Dagur - 27.03.1965, Blaðsíða 1
Dagur
SÍMAR:
11166 (ritstjóri)
11167 (afgreiðsla)
f—................-N
Dagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar kr. 25,00 á
mán. í lausasölu kr. 4,00
Islenzku málverkin komin iil
Álasunds, heilu og höldnu
Útsvör á Reyððrfirði 3.1 milljónir króna
Reyðarfirði 26. marz. Fjárhags
áætlun Reyðarfjarðarkauptúns
Sjómaður frá Akureyri
drukknaði í Grimsby
MIÐVIKUDAGINN 24. marz sl.
varð það slys, að Gunnar Geirs-
son, Þverholti 12, Glerárhverfi
Akureyri skipverji á togaran-
um Svalbak, féll í höfnina í
Grimsby og drukknaði. (Samkv.
frctt frá skrifstofu ÚA í gær).
var samþ. 23. þ. m. Niðurstöðu-
tölur hennar eru 4.150.700,00
kr. Helstu gjaldaliðir eru: Til
vatnsveitu 500 þús. kr., til
menntamála 350 kr., tryggingar
gjöld 360 þús. kr., til nýbygginga
250 þús. kr., og til hafnarfram-
kvæmda 200 þús kr.
Stærstu tekjuliðir: Útsvör cg
aðstöðugjöld 3.120.000.00 kr. cg
frá Jöfnunarsjóði 850 þúsund kr.
Um sl. áramót vorú 598 íbúar
á Reyðarfirði og hafði fjölgað
nokkuð á sl. ári.
Aflabrögð hafa verið misjöfn
hjá heimabátum að undanförnu
Snæfugl hefur lagt hér upp um
150 lestum síðan 15. þessa mán
aðar. Er það mest ufsi og hef-
ur verið frystur eða saltaður.
Gunnar veiðir í þorskanót, en
hefir ekki lagt upp hér í seinni
tíð.
Hafísinn sást frá Hólmahálsi í
fyrradag, en í gær var hann horf
irm úr augsýn. Norðanstrekk-
ingur hefir verið hér að undan
förnu með miklu frosti allt upp
í 18 stig. — i dag er sólskin og
stillt veður. V. A.
sinn ógnar Auslfjörðum
Egilsstöðum 25. marz. Hér eru
óvenjulegar frosthörkur, venju-
lega um og yfir 20 stig um næt-
ur. Á stöku stað hefur frosið í
vatnsleiðslum. Menn eru byrg-
ir af fóðurbæti og olíu, að því
er talið er. Mun olía endast til
maíloka þótt sigling teppist
þangað til. Minna er til af kol-
um, enda eru þau lítið notuð.
Veginum um Fagradal er hald-
ið opnum. Ungt fólk hefur farið
út á Héraðssanda til að sjá ís-
inn, sem Héraðsflói er fullur af.
Aðeins að austanverðu er vök
í þann ís. Engan sáu menn sel-
inn að þessu sinni.
Menn reikna almennt með
því, að ísinn fylli Austfirði allt
suður á Djúpavog nú innan
skamms. Margir spádómar eru
uppi um ís og tíðarfar, en ekki
verða þeir sagðir hér. Atvinna
er ennþá næg. En búast má við
að útivinna hefjist seinna en áð-
ur í vor. V. S.
Veiðikeppni á Poll-
inum á morgun
LIONSKLÚBBURINN Hug-
inn efnir til veiðikeppni á
Akureyrarpolli n.k. sunnu-
dag á dorg upp um ísinn.
Notuð verða venjuleg hand
færi með 3 önglum, og verð-
laun veitt fyrir stærsta fislt-
inn og einnig fyrir mest
magn. Heitar pylsur o.fl. góð
gæti verður selt á ísnum fyr
ir keppendur og gestina, einn
ig beitusíld fyrir þorskinn.
En varast skyldu menn að
hnappast saman. □
ÍSAÞOKAN GRÚFIR
YFIR FLATEY
UM síðustu mánaðamót varð ís
landfastur í Flatey á Skjálf-
anda og fyllti þá höfnina svo
þar komst enginn bátur að eða
frá. Síðan hefur verið meiri og
minni ís við eyna en höfnin hef-
ur þó stundum verið opin. Síð-
ast þegar póstbáturinn kom að
Flatey varð að flytja vörurnar
á smábátum suðaustan á eynni
á svonefndum Skarfstanga.
Töluvert virðist gengið af
grásleppu en lítið er hægt að
stunda hrognkelsaveiðarnar
vegna íssins. Hrímþoka grúfir
yfir Flatey dag eftir dag og er
skyggni því mjög lítið. Engin
Bjarndýrsöskur hafa heyrzt þar.
