Dagur - 28.04.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. MENN HALDI VÖKU SINNI í SÍÐASTA blaði var irm það rætt hve fráleitt það er, að útlendingar ráði staðsetningu atvinnutækja á ís- landi og hve léttvæg þau eru loforð stjórnarvaldanna um að láta skatta af væntanlegri aluminíumverk- smiðju við Straumsvík renna til jafn vægissjóðs. En fleira kemur hér til. Framkvæmdum ár hvert eru takmörk sett vegna vinnuafls. Og hver er trygging fyrir því, ef vinnuaflið sog- ast suður í enn vaxandi mæli, að fram kvæmdir jafnvægissjóðsins í öðrum landshlutum verði ekki útundan? Umboðsmenn Norðlendinga mega ekki gerast talhlýðnir um of. Þeir verða að halda vöku sinni og mega ekki láta það á sig fá, þó að talsmenn stórborgarsjónarmiða brigsli þeim um „hreppapólitík“ í þessum málum. Hin snjalla og ítarlega grein Björns Haraldssonar bónda í Austurgörðum um Dettifoss og Búrfell, sem nýlega birtist hér í blaðinu, hefur vakið marga til nýrrar umhugsunar um þau mál, sem þar er fjallað um. Það er áreiðanlega rétt hjá Birni, að sam anburðartölur, sem birtar hafa verið um kostnað við Dettifoss- og Búrfells virkjun, skipta ekki miklu máli svo margt er Jiar í óvissu ennþá. Detti- fossáætlanimar voru lagðar til hliðar fyrir 2—3 árum og á eftir að rannsaka þar til hlýtar þá möguleika, sem til þess kunna að vera að gera fram- kvæmdir sem ódýrastar. Dagur hef- ur t.d. frétt, að í Dettifoss-áætluninni sem gerð var, sé ekki reiknað með fullri fallhæð. Björn Haraldsson er einn þeirra, sem er lítið gefið um at- vinnurekstur útlendinga hér, en vill þó ekki útiloka þann möguleika, ef með þessu væri unnið gegn því að landið „sporðreistist" og Jjjóðin glati sjálfstæði sínu. Þeir, sem undir eng- um kringumstæðum vilja leyfa út- lendingum að eiga hér atvinnufyrir tæki liafa vissulega mikið til síns máls. Þetta á að vera hin almenna regla, meira að segja sjálfsögð regla. Útlendum atvinnurekstri fylgir hætta og hann verður ekki, jafnvel Jiótt um einangrað tilfelli sé að ræða, leyfður án einhverrar áhættu. En jafnvel hin ar heilbrigðustu lífsreglur geta átt sín ar undantekningar, ef mikið liggur við. Það er t.d. almennt lalið rangt að bætta lífi sínu eða annarra, en getur verið rétt til að bjarga öðru lífi. Sum ir geta ekki lengið sig til að trúa því, að sjálfstæðu Jyjóðlífi á íslandi geti verið hætta búin, af J>ví að lands hlutar eyðist að mestu og íbúar lands ins safnist allir eða flestir saman á einn stað. En í J>essu er J>ó lífshætta þjóðríkisins fólgin fremur en nokkru öðru. □ Geiur Eyjafja Á UNDAÍSIFÖRNUM áratugum hefur það mjög farið í vöxt að rækta lax og silung í ám og vötn um. Hefur þetta verið gert með ágætum árangri í mörgum lönd um heims, svo að þetta er sums staðar orðin mikil atvinnugrein. Er nú víða búið að' koma góðri laxveiði í ár, sem áður voru ör deyða, m.a. fáeinar hér á landi. Nokkuð hefur verið unnið að þessum málum hér á landi, en þó alltof lítið, því að hér eru tal in ágæt skilyrði til fiskiræktar. Má segja að með stofnun lax- eldisstöðvar í Kollafirði sé stig ið fyrsta stóra sporið í þessum efnum hér á landi, þar sem sú stöð ætti að geta bætt að nokkru úr hinum mikla skorti á laxa- seyðum og annast nauðsynleg- ustu rannsóknir. Samt þarf að auka klak að miklum mun. Ber því að fagna því, að fram er kom in á Alþingi tillaga um klakstöð á Norðurlandi. Er vonandi, að