Dagur - 24.03.1965, Page 1

Dagur - 24.03.1965, Page 1
axminster góíffeppi BBH|| annað ekki llfSÍ J EIN1R H.F HAFNARSTRÆTI 81 . SÍMI 115 36 XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. marz 1965 — 23. tbl. HAFNARSTRÆTI 81 . SÍMI 115 36 Aflaleysið á Norðurlandi Menn fá naumlega nýjan fisk til matar BLAÐIÐ hringdi til nokkurra fréttaritara sinna á Norðurlandi í íyrradag og spurðist fyrir um aflabrögðin. Samkvæmt frásögn þeirra er nálega fisklaust og á öðrum stöðum vamar ísinn róðr um. RIFJA UPP BJARN- DÝRASÖGUR Þistilfirði 22. marz. Hér hefur frostið farið upp í 23 gráður en er 15 í dag. Hér er ísbreiða á firðinum, með meira móti og stakir jakar nær lanai. Enginn fer á sjó. Föl er á jörð og allir vegir færir, svo sem til Vopna- íjarðar og Raufarhafnar. Á laugardagsnóttina kviknaði í radarstöð varnarliðsins á Heið arfjalli og urðu þar skemmdir og menn brenndust við slökkvi starfið, en þó ekki lífshættu- lega. Mjög mikil umferð var í lofti næsta dag hér um slóðir. Undanfarnar vikur hafa verið rifjaðar upp bjarndýrasögur frá 1918 og ekki er laust við að sum 5r óttist að bjarndýr gangi á land, enda er slíkt ekki útilok- að. Ó.H. ENGINN KEMST A SJÓ Raufarhöfn 22. marz. Hér kemst enginn á sjó fyrir ís. Hér utan við er ísinn mikill og er á stöð- ugri ferð fram og aftur. Frostið er 16 stig í dag. Snjólaust er, að kalla má og gott bílfæri um allt. H.H. EINN GÖÐUR RÓÐUR Ólafsfirði 22. marz. Hér eru frosthörkur og fiskleysi. Höfn- ina hefur lagt og fjörðinn lengra út en ég man eftir áður. Guð- björg fékk nýlega einn góðan róður eða 15 tonn í net. Vonuðu þá margir að verulega væri að glæðast aflinn. En næsta dag var aflinn 6 tonn og svo minna. Má nú teljast fisklaust. Verið er að æfa sjónleikinn Hamar eft ir séra Jakob Jónsson, og er það Leikfélagið, sem þar er að verki Óvíst er enn hvenær frumsýn- ingin verður. B.S. GRÁSLEPPUVEIÐIN DAVlÐSKVÖLD STÚDENTAFÉLAGIÐ á Akur- eyri efnir til Davíðskvölds í Sjálfstæðishúsinu á Föstudag- inn, 26. marz, og rennur ágóð- inn til kaupa á húsi skáldsins. Það sem þarna fer fram er þetta: 1. Ávarp: Brynj. Sveinsson, yf- irkennari. 2. Upplestur úr verkum Davíðs Stefánssonar: Steinunn Jó- hannesdóttir. 3. Tvísöngur: Jósann Daníels- son og Sigurður Svanbergs- son. Undirleik Guðmundur Kr. Jóhannsson. 4. Upplestur: Gunnar Stefáns- son. 5. Einsöngur: Jóhann Konráðs- son, undirleikari Jakob Tryggvason. 6. Leikþáttur: úr „Gullna hlið- jnu“, lesarar: Björg Baldvinsdóttir ....... kerlingin Guðm. Gunnarsson............ Jón bóndi Jón Kristinsson ............ Lykla Pétur ÆTLAR AÐ BREGÐAST Hrísey, 22. marz. Síðustu þrjá “■ daga hefur verið svolítill afla- reytingur, mest 5—6 tonn í net, en ekkert á færi eða línu. Er þetta það skásta, sem hér hefur verið. Atvinnuleysi hefur verið hér. Unnið er að stækkun og endurbótum frystihúss KEA hér og veitir það nokkra atvinnu. Eftir viðgerðina á frysti húsið að geta tekið á móti allt að helmingi meiri fisk en áður. Ekkert verður enn vart við grásleppu, en ýmsir hugðu gott til vegna hins hækkandi verðs. Menn héðan ætluðu að stunda grásleppuveiðar frá Flatey. En þar hefur enn ekkert aflast. Lít ur sá atvinnuvegur því illa út að þessu sinni. Sama aflatregða er á Dalvík. J.K. Frá vmstri: Ottó, Bjarni og Gíslína. (Ljosm.: E.D) Barnið var að hverfa rnidir ísinn En snarráð telpa bjargaði því á síðustu stundu AKUEEYRARPOLLUR er nú allur undir ís og hafa börnin fjölmennt á hinn nýja leikvöll. Laust eftir hádegi sl. mánudags bar það við sunnan við Strand- götuna að þriggia ára drengur, Bjarni Hallgrímsson, Strand- götu 41, sem var á þríhjóli á veikum ís skammt undan landi fór niður um ísinn og á kaf. Frænka hans, Gíslína Bene- diktsdóttir, Strandgötu 43, kom út í þessum svifum og sá dreng- inn hverfa. Hljóp hún þangað. ísinn brast undir fótum henni, en barinu náði hún áður en það hvarf undir skörina. Sjórinn var mittisdjúpur eða meira. Gísl- ína kom drengnum upp á skör- ina. Bar þá að Ottó Snæbjörns- son, sem sjaldan notar vettlinga tök og fullkomnaði hann björg- unina. í gær voru þau öll við beztu heilsu, er vöknað höfðu í sjón um. Snarræði Gíslínu, sem er 13 ára, og nemandi í G.A. ber að fagna og þakka. Ásíuinflúensan í Skagafirði? Hefur e. t. v. borizt með frönskum ferðamanni Á FÖSTUDAGINN SAMKVÆMT fréttum frá Skagaströncl í gær, benda lík- ur til þess, að Asíuinflúensan sé þangað komin og í Skaga- fjörð og Hrúíafjörð. En þar gengur nú kvefsótt og brciðist Steinunn Jóhannesdóttir .. María mey Þráinn Karlsson........... skemmtunina og styðjið _,,, ,. framt Davíðssöfnunina. Pall postuh Birgir 7. DANS. Akureyringar og nærsveitar- menn! Fjölmennið á kvöld- jafn- Þetta er ekki stúdentasamkoma held- ur almenn samkoma sem Stú- dentafélagið er svo myndarlegt að gangast fyrir. Asgeirsson Ovinurinn - Nu er Akureyrarpollur lagður og menn dorga upp um ísinn (Ljosm.: E. D.) ört út. Fylgir henni nokkuð hár hiti í 2—4 daga. Verið er að rannsaka á Keldum, sýnishorn • frá sjúklingum og Iiggur úr- skurður ekki fyrir. Tveir menn liafa fengið lungnabólgu upp úr veiki þcssari. Svo er sagt, að franskur mað- ur sem nýlega kom í Skagafjörð liafi borið með sér veiki þessa þangað. Söngflokkur, sem það an kom til Skagastrandar mun svo hafa flutt veikina vestur. Á Skagaströnd eyðilagði ís- inn hrognkelsanet, sem nýbúið var að leggja, en ísinn hefur hrakist liér fram og afíur und- an straumi og vindum. Pilfur og sfúlka í áflogum SEINT á föstudagskvöld réðist ungur maður, ölóður, á stúlku eina, er var á gangi á Hrafna- gilsstræti, og greip fyrir kverk- ar henni. Flugust þau á þar til lögreglan kom á vettvang, og handtók árásarmanninn. Stúlk- an fékk taugaáfall, klæði henn ar voru rifin. Pilturinn kveðst ekkert muna um atburðinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.