDUM Til hinna ýmsu verkefna sjóðs- ins hafa verið keypt áhöld og annar útbúnaður í 75 löndum fyrir upphæð sem nemur 37 milljónum dollara. í skýrslunni segir, að á liðnu ári hafi inn- kaup á Norðurlöndum aukizt verulega. Fram til 30. júní 1964 námu innkaup sjóðsins í Dan- mörku 290.000 dollurum, í Finnlandi 5800 dollurum, í Nor egi 236.700 dollurum og í Sví- þjóð 857.000 dollurum. sína, verða fórnarlömd nútíma ræningja í vegi lífsins. Jón á Laxamýri lagði nýlega fram í stuttri blaðagrein þau einföldu rök, að landið hefur ekki eingöngu fætt þjóðina og klætt í þúsund ár, í byggðum landsins, heldur fæðir það dag hvern sem líður allan borgarlýð. Verðgildi búvöru og sjávarafla er jafnt að krónutölu. Nú er op in leið fyrir búfræðinga og hag spekinga að endurtaka og berg mála yfir allt landið boðskap Jóns á Laxamýri. „FRIÐUM LANDHELGINA“ Á Akranesi er ötull, djarfur og framsýnn útvegsbóndi. Hús hans og iðjuver bera af flestum samskonar mannvirkjum ann- arsstaðar á landinu. Haraldur á Akranesi kann að gera út og ávaxta pundið fyrir landið og fólkið. Þegar grunnhyggnir menn æða eins og víkingar um landhelgina til að sópa upp skyndigróða og gera beztu mið- in að eyðimörk, segir þessi for- sjáli Akurnesingur: Friðum land helgina bæði fyrir erlendum og innlendum ræningjum. Dáðrík- ir íslendingar ættu að fylkja liði undir þessum einkunnarorðum. Ef til vill verða unnin mörg skemmdarverk áður en friðunin verður alger. „ENGAR EYÐIJARÐIR“ Sýslumaður Þingeyinga gaf ný- lega lausnarorðið í dálítilli glaðagrein. í þúsund ár hefur íslenzka þjóðin verið að byggja og rækta landið. í þrjá áratugi hefur verið sótt fast fram. Mik il lönd eru brotin. Dýrar vélar styðja mannshöndina drengi- lega. Með hverju ári verður ræktunin stærri og heimilin vist legri. Síðan kom engill dauðans og blés banvænum orðum yfir hin ar blómlegu byggðir. Fólkið hvarf með lifandi pening og lausamuni. Bæjarhurð var hall að að stöfum. Mannvirki, lífs- björg og saga var lögð í rústir. En stefnuorð sýslumannsins á Húsavík, „Engar eyðijarðir“ eru full af gróðrarmætti og fyr irheitum, eins og jörðin sjálf. Undir þau orð þarf hraustlega að taka, enda er til nóg fé og líklega nóg fólk og vélakostur. Mannkynið vantar land, sem fætt geti hundruð milljóna manna. íslendingar munu aftur fylkja liði til ræktunar lands síns, lífs og manndóms. Blómasala á sunnud. NÆSTKOMANDI sunnudag (s konudaginn) munu félagar úi Lionsklúbb Akureyrar fara urr nokkur hverfi bæjarins meí blóm til sölu. Er hér tilvali? tækifæri fyrir húsbændur af gleðja sinn betri helming í til efni dagsins, um leið og þeii styrkja gott málefni. Vonast félagar til að vel verð: við þeim tekið, þar sem þen kveðja dyra. Allur ágóði af söl unni mun renna til góðgerða starfsemi, eins og aðrar fjár aflanir Lionsklúbbs Akureyrar tttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttt RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga -ttttttttttttttttttttttttíHK 14 tttttttttttttttttttttttttttttt Hann bjó sig til varnar: — Ekki hafði hann gert neitt rangt, og faðir hans hafði enga ástæðu til að ásaka hann fyrir eitt eða neitt, hvorki opinberlega né í hljóði. Líf hans hefði gengið sína ákveðnu braut, hann var menntaður lög- fræðingur, — og hann heyrði engar ávítanir, er hann hafði lokið sínu glæsilega prófi, síður en svo: hvílík gleði og hrifni þá! — Jæja, hefði hann enga sérstaka hæfileika, yrði hann að halda sömu slóðina og allir hinir, og það hefði hann gert, og gengið vel, enginn gat ásakað hann eða brigzl- að honurn um leti. Hann get ekki afla ðsér annarrar vinnu en þeirrar, sem að garði bar, og hann gat heldur ekki breytt mannkindinni, hann var enginn siðbótamaður, hann neydd- ist til