Dagur - 17.03.1965, Síða 8
8
SMÁTT OG STÓRT
ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞINGI
SÍÐUSTU dagana hafa nokkur
mál, sem hér verða rakin, verið
afgreidd frá Búnaðarþingi.
Erindi Búnaðarsambands S.-
Þing. varðandi þjóðnýtingu
Áburðarverksmiðjunnar h.f.:
„ÁLYKTUN:
Búnaðarþing mælir með því, að
Aiþingi samþykki frumvarp til
laga um Áburðarverksmiðju
ríkisins, er nú liggur fyrir neðri
deild þess á þskj. 264.“
Samþykkt samhljóða.
Erindi Búnaðarsambands Suð
urlands um miðstöðvar fyrir
heyverzlun:
„ÁLYKTUN:
Búnaðarþing samþykkir að
beina því til stjórnar Búnaðar-
félags íslands, að hún láti gera
athugun á því, hvort tiltækilegt
sé að framkvæma þá heyverk-
un, heymjöls- og heykögglagerð
sem með hagkvæmni og á fjár-
hagslega hagstæðum grundvelli
geti innt af hendi það hlutverk
að tryggja fóðurbirgðir í land-
inu og útflutning heys þannig
verkað á erlendan markað.“
Samþykkt samhljóða.
Erindi Búnaðarsambands S.-
Þing. um ferðakostnað dýra-
lækna og erindi sama um að-
stoð við dýralæknishéruð:
„ÁLYKTUN:
1. Búnaðarþing telur, að ennþá
sé iangt í land að fullnægjandi
dýralæknisþjónusta sé fyrir
hendi í ýmsum byggðarlögum
landsins, enda þótt mikið hafi
áunnizt í þessu efni hin síðari
ár. Er hér einkum haft í huga,
að ekki hafa fengizt dýralækn-
Guðmundur Jónsson
GUÐMUNDUR Jónsson óperu-
söngvari skemmtir á skemmti-
samkomu Þýzk-íslenzka félags-
ins að Hótel KEA n. k. föstu-
dagskvöld.
Það er orðið langt síðan þessi
vinsæli söngvari hefur látið til
sín heyra hér í bæ og mun því
marga fýsa að nota þetta tæki-
færi. □
ar í sum þau dýralæknaum-
dæmi, sem stofnuð hafa verið
og í öðru lagi þurfa mörg
sveitarfélög að leita til dýra-
læknis um langan veg og verð-
ur því sú þjónusta mjög kostn-
aðarsöm.
Búnaðarþing telur sanngjarnt
og nauðsynlegt, að hið opinbera
komi þessum; afskiptu byggðar-
lögurii.tií hjálpar og felur stjórn
B; ísl. að leita til yfirdýralækn-
is og landbúnaðarráðuneytisins
um úrræði til úrbóta.
2. Búnaðarþing telur, að
lyfjakostnaður landbúnaðarins
hafi vaxið óeðlilega síðustu ár-
in bæði vegna hárra tolla og
óbilgjarnrar álagningar. Enn-
fremur hefir lyfseðlaskylda
margra algengra dýralyfja skap
að í ýmsum tilvikum marghátt-
aða erfiðleika.
Búnaðarþing felur því stjórn
B. ísl. að ræða þessi mál við
ábyrga aðila eins og tollayfir-
völd, yfirdýralækni, lyfsölu-
nefnd o. fl. og leita eftir rétt-
mætum lagfæringum.“
Samþykkt samhljóða.
Erindi Gísla Magnússonar um
niðurfellingu tolla af búvélum:
„ÁLYKTUN:
Búnaðarþing felur stjórn B. ísl.
að gangast fyrir því við ríkis-
stjórn og Alþingi, að tollar og
söluskattur af innfluttum land-
búnaðarvélum, þar með taldar
þungavinnuvélar til ræktunar-
sambanda, verði felldir niður,
og landbúnaðurinn búi við
sömu kjör og sjávarútvegur og
stóriðnaður hvað þetta snertir.
Ehnfremur, að lækka eða fella
algerlega niður 35%' tollinn af
(Framhald á blaðsíðu 5).
Erindrekar Framsóknarfl. á ferð
EYJOLFUR EYSTEINSSON
erindreki SUF og Valtýr Kristj-
ánsson erindreki FFNE hafa
ferðast undanfarna daga um
Þingeyjarsýslur. Þeir munu
starfa hér á Akureyri og í Eyja-
fjarðarsýslu næstu daga, eftir
því sem tími vinnst til.
