Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1965, Blaðsíða 2
2 leisfaramó! Norðurlands Átta leikir fara fram um helgma FJÖGUR félög taka þátt í meist aramóti Norðurlands í hand- knattleik sem hefst á Akureyri í dag kl. 2 e.h. og heldur áfram á sama tíma á morgun. Leikirn ir fara allir fram í Rafveitu skemmunni. Félögin sem taka þátt í mótinu að þessu sinni eru: KA, Þór, ÍMA og Völsungar Húsavík. MÖRG skíðamót eru framund- an á Akureyri, og einnig rriunu skíðamenn bæjarins fara í keppnisferðir til Ólafsfjarðar og ísafjarðar. En mótaskráin er þannig: 21. febrúar. Akureyrarmót í stórsvigi. Keppt verður í öllum flokkum karla, kvenna og drengja. 28. febrúar. Bæjarkeppni Ólafsfjörður—Akureyri. Keppn- in fer fram í Ólafsfirði og verð- ur képpt a. m. k. í alpagreinum. 6. og 7. marz. Norðurlands- meistaramót. Fyrri daginn fer fram keppni í stórsvigi, karla og kvennaflokki, 16 ára og eldri, og göngu karla 17 ára og eldri. Seinni daginn verður keppt í svigi, karla og kvennaflokkum, 16 ára og eldri og stökk karla 17 ára og eldri. 14. marz. Skíðamót á ísafirði, með þátttöku Akureyringa. 21. marz. Akureyrarmót í svigi. Keppt í öllum flokkum. 28. marz. Hermannsmótið. Svig karla og kvenna, án flokka EFTIR fjögurra ára starfsemi eru lán Alþjóðlega þróunar sjóðsins komin yfir einn miilj- arð dollara. Nákvæmlega tiltek ið hafa 27 löndum verið veitt 70 þróunarián sem samtals nema 1.002.240.000 dollurum. Hæsta fjárhæðin, 435,9 milljónir doll- ara, hefur gengið til samgöngu mála, þ.e.a.s. járnbrauta, vega, hafna og innanlandssiglinga, og af heimsálfunum hefur Asía fengið ríflegt lán eða samtais 777,5 milljónir doilara. Alþjóðlegi þróunarsjóðurinn er ein af sérstofnunum samein- uðu þjóðanna og var komið á fót árið 1960. Hann er í tengsl- um við Alþjóðabankann og gegnir því meginhlutverki að útvega vanþróuðum löndum fjár magn til þróunarframkvæmda með kjörum sem séu betri en venja er um slík lán. Hingað til hafa öll lán sjóðsins verið veitt til 50 ára og eru vaxtalaus. Þessir leikir verða í dag: II. fl. karla: Þór-Völsungar. m. fl. karla: Þór-KA. Msistarafl. kv.: KA-Völsungar Á morgun, sunnudag: Meistarfl karla: KA-ÍMA. II. fl. karla: KA-Völsungar. III. .fl. karla Þór-Völsungar. III. fl. karla: KA-Völsungar. Meistarafl. kv. ÍMA-Völsung. skiptingar. Opið mót. 13.—18. apríl. íslandsmótið. Eins og sést af framanskráðu eru næg verkefni á dagskrá hjá skíðamönnunum. Gaman er að Norðurlandsmótið skuli vera fyrirhugað nú í vetur, en all- mörg ár eru síðan Norðurlands- mót á skíðum hefir farið fram. Munu þau hafa fallið niður vegna og lítillar þátttöku. Er vonandi að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni. Stærsta verk efnið er að sjálfsögðu íslands- mótið, einn mesti íþróttaviðburð ur ársins. Ak.mól í stórsvigi EINS og getið er um á öðrum stað í blaðinu fer Akureyrar- mótið í stórsvigi fram á morg- un (laugardag). Fer keppnin fram við Strompinn og hefst kl. 11 f. h. Keppt verður í öllum karla- og drengj aflokkum og einnig kvennaflokki. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofunnni Lönd og Leiðir kl. 10, 12.30 og 13.30. □ 94 ríki eiga aðild að sjóðnum. Alþjóðlegi þróunarsjóðurinn setur sömu skilyrði og Alþjóða- bankinn varðandi áætlanir, fram kvæmd og útgjöld af þeim verk efnum, sem hann styrkir. Sjóð urinn hefur hins vegar veitt mun meiri hjálp en banki.nn til verkefna eins og skólabygginga og vatnsveituframkvæmda. Að öðru leyti eru lánin fyrst og fremst veitt til landbúnaðar, iðnaðar, raforkuframleiðslu og fjarskiptatækja. Alþjóðlegi þróunarsjóðurinn ræður yfir fjármagni sem nem ur 1.595.569.000 dollurum og er í ýmiss konar frjálsum gjald- eyri. Eru