Dagur - 31.03.1965, Page 2

Dagur - 31.03.1965, Page 2
2 -SKÓLAMÁL (Framhald af blaðsíðu 5). þess er engin ein leið, heldur margar. Ef til vill er sú leið ekki alls kostar heppileg að skipta nem- endum í bekki með 20—30 manns, eins og nú tíðkast. Ann ars vegar ætti að hafa stærri heildir og hins vegar minni. Ef ég er að útskýra eitthvað í mál fræði og nemendur aðeins hlusta, geta hundrað nemendur alveg eins hlustað á mig eins og 20—30 manna hópur. Með þessu móti mætti spara mikinn kennslutíma, og sennilega verð ur þetta svo, þegar sjónvarpið kemur. En þegar þarf að æfa nemendur í þessum sömu regl um, sem áður hafa verið skýrð ar fyrir þeim, og ganga úr skugga um, að þeir hafi tileink að sér þær, verða þeir að vera fáir, til þess að þeir geti verið virkir. Hér er því um að ræða að skipta í stóra hópa eða litlar heildir sitt á hvað eftir atvikum. Einnig þurfa svo nemendur að vinna heima. Námið skiptist í þrennt, segja Ameríkanar: 40% heimavinna, 40% fyrirlestrar og 20% smáhópavinna. Eg gæti þó látið mér detta í hug, að smá- hópavinnan þyrfti að vera meiri En ég get vel hugsað mér, að skólarnir eigi eftir að breytast eitthvað í þessa átt. Eg óttast þó að sjálf skólahúsin og gerð þeirra verði hér þrándur í götu. En það er alveg áreiðanlegt, að það, sem mest vantar, er að gera nemendurna virkari í kennslustundum, svo að þeir þurfi ekki að sitja einurigis og hlusta sex klukkustundir á dag. En til breytinga á skólastarf- inu, sem leiða eiga til verulegra umbóta, verður erfiðast að fá mennina. Kerfi og aðferðir eru misgóð, en skipta þó engu meg inmáli. Það er maðurinn, sem alltaf veltur mest á, og alveg sérstaklega þegar um er að ræða að glíma við mannlegar sálir. En hvernig á að fá nóg af góðum mönnum inn í kenn- arastéttina? Sumir halda, að það sé hægt með því að borga þeim nógu mikið. Eflaust getur það eitthvað hjálpað, þó að aldrei sé skemmtilegt að þurfa að kaupa nokkum til nokkurs. En kennarar þurfa auðvitað að hafa laun til að lifa af og mennta sig, svo að þeir þurfi ekki að afla sér aukatekna í hverri tómstund, sem þeir hafa frá kennslunni. En launin eru hér ekki ein að verki. Það eru sjálf vísindin, sem hér eiga líka sökina. Um þau er ljómi, sem lokkar til sín duglega menn og 'tékur þá frá venjulegri kennslu. Eg hefi stundum sagt við nem endur mína: „Mér finnst þið vera að velja ykkur auðveld- ari leiðinaj þegar þið gangið vís indunum á hönd. Það er þúsund sinnum vandasamara að fást við lifartdi sálir en við dauða hluti, og vísindin fjalla mest um dauða hluti.“ Framgjarnir ungir menn unaettu. gjarna snúa sér '3$ skólunum og vinna að því að hefja-þá . í ^eðra veldi, ef þeir viljá gera gagn og hugsa meira um það en peningana. - LANDSYIRKJUN (Framhald af blaðsíðu 8). á Laxárveitusvæðinu, eins og óhjákvæmilega hlyti að verða með slíkri samsteypustjórn sem áætluð væri. Þó væri sjálfsagt að eiga opna aðild að lands- virkjun, þegar þróunin væri lengra á veg komin. Síðan varð samkomulag um eftirfarandi tillögu: „í framhaldi fyrri