það mál fái fljóta og góða af- greiðslu. Eins og öllum má kunnugt vera af blaðafréttum hefur eftir spurn eftir veiðiám farið mjög vaxandi hin síðustu ár. Svo að dæmi séu nefnd, er Svartá í Húnavatnssýslu leigð fyrir ca. 300 þús. kr. á ári, en þessi á var ördeyða og verðlaus fyrir 30 árum. Vatnsdalsá mun vera leigð fyrir á aðra milljón kr. á ári og ýmsar aðrar ár einnig fyrir stórfé. En hvar eru Eyfirð ingar á vegi staddir með sínar ár? Um það langar mig að fara nokkrum orðum og þá einkum um Eyjafjarðará. Fyrst tel ég rétt að rifja upp í stórum dráttum, hvað gert hef ur verið til að koma laxi í Eyja fjarðará. Sumarið 1937 lét Vil- hjálmur Þór setja 110 þúsund laxaseyði í ána. Þar var myndar lega af stað farið eins og hans var von og vísa. Þetta klak bar þann árangur, að árin 1943—46 veiddust a.m.k. 30 laxar í ánni, en hafa vafalaust verið talsvert fleiri. En því miður varð ekki framhald á klakinu, því að allar líkur benda til, að í dag væri Eyjafjarðará orðin verðmæt lax á, ef hún hefði fengið yfir 100 þúsund seyði árlega frá 1937. En það er ekki fyrr en árið 1953, að samið er við stangaveiðifélagið „Straumar" á Akureyri á þann veg, að félagið fékk ána leigða til 10 ára og skyldi leigan, ca. 6000 kr. á ári, ganga til kaupa á laxaseyðum, eigendum árinn ar að kostnaðarlausu. Því mið- ur var hér alltaf skammt spor stigið, því að það er vonlaust að rækta ördeyða ár með svo litlu klaki. Eg hef ekki getað fengið nákvæma vitneskju um tölu laxaseyða, sem sleppt var í ána þessi 10 ár, en þau voru áreiðan lega innan við 100 þúsund. Þrátt fyrir þetta hörmulega litla klak hefur árangurinn þó orðið sá, að flest síðari ár þessa tímabils veiddust nokkrir laxar. Sumar ið 1964 veiddust a. m. k. 11 lax- ar, en hafa vafalaust verið fleiri þar sem veiðin kemst aldrei öll á skýrslur. Af þessum 11 löxum var einn, sem var búinn að hrygna einu sinni í ánni. Með þessu litla klaki hefur því að fullu sannast, að lax gengur og getur þrifizt í Eyjafjarðará og náttúrlegt klak er byrjað. Þá veit ég ekki betur en að sérfræð ingar telji, að áin hafi skilað fyllstu veiði miðað við hið litla magn af sevðum, sem sleppt hef ur verð í hana. Fyrir tveimur árum var út- runninn 10 ára samningurinn við veiðifélagið „Straumar", sem áður er getið. Var þá gerður nýr samningur við það félag til 15 ára. Hafa eigendur Eyjafjarðar ár fullkominn íhlutunarrétt um leigu árinnar. Sá galli er þó á þessari ráðstöfun, að ekki er gert ráð fyrir neinni annarri tekjuöflun en seldum veiðileyf- um. Nú fer sala veiðileyfanna á •hverjum tíma mest eftir veiði- líkum í hvaða vatnsfalli, sem er. En á síðustu árum hefur silungs veiði minnkað stórlega í flest- um ám á landinu. Er það vafa- laust mest af völdum svartbaks minka og annarra vágesta í veiðiánum. Tekjur af seldum veiðileyfum í Eyjafjarðará eru því alltof litlar til að standa straum af kaupum nægilegs fjölda af laxaseyðum, a. m. k. þangað til árleg laxveiði fer að skipta hundruðum. Sumarið 1963 var sleppt 45 þúsund laxa- seyðum í Eyjafjarðará. Síðastlið ið sumar var sleppt 55 þúsund seyðum í ána, og kostuðu þau um 40 þúsund kr. Þetta magn er þó alltof lítið til að rækta vatnsfall eins og Eyjafjarðará á hæfilegum tíma. Er það engan veginn vansalaust fyrir Eyfirð inga að vinna svo slælega að þessum málum, svo miklir fröm uðir sem þeir hafa reynzt í jarðrækt og