Málfundanámskeið á Húsavík.
Sunnudaginn 14. þ. m. kl. 4
e. h. hófst á vegum FUF á
Húsavík málfundanámskeið. —
Formaður félagsins, Aðalsteinn
Karlsson, setti fyrsta fund þess
og stýrði honum. — Framsögu-
menn voru Eyjólfur Eysteins-
son, sem talaði um ræðu-
mennsku, og Valtýr Kristjáns-
son, er ræddi fundarstjórn og
fundarreglur. — Leiðbeinandi á
námskeiðinu verður Áskell Ein-
arsson bæjarstjóri.
Ráðstefna um efnahagsmál og
uppbyggingu atvinnuveganna.
Dagana 29. ag 30. maí verður
haldin á Húsavík ráðstefna um
efnahagsmál og uppbyggingu
atvinnuvegnanna, á vegum
SUF. — í sambandi við hana
verður aðalfundur SUF í Norð-
urlandskjördæmi eystra og
hefst að kvöldi 28. maí. — Nán-
ar verður sagt frá ráðstefnunni
síðar.
Skólamál.
FUF á Akureyri boðar til
fundar um skólamál n. k. laug-
ardag, eins og annars staðar er
frá skýrt hér í blaðinu. □
FÓLKSFÆKKUN A SIGLU-
FIRÐI
Um síðustu áramót var íbúa-
fjöldi á Siglufirði 2490 og hafði
fólki fækkað um 160 á síðasta
ári, þar af fluttu 140 burtu og
20 dóu.
SYKURÁTIÐ
Samkvæmt opinberum tölum
neyta íslendingar mikils syk-
urs. Árið 1963 var sykurneyzl-
an 42,3 kg. á mann.
VERÐA FRAMLÖG SKORIN
NIÐUR?
Fullyrt er nú, að ríkisstjórnin
hafi ákveðið að nota á þessu
ári heimild fjárlaga til að skera
niður framlög til verklegra
framkvæmda um 20—25%. —
Víðsvegar á landsbyggðinni
mun þetta koma hart niður.
Fjármagn og vinnuafl, sem
þarna sparast, getur „einka-
framtakið“ í höfuðborginni þá
væntanlega notað í sínar þarfir,
eða a. m. k. bróðurpartinn af
því beint og óbeint. En rök-
semdir fyrir þessum niður-
skurði er þörf aukinnar aðstoð-
ar við sjávarútveginn.
í LANDSINS ÞÁGU!
Úr stjórnarráðinu berast fleiri
tíðindi um þessar mundir. Talið
er, að Gunnar Thoroddsen sé í
þann veginn að biðjast lausnar
og verða sendiherra í Kaup-
mannahöfn. Flokksblöðin eru
hætt að lirósa fjármálastjórn
hans og eiít sunnanblaðið flyt-
ur þá frétt, að Bjami Benedikts
son hafi sagt við G. Th.t „Þú
verður að gera það fyrir landið
að fara úr landi“! Rétt er það,
að illa hefur Gunnari gengið að
framkvæma sparnaðaráformin,
sem auglýst voru á sínum tíma,
en ekki mun þó reynast fram-
kvæmanlegt að telja fólki írú
um, að hann einn beri ábyrgð
á hinni illræmdu „viðreisn“ og
öllum mistökunum í sambandi
við liana. Þeir, sem eftir verða
í Iandinu, komast ekki hjá að
bera sinn hluta af syndabaggan-
um.
Ath. Eftir að framangreint er
ritað hefur lausnarbeiðni Gunn
ars verið staðfest opinberlega.
Veiðifélögin á Fljófsdalshéraði
SNÆÞÓR Sigurbjörnsson Gils-
árteigi hefur vinsamlega orðið
við þeim tilmælum að skýra frá
nýlega stofnuðum veiðifélögum
á Fljótsdalshéraði. Fara upp-
lýsingar hans hér á eftir:
Á s.l. ári voru stofnuð hér tvö
veiðifélög. Annað um vatna-
svæði Lagarfljóts og Jökulsár á
Dal, en hitt um Selfljót og
vatnasvæði þess.
