Dagur - 28.04.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1965, Blaðsíða 8
8 ► Á SUNNUDAGINN slógu hestamenn á Akureyri, köttinn úr tunnunni á Oddeyri, og er það gamall siður hér í bæ. Knapar ríða skrautklæddir og sumir skreyta einnig hesta sína við þá athöfn. Þykir þetta hin bezta skemmtun. Hér á myndinni eru þrír knapar. Sá fyrsti hefur kastað frá sér kylfunni eftir högglð, sá næsti reiðir til höggs og sá þriðji bíður. (Ljósmynd: E. D.) EAFORKA FYKIR SLIKK Grískur forsætisráðherra er nú fyrir dómstólum, borinn þeim sökum að hafa selt raforku til aluminíumbræðslu of lágu verði, frönskum auðhring. — „Áætlanir“ um kostnað við orkuframleiðsluna liöfðu ekki staðizt, franski auðhringurinn fær orkuna á umsömdu verði, en gríska ríkið verður árlega að borga mismuninn, sem eru millj. dollara á ári. MARGIR ERU BÍLARNIR í skýrslu vegamálaskrifstofunn- ar er frá því greint, að íslend- ingar eigi nú 32.232 bíla og hafði þá bílafjöklinn aukizt um 9,1% frá fyrra ári. Bifhjól eru hér meðfalin. Bifreiðir með R-núm- eri eru 13.890, með G-númeri eru 2.921, Þá kemur Akureyri og Eyjafjörður með 2.074, og Árnessýsla með 1.568. — Bif- reiðategundir í Iandinu eru 188. Elzta bifreiðin er frá 1923. SKATTAR OG MEIRI SKATTAR Það fylgist að hjá núverandi ríkisstjórn nýir skattar og skattaaukar, og fagnaðarsöngur um skattalækkanir! Á þessu yfírstandandi Alþingi ef búið að auka söluskattinn og eignaskattinn, ennfremur Ieggja á launaskatt. Líklegt er, að þessir skattar nemi 4—500 millj. kr. samanlagt. Jafnframt þessu á að skera verklegar framkvæmdir ríkisins niður um 20%. HVAÐ ÞOLA VEGIRNIR? Á meðan skipin gátu ekki flutt vörur til Norðurlandshafna, jukust fluíningar með vörubíl- um að miklum mun, enda veg- ir snjólausir og enn víðast frosnir, a. m. k. hér norðanlands. En brátt kemur sá tími, að vegir þiðna og blotna. Hinir yf- irhlöðnu vörubílar hafa á þeim árstíma er senn fer í hönd und- anfarin ár valdið vegaskemmd um fyrir hundruð þúsunda kr. í raun og veru þola hvorki veg ir eða ræsi bíla með 8—12 tonna flutning, þótt þeir séu þurrir, livað þá á viðkvæmasta tíman- um. Að sjálfsögðu er það krafa okkar, að vera ekki afskiftir um vegaíé og vegaframkvæmdir, en við verðum einnig að forðast eyðileggingu veganna og banna þungaflutning á þegar þörf kref- SLÖNGUEITUR LÆKNAR HJARTASJÚKDÓMA Frá hefur verið sagt í fréttum, að fyrir tilviljun hafi læknar komizt að því að eitur slöngunn ar hafi í sér fólginn lækninga- mátt gegn æðakölkun og ýmsum hjarfasjúkdómum. Hefur nýtt lyf, framleitt úr þessu efni, gef- ið hjartasjúklingum liinn undra verðasta baía. Að sjálfsögðu munu menn taka frétt þessari með nokkurri varúð þar til víð- tækari rannsóknir liggja fyrir. En heimild að frétt þessari er „Ude og Hjemme“. LÍFSHÆTTA ÞJÓÐRÍKISINS Sú er mesta lífshætta hins ís- lenzka þjóðríkis, af fólkið safn ast saman á einn stað og hættir að byggja land sitt og nýta gæði þess. Þetta sjá margir og gera sér það Ijóst en fleiri þyrftu þeir menn að vera. Aluminiumverk- smiðja suður í Straumsvík er ekki til þess fallin að forða þeirri hættu. Þvert á móti eykur hún þá lífsliættu, sem þjóðin er í nú þegar vegna himia ískyggilegu fólksfluíninga. Hennar vegna er ekki ástæða til að gera undan- tekningu frá heilbrigðum og