Dagur


Dagur - 27.03.1965, Qupperneq 8

Dagur - 27.03.1965, Qupperneq 8
8 RAGNAR ARNALDS ER BERSÖGULL NOKKUÐ Ragnar Arnalds alþingisniaður (uppbótarmaður úr Norður- landskjördsemi vestra) skriíar í Neista á Sigluíirði og Verka- manninn á Akureyri um „skipu lagsmál AIþýðubandalagsins.“ R. A. var eitt sinn ritstjóri Frjálsrar þjóðar, en í vetur kallaði hann F. þ. „rindil Ein- ars Olgeirssonar." Mun Ljós- vetningasaga þar höfð í huga. Ragnar er bersögull nokkuð um sumt og ýmislegt er forvitni legt í grein hans, þótt engiirn dómur verði hér Iagður á rétt- mæti þess. VEIT EKKI HVORT ÞJÓÐ- VARNARFLOKKURINN ER Á LÍFI Um Þjóðvarnarflokkinn segir R. A.: „Starfsemi Þjóðvarnar- flokksins heufr verið lítil í seinni tíð og er mér ekki ljóst, hvort hann er raunverulega á lífi, en Frjáls þjóð, sem til skamms tíma var málgagn hans er gefin út reglulega af hópi Þjóðvarnarmanna. Þjóðvamar- flokkurinn er ekki í Alþýðu- bandalaginu, en þingmaður hans er í þingflokki Alþýðu- bandalagsins.“ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Á SÉR ENGIN FLOKKSLÖG Um Alþýðubandalagið segir R. A.: „Alþýðubandalagið er kosn- ingaflokkur, sem starfar á grundvelli samninga og sam- komulags aðila, en á sér engin viðurkennd flokkslög eða mót- að skipulag. Landsþing hafa ekki verið haldin, en 1961 var haldin ráðstefna bandalagsins. Miðstjórn er til en starfar ekki og eins er um framkvæmda- stjórn. Við myndun bandalags- ins var samið um formann og varaformann og hefur það stað- ið síðan. Alþýðubandalagið gaf um tíma út vikublaðið Útsýn, en á nú ekkert málgagn. Skipu- lag Alþýðubandalagsins er nú hvorki fugl né fiskur. — Nú er aðeins um tvo kosti að velja: Akureyrartogarar SVALBAKUR seldi í Grimsby s.l. miðvikudag 188,5 tonn fyrir 11.390 pund. Harðbakur og Sléttbakur eru báðir að veiðum, hafa verið úti í viku en afli er tregur. Togar- arnir hafa ekki getað stundað veiðar hér fyrir norðan vegna isa, og hafa því orðið að leita á fjárlægari mið. Kaldbakur er væntanlegur til Iandsins í byrjun næsta mán aðar úr flokkunarviðgerð, og er ætlunin að hann fari þá strax á veiðar. r-> Hafísinn hefur nú algerlep lokað siglingaleiðum Að leggja Alþýðubandalagið niður eða byggja það upp“ seg- ir R. A. Sjálfur vill hann »byggja það upp“ með sérkenni legum hætti. SÓSÍALISMINN Á „FRÍLISTA* Um Sósialistaflokkinn og af- stöðu sína til hans segir R. A.: „Ég hefi ekki gengið í flokkinn, m. a. vegna þess, að ég hefi ekki sérstaka trú á framtíð hans. Ég hefi ekki trú á, að hann geti sameinað undir sínu nafni þá, sem sameina þarf.“ En nú segist R. A. vilja „byggja upp“ Alþýðubandalagið með „föstu skipulagi, landsþingi, miðstjórn og framkvæmda- nefnd, sem „skipuleggji kraft- mikla starfsemi.“ En böggull fylgir skammrifi. R. A. segir: „Þótt Alþýðubanda lagið verði byggt upp, hyggst Sósíalistaflokkurinn starfa á- fram og þá auðvitað innan bandalagsins. En ekkl mun hann gera kröfu til þess að hafa einkarétt á sósíalismanum.“! Eftir þessu að dæma hugsar höfundur sér bandalagið sem einskonar gufuhvolf eða jarð- skorpu utan um þéttara efni. VINSTRI STEFNA OG SÓSÍALISMI Athyglisverð eru ummæli R. A. um „vinstri stefnu“ og „sósíal- isma.