að haga sér samkvæmt raunveruleikanum og sækja á brattann. Og nú var það Bjartur, — það var meðal annars talsvert spennandi. Eiríkur sat og hugsaði sig um dálitla stund. Síðan leitaði hann viðtals við Fylki og fékk þegar áheyrn. Fylkir var fram tir hófi elskulegur. Hann reis úr sæti og brosti, er Eiríkur kom inn, sagðist vera þreyttur og langa til að sþjalla stundarkorn, og hann ætlaði að þessu sinni að brjóta gegn föstum venjum og fá sér vindil, — sko, hérna hefi ég.lítinn og mildan hollenzkan! Hann kom með nýopnaðan kassa. Þeir kveiktu í og reyktu og hófu spjallið. Fylkir var í ljósgráum fötum, nýrakaður og gljáði á and- litið, hann virtist óvenju glaður og reifur. Þessi geðprýði Fylkis var Eiríki hreinasta goðagjöf. Hann hafði að vísu hugsað sér, hvernig hann skyldi víkja máli sínu í vissa átt, þegar samræða væri hafin, en vildi ekki þegar í upphafi drepa á tilkynningu bankans. Var því erfitt að hefja um- ræður, þar eð hann gat ekki fundið sér neitt annað beint erindi. Eiríkur hafði þó í upphafi vikið að ungum viðskipta- mönnum borgarinnar og spurði Fylki um allmarga þeirra. Fylkir vissi að vanda allt um alla, og Eiríkur var of ákaf- ur á sínum slóðum til þess að gefa fullan gaum að leiðum Fylkis og vegamótum. Fylkir sagði: — í>að er svo sem ekkert furðulegt, neitt af þessu. Hér hafa alls konar náungar grætt stórfé, bæjarsendlar, strák- skussar og alls konar lýður, og að þessir peningar hverfa jafnóðum út í bláinn er allt í lagi og ósköp eðlil.egt. Og svo allir þessir viðskipta-burgeisar frá góðum heimilum, drembilegir sjálfbirgingar, þeir telja sér trú um, að það séu þeir, sem skapað hafi þessar glæsilegu viðskipta- að- stæður, — hafið þér ekki séð hve margir slíkir burgeisar hafa sprottið hér upp á fáeinum árum? Þeir halda því að þetta muni vara um aldur og ævi. Og að þetta velti allt á þeim! Og svo spila þeir út fullum fetum bæði peningum sínum og fyrirtækjum. — Það er allt í þessu fína lagi! — Virðist yður þetta vera í lagi? — O-jæja. Ekki beinlínis bókstaflega. Ég er — ef svo má að orði kveða — eins konar darwinisti viðskiptalífsins, ég trúi á eðlilegt úrval, the survivel of the fittesð og tel engan harmleik, þótt blöðrurnar springi. — Er annars slík kolbrjáluð peningaeyðsla hinna ungu viðskiptamanna? — Hjá allri þjóðinni. Og allmargir — bæði ungir og rosknir viðskiptamenn þjóðarinnar haga sér eins og fávitar. — Þér nefnduð skipreiðara hér urn daginn, sem þér töld- uð alveg vera að steypast. Var það Bjartur ungi, sem þér höfðuð í huga? Fylkir leit snöggvast launhæðinn á Eirík. — Já, fyrst þér nefnið það. Ég veit annars að þér þekkið hann. *■ — Jæja? Það er að minnsta mjög óverulega. Fylkir saug fast vindlinginn. — Þér kynntust Bjarti kvöld eitt á Bristol fyrir tveimur árunr. — Hvernig vitið þér það? — Ég veit allt sem fram fer á hótelum og kaffihúsum hér í borg. Án þess að hafa áttað sig fyllilega, sagði Eiríkur: — Hafið þér þá full-skipulagt njósnarakerfi, Fylkir? Fylkir hikaði lítið eitt með svarið, og var allt í einu al- varlegur, er hann svaraði: — Ég þekki marga, og hlusta gjarna vel á það, sem þeir segja. Eiríkur varð sneyptur og flýtti sér að bera fram nýja spurningu: Peningaeyðsla unga Bjarts kvað vera alveg kolbrjáluð? — Já, það getið þér reitt yður á. — En hann græðir líka vel. Og er ekki heimskur, veit vel livað hann hefst að. — Jæja, viti hann það, er hann að minnsta kosti heimsk- ur. — Ég fer að verða forvitinn, — er það svo snarvitlaust? Fylkir sneri sér frá honum og horfði snöggvast út um gluggann. Síðan sneri hann sér snöggt við og hafði þá sett upp sína venjulegu viðskiptagrímu, óræða og kuldalega og sagði: — Þér eruð mjög"gáfaður maður, Hamar, en þegar þér ætlið að