mjólkurframleiðslu. Mun það og mála sannast að þeim væri hollt að hugsa um eitthvað fleira en kýr. Legg ég eindregið til, að mál þetta verði tekið til endurskoð- unar sem allra fyrst, og nauð- synlegt átak gert til að koma þessu mikla framfaramáli í við unandi horf. Vil ég nú að síð- ustu nefna helztu atriði, sem nauðsynlegt er að framkvæma: 1. Að útvega nægilegt fé til framleiðslu eða kaupa á 100— 300 þúsund laxaseyðum árlega 10—15 næstu ár. Öruggast og bezt væri að koma upp lítilli klakstöð fyrir ár þær, sem í Eyjafjörð falla. Eðlilegast væri, að eigendur árinnar legðu fram árlegt gjald, hver fyrir sína jörð. Þá ættu hlutaðeigandi sveitarfélög að styrkja þessa starfsemi með árlegum fram- lögum. En ef ómögulegt reynist að fá nægilegt fjármagná þenn- an hátt, þá væri athugandi að fá samningnum við veiðifé- lagið „Straumar“ breytt á þann hátt, að meira fjármagn fáist til klaksins. Tel ég þessa leið verri, en þó betri en þau vettlingatök sem viðhöfð hafa verið hingað til í máli þessu. 2. Að koma á föstu sam- starfi innan allrar Eyjafjarðar- sýslu til að herja á vargfugl og önnur meindýr, sem spilla veiði og æðarvarpi, enda er þjóðar- nauðsyn að halda slíkum vágest um innan hæfilegra takmarka. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því, að mér hefur ver ið sagt, að Norðmenn veiði svart bak í stórum stíl í einskonar gildrur, og að þar séu hraðfrysti •húsin skylduð með lögum til að létta undir með eyðingu varg- fugls. Væri þess vert að athuga, hvort eitthvað- væri hæft í þessu. 3. Að fá Eyjafjarðará viður kennda sem laxá og öðlast þann ig lagalegan rétt til að afnema alla netaveiði miklu lengra út frá ósnum en nú er hægt. Á þetta vantar bara herzlumun- inn. En auðvitað má ekki létta sókninni fyrr en öll silungsveiði (og laxveiði) er algerlega afnum in í öllum Eyjafirði alveg út að Gjögri. Þessi upptalning er engan veg in tæmandi, og vænti ég þess að mér fróðari menn bæti um. En ég vil að endingu leggja áherzlu á það, að hér er um stórmál að ræða, sem ekki hefur verið tek ið nógu föstum tökum. Þegar Eyjafjarðará færi að skila yfir 200 löxum í árlega veiði, þá myndu veiðileyfi seljast fyrir mikið fé. Og þegar sumarveiðin færi að nálgast þúsundið, þá yrði Eyjafjarðará mjög verðmæt (Framhald á blaðsíðu 7). FRAMTAKSSKORTUR OG SÓTTKVEIKJUHÆTTA SLEFANDI NAGDÝR, stand- andi í saur og sóttkveikjum, er sú skemmtilega sjón, er mætir augum, þá litið er til suðurs úr gluggum Prentverks Odds Björnssonar. Á sólríkum sum- ardögum berst þangað inn ilm- urinn af sólbökuðum saurnum ásamt með ómi af ærslum barnunga, sem oftast eru að leik á þessum „heilnæma“ stað. Orsök þessa er, vægast sagt, ófullkomið frárennslisrör. — Vantar um átta metra á að það nái til sjávar, þá fjara er, og því augljóst, að þarna dreifist alls konar óþverri um fjöruna, shm auðvitað ætti að renna fyrirstöðulaust í sjóinn. Töluvert mun hafa verið reynt til að fá þessu kippt í lag, en einhverra óþekktra or- saka vegna, hefur það ekki tekizt enn. Vonandi sjá þeir, sem þessi mál heyra undir, sér fært að bæta úr þessu hvimleiða ástandi. Setjari. (Framhald á blaðsíðu 7). Tuttugu skátar frá Akureyri fá ,forsetamerki‘ (FrEimhald af blaðsíðu 1). skátinn undirbúa erindi eða rit gerð um eitthvað, sem hann sér á safninu, og draga fram þá vitneskju, sem hann getur aflað sér um viðkomandi atriði. Dróttskátinn