Dagur - 27.03.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1965, Blaðsíða 2
2 VERKALYÐSFELAGIÐ EINING STARFRÆKIR BARNAHEIMILIÁ SUMRIIÍOMANDA ÍR-ingar cg Völsungar kjppa á Ak. m helgina N.k. laugardag og sunnudag - heldur Norðurlandsmótið í handknattleik áfram, og verða leiknir 4 leikir. Handknattleiks-; ráð hefur unnið að því að und- - anförnu að fá hingað til Ak- ureyrar lið að sunnan, og koma ÍR-ingar, en Akureyringar töp- uðu báðum leikjunum fyrir þeim í II. deildar keppninni , með litlum mun, og ætti því að geta orðið tvísýn og spennandi keppni. — Vegna kostnaðar við að fá liðið að sunnan og tak- markaðs fjölda áhorfenda, sem hægt er að koma í skemmuna verður að selja aðganginn á kr. 50 fyrir fullorðna en kr. 20.00 fyrir börn. — íþróttaunnendur í bænum og nágrenni eru hvatt -4r_til að nota þetta tækifæri, því 'ekki' er vitað mú hvort fleiri lið koma norður. Ííoigardag: ; " 2.'fl.~kaíla fMA—KA (Nl.m.) 4. fl. karla KA—ÞÓR (Nl.m) Meistarafl. karla ÍR—ÍBA Sunnudag: 2. fl. ftvenna Völsungar —KA (Norðurlandsmót.) . .2,.fl. karla KA—ÞÓR (Nl.m.) Meistarafl. kvenna Völsung- ar—IBA. Meistarafl. karla ÍR—ÍBA Leikirnir hefjast báða dagana kl. 2. ATH. Ef svo færi, að ekki yrði flugveður í dag, og Í.R.-ingar ÚTBREIÐSLUFUNDUR 1 IÞROITAHUSINU EINS og sagt var frá í síðasta blaði efnir Frjálsíþróttasamband íslands og Frjálsíþróttaráð Ak- ureyrar til fræðslufundar í í- þróttahúsinu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 5 e.h. Nú hefir verið ákveðið að efna til annars fundar á Dalvík í samvinnu við UMSE. Verður hann á morgun, sunnudag, í „Baðstofu" KEA á Dalvík og hefst klukkan 2 e.h. - Útsvör á Reyðarfirái (Framhald af blaðsíðu 1). íþróttakennari UfA, Harald Braaten, norskur maður, er hér með íþróttanámskeið. Leiðbein ir hann bæði í úti- og inniíþrótt um og sækja þetta námskeið bæði börn og fullorðnir, og mæl ist þessi nýbreyttni vel fyrir. V.A. - íslenzku málverkin komin til Álasunds (Framhald af blaðsíðu 1). kunnugt er hagnýttur við stofn un íslandsdeildar AJþýðu-bóka- safnsins. — í símtali ritstjóra blaðsins við Ellingsen ræðismann skýrir hann frá uppruna og höfundum málverkanna og segir m.a.: — „Við völdum málverkin með norskan málverkasmekk í huga, og það gleður okkur að málverkin eru nú komin heilu og höldnu á áfangastað“. — Komu þau með m/s. „Gullfossi“ til Kaupmannahafnar, flutti Eim skipafélag íslands þau þangað ókeypis. Að lokum segir í greininni: — Það var smáskrítin tilvilj- un að við skyldum fá gjöf þessa einmitt í þessari viku, þegar frægasti listmálari íslands, Jó- hannes Kjarval var kynntur hér með þremur málverkum á Vesturlandssýningunni í Lista- safnssal Álasunds! — Þessi fal- lega gjöf gleður bæjarbúa inni lega. — Síðan er skýrt frá mál verkunum og fylgja grefninni kæmust ekki norður af þeim sökum, þá er ákveðið að hafa Hraðmót Akureyrar í hand- knattleik, með liðum frá: Í.M.A. Þór og K.A., A- og B-lið. Að- göngumiðaverð lækkar þá í kr. 30.00 og kr. 15.00 fyrir börn. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining á Akureyri starfrækti síðastliðið sumar barnaheimili fyrir börn félagsmanna sinna að Húsa- bakka í Svarfaðardal. Þessi fyrsta tilraun félagsins á þessu sviði þótti gefa svo góða raun, að nú hefur verið ákveðið að starfrækja barnaheimili að Laugalandi í Hörgárdal á sumri komanda á tímabilinu frá 20. júní til 20. ágúst. Ef aðsókn verð ur svipuð því og var í fyrra munu félagsmenn þurfa að tryggja börnum sínum pláss heldur fyrr en seinna. Úr nágrannabyggðum Á báðum þessum fundum mætir Höskuldur G. Karlsson erindreki F. R. í. flytur erindi og sýnir íþróttamyndir, þar sem m.a. má sjá marga af beztu frjálsíþróttamönnum heims að æfingum og í keppni. Frjálsíþróttafólk í bæ og hér- aði er hvatt til að mæta vel á þessa fundi. □ myndir af tveim þeirra: Þing- vallavatni og Siglufirði. í bréfi til undirr. segir bæjar- stjóri Álasunds m.a.: — Sam- kvæmt bæjarstjórnarsamþykkt var síðar ákveðið, að