Félagar í Lagarfljóts og Jök-
ulsárfélaginu eru hátt á annað
hundrað. Stjórn þess skipa
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum,
formaður; Þorsteinn Jónsson,
Hermes og Jóhann Magnússon,
Breiðavaði.
Félagar í Veiðifél. Selfljóts
eru um 40. Stjórn þess skipa
Þorsteinn Sigfússon, Sand-
brekku, formaður; Stefán Sig-
urðsson, Ártúni, og Snæþór
Sigurbjörnsson, Gilsárteigi.
Bæði félögin hafa nú auglýst
vötnin til veiðileigu og ber að
snúa sér til formannanna, er
gefa allar upplýsingar þar að
lútandL
Hér á Eiðaþinghá hefur verið
irinistaða á sauðfé síðan í des-
ember. Svellalög og hjárn og að
undanförnu hafa menn ekið um
allar heiðar á jeppum og
smærri fólksbílum. Margir hafa
lagt leið sína á Skýhnjúk, enda
bílfært alveg á tindinn. Skyggni
hefur verið mjög gott, t. d. sáu
menn hafísinn út af Langanesi.
ERUM VIÐ OF FÁIR?
Morgunblaðið ræðst á tillögu
þeirra Karls Ivristjánssonar og
Gísla Guðmundssonar um að
athugaðir verði möguleikar til
að skipta landinu í fylki með
sjálfstjórn í sérmálum. Blaðið
segir að fylkin hér verði miklu
fámennari en í Noregi og komi
því ekki til mála! Samkvæmt
þeim rökum ætti fsland ekki að
vera sjálfstætt ríki úr því að
íslendingar eru ' 20 sinnum
færri en Norðmenn og Norð-
menn ekki sjálfstæðir af því
þeir eru 50 sinnum fámennari
en Bandaríkjamenn o. s. frv.!
Sanianburður blaðsins á hin-
um umræddu fylkjum og ömt-
unum gömlu er óraunhæfur og
mátti þó telja skiptingu lands-
ins í ömt til bóta frá því skipu-
lagi, sem áður var. Andstaða
Mbl. er líkleg til að afla Fylkja-
hugmyndinni fylgis, af því gild
rök vantar fyrir þeirri and-
stöðu. Mál eins og þetta vilja
menn ekki láía afgreiða með
skætingi, þótt skoðanir kunni
að vera skiptar.
ALÞINGI VIÐ ÖXARÁ
Ágúst Þorvaldsson og Gísli
Guðmundsson flytja á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um,
að fram fari samtímis sveitar-
stjórnarkosningum á næsta ári
þjóðaratkvæðagreiðsla um það,
livort stefna skuli að því, að
Alþingi verði háð á Þingvöll-
um. Minna þeir á það, að Fjöln-
ismenn og margir aðrir kunnir
menn Iiafi í öndverðu viljað
Iáta endurreisa Alþingi á hin-
um fornhelga þingstað, og fyrir
því muni þá hafa verið þjóðar-
vilji, þó annað yrði ofan á. Síð-
an hafi fyrir Alþingishátíðina
1930 oftar en einu sinni verið
flutt tillaga um þjóðaratkvæða-
greiðslu um þetta mál. Nú séu
allt önnur og betri skilyrði til
þess en fyrrum að framkvæma
hugsjón Fjölnismanna, og beri
þingmönnum að gefa þjóðinni
kost á að láta í Ijós álit sitt áð-
ur en ráðist verður í byggingu
nýs alþingishúss til langrar
frambúðar.
HAFÞÖK AF ÍS
f GÆR var landfastur ís frá
Hornbjargi að Geirólfsgnúp. —
Fyrir Norðurlandi rekur ísinn
til og frá. Við Grímsey er mikið
ísrek. Frá Skoruvík á Langa-
nesi sást ísinn ekki í gær og
hafði færst fx-á landi. Lengra
norður eru hafþök af ís fyrir
öllu Norðurlandi.
Verkfall yfirmanna
VERKFALL yfirmanna á ís-
lenzka farskipaflotanum hófst í
fyrrakvöld. Verkfallið nær til
allra yfirmanna á íslenzkum far
skipum. Langir samningafundir
hafa staðið yfir og síðast í gær,
svo ekki var þá talið vonlaust
um samkomulag þótt verkfall
væri þegar hafið.
Ef verkfallið leysist ekki stöðv
ast skipin hvert af öðru um
leið og þau koma í fyrstu örugga
höfn.