skal kynna sér þann undirbúning, sem þarf til að stofna heimili, kynna sér leiguverð á íbúðum, gera tillögu uppdrátt að innréttingu í tveggja herbergja íbúð, reikna út verð á innbúi í slíkri íbúð og kynna sér þau skilyrði, sem þarf að uppfylla, og þau skilríki, sem þarf að sýna til þess að fá að ganga í hjónaband. ÚTILÍF Dróttskátinn fær eitt stig fyrir að taka þátt í ferðalögum fyrir dróttskáta, sem efnt er til á veg um sveitarinnar, félagsins eða Bandalags íslenzkra skáta. Ferðalög þessi geta verið hvort sem er innan lands eða utan, en tilgangur þeirra verður að vera að auka víðsýni og þekkingu dróttskátanna á svæði því, sem ferðast er um Slíkt ferðalag verð ur að taka minnst fjóra sólar- hringa. Dróttskátinn hafi tekið þátt í, sem aðstoðarmaður, að undir búa og stjórna fastatjaldbúð, (minnst 3 sólarhringa), fyrir skátasveit. Dróttskátinn hafi þar ákveðið starfssvið, sem hann beri alla ábyrgð á. ÞJÓNUSTA Dróttskátinn skal hafa séð um matseld fyrir minnst fjögurra manna fjölskyldu í tvær vikur, útbúið matarlista fyrir hvern dag og haldið bókhald yfir eyðslu. Þessi sýnishorn ættu að nægja en verkefnin eru óþrjótandi. Hvaða verkefni hefur drótt- skátasveit ykkar fengist við? Sumir piltanna hafa t.d. feng- ist við það sem við töluðum um áðan, en verkefnin eru svo mörg að þú verður að gefa út aukablað ef þú vilt vita um þau öll, Við höfum haldið námskeið þar sem fjallað var um örnefni í landi Akureyrar og sögustaði í Eyjafirði, tekið fyrir fundar- sköp og fundarreglur, rætt um uppbyggingu skátastarfs víðs- vegar í heiminum o.s.frv. Sum ir hafa kynnt sér æviferil merkra manna, eða reynt að glöggva sig á persónulýsingum í fslendingasögum s.s. í Egils- sögu, Njálu og öðrum góðum bókum. Sumir hafa kosið að kynna sér nútíma rithöfunda, störf Sameinuðu þjóðanna, forna og nýja atvinnuhætti o.s. frv. Piltarnir hafa heimsótt flest söfnin hér í bænum og einn ig slökkvistöðina og aðra for- vitnilega staði, og að sjálfsögðu hefur útilífið ekki setið á hakan- um. Margir þeirra hafa fengið sér 100 km. hressingargöngu, sem þeir urðu að Ijúka á 24 tím um. Tjald máttu þeir ekki hafa með í ferðinni og matinn urðu þeir sjálfir að elda. Um síðustu páska voru nokkrir þeirra í tjaldútilegu í Hlíðarfjalli. Eg hætti nú, en af nógu er að taka ef þú vilt meira. Eg lief heyrt að þið hafið sótt eitthvað fleira suður en „for- setamerkin?“ Já síðan 1962 að dróttskáta- starf hófst hér á landi hafa far- ið fram tvær keppnir um bezta dróttskátastarfið. Sú fyrri stóð yfir í 365 daga, sem við kölluð- um „Ferðaárið“ og var þá keppn in bundin við þátttöku og frami stöðu í ferðalögum. Gripurinn, sem keppt var um, var forláta stafur er Víðförull heitir. Við unnum þá keppni eins og áður hefur verið greint frá í þessu blaði. Eftir allar þær löngu göngur, sem við fórum með vin okkar Víðförul þurftum við endilega að tilla okkur niður og nú náð- um við okkur í ágætis stól, sem nefndur er ÖNDVEGI. Keppn- in um „öndvegið" stóð í tvö ár og sú dróttskátasveit átti að hljóta það, sem flesta „forseta- skáta“ eignaðist á þeim tíma og héðan fóru tuttugu dróttskátar að Bessastöðum 24. apríl til þess að taka við „forsetamerk- inu“ og „öndveginu“. En það hæfir víst bezt að tala í alvöru um þessa hluti og þá vil ég taka ákveðið fram að okkur er öllum ljóst, að það að vinna „staf og öndvegi“ er ekki takmark drótt skátastarfsins heldur aðferð til þess að nálgast takmarkið. Tak markið felst á einkunarorðun- um, sem skátarnir höfðu yfir í Bessastaðakirkju þegar forseti íslands afhenti þeim æðsta próf merki dróttskátanna. „Eg lofa að gera það, sem í mínu valdi stendur til þess. að gera skyldu mína við Éuð og alhjörðina. að hjálpa öðrum. að halda skátalögin. Hverjir voru viðstaddir þessa athöfn á Bessastöðum? Stjórn B.