beita kænsku liggur við að þér séuð reglulega grunnhygginn. Þér leikið að minnsta kosti ekki á mig. Mér er vel kunnugt, að Bjartur hefir heimsótt yður í dag. Og livert erindi þeirrar heimsóknar hefir verið er auðvelt að gizka á. Hann hefir fengið vitneskju um, hvað í vændum er. Hann vill fá yður til að annast málefni sín. Qg með nú- verandi þekkingu minni á skapgerð yðar er mér ljóst, að þér hafið heitið þessu. Og nú hafið þér ætlað að reyna að veiða upp úr mér, hvernig í þessu liggur hans megin, svo að þér getið vitað hvernig þér eigið að mæta árásinni. Fylkir saug vindiliUn ög varð nú öllu samræðuþýðari: — Pilturinn er ef til vill geðfelldur, og það er að minnsta kosti drengilegt áf 'yður að láta yðar góða hjarta ráða úr- slitum hér. Og allt í einu mjög bTí’ðmáll: — Hamar minn góður., --- það er aðeins það, að hann, og jrar með þér líka eruð svo alltof seint á ferðinni. Honum verður ekki bjargað! Örlög hans verða ráðin eftir fáeina daga. Og þgð spillir aðeins málsstað hans, ef þér veitið mót- spyrnu. Eiríkur snerist aðeins til varnar. Hér varð kylfa að ráða kasti. Hann hafði engan umhugsunarfrest. — Segið mér aðeins, mælti hann, er það sökum þess, hve heimskulegá Bjartur hefur farið að ráði.sínu, — eða er það sökurn þess, að hér séu á kreiki náungar sem telji, að nú liggi vel við að bregða honum til falls — og hagnast laglega á því sjálfir? Fylkir í djúpri alvöru: — Þessari spurningu ætti ég ekki að þurfa að svara. (Blíður á ný og skrafhreifur). En fyrst það eruð þér sem spyrjið, get ég alveg eins sagt yður, að engum myndi detta neitt annað í hug en að lofa Bjarti að kollsigla sig sjálfur, væri ekki um allnrikil viðskiptamál að ræða á þessum vett- vangi. Viðskiptamenn mega ekki ‘beinlínis vera að því að fást við að vera siðameistarar. — Nei, mættu þeir. vera að því, myndu þeir sennilega láta Bjarti í té enn ei.tt tækifæri, þrátt fyrir allar vitleysur hans. — Jæja, kannski það, já, kannski það. Það er að segja félli skírdagur á föstudaginn langa. — 'Það skal nú samt rekast á ýmsa agnúa, sagði Eiríkur, að bola Bjarti álgerlega úr leik á þennan hátt. Fylkir: — Eins og þér viljið, ITamar. Það er leiðinlegt að við skulum vera svo ósammála, og á þessum vettvangi hreinir andstæðingar. En. ura það er nú ekki að fást. Hitt er svo annað mál, að þér Vjerðið að hafa hraðann á. Ég gef ykkur Bjarti hrein spil — svo að þið hafið þá eitthvað á hendi. Næstu dagana verður þessu öllu lokið. — En hvernig er það hægt? — Það er hægt að framkvæma blátt áfram með því að gera hann gjaldþrota. Og, þegar öllu er á botninn hvolft., býst ég ekki við að pilturinn kæri sig um að æpa hátt út af: því. — Því þögulla sem þetta verður, því betra fyrir hann. — Jæja.þá, tautaði Eiríkur. — Ja-há: — Erindi mitt var þá ekki annað. ' — Ég býgt við þvf, sagði Fylkir. Hann stóð þarna gléiðglottandi, þegar Eiríkur fór, eins og hann skemmti sér og væri stórkostlega dillað. •' ; . í 1 Eiríkur fékk sannarlega í nógu að snúast. — Hringið og segið að ég geti ekki sótt fundinn í „Sjáv- arútvegi" klukkan hálf fjögur, sagði hann við símastúlkuna um leið og hann gekk um forskrifstofuna. Klukkan þrjú varð hann að ná í Bjart unga. En fyrst varð hann samt að hugsa sig um sem snöggvast. Hann þekkti nú allt nægilega vel til þess að gera sér ljóst, að nú hefði hann átök í huga, — nú vildi hann berjast. Þetta með bankann væri allt upp úr Fylki, og ráðstöfunin á Bjarti hefði eflt og aukið áhuga hans, eftir að Eiríkur vai þar orðinn málsaðili. Og þetta myndi eflaust færast í auk- ana innan skamms? — En afleiðing alls þessa hlaut sennilega. að verða sú, að Eiríkur sliti samstarfinu? Við sjáum nú til., Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.