Dagur - 27.03.1965, Síða 4

Dagur - 27.03.1965, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Gæfuleysi ríkisstjórnarinnar ÞEGAR ríkisstjórn er um megn að efna skýlaus loforð í þýðingarmikl- um þjóðmálum, án þess utanaðkom- andi öfl torveldi efndir, á hún að segja af sér. Þegar ríkisstjórn fram- kvæmir allt aðra stefnu en heitið var og um kosið, er um bein svik að ræða, og þá á ríkisstjórnin að biðja afsökunar og standa upp. Vanefnd- Um og ráðleysi er núverandi ríkis- stjórn staðin að og skulu örfá dæmi, sem ekki valda ágreiningi, um það nefnd. Ríkisstjórnin fékk meirihlutavald sitt á Alþingi í almennum kosning- urn vegna ákveðinna loforða, t. d. um að stöðva verðbólguna, sem er „undirrót alls ills“ í efnahagsmálun- uin. En síðan hefur verðbólgan vax- ið hraðar en nokkru sinni fyrr og nýyrðið óðaverðbólga varð þá til, eins og af sjálfu sér til að tákna þró- unina. Tvö hundruð vísitölustigin á móti seytján á vinstristjórnarárun- um ættu að vera sæmileg vitni í því máli. Ríkisstjórnin lofaði að lijálpa sem flestum til að eignast þak yfir höf- uðið. Meðalíbúðin liefur hækkað í verði um 350 þús. kr. á valdatímum hennar og er sú hækkun mun meiri en allt hámarkslán Húsnæðismála- stjórnar. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa minnkað. í kjöl- farið komu húsnæðisvandræði al- mennings en stórkostleg fjárfesting efnamanna. Lokið skyldi „skattaálögum Fram- sóknar,“ lofaði stjórnin. Síðan hafa álögur samkvæmt fjárlögum fjór- faldast og er þar um hreina skatt- píningu að ræða, sem fólk hefur ekki komizt hjá að kynnast. Erlendu skuldirnar, sem voru að „sliga þjóðfélagið,“ skyldu minnkað- ar og hættu af slíkri þróun bægt frá dyrum. Útkoman er sú, að skuldir í heild, umfram erlendar innstæður, hafa aukizt um 350 milljónir króna, og er það raunar ótrúlegt eftir afla- góðærin og hið háa verð útflutnings- afurða. „Leiðin til bættra lífskjara“ voru kjörörð íhaldsins. I framhaldi af þeim var vinnuþrælkun innleidd á íslandi, hvar sem vinnu var að fá, því menn þurfa undir „viðreisn“ að vinna lengur dag livern til kaupa brýnustu lífsnauðsynja. Gæfuleysi stjómarinnar er alhliða og einstakt, enda er nú mest um það rætt, hve lengi stjómin muni lianga við völd, og finnst flestum of lengi setið. Und- irlægjuhátturinn í landhelgismál- inu, dátasjónvarpið, „landsalan“ í Hvalfirði og algert úrræðaleysi í virkjunarmálum, eru smástjörnur á brjósti stjórnarinnar. Svo er komið hinu pólitíska siðgæði, að sjálfri sýn- 1 ist lienni þær fara vel á barmi. □ BúnaMankinn og ram f 14. tölubl. Dags er birt ramma grein á forsíðu í tilefni af frétt um afkomu Búnaðarbanka ís- lands árið 1964. Er þar m.a. sagt að vegna aukinna innstæðu í bankanum ætti að mega vænta þess, að hægt verði að auka út- lán stofnlánadeildar landbúnað arins- því að landbúnaðurinn eigi að njóta þessa „góðæris" í bankanum. Þar eð ummæli þessi gætu valdið misskilningi, vill bankastjórnin biðja blaðið að birta eftirfarandi skýringar. Aukning innstæðna er að sjálfsögðu öll í sparisjóðsdeild bankans, en sú deild hefir fyrst og fremst með höndum almenna rekstrarlánastarfsemi bæði í þágu landbúnaðarins og annarra viðskiptaaðila bankans. Væri fé sparisjóðsdeildar bankans bund ið í stofnlánum til lengri tíma, umfram fé sparisjóðsdeilda ann arra banka, myndi það fljótt