Í.S. og skátaforingj ar af suðurnesjum. Að lokinni mjög hátíðlegri athöfn í kirkj- unni bauð forsetinn öllum hópn um til Bessastaðastofu og þáð- um við þar veitingar. Eg tel það mjög mikils virði fyrir skáta- regluna í landinu að forsetinn skuli vera verndari hennar og þann hlýhug sem hann hefur ávallt sýnt reglunni fáum við seint þakkað, svo sem vert er. í Bessastaðakirkju afhenti skátahöfðinginn Jón B. Jónsson herra Ásgeir Ásgeirssyni forseta merki úr gulli, sem þakklætis- vott okkar til hans. Voru þið boðnir víðar en að Bessastöðum? Já, við sátum boð Bandalags ísl. skáta og þar var okkur af- hent „öndvegið“. Einnig sátum við boð Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Að sjálf sögðu þökkum við alla þá sæmd og gestrisni sem okkur var sýnd á ferðalaginu, segir Tryggvi Þorsteinsson skátaforingi á Ak- ureyri að lokum og þakkar blað ið upplýsingarnar og óskar hin um duglegu skátum til hamingju með verðskuldaða viðurkenn- ingu. Slík viðurkenning er ein stök og auk þess að vera pilt- unum til sóma, er hún bæjar- félagi þeirra það einnig. CHKHKHjíHJXKHKrtHKí- styrkur yfir honum, sem hann hafði ekki áður haft. — Ei- ríki skildist nú að hann væri kominn út úr herbergiskytru sinni, „munkaklefanum“ sem hann nefndi það í gamla daga, Jregar hann las guðfræði og var allsnjall skólaspek- ingur og Kierkegárds-sinni. Já, Eiríkur hefði oft setið hjá honum í munkaklefanum, Jrar sem eina skrautið var kross- mark á veggnum. — Kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt hefðu J>éir rætt og rökrætt, — og síðustu nóttina var það einmitt, furðulegt annars, — um kristindóminn sem truar- brögð þjáningarinnar Um J>ær mundir hafði hann annars talið Hólm svo alltof fjarri raunverulegu lífi, heilabrotamann vegna heilabrot- anna sjálfra, — J>að var nærri því ótrúlegt, hve andlit hans bar Jness nú glöggt vitni, að nú væri hann kominn út í heim- inn og hefði hlotið alhliða reynslu raunveruleikans. Eirík- ur vissi að vísu ekki, hvar Hólrn hafði verið árin undan- förnu, aðeins það að hann fyrir skömmu væri orðinn að- stoðarprestur Þrenningarkirkjunnar. Já, og svo það sem Edith hafði sagt honum! Gæti J>að verið satt, að Hólm hefði sagt þetta? Það væri ekki honum líkt, alls ekki. Meðan J>eir Eiríkur höfðu verið saman, hefði hann víst aldrei nefnt á nafn ástleitni né ástarfarsmál. Það væri því ótrúlegt að hann stæði í predikunarstól og talaði um J>ess háttar á J>ann hátt sem óneitanlega virtist fremur losaralegt galgopaspjall. Það hlyti því annars að vera spennandi að hlusta einhvern tíma á hann í kirkjunni. En að hann skyldi ekki vera búinn að Jrví! Hann skyldi fara þegar á morgun. — Hugsa sér að heyra Þórólf Hólm predika! Eiríkur hafði setið lengi og horft á hann, — og loks leit Hólm upp og beint á Eirík. Það lá við að Eiríkur fyndi til taugakviku, — augnaráð Þórólfs var svo átakanlega magn- Jrrnngið, eins og væri hann vanur að gegnskyggja menn. Hann þekkti Eirík