eftirstöðv- ar gjafar Akureyrar til Álasunds að loknu stríðinu, um 12.000 kr. skyldi varið til kaupa á íslenzk um málverkum til skrauts í voru nýja Elli- og Hressingar- hæli.... Þessi eru málverkin: Sveinn Þórarinsson: Skjaldbreiður, Guðm. Einarsson frá Miðdal: Gamall torfbær, Sigurður Sigurðsson: Frá Þingvöllum, Jón Þórleifsson: Siglufjörður, Kristín Jónsdóttir: Ferjustaður, Ásgrímur Jónsson: Þingvallasveit, Pétur' Friðrik: Þingvallavatn. ____Helgi Valtýsson. SNJÓBÍLL MILLI EGILS- STAÐA OG SEYÐISFJARÐAR Seyðisfirði 25. marz. ísinn kom inn í fjarðarmynnið í gær, en fjarlægðist í nótt. Stillur en hörkufrost hafa verið undan- farna daga, allt upp í 18 stig. Allmikill snjór er á götum hér og Fjarðarheiði er ófær venju- legum bílum. Snjóbíll hefur fastar áætlunarferðir þrisvar í viku milli Seyðisfjarðar og Eg- ilsstaða. Segja má að atvinna sé næg. Unnið er að stækkun Síldar- bræðslu ríkisins og einnig eru framkvæmdir hafnar við nýju Síldarbræðsluna. Margir að- komumenn vinna hér. Tveir litlir- þilfarsbátar, inn- an við 10 tonn, róa héðan þeg- ar gefur á sjó og hafa fengið reitingsafla. Fer sá fiskur mest ti! neyzlu í bænum. Leikfélagið er að undirbúa árshátíð sína, sem verður fj:öl- breytt að vanda. Þ. J. LOÐNAN ER KOMIN Ilúsavík 23. marz. Nú er loðna í Skjálfandaflóa og hafa Húsa- víkurbátar veitt nokkuð af henni. Nokkuð er einnig veitt af rauðmaga. Þorskafli er hins vegar ennþá mjög tregur, hvort sem reynt er að veiða hann með hnu eða í net. í gær og í dag kom dálítið af steinbít á línu, en ekki er um neitt verulegt aflamagn að ræða. Svo kalt er nú í sjónum, að Húsavíkurhöfn er að hluta ísi lögð. Sá atburður varð í vik- unni sem leið, að sjómaður ætl- aði að fara að trillubáti sínum eftir ísnum. ísinn brast undan honum og féll hann í sjóinn. Menn voru nærstaddir, veittu honum aðstoð og mun honum ekki hafa orðið meint af volk- inu. Þorm. J. MIKIL SVELLALÖG — ÓFÆRT UM ODDSSKARÐ Neskaupstað 25. marz. Stillt veð ur hefur verið hér að undan- förnu en mikil frost. Snjór er lítill en mikil svellalög. Gott ak- færi er innan fjarðar, en ófært um Oddsskarð. — ísinn kom inn í fjarðarkjaft í gær, en hef- ur fjarlægzt í dag. Úti fyrir sést í ísröndina. Ekkert er farið á sjó héðan og frystihúsin fá engin verkefni til að vinna úr. Atvinna er ekki mikil, enda hefur ekki verið hægt að byrja á byggingum vegna frosta. Menn frá Vitamálaskrifstof- unni voru hér á ferð nýlega og voru að athuga með hafnar- stæði fyrir botni fjarðarins. — Ekki er vitað um niðurstöður af þeim rannsóknum. H. Ó. ÍSINN ÞOKAST FRÁ Vopnafirði 25. marz. Mikil frost hafa verið hér, frá 14 upp í 18 gráður. ísinn, sem er lagnaðar- ís, er skammt undan og í gær kom hann inn á fjörð, en í nótt og í morgun hefur hann þokast frá og sézt nú ekki héðan, skyggni er heldur ekki gott. Aðeins einn hákarl hefur veiðst á þessari vertíð, og ekk- ert er róið til fiskjar. Næg atvinna er fyrir þá, sem heima eru, og er þar aðallega um byggingarvinnu að ræða. I undirbúningi er að setja á svið sjónleik, og munu ung- mennafélagið og kvenfélagið standa fyrir því. K. V. TIL SÖLU: Segulbandstæki og gírahjól. Hvort tveggja l ítið notað. Uppl. í síma 1-17-65. TIL SÖLU: , Barnakerra, kerrupoki og tækifæriskápa. Uppl. í síma 1-24-48. TIL SÖLU: BARNAKOJUR Uppl. í síma 1-28-58. TIL SÖLU: Ýmis prjónafatnaður barna. Tek einnig að mér vélprjón. Hanna Sveinsdóttir, Gleráreyrum 7. TIL SÖLU: Lítil dráttarvél (Deutz) ásamt sláttuvél og hey- ýtu, hrærivél, Rafha-elda- vél, kartöfluútsæði (gull- auga og möndlu). Einnig tómir kartöflupokar. Þorstéinn Jónsson, Moldhaugum. ARSFUNDUR MJÓLKURSAMLAGS K.E.A. verður haldinn í Samkomuhúsi Akureyrar þriðjudag- inn 13. ápríi n.k.-og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt reglugerð Mjólkursamlagsins. Akureyri 26. marz 1965. STJORNIN. þunn og þykk. VEFNAÐARVÖRUDEILD Stúlkur óskast Upplýsingar hjá hótelstjóranum, ekki í síma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.