leiða til samdráttar í starfsemi bankans. Búnaðarbankinn hefir síðustu árin lánað í sömu hlut- föllum og aðrir bankar í sam- bandi við framkvæmdaáætlanir ríkisstjórnarinnar og hefir hluta Búnaðarbankans að verulegu leyti verið varið til stofnlána- deildar landbúnaðarins. Hin* mikla aukning sparisjóðsdeild- ar bankans hefir svo að öðru leyti komið landbúnaðinum til góða, m. a. á sl. ári á þann veg, að bankinn gat tekið verulegan þátt í auknum afurðalánum til landbúnaðarins, Þá hefir spari- sjóðsdeildin einnig hvað eftir annað og oft um lengri tíma hlaupið undir bagga með bæði stofnlánadeild og veðdeild með bráðabirgðalán, sem stundum hafa numið verulegum fjárhæð- um. Þá er einnig nauðsynlegt, og sparisjóðsdeildin, bæði aðal- banki og útibú, geti veitt bænd- um tímabundna aðstoð í sam- bandi við væntanleg stofnlána- deildarlán. Bændur hafa þannig á marg- víslegan hátt mikið gagn af efl ingu sparisjóðsdeildar Búnaðar bankans, en hlutverk hennar er allt annað en stofnlánadeildar og veðdeildar, og það væri síður en svo í þágu landbúnaðarins, ef stjórnarvöld tækju undir þá skoðun „Dags“, að laust fjár- magn sparisjóðsdeildar Búnað arbankans ætti að festa x út- lánum þessara stofnlánadeilda bankans. Sem betur fer hefir engri ríkisstjórn komið til hug- ar að leysa fjárhagsmál stofn- lánadeildar eða veðdeildar bank ans á þann hátt, enda sú aðferð eigi heldur notuð gagnvart Út vegsbankanum og Iðnaðarbank anum í sambandi við fiskveiða- sjóð og iðnlánasjóð. Það skiptir hinsvegar miklu máli, að spari sjóðsdeild Búnaðai'bankans sé svo öflug, að hún geti veitt stofn lánadeildum bankans tíma- bundna aðstoð. Verði byggt upp fjárfestingar lánakerfi fyrir atvinnuvegina á þeim grundvelli, að bankarnir leggi fram fé í eðlilegum hlut- föllum, þannig að hlutfallslegar kvaðir séu lagðar á alla banka í því sambandi, þá mun ekki standa á stjórn Búnaðai'bank: ans að leggja fram sinn skei-f. Það er ekki að efa að „Dagur“ vilji landbúnaðinum vel með umræddu ummælum sínum, en það myndi tvímælalaust horfa til hins verra fyrir bænd ur og landbúnað, ef á þann veg ætti að leysa fjárhagsmál stofn lánadeildar landbúnaðarins. Hinu ber að fagna, að með nú- verandi tekjustofnum vex deild inni ásmegin með hverju ári, og munu áreiðanlega allir vel- unnai-ar landbúnaðarins fagna því. Að lokurn skal tekið fram, að ekki hefir orðið neinn óeðlileg ur dráttur á veitingu lána út á þær framkvæmdir bænda, sem bankinn lofaði lánum til á sl. ári. Virðingarfyllst Magnús Jónsson Síefán Ililniarsson. Atliii£;asemíl blaðsins DAGUR birtir með ánægju „skýringar" bankastjóranna, enda staðfesta þær, ef vel er að gáð, í einu og öllu ummæli blaðsins 20. febrúar um það efni, sem hér ræðir um. Ótti bankastjóranna um að ummæli blaðsins kunni að valda „mis- skilningi“ er sem betur fer á- stæðulaus. Bankastjórarnir taka undir það, að innstæður í sparisjóðs- deild bankans hafi aukist og bæta því við síðar, að stofnlána deildinni vaxi „ásmegin með ári hvei-ju“. Þetta staðfestir það, er Dagur sagði, að „góðæri“ virðist vera í bankanum. Það er misminni hjá banka- stjórum, að Dagur hafi orðað „skoðun“ sína á þá leið, að „laust fjármagn sparisjóðsdeild ar Búnaðai'bankans ætti að festa í útlánum stofnlánadeild- ar bankans“. Dagur sagði ekk- ert um það til né frá, hvort bankinn ætti