samþykktar sinnar um virkjun Laxár vænt- ir bæjarstjórn Akureyrar þess að í frumvarpi til laga um landsvirkjun, sem lagt yrði fyr- il Alþingi, væru ákvæði um að Laxárvirkjun geti gerzt aðili að landsvirkjun, þegar Akur- eyrarbær og stjórn Laxárvirkj- unar æskja þess. Jafnframt æsk- ir bæjarstjóm að fá að fylgjast með undirbúningi lagasetning- ar um landsvirkjun." □ - Jarðabætur meiri... (Framhald af blaðsíðu 1). svæði Búnaðarsambands Eyja- fjarðar voru sæddar 1187 ær og mun um það bil önnur hvor ær hafa haldið. -Þykir sá árang ur, sem eflaust fer vaxandi, sæmilega góður eftir ástæðum. En allt dreyfingarsvæðið náði yfir Eyjafjarðarsýslu, S-Þing- eyjarsýslu, Skagafjarðarsýslu og A-Húnavatnssýslu. Síðar verður vikið að skýrslu vélaráðunauts, Stefáns Þórðar- sonar. RAUÐU Tízku-stígvélin eru komin. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. ÁVAXTASALAT ÍTALSKT SALAT með rjóma. Mjög góð vara. Selt í lausri vigt á föstu- dag og laugardag. KJÖTBÚÐ K.E.A. AUGLÝSIÐ í DEGI SKRAUTSKÁLAR í miklu úrvali STÁLFÖT HOSTESS-SETT STYTTUR úr marmara og leir, hentugar til gjafa. BLÓMABÚÐ Reyktur RAUÐMAGI NÝJA-KJÖTBÚÐIN Jahá! Það eru margir góðir eiginmenn á Akureyri, það kom í ljós á konudaginn. Nú bjóðum vér yður aftur okkar viðurkenndu BEINLAUSU FUGLA í helgarmatinn. Svo og LONDON LAMB LAMBA-HAMBORGARHRYGG Tilbúið á pönnuna: LAMBASNITZEL - LAMBAKÓTELETTUR Vinsamlegast pantið til helgarinnar á föstudögum. KJÖTBÚÐ K.E.A. ÁRSHÁTÍÐ Vestfirðinga- félagsins verður haldin að Hótel KEA laugardaginn 3. apríl. Hefst með borð- haldi kl. 7.30 e. h. - Aðgöngumiðar verða afhentir miðvikudag og fimrntu- dag 31. marz og 1. apríl kl. 8.30—10 e. h. að Hótel KEA. Upplýsingar gefnar í síma 1-28-11 og 1-29-55 eftir kl. 7. — Vestfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. NEFNDIN. N ý k o m n i r : TELPNAKJÓLAR á 2—5 ára. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 Til fermingargjafa: PEYSUR, m. gerðir Hvergi meira úrval. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 TIRELLA DÖMU STRETCH BUXUR VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 RÖNDÓTTAR BÍTLA-PEYSUR frá Peysunni. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 JEPPI Willysjeppi, árgerð 1947, tif sölu. Þorsteinn Jónsson, Moldhaugum. JEPPABIFREIÐ óskast til kaups. Góð út- borgun. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. n. m. merkt „Jeppi“. FREYVANGUR Húsvörð vantar að E'rey- vangi frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur Jónas Halldórsson, Rifkelsstöð- um. Umsóknarfrestur til 15. apríl n.k. Fra Nýlenduvörudeild K.E.A. Vér höfum nú breytt aðalbúðinni Hafnarstræti 91 í KJÖRBÚÐ Það er von vor að með þessu nýja fyrirkomulagi búðarinnar get- um vér veitt hinum mörgu viðskiptavinum vorum í sveit og bæ enn betri þjónustu en áður. Verið velkomin og veljið sjálf það sem þér viljið kaupa. Eins og að undanförnu sendum vér um allan bæinn kl. 10 f. hád. og kl. 2 e. hád. Nýlenduvörudeild K.E.A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.