þar teknar með í reikninginn þær 744,7 milljónir aollara, sem bætast við sjóðinn með framlögum 18 ríkja. Fram lag Danmerkur er þá 16,2 millj ónir dollara, Finnlands 6,1 millj. Noregs 13.3 milljónir og Sví- þjóðar 40,2 milljónir dollara. í handknaíf- Frjálsíþróttamenn æfa FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN á Ak- ureyri hafa nú hafið útiæfingar. Eru æfingar fjórum sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8 e. h. og laugardaga og sunnudaga kl. 2.30 e. h. íþrótta- mennirnir mæta fyrst í íþrótta- vallarhúsinu, en taka svo til við útiæfingarnar. Einnig æfa þeir lyftingar innanhúss, en þær eru taldar mjög gagnlegar fyrir iðk- un flestra íþróttagreina. Æfingar þessar hafa verið sæmilega sóttar, sérstaklega af yngri piltunum. E. t. v. verður þessi áhugi undirrót þess að komið verði á Akureyrarmóti í frjálsum íþróttum á þessu ári, en þau hafa fallið niður tvö s.l. ár, og er það vægast sagt bág- borin frammistaða í nær 10 þús. manna bæ. □ SKÁKÞING NORÐLENÐINGA Úrslit í fjórðu umferð, meistaraflokki: Hjörleifur Halldórsson vann Kristinn Jónsson. Margeir Steingrímsson vann Jón Ingimarsson. Benedikt Jónsson vann Hauk Jónsson (Haukur mætti ekki til leiks). Jón Björgvinsson vann Rafn Einarsson. Hjálmar Theodórsson sat hjá. Úrslit í fimmtu umferð, meistaraflokki: Kristinn vann Rafn. Hjörleifur vann Hauk. (Haukur mætti ekki). Hjálmar og Benedikt gerðu jafn tefli. Skák Jóns Björgvinssonar og Jóns Ingimarssonar fór í bið. Margeir sat hjá. BRIDGEMÓTIÐ FIMMTA umferð var spiluð sl. þriðjudag. Úrslit urðu þessi: Sveit Mikaels vann sveit Knúts 6—0. Sveit Óðins vann sveit Halldórs 5—1. Sveit Soffíu vann sveit Ólafs 5—1. Sveit Baldvins vann sveit Ragnars 5—1. Sveit MikaeLs hefir þá hlotið 25 stig og tekið forystu í mót- inu. □ Innanhússmót í frjáls- iim íþróttum KA gengst fyrir innanhússmóti í frjálsum íþróttum á morgun í íþróttahúsinu á Akureyri og hefst keppnin klukltan 10 f.h. Keppt verður í síökkum án at remiu. Hélaskrá Skíðaráðs Akureyrar ALÞJÓÐLEGI ÞRÓUNARSjÓÐURINN Bílstjórasögur j Framhald Drauga hefi ég aldrei séð, eins og ýmsir þykjast sjá þegar skyggja fer á hinum ýmsu stöð um á fjölförnum leiðum og yf- irleitt ekkert dularfullt. En þó hef ég orðið var við það, sem kalla mætti óeðlilegt, og ég hef enga skýringu á, og ég held að ég sé aldrei einn á ferð. Einu sinni fór ég til Reykja- víkur á fimm manna fólksbíl. Með mér var Snorri Hallgríms- son, síðar prófessor, Sigríður Baldvinsdóttir héðan frá Akur- eyri og maður að nafni Einar Sveinsson. Þá voru margir læk- ir og smá-ár óbrúaðar, enda varð bíllinn fljótlega bremsu- laus með öllu og lagaðist ekki þótt bremsurnar þornuðu. Svo hætti hann að draga svo að af urðu vandræði í hverri brekku. Svona gekk alla leið suður í Hvalfjörð. Þar mætti ég tveim mönnum á sams konar bíl, og þekkti þá vel, því þeir voru frá Akureyri. Ég bar upp vandræði mín við þá og þeir fóru að skoða bílinn en fundu ekkert athugavert. Þarna voru menn, sem vildu ekki hætta við hálfn- að verk. Þeir skiptu á ýmsu í bílum okkar. En það var sama. Þeirra bíll gekk eins og klukka en minn ekki. Varð við það að sitja. Þegar kom að Reynivalla- hálsi hugsaði ég með mér, að þar færi bíllinn aldrei upp. Sig- ríður gekk upp brekkuna en piltarnir tóku sér steina í hönd, viðbúnir, ef bíllinn stoppaði í miðri brekku, að setja steinana aftan við hjólin. Svo .spýtti ég í, komst á töluverða ferð — og marði það. Þegar á Kjalarnesið kom ger- breyttist bíllinn í einni svipan, gekk eins og vera bar og skorti nú ekki kraftinn. Mér létti, en hins vegar fann ég enga skýr- ingú á breytingunni. Ég gisti í Gróðrarstöðinni um nóttina. — Morguninn eftir