að „festa“ fé á þann hátt. Hinsvegar segja bankastjórarnir frá því sjálfir, að bankinn hafi undanfarið fest sparifé í sambandi við fram* kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn ar, þar á meðal í stofnlánadeild landbúnaðarins, og að ekki muni standa á bankastjórninni að „leggja fram sinn skerf“ til slíkrar fjárfestingar eftirleiðis. Á öðrum stað viðurkenna þeir svo, að það skifti „miklu máli að sparisjóðsdeild Búnaðarbankans sé svo öflug, að hún geti veitt stofnlánadeildum bankans tíma bundna aðstoð.“ Þetta kemur vel heim við það, sem Dagur sagði, að bændur eigi að geta notið fjármagnsaukningai’innai’. Ef stofnlánadeildinni vex „ás- megin með ári hverju", eins og bankastjórarnir segja, ætti hin tímabundna aðstoð sparisjóðs- deildar við hana, ekki að þurfa að verða til langframa. En hin tímabundna aðstoð gæti t. d. nægt til þess, að bankinn geti nú á næstunni veitt þau lán út á unnar framkvæmdir, sem aklausan hann neitaði að lána til árið 1984 og þyx-fti ekki að fram- kvæma þær fjárfestingai-höml- ur í sveitum á þessu ári sem hann gerði á sl. ári. Dagur dregur ekki í efa, að það sé rétt, sem bankastjórarn ir segja, að „enginn óeðlilegur dráttur“ hafi orðið á veitingu lána út á framkvæmdir, sem lof að hafði verið að lána til á sl. ári, enda var ekkert gefið í skyn um það í blaðinu 20. febrúai-. En fyrrgreindar fjái-festingar- hömlur bankans, t.d. að lofa ekki og veita ekki lán nema út á það, sem kölluð var „ein fram- kvæmd“ á árinu, hafa komið sér illa fyrir suma. Það getur verið hvimleitt, svo að ekki sé meira sagt að geta ekki byggt „sam- byggt“ peningshús og hlöðu á sama árinu og verða að fi-esta öðru hvoru um eitt ár eða leng ur og lánsfjársparnaðurinn eng inn að lokum, nema framkvæmd ir farist fyrir. Hugleiðingar bankastjóranna um, að það myndi „horfa til hins verra fyrir bændur“ að lána stofnlánadeildinni spai'ifé orka út af fyrir sig tvímælis. Réttmæti þeirra fer m.a. eftir þeirri stefnu í lánsfjái-málum bænda, sem i-ekin er á hvei-jum tíma. Frá sjónarmiði bænda skiftir það meginmáli, að þeir fái nauðsynleg lán á eðlilegum tíma með hagstæðum kjörum. Rekstursafkoma lánstofnunai-- innar er viðfangsefni hennar og þjóðfélagsins. Dagur vill að lokum endur- taka ummæli sín frá 20. febrúar: Það má ekki gleymast að til- gangur Búnaðarbankans er að efla hag bændastéttarinnar og landbúnaðarins, og að til þess var hann stofnaður í öndverðu. María Dóra Egilsson HINZTA KVEÐJA frá vinkonum hennar á Akur- eyri, Jórunni Guðmundsdóttur og Helgu Jónsdóttur. Ein helfregn snertir hjarta sem húmköld nótt, [manns þá verður allt svo eyðilegt og undra hljótt. Þú víst ert horfin, vina okkar, viðmótsblíð, sem hug og trúnað okkar áttir alla tíð. En minningin hún á sér alltaf annan brag, líkt og sól um sæluríkan sumardag, hún veitir birtu og unaðsyl sem aldrei dvín, svo mild er hún og munarfögur, minning þín. Við njótum göfgra, góðra vina í gleði og þraut, og óskum þeirra liðs sem lengst á lífsins braut, en fyrr en varir komið er að kveðjustund, — við kveðjum þig með kærri og klökkri lund. [þökk B. E. ÞEGAR Fræðsludeild SÍS var upphaflega stofnuð, heyrðu und ir hana Samvinnuskólinn og út gáfa Samvinnunnar og auk þess almenn upplýsingaþjónusta bæði innanlands og utan. Ein- mitt um sama leyti barst upp í hendui-nar á