sjálfsögðum reglum, sem gilt hafa og eiga að gilda hér á landi. HINN REYKVÍSKI BÚRFELLSGALDUR Hitt er svo annað mál, að þeir sem áliuga hafa haft á virkjun Dettifoss, hafa aldrei gengið út frá því sem gefnu, að sú virkj- un væri því aðeins möguleg, að til kæmi alumíniumverksmiðja í eigu útlendinga. Þeir vildu fá alla orkunotkunarmöguleika rannsakaða og að sú rannsókn væri miðuð við virkjun Detti- foss. Rétt er að skjóta því hér inn, að sjálfur Dettifoss glataði ekki sinni fegurð og tign, þótt virkjuð sé Jökulsá þar skammt frá og nefnt sé Detti fossvirkjun. En því miður var aldrei nein alúð lögð við rann sókn af því tagi. Því olli hinn reykvíski Búrfellsgaldur. Allir vissu, að til Dettifossvirkjunar þurfti útlent lánsfé. Og vel mátti gera sér í hugarlund, að eins væri liægt að fá lánsfé til að koma upp framleiðslufyrirtækj um einu eða fleiri á vegum ís- lendinga. Talsverðir möguleikar eru á notkun ódýrrar raforku til húsaliitunar bæði í þéttbýli og dreifbýli. En eini möguleikinn, sem stjórnarvöldin liafa athug að til hlýtar, er aluminíumfram leiðsla. Þessvegna hefur hún einkum verið rædd, þótt hún hafi hann ókost, að hæpið sé að koma henni á fót nema í eigu út lendinga fyrst um sinn. Markað urinn veldur þar mestu um. Þannig er þróun þessa máls. SENN hefst annatími skógræktarmanna. göinlum trjám í Kjarnalandi. Hér er skógarvörðurinn á Akureyri lijá 15 ára (Ljósmynd: E. D.) Davíðskvöld á Húsavik Mývetningar sýndu þar Ævintýri á gönguför SJÓR FÓR í VÉLAR SÚSÖNNU REITH Raufarhöfn 27. apríl. Af ein- hverjum ástæðum fyllti sjór vélarrúm Súsönnu Reith um daginn, en fram að þeim tíma hafði tekizt að varðveita aðal- vélar skipsins. Súsanna liggur hér í fjörunni í tveim pörtum, og ráðgera eigendur, Björgun h.f., að setja hana saman á strandstað, því hún er nýlegt skip og til mikils að vinna. FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- enda hefur haft forgöngu um stofnun nýs tryggingafélags, er Hagtrygging hf. heitir. Stofnend ur eru 500 og framlagt hlutafé íslirafl í Skoruvík í GÆR var íshrafl í Skoruvík á Langanesi og í raun og veru er nær engin breyting á ísnum. ísinn kemur einn daginn og fer næsta dag. Nú er þar frostúði og þokurek, sagði húsfreyjan í Skoruvík, blaðinu í gær. □ Húsavík 27. apríl. Hinn 21. þ. m. efndi Rotary-klúbbur Húsa- víkur til Davíðskvölds í sam- komuhúsinu á Húsavík. Kári Arnórsson skólastjóri setti sam- komuna með stuttu ávarpi, en erindi um Davíð Stefánsson flutti Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað. Sig- 5 millj. króna. Aðsetur hins nýja félags verður að Bolholti 4 Reykjavík. Hagtrygging hf. byrjar á bif- reiðatrvggingu, fyrst cg fremst fyrir félag FÍB en einnig aðra. Iðgjöldum verður skipt í marga flokka og lenda menn með skamma ökureynzlu í hærri flokkunum. Bónuskerfi á ekki að taka upp eins og hér hefur tíðkast, en þessi flokkaskipting er byggð á erlendri reynzlu. Gerður hefur verið samning- ur við erlenda aðila um endur- tryggingu. urjón Jóhannesson skólastjóri, Njáll Bjarnason kennari og Sigurður Hallmarsson kennari lásu upp úr verkum Davíðs, og Guðmundur Gunnlaugson söng nokkur lög við Ijóð skáldsins, með aðstoð Reynis Jónassonar. Ágóðinn af samkomu þessari rennur til Davíðshúss á Akur- eyri. Ungmennafélagið Mývetning- ur