auðsjáanlega ekki undir eins, en svo brosti hann allt í einu stóru, björtu brosi. Eiríkur kannaðist óðar við J>etta bjarta og blíða bros á alvarlegu andliti hans frá fyrri árum. Þeir risu báðir úr sætum og mættust. — Mér missýnist þá sannarlega ekki, sagði Hólm, (rödd hans var styrkari en áður). Þetta var J>á raunverulega Ei- ríkur, gaiuli vinur minn! Það var sannarlega gaman að hitta þig aftur. — Já, sömuleiðis, sagði Eiríkur og Jrrýsti hönd hans, óvænt og gleðilegt. Hvernig líður þér annars? — Jú, þakka ]>ér fyrir, mér líður reglulega vel. Miklu, miklu betur en síðast, er við vorum saman. Já, nú er langt síðan, sagði Eiríkur, nærri ]>ví eins og verið liafi í öðru lífi. — Það er satt. Það mætti að minnsta kosti segja, að ættu öll árin að verða jafn teygjanleg, gæti æfin orðið harla löng! Og ]>ú J>á, Eiríkur? Þú ert orðinn virtur maður og ríkur. Eg hefi spurst dálítið fyrir um }>ig. — O, — með mannvirðinguna er nú sennilega svona upp og niður. Og ríkidæmið er heldtir ekki sérlega grunntraust og öruggt. En ég hefi yfir engu að kvarta. Þeir horfðust í augu um hríð og þögnuðu svo. — Þú tekur sennilega Jrátt í umræðunum til varnar trú- arbrögðum þínurri? spurði Eiríkur. Þórólfur brosti dapurlega. — Ég ætti kannski að gera }>að. En ég er enginn snilling- ur í kappræðum nema sén tveir einir. Og J>á er dugnaður minn aðallega í því fólginn, hve Jrolgóður ég er, eins og J>ér er bezt kunnugt, sagði lrann og hl<’>. En annars iiafði ég hugsað mér að fara heim og ganga til hvílu. Ég á sem sé að gegna hámessu á morgun, og þá verð ég að gæta vel líkams- }>reks rníns og heilsu. Það er leiðinlegt að ]>ú skulir J>urfa að fara. — Já, vissulega. Annars hefði mig langað til, að þú gætir farið heim með mér, svo að við gætum spjallað lengi og skemmtilega saman. — Áttu enn heima hjá föður þínum? — Nei, góði, faðir minn er dáinn. Hefirðu ekki séð }>að í blöðunum? — Nei! Fyrirgefðu, Þórólfur, J>etta var leiðinlegt! — Jæja! — Þú hefir eflaust haft í öðru að snúast en að lesa dánarauglýsingar. Það eru full tvö ár síðan. Hann lézt skyndilega úr slagi. Þú veizt ef til vill, að við feðgarnir vor- um um eitt skeið mjög ósammála og andstæðir í skoðunum, og ég varáþví miður oft og einatt all ósanngjarn og þreyt- andi. En mér til mikillár gleði urðum við að lokum góðir vinir. Ég skildi hann betur en áður, og ég held að honum hafi einnig skilizt að skoðanir mínar hafi að minnsta kosti verið hreinskilnar og vel meintar af minni hálfu. Hann var fíngerður maður og góður. — Það er^alveg víst! Og læknir eins og faðir minn. — Læknir, já, sagði Þórólfur hugsi. Það er spauglaust. Og ég sem á að reyna að vera einskonar sálnalæknir, — hann brosti, — ]>að er líka spaugiaust. En ]>ú skilur nú, að ég hefi ekki framar heimili föður míns. Nei, nú er ég orðinn sjálf- stæður nraður, lrefi mína eigin litlu íbúð, ein tvö herbergi í gömlu vistlegu húsi rétt að baki katólsku kirkjunnar. Þú verður að koma einhvern daginn og heimsækja mig. — Já, þakka þér fyrir. — Og þú hefir ekki kvænst ennþá? — Nei, sei-sei, nei. — Ég vígi svo mörg hjónaefni öðru hverju, að mé.r finnst enginn skaði skeður, þótt ég dvelji áfram í einveru minni. — En allir hlutirnir á heimilinu þínu gamla? — Ég hefi ekki getað fengið mig til að selja þá enn}>á. Það er því allt í geymslu á lofti einu. Sjálfur hefi ég þess ekki þörf. Því minna