Bjöm Kristjánsson vitavörður á Skoruvík stendur hér hjá rost-
ungnum, sem rak þar á fjörur og fyrr er frá sagt. (Ljósm.: B. A.)
Höfrungarnir voru skotnir og síðan dregnir upp á ísinn.
(Ljósm.: B. A.)
Fyrir peningagjöíina frá Akureyri hafa verið keypt falleg
nútímamálverk frá íslenzkri náttúru og þjóðlífi
ÞANNIG hljóðar fyrirsögn
blaðagreinar 16. þ.m. í Álasunds
blaðinu „Sunnmörsposten“ En
MIÐSTJÓRNAR- 1
FUNDURINN
MIÐSTJÓRNARFUNDUR |
Framsóknarflokksins hófst í ít
Reykjavik í gær kl. 2 e. h.
Um 90 fulltrúar kjördæma- »
sambandanna hafa verið á Jz
leið til Reykjavíkur undan- Íí
farna daga til að sitja fund «
þennan. Formaður flökksins »
Eysteinn Jónsson alþingism.,
setti fundinn með ræðu, fz
Helgi Bergs, ritari flokksins «
og Sigurjón Guðmundsson «
gjaldkeri fluttu skýrslur sín- «
ar og að því loknu hófust »
umræður. En hinar ýmsu «
nefndir áttu að taka til starfa «
í gærkveldi. Miðstjórnar- «
fundurinn var settur í félags-
heimili flokksins við Tjarn-
argötu.
aðalnefni greinarinnar er á
þessa leið:
Málverkin sjö sem keypt eru
fyrir peningagjöf Akureyrar til
Álasunds eftir stríðsárin síðustu
eru nú komin til bæjarins og
geymd fyrst um sinn — og til
sýnis — í sal bæjarstjórnarinn-
ar. En haft er í huga að fyrst
og fremst eigi þau að prýða
hið nýja Elli- og Hjúkrunarhæli
bæjarins.
Þessi fallegu málverk eru
handbrögð kunnra ísL lista-
manna, og sáu um kaupin ræð
ismaður Norðmanna í Reykja-
vik Othar EHingsen ásamt sendi
herra Cappelen. Og þeir hafa
sannarlega gert góð kaup fyrir
þær 12.000 krónur sem eftir
stóðu af peningagjöf Akureyrar.
Hinn hluti gjafarinnar var sem
(Framhald á blaðsíðu 2).
Kljóð og slunur innilokaðra höfrung-
anna gegnumgangandi
Vakalaus ís svo langt sem augað eygir, segir
Gísli Pétursson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn
BLAÐIÐ spurði Gísla Péturs-
son kaupfélagsstjóra á Þórshöfn
um höfrungadrápið við Langa-
nes á dögunum. Hann sagði efn
islega frá á þessa leið:
Það vildi til á þriðjudagskvöld
ið, þegar ísinn rak hér inn, að
40—50 höfrungar lokuðust inni
og voru samankomnir í einni
vök, sem þó var þykk af krapi.
Þetta var 150—200 metra undan
landi, framan við Sauðanes, sem
er um 8 km. frá Þórshöfn.
Höfrungarnir byltu sér í þess
ari vök og voru öskur þeirra of
boðsleg og stunur gegnumgang-
andi.
Á miðvikudagsmorguninn var
svo farið á þennan stað og nú
voru fjórar skyttur með í för.
Höfrungarnir voru þarna enn
en mjög af þeim dregið og marg
ir dauðir og sokknir en aðrir
nær dauða. Þeir ruddust um.
Vökin var rauð af blóði, dýrin
voru mjög særð og svo leit út,
sem skoltur og tunga væru fros
in. Kjafturinn var opinn og
tungan stíf. Fimmtán höfrungar
voru skotnir og dregnir upp.
Voru þá aðrir 15 eftir, sem einn
ig voru skotnir til að stytta þján
ingar þeirra, svo og hvalir í vök
lengra út.
Kjötið er lélegt, sennilega
vegna þess, að skepnurnar voru
orðnar örmagna. Höfrungarnir
voru hálfur annar til tveir og
hálfur metri á lengd og taldir
um 250 kg, þeir stærstu.
Nokkrir selir hafa séðst á isn
um en engin bjarndýr og ekki
bjarndýraslóðir.
Hér er allt fullt af ís. Fóður
vörur, olía og algengustu mat-
vörur eru hér nægar fram á
sumar nema kartöflur, sem hér
vantar geymslu fyrir. En Fí
mun færa okkur þær í hverri
flugferð hingað, sagði kaupfé-
lagsstjórinn að lokum.
Rétt áður en ísinn lagðist að
landi flugu hópar af æðarfugli
suður yfir Brekknaheiði og 40
til 50 landselir yfirgáfu sand-
ana í Þistilfirði og héldu austur
fyrir Langanes. . Q