“ Honum finnst „sú stefna Iieldur Ioðin og óljós, sem ein- ungis er kennd við hugtakið vinstri." O iæja, vera má að svo sé. En er þá ekki líka eitt- hvað „loðið og óljóst“ við sósíal ismann? Á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu eru nú víðast hvar 2—3 flokkar, sem kenna sig við sósíalismann, og á milli þeirra liefur yfirleitt verið full- ur fjandskápur. Fylgjendur Hitlers kölluðú sig sósíalista og verkamannaflokk (Sosialistsche Arbeilerpartei). Svo er það „leið Sovétríkjanna til sósíal- ismans,“ sem R. A. nefnir svo en oftast hefur verið kölluð kommúnismi. Hún er búin að kljúfa þennan austræna komm- únisma í sovézkan kommún- isma, kínverskan og júgóslavn- eskan konnnúnisma o. s. frv. Og enn mun vera til flokkur, sem kennir sig við sósíalistann Trotsky, sem höggvinn var með öxi í Mexíkó í nafni sósíalism- ans. Mao gamli í Peking sagði (Framhald á bls. 7). Herðubreið flúði til Húsavíkur Húsavík 25. marz. Herðubreið kom hingað kl. 17 í dag, eftir misheppnaða tilraun til að kom ast austur fyrir land. Hún komst ekki nema að Rauðu- núpum og komst með herkju- brögðum til baka. Skipstjórinn segir, að ísinn sé á hraðri leið upp að landi og inn Skjálfanda flóa. Húsavíkurbátar, sem hafa haft net í sjó norður með Tjör- nesi, eru að taka þau upp í dag og bjarga þeim undan ísn- um. I'. J. (Ljosrn.: B. A.) Höfrungar á ísnum undan Sauðanesi. bjarndýrsöskur, þeim er einu sinni hafa heyrt þau. Og enn eru til menn, bæði á Tjörnesi og víðar, sem vel muna vetur- inn 1918, en þá gengu allmörg bjamdýr á land og fleiri létu til sín heyra. Þeirra frásögn nú, um bjarndýrsöskur, er því óþarft að rengja. Hafísinn getur haft hinar al- varlegustu afleiðingar nú, sem fyrr, ef hann verður lengi hér í Hlíðarfialli. er jafnan góður skíðasnjór. Þar verður Skíðalandsmótið um páskana. Fremst á mynduini er Norðurlandsborinn að verki. (Ljósm.: E. I>.) 1 til Norðurlands í bráðina Skip flýja inn á hafnir. Hvalir drepast við Aust- urland og ísbirnir öskra á Skjálfanda UM hálfsmánaðarskeið hefur ísinn algerlega lokað siglinga- leiðum fyrir Homstrandir. Á þriðjudaginn lögðust hafþök af ís að Norð-Ausíurlandi, bæði á Sléttu og Langanesi. Síðan hef- ur ísinn lokað skipaleiðum. í fyrradag var samfelldur ís frá Norðfjarðarhorni allt norður fyrir land, smns staðar landfast ur. Norðurland, Norð-Austur- land og Austfirðir eru því ein- angruð hvað siglingar snertir. Fyrir Mið-Norðurlandi er greið fært skipum í björtu en nokkr- ar ísbreiður á reki til og frá. Tvö skip, Herðubreið og Stapafell, leituðu hafna á Húsa vík og Siglufirði í fyrradag og eru þar. En allar skipaferðir með ströndum fram truflast. Við Langanes hafa tugir höfr unga teppzt í ís og ýmist drep- izt eða verið drepnir í litlum vökum. Frá Tjörnesi berast þær frétt- ir, að heyrzt hafi bjarndýrsösk- ur frammi á ísnum, sem þar er þó ekki samfelldur við land. Margs konar hljóð heyrast í kyrru veðri, þar sem ósamfros- inn ís rekur til og frá og auka þau á ímyndunaraflið. Hins vegar gleymast aldrei við land. Að sjálfsögðu kemur manni þá vöruskorturinn fyrst í hug og hugleiða menn þá hvort nægilegt sé til af hinum einstöku vörutegundum, ef sigl ingateppa verður langvinn. En sem betur fer virðast töluverð- ar byrgðir til, og á meðan flug- ferðir eru ótruflaðar og bílfært um landið, svo sem nú er, þarf engu að kvíða í því sambandi. Hins vegar er aflaleysið við Norður- og Austurland orðið áhyggjuefni, og torveldar ísinn veiðar á sumum stöðum. Þá munu frosthörkur þær, sem nú hafa verið um sinn, segja til sín í vor, því nú frýs jörð djúpt. □ ER ASÍUINFLÚENSAN KOMIN í BÆINN? Jóhann Þorkelsson héraðslækn- ir á Akureyri tjáði blaðinu í gær, aðspurður um Asíuinflúens una, að verið gæti að hún væri þegar komin til bæjarins. Kona ein úr Skagafirði, er hingað kom, hefur e.t.v. borið hana með sér ef faraldur sá, sem nú geng ur i Skagafirði er Asíuinflúensa. En úr því er enn ekki skorið, sagði héraðslæknirinn. En þótt svo væri, mun verulegur inflú- ensufaraldur ekki verða hér fyrr en um páska. Asíuinflúens an er nú mjög útbreidd í Kaup mannahöfn og má telja víst, að hún komi hingað, ef hún er ekki þegar komin, sagði héraðslækn- irinn að lokum, og þakkar blað- ið upplýsingarnar. □ SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.