umleikis, J>ví betra. Ég hefi verið á flakki, síðan ég varð prestur. Og nú fer ég senn norður á bóginn. — Ætlarðu ]>að? — Unirðu }>ér ekki hérna í borginni? Hólm varð hálf-vandræðalegur: — Ég veit varla hvað segja skal. — Þú veizt ef til vill ekki, að ég er bara aðstoðarprestur, ég hefi ekkert fast embætti. En þótt ég gæti fengið eitthvert fast starf hérna, }>á vildi ég heldur komast í léttari og auðveldari aðstæður. Þetta er annars löng saga, sem ég get ekki sagt þér í skyndi, — og myndi auk þess ekki skemmta þér neitt. — Kæri vinur, ]>etta var hreint ekki fallega sagt. — Jæja, finnst þér það ekki? spurði Hólm og hló. En við skulnm þá orða það þannig, að ef þér skyldi detta í hug að spjalla við mig, — og tími þinn leyfir, þá hringirðu til mín einhvern daginn, helzt með eins til tveggja daga fyrirvara, og svo kemurðu til mín upp á gamaldags trakteringar eitt kvöldið. Þú veizt að ég hef vindla og nichts weiter. Það myndi gleðja mig mjög. — En nú verðurðu að afsaka mig. Þórólfur Hólm fór, og Eiríkur settist aftur niður. Það hafði verið gaman að hitta Þórólf aftur, — já, slíkir menn og slíkur heimur eru þá enn til! Víst var Hólm vin- ur hans, en á vissan fjarlægan hátt. — Gæti maður yfirleitt orðið náinn einkavinur manns, en skilja þó jafnlítið af starfi lians og Eiríkur af starfi Hólms? Að vera prestur! — Jafnvel þótt trúhneigð og trúarkennd byggju í brjósti manns, hlyti það að reynast furðulegt og allt að því fjar- stæða að stunda það sem starfsköllun, — að bera fram og boða innstu og dýpstu tilfinningar sínar og hugsanir, að standa embættislega báðum fótum fastgróinn í launhelgum dultrúarsiða. — Þótt á hinn bóginn væri að vísu jafn fjar- stætt og fráleitt að standa í hans eigin sporum — og flestra annarra: — stunda starf sem aðeins krefðist þess ytra hinna algerlega mannlegu eiginda, en raunverulega bæri aldrei fram þau verkefni, sem leystu úr læðingi allt innsta eðli manns. — Afleiðing þessa yrði því sú, að níutíu af hverju hundraði fullorðinna yfir þrítugsaldur hefði kyrkingslega bæklað sálarfíf: — aðeins vanþroska frumdrætti að full- þroskaðri, fjölbreyttri afstöðu mannlegs lífs. .. . Nú hófust umræðurnar. Eiríkur hlustaði á tvö-þrjú er- indi, — en þetta urðu engar umræður. Hver á fætur öðrum spratt á fætur upp úr sæti sínu og sagði sama og hinir, og ]>að gat hentað þeim vel, en það var að minnsta kosti dauð- leiðinlegt. Hann stóð upp í dálitlu ræðuhléi og fór. Rétt fyrir utan dyrnar varð hann fyrir þriðja atburðin- um: Ungur maður, hár og grannvaxinn, glæsilega klæddur, laglegur en fremur .svipdulið andlit, gekk til hans og stöðv- aði hann: — Fyrirgefið, eruð þér ekki herra Hamar, yfirdómslög- maður? — Jú- — Ég heiti Pétur Fylkir, sonur lögmannsins. Mið lang- aði til að heilsa upp á yður. — Nú, jæja, þér eruð þá á vissan hátt sonur Firmans, sagði Eiríkur í hálfgerðum vandræðum, — gaman að hitta yður. Pilturinn virtist í dálitlum vafa með hvað hann ætti að segja. Eiríkur greip því til spurrtingar: — Lesið þér líka lögfræði — til að halda við ættarstarf- inu? — Nei, sagði hann, guði sé lof, ég les málfræði. — Jæja? Ætlið þér kannski að verða blaðamaður? Pilturinn leit á hann með athygli. — Nei, ég hef hugsað mér að verða kennari eða eitthvað þess háttar. Ég er ekki hlynntur eða sammála störfum föð- ur míns. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.