tók ég svo bíl- inn og var þá skrattinn hlaup- inn í hann aftur. Ég fór nú með hann á verkstæði. Þar fundu viðgerðarmennirnir ekkert að honum, enda gekk hann eins vel og nokkur bíll gat gert, — meðan hann var á verkstæðinu. Ég tók svo bílinn og var hann í ágætu lagi, svo og á heimleið- inni. En mér fannst eitthvað óeðlilegt við bílinn, meira jafn- vel en bremsuleysið og kraft- leysið. Þetta var að haustlagi. Á hejmleiðinni komum við í Fornahvamm. Þar man ég að verið var að sjóða slátur. Ilm- andi sláturlyktina lagði út á hlað. Þá langaði mig mikið til að biðja að gefa mér eitthvað í svanginn, helzt slátur, því þann ig stóð á í það sinn, að ég gat ekki keypt eitt eða neitt utan benzín, því peningar höfðu brugðist mér í ferðinni, svo ég var auralaus. Mér þótti skömm að segja eins og var og bað því hvorki að gefa mér eða selja. En þetta var auðvitað heimsku- legt, því fólkið í Fornahvammi hefði eflaust skilið mig og satt hungur mitt með ánægju. Jæja, einu sinni fórum við 4 saman í þessum bíl og var þá einhver gleðskapur. Einn félagl minn var eitthvað skyggn. Nú brá svo við, að hann segist allt í einu þurfa að fara heim. Kom okkur þetta mjög á óvart því maðurinn var óvanur því að slíta gleðskap. Jafnframt sagði hann tveimur okkar að við mættum fá sinn bíl það kvöldið. Það var líka óvenjulegt, því að hann var ekkert fyrir það, að lána bílinn sinn. Hann fór svo, en við tókum bíl hans og fórum að rúnta. Um nóttina fór hinn. bíllinn fram af bryggju og létu þar líf sitt karl og kona. Eftirá sagði maður sá, sem um kvöldið hafði slitið félagsskapinn, að spákona hefði varað sig við, orð hennar hefðu gripið sig skyndi- lega og þess vegna hefði hann farið heim þetta slysakvöld. En gagnstætt gleðskap og fé- lagsskap yfirleitt kann ég bezt við að vera einn og þá gengur mér yfirleitt bezt. Og hvergl kann ég betur við mig en uppi á fjöllum. Þess nýt ég bezt einn. í gamla daga voru boddíbílar í tízku og flutti maður margt fólk í þe'im, bæði heldri menrr og aðra. En stundum gengu ferðalögin skrykkjótt vegna þess hve vegirnir voru vondir. En þá æðraðist fólk ekki þótt tafir yrðu og seinna komið á áfangastað en ráðgert hafði verið. Ég man t. d. eftir því að einu sinni fórum við Unnsteinn. Stefánsson með síldarsjómenn suður til Reykjavíkur. Ég var með boddíbíl en Unnsteinn ók fólksbíl. Við fórum Kaldadal. Við vorum ekki mjög langt komnir þegar bera tók á drykkuskap farþeganna og síð- an hófust hörku slagsmál með- al þeirra. Það voru nokkrar konur og veit ég ekki hvort um þær eða annað var barizt, nema skipstjórinn þurfti að stiUa til friðar. Mig minnir að hópurinn teldi 17 manns. Sjómennirnir voru allir af sama skipi. Hjá Húsafelli festist fólksbíllinn svo heiftarlega, að við urðum að ganga frá honum. Þá fór nú að þrengjast í boddíinu hjá mér. En þetta gekk og við skiluðum folkinu omeiddu i Reykjavík. Á norðurleið tókum við bílinn hjá Húsafelli og þar kom far- þegi til okkar, sem komast vildi norður í Húnavatnssýslu. Var þetta ung og falleg stúlka og buðum við henni að velja milli bílanna. Hún vildi vera í boddí bílnum og þótti mér það ekki lítill uppsláttur fyrir mig og bílinn. Þá var farið margoft yf- ir Reykholtsdalsá og festi Unn- steinn bíl sinn þrisvar en ég dró hann upp úr. Og einhvers stað- ar nálægt, þar sem nú er Bif- rastarskóli varð hann benzín- laus. Dró ég hann þá. En engan hafði ég hliðarspegilinn. Gekk svo um hríð, þar til mér fannst bíllinn vera farinn að þyngjast ótrúlega. Ég nam staðar og sá hvað gerzt hafði. Dráttartaugin harui farið undir hjólið, svo að bíllinn drógst skakkt og var nú kominn út af veginum. (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.