Fræðsludeildinni kvikmyndin „Viljans merki“. Þessi mynd var sýnd víða um land og flutt um leið erindi um samvinnumál. Síðar var Sam- vinnuskólinn fluttur að Bifröst í Borgarfirði, þar sem hann hef ur stai-fað síðan í góðu gengi. En Fræðsludeildinni var skipt í tvær deildir, Fi-æðsludeild SÍS og Bifi-öst-fi-æðsludeild. Undir þá síðarnefndu heyrir nú skól- inn og Bréfaskóli SÍS. Forstöðu maður hennar er Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Við hinni deildinni tók Páll H. Jónsson 1961 og síðar eða ái-ið 1963 voru blöð Sambandsins, Samvinnan og Hlynur lögð undir hana og á hennar vegum er fylgst með blaðaskrifum um samvinnumál og leiðréttingum komið á fram- færi þegar þurfa þykir. Páll H. Jónsson var hér á ferðinni í vikunni þá á leið austur í Þing eyjasýslu til að mæta á nokki- um fundum. En hér á Akui-eyri verður hann á fx-æðslufundi Ak- ureyrardeildar KEA nk. mánu dagskvöld, eins og auglýst hef ur verið. Blaðið hitti Pál sem snöggvast að máli um leið og hann fór hér um og lagði fyi’ir hann nokkx-ar spurningar. Þú hefur með höndum eins- konar blaðafulltrúastarf hjá SÍS? Já, eftir því sem tilefni gefast til. Oft er það svo, að nokkui-s misskilnings gætir hjá þeim, er um samvinnumál rita, sem nauð syn er að leiði-étta. Stundum er um ádeilur að ræða, sem einn- ig verður að svara með rökum. En þetta er aðeins einn þáttur- inn í mínu stai-fi, og í raun og veru mætti hann vera meii'i. En lítið er nú ritað um samvinnu- málin almennt og er það skaði, einkum fyrir samvinnustarfið í landinu. Kaupfélögin og Sam- bandið hafa æfinlega hagnað af rökræðum um samvinnumálin. En hin almenna úpplýsinga- þjónusta þar fyrir utan? Fi-æðsludeildin stendur í stöð uðum bréfaskiptum og hefur ekki undan að svara fyrirspum um um samvinnumálin á ís- landi er berast hvaðanæfa úr heiminum, bæði um hina sögu- legu hlið og samvinnustarfið á líðandi stund. Svo er útbreiðslu starfið innanlands, ef mætti kalla það svo, og það er tölu- vert mikið og þyrfti þó að vera meira. Deildin þyi-fti að geta komið meira til móts við sam- vinnufólkið um land allt. Út- gáfa blaðanna heyi-ir að sjálf- sögðu einnig undir upplýsinga- þjónustuna. Fasti-áðnir stax-fs- menn deildarinnar eru aðeins tveir, auk mín. Þið hafið nokkrar góðar fevik myndir? Já nokkrar myndir og við sjá um um útlán á þeim og reyndar irðist eins leiðsn erum við betur settir í því efni en áður, ekki síst eftir að við fengum samvinnukvikmyndirn- ar fi-á Noi-ðurlöndum, sem allar eru í sömu myndaseríu er hófst með „Viljans merki“ á sínum tíma, en hinar myndirnar eru PÁLL II. JÓNSSON byggðar upp á svipaðan hátt. Nú er búið að taka slíkar mynd ir á Norðurlöndunum öllum. Síð asta myndin er fi-á Svíþjóð og heitir „Hönd veitir hendi“. Og það er einmitt sú mynd, sem sýnd verður hér á Akureyi-i á mánudaginn. Sambandið skipulagði utan- landsferð í fyrra? Já, það var Fi-æðsludeildin er undirbjó þá ferð og það kom í minn hlut að veita ferðinni far- arstjóx-n. Það var stai-fsfólk sam .vinnumanna íi Reykjavík, sem þessa för fór og var farið til Danmei-kur, Svíþjóðar og Nor egs í maí í fyrra. Hver finnst þér, að þáttur blaðanna almennt ætti að vera í samvinnumálum? Mér finnst, að íslenzku blöð- in ættu að birta miklu meira um samvinnumál en þau gera, og gætum við tekið sumar eða allar nágrannaþjóðirnar