Dagur - 31.03.1965, Side 1

Dagur - 31.03.1965, Side 1
Hér cr Helgi Helgason, 180 tonna tréskip frá Vestmannaeyjum. En skipið komst síðar í eign Ól- : afsfirðinga. Þessi mynd er úr Slippstöðinni á Akureyri og liefur skipið verið hlutað í sundur. : Var ætlunin að byggja nýjan framhluta vegna þurrafúa. Skipið er nú dæmt óviðgerðarhæft. Húnavaka hófst á Blönduósi í gær Héraðslæknir óskar að fólk sæki ekki samkomur f GÆR hófst Húnavakan á Blönduósi, samkvæmt fréttum að vestan í gær. En þá hafði héraðslæknir óskað að fólk sækti ekki skemmtisamkomur, vegna þeirrar inflúenza, sem nú gengur vestra og leggst fremur þungt á marga. Samkomulag um frestun Húnavökunnar hafði ekki nóðst, enda erfiðleikar á, vegna margþætts undirbúnings. Telja forráðamenn Húnavöku, að fyrst ekki sé bannað skóla- hald, sé naumast hagt að ætlast til frestunar margnefndrar vöku. Á Skagaströnd er inflúenzan mikið útbreidd. Nokkrir hafa fengið þar lungnabólgu upp úr inflúenzunni. □ Ellefta kjörbúð KEA á Akureyri í DAG, mánudaginn 29. marz, opnaði Nýlenduvörudeild KEA í Hafnarstræti 91 sem kjörbúð. Var verzluninni breyttt í sjá’fs afgreiðslubúð yfir síðustu helgi og þurfti því aldrei að loka henni þess vegna. Þar með eru allar verzlanir Nýlenduvöru- | DAVÍÐSKVÖLD DAVÍÐSKVÖLD Stúdenta- félagsins á Akureyri sl. fösíu dagskvöld tókst með ágæt- um. Skemmtiatriðin voru hvert öðru betra og vökíu hrifningu hinna fjölmörgu gesta. Án þess að orðlengja það, var samkoma þessi Stúdentafélaginu til sóma og ber að þakka það og stuðn- ing þess við Ðavíðshús. GJÖF TIL ÐAVÍÐSHÚSS I gær afhenti Jóhann Ó. Har aldsson tónskáld á Akureyri formanni Davíðsliúsnefndar, Þórarni Björnssyni skóía- meistara, 100 eintök af nýút- komnum sönglögum tón- skáldsins, sem öll eru samin við kvæði Davíðs Stefáns- sonar. Er þetta hin fegursta gjöf. Næsti bændaklúbbsf. verður að Hótel KEA mánu- dagskvöldið 5. apríl kl. 9. Um- ræðuefni: Garðyrkja. Málshefj- endur frú Ragna Sigurðardóttir frá Þórustöðum og Óli Valur Hansson ráðunautur B.f. deildar, 11 talsins, orðnar kjör búðir, en það er það verzlunar- fyrirkomulag, sem reynslan sýn ir að er vinsælast í dag. í aðalbúð Nýlenduvörudeildar í Hafnarstræti 91 hafa alltaf ver ið allmikil reikningsviðskipti, sem erfitt er að eiga við í kjör- búðum, þar sem krafst er stað- greiðslu. Við brej’tingu hinnar umræddu verzlunar var þó tek ið tillit til þessa og í tilrauna- skini komið fyrir sérstöku af- greiðsluborði fyrir reikningsvið skipti en framtíðin sker úr um hvernig það fyrirkomulag reyn ist. Deildarsíjóri Nýlenduvöru- deildar er Kristinn Þorsteins- Jarðabæfur meiri í héraðinu en árið á undan Úr skýrslu Jóns T. Steingrímssonar ráðunauts AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri dagana 24. og 25. marz sl. Fundinn sátu fulltrú- ar 13 búnaðarfélaga ásamt ráðu nautum sambandsins og stjórn þess. Stjórn BSE skipa Ármann Dalmannsson, Jón Hjálmarsson og Eggert Davíðsson. í skýrslu jarðræktar- og sauð fjárræktarráðunauts, Jóns Trausta Steingrímssonar, kom þetta m.a. fram: Nýræktir voru árið 1964 sam HIÐSTJÓRNARFUNDILOKIÐ MIÐSTJÓRNARFUNDI Fram- sóknarflokksins, sem hófst á fösíudaginn, Iauk á sunnudags- kvöídið. Á fundi þessum mættu um 90 fulltrúar kjördæma, sem sæti eiga í miðstjórn, svo