okkur til fyrii-myndar í því. Starfsemi kaupfélaganna og Sambandsins er einskonar tabú í landinu eins og nú er, þó er í blöðum, út- varpi og i-æðum manna ekki eins mikið talað um neitt og nauðsyn á vaxandi samvinnu á sem allra flestum sviðum, bæði meðal þjóða, þjóðabi-ota og með al þess fólks, sem á samleið og samstöðu um málefni í þjóðfé- lögunum. Þetta er vissulega um talsvei-t málefni, sem blöðin ættu að láta sig meiru varða, einkum það, sem verið er að gera á samvinnusviðinu hér á landi. í nágrannalöndunum eru þessi mál alltaf á dagskrá. Auð- vitað eiga kaupfélögin þar sína andstæðinga ekki síður en hér eins og eðlilegt er og sjálfsagt er. Hér er ekki um það að ræða að það sé gott fólk, sem er í samvinnufélögunum og vont fólk utan þeiri-a, heldur það að fólk hlýtur að hafa mismunandi lífsskoðanir og sjónarmið, og á- kaflega mismunandi hagsmuni. En eins og ég sagði áðan ei'u um ræður um samvinnumálin mjög æskilegar. Blaðið þakkar Páli H. Jónssyni fyrir svörin. E.D. 1 RONALD FANGEN 1 EIRÍKUR HAMAR Í Skáldsaga | í5<Ha<H5<H5<H5<H5<H5<H: 24 0<H5<H5<H5<H5<H5<H5<H5 Og þótt hinir skildu lítið við hvað Fylkir ætti, skildist þeim samt að hér gafst þeim eins og af himnum sent tæki- færi til að hlægja: þeir hlógu í bassa, mjóróma og skræk- róma, stundu við og rækstu sig og voru afar glaðhlakkaleg- ir. Og Eiríkur var í svipinn alveg útmáður. Friðriksen stað- festi þetta greinilegast, hann hafði smá hláturköst eftirá og deplaði augum lymskulega til félaga sinna og tautaði í sí- fellu: Ojam og jæja, jam og jæja, sei, sei, já! Loksins hélt Sanne áfram: — Já, svo gripið sé til orðalags Fylkis lögmanns, þá væri hann, Sanne, víst enginn sálfræðingur á nútímavísu, hann hefði sínar gömlu skoðanir á þeim málum. Að vísu væri liann enginn myrkviðismaður sjálfur, þótt hann teldist til dimmustrandar* í Jreim efnum, en Jrað væri honum ljóst, að lausbeizlað siðferði Bjarts unga lægi í enga aðra átt en til glötunar. Á hans vettvangi væri svo augljóst, hvernig hvert áfallið drægi hitt á eftir sér, og verst af öllu væri svo Jrað, að manni sem væri svo langt leiddur, — honum mætti aldrei treysta! Það væri öllum ljóst, að hann hefði vanrækt starf sitt og fyrirtæki, og jafnvel þótt hann sæi að sér um hríð, væri engin trygging fyrir því að Jrað myndi haldast, stórt fyrirtæki og velferð heillar fjölskyldu og fjölmargra annarra gæti Jdví ekki framvegis hvílt í slíks manns hönd- um. — Og nú kæmi hann að niðurstöðum máls síns og úrslit- um, —eða réttara sagt umboðs síns og erindis, sem hann myndi standa við eða falla. (Hættan á falli væri víst ekki sérlega. mikil, hugsaði Eiríkur). Fjárráð fjölskyldunnar væru sem sagt bundin í félögum Bjarts, sumpart í hluta- bréfum, sumpart í lánum og gjöfum, eða hverju nafni sem nefnist — frá móðurinni sjálfri til Bjarts, sem væri uppá- haldið hennar. Hún væri yfirleitt fágæt móðir. En nú fengi hann ekki framar peninga að heiman, Jrar var Jrað ákveðið! Hin systkinin hefðu einnig sinn rétt. — Hvað eru bræður hans? spurði Eiríkur. Sanne leit ljósbláum hatursaugum til Eiríks, og svarið var afdráttarlaust. — Kemur málinu ekkert við, herra Hamar. En rnálið lægi Jrannig fyrir, hélt liann áfram, að fjölskyldan vildi bjarga því sem bjargast gæti. Þau æsktu J^ess að losa sig við hluta- bréf sín í félögum Bjarts og vildu selja Jxau með dagsins gengi. Hlutabréf Jæssi voru aðeins skráð til að styrkja Bjart og styðja. Þetta væri mikill hlutabréfa-forði, og væri honum fleygt fram á markaðinn, öllum í einu, myndi Jrað valda tortryggni og gengisfalli. Svo ef hugsast gæti, að einhver eða einhverjir Jressara herra hér myndi áræða að taka að sér að lyfta Jíessum félögum upp úr forinni, að Jjeir Jrá vildu taka á sig Jrá áhættu að taka að sér hlutabréfin, J:>á sæi hann helzt að sú ráðstöfun gæti tekizt! Yrði samtímis Jíví samkomulagi náð, að Bjartur af fúsum vilja afsalaði sér öllu þessu, og Jiar með væri girt fyrir áframhaldandi skakkaföll, hugsanlegt gjaldjrrot og opinbert hneyksli og skömm, þá myndi verða fallið frá þeirri kröfu að svipta hann fjárráðum. Og Jrá hefði maður að nýju Jrá von, að hlutaðeigendur einnig myndu hreinsa til í einkamálum Bjarts svo nærgætnislega sem frekast væri unnt, bæði með tilliti til félaganna, Bjarts sjálfs og fjölskyldunnar. Þetta væri Jrað, sem hann yfirleitt vildi sagt hafa. Þannig væri ástandið og ekki öðruvísi! Mikil og djúp alvara hvíldi yfir fundarmönnum, og öll andlitin voru mótuð djúpum áhyggjusvip, sem Eiríki virtist framúrskarandi hlægilegur, en hann vissi að nú kæmi senn að Jjví, sem hann var mest spenntur fyrir. Það var auðvitað Fylkir sem flutti þetta atriði málsins: — Fyrst afstaða fjölskyldunnar væri þannig, sem herra Sanne hefði skýrt frá, Jrá væri nú fært að athuga málið rækilega og aðstæður allar vel og vandlega. Bjartur væri sem sagt blátt áfrant gjaldjjrota! Fjölskyldan krefðist þess að hann væri sviptur fjárráðum. Hann gæti enganveginn haldið áfram sem stjórnandi félaga sinna. Fjölskyldan og allir aðrir æsktu Jress auðvitað að valda Bjarti og félögum hans sem allra minnstu tjóni. Spurningin væri Jrá sú, á hvern liátt Jxetta væri auðveldast í framkvæmd. Hann hefði nú rætt málið við hérstadda skipsreiðara og hluthafa, og væri hugsanlegt, að Jteir, og ef til vill fáeinir aðrir tækju * Stafangur og umhverfi var nefnt þessum nöfnum um hríð á síð- ustu öld, sökúm þröngsýni í trúmálum. — að sér hlutabréf Bjarts; og einnig fjölskyldunnar, með dags gengi, sem enn væri Jdó yfir ákvæðisverði, og Jrví ekki um tap að ræða. Hlutabréf Bjarts sjálfs ásamt eignum hans eru lánum og sktddum híaðið út í yztu æsar, og þar við bætast skyldur hans af öllum tegundum og tagi, en til þess að hlífa Bjarti var fallist á að taka við öllu, eins og Jrað lægi fyrir, eignum og skuldum, í von um að með skynsamlegum og einbeittum rekstri mætti takast að ráða fram úr málum og greiða skyldur hans og skuldir, að minnsta kosti á ein- um 2—3 árum. Viðskiptabankar Bjarts og aðrir hinna stærri lánardrottna og skuldeigenda væru fúsir til að fallast á þessa ráðstöfun. Bjartur fengi tveggja mánaða frest til að taka sig upp. Hús hans gengi auðvitað inn í búið. Nærver- andi hluthafar tækju þannig að sér allar skyldur gegn því að Bjartur afsalaði sér öllum eignum. — Á vissan hátt mætti telja Jretta all harðleikna meðferð máls, en það er einmitt þveröfugt. Bjartur hefði farið [xannig að ráði «ínu, að hann mætti vera glaður og Jaakka fyrir. Mjög glaður! Það gaeti Fylkir sagt sem lögmaður. Og Bjartur væri ungur maður, sem nú gæti orðið reynslunni ríkari og lært af henni. Á hinn bóginn, — Jseir sem nú tækju við fyrirtækjum hans með Jæssum skilmálum, myndu ekki aðeins takast mikið starf á hendur, skipuleggja allt og koma því á réttan kjöl, Jjeir gengjust einnig undir rnjög mikla fjárhagslega áhættu, og Jrví meir sem enginn gat vit- að, hve lengi Jíessir tírnar mundu haldast og farmskipin njxrta góðs af núverandi kringumstæðum. Tillagan um Jretta skipulag hefði verið samin og rædd í öllum atriðum og ásamt samningsuppkasti verið send Bjarti í dag með sérstökum sendli og svarsfresti til næsta dags kl. 12 á hádegi. Og skyldi Bjartur ekki vilja samþykkja Jressa ráðstöfun, væri engin Önnur leið fær en að knýja hann til gjaldjjrots og undirbúa sviptingu fjárráða, eins og fjöl- skylda hans krefst! — Mætti heiðraður samherji hans, herra Hamar, teljast fulltrúi Bjarts og ráðgjafi í Jressu máli, — Fylkir vildi ekki láta hjá líða, að votta, að hann hefði fyllstu samúð og bæri virðingu fyrir Jíeirri hjartahlýju, sem valdið hefði því að Hamar hefði tekið þessa afstöðu, — Jrá vildi hann mega skora alvarlega á herra Hamar að skýra Bjarti rækilega frá því, að tillaga Jjessi stefndi beint að sannri varðveizlu hans eigin rnála. Fylkir Jragnaði og nú varð hljótt á ný. Eiríkur fann til þreytu eins og eftir líkamlegt erfiði. Hann sat um hálfa mínútu í eins konar lömun, áður en hann tók rögg á sig og sagði: — Hafið Jíér þrír herrar skipsreiðarar, Friðriksen, Gemli og Nielsen, reiknað út, hve mikið Jrér munið græða á Jress- um samningi og afhendingu allri? Þeir kipptust við allir jDrír. Friðriksen svaraði hásum rómi: — Hefir herra Hamar ekki skilist, að }>að er mjög vafa- samt.... Eiríkur greip framí: — Ég á við í fyrstu umferð aðeins á gengishækkuninni? — Hva- hvað segið þér? (Friðriksen). — Hvaða bölvuð vitleysa? (Gemli). — Ég held hann sé brjálaður! (Níelsen). — Nei, ég get ekki fullyrt neitt með vissu, sagði Eiríkur. En ég er fús til að veðja eins miklu og mér er fært um Jrað, að gengið mun á mánaðartíma hækka, hækka, hækka! Fylkir: — Haldið Jrér í hreinskilni sagt, Hamar, að Jressir þrír herrar stjórni genginu upp og niður? — Það hefi ég ekki sagt, sagði Eiríkur. Ég veðja aðeins um að Jrað muni hækka. Það er það fyrsta. Og svo kemur annað atriði með farmgjöldin, marga góða skildinga. Og svo loks Jrriðja atriði: Þá hafa Jieir fengið ódýr skip. Hve hátt metum við það? Eigurn við að segja tvær-þrjár milljónir? Hnefi Friðriksens small aftur í borðið. — Þetta er ósvífið! Slíku er ég ekki vanur! Eiríkur jafnrólegur: — Þóknun heiðraðs samherja míns met ég 200.000 krón- ur. Hinn smáborgaralegi herra Sanne býst ég við að sætti sig við helming þeirrar upphæðar, þótt hann sé þess líka fyllilega verður, hann sem verið hefir svo duglegur að tala við fjölskylduna! Nú reis Friðriksen stynjandi úr sæti og benti á dyrnar: — Út úr minni skrifstofu, herra Hamar. Það er sök sér að Jrér móðgið mig. En ég líð ekki að viðskiptavinir mínir séu móðgaðir hér í skrifstofu minni! Eiríkur hafði einnig staðið upp. — Óski herra Friðriksen að ég fari, [oá fer ég. En eftir á slæ ég þá eins hart og mér er frekast unnt! Annars hefi ég til- lögu fram að færa. Ég veit ekki hvort herrarnir vilja lieyra hana. Friðriksen settist Jmngt niður aftur: — Komið Jrá með hana. — Bjartur skal ekki ganga sem rúinn gemlingur úr þess- Framhald.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.