og al- þingrnenn flokksins og ritstjór- ar flokksblaðanna. Þátttaka í umræðum var mik- il, nýmælum hreyft og ályktan- ir gerðar. — Fundarstjóri alla fundardagana var Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðar- félags íslands. — Kjör stjórnar og framkvæmdastjórnar fór fram síðdegis á sunnudag. Stjórnin var öll endurkjörin. Hana skipa: Eysteinn Jónsson formaður, Helgi Bergs ritari, Sigurjón Guðmundsson gjald- keri, Olaíur Jóhannesson vara- formaður, Jóhannes Elíasson vararitari og Kristján Bene- diktsson varagjaldkeri. í framkvæmdastjórn voru kjörnir: Einar Ágústsson, Her- mann Jónasson, Þórarinn Þór- arinsson, Jóhannes Elíasson, Erlendur Einarsson, Sveinn Tryggvason og Tómas Árnason. 5 menn eru sjálfkjörnir í mið- stjórn: formaður, ritari, gjald- keri, varaformaður og formað- ur SUF. Varamenn í fram- kvæmdastjórn voru kjörnir: Steingrímur Hermannsson og Gunnar Guðbjartsson. □ EYSTEINN JÓNSSON. HELGI BERGS. SIGURJON GUÐMUNDSSON. Jón Trausti Steingrímsson. tals 483,2668 ferm. og var aukn ing frá fyrra ári 157,5714 ferm. Vélgrafnir skurðir voru 178.825 rúmm. og aukning frá fyrra ári 17,565 rúmm. Uppsettar girð ingar voru á árinu rúml. 59000 metr. matjurtagarðar 34.3478 ferm., túnsléttur 2,0117 ferm. og er einnig um aukningu að ræða á þessum liðum. Byggingaframkvæmdir voru þessar helstar: Þurrheyshlöður 12406,8 rúmm., votheyshlöður 786,4 rúmm, haughús 1755 rúm- metrar og garðávaxtageymslur 900,2 rúmmetrar. Jarðarbótanrenn voru 341 árið eða 24 fleiri en árið áður. Nýræktir voru mestar í Saur- bæjarhreppi eða 70 há. (heilar ) þá í Glæsibæjarhreppi, og þriðji í röðinni Sval- barðsstrandarhreppur með 61 ha. Nýrækt á hvern jarðbóta- mann var mest í Glæsibæjar- hreppi, 2,64 ha þá í Svalbarðs- strandarhrepp 2,35 ha. og í Skriðuhreppi 1,99 ha. Átta sauðfjárræktarfélög skil uðu skýrslum en eitt svo seint, að það kemur ekki inn á skýrslu ráðunauts að þessu sinni. í hin um félögunum, 7 talsins, eru 45 félagar með 1386 skýrslufærðár ær. Bendir ráðunauturinn á, að hver félagi þurfi a.m.k. að hafa 50 skýrslufærðar ær. Hæsta meðalvigt kjöts undan ánni höfðu bændur á Árskógs- strönd. Þingeyskar ær gáfu 24,61 kg. Tala áa 89. Vestfirsku æmar gáfu 24,31. Tala áa 21. En með- altal í sauðfjárræktarfélögun- um sýndi þessar niðurstöður: 459 þingeyskar ær gáfu 20,89 kg en 927 vestfirzkar ær gáfu 21,77 kg. í 9 hreppum sýslunnar voru haldnar hrútasýningar. Alls voru sýndir 395 hrútar og hlaut rúmur þriðjungur fyrstu verð- laun. Einnig voru haldnar af- kvæmasýningar fyrir þá, sem þess óskuðu. Sýndir voru 4 hnit ar og 2 ær með afkvæmum. Einn hrútanna, Börkur frá Ytri- Dalsgerðum hlaut fyrstu verð- laun og önnur ærin, Breiðleit frá Lundi. Dómarar á sýningun um voru Jón T. Steingrimsson og Grímur Jónsson héraðsráðu nautur frá Ærlækjarseli í Axar firði. Stofnuð var á sl. ári sauð- fjársæðingarstöð fyrir Norð- lendingafjórðung og er hún á Lundi á Akureyri. Hrútar voru fengnir frá Axarfirði, Núpasveit og Þistilfirði, 5 talsins. Stöðin tók til starfa í desember. Frá stöðinni fóru 7400 skammtar. Á (Framhald á blaðsíðu 2). Norðurlandsborinn í Glerárdal er kominn í 130 m. dýpt. 30—40 stiga hiti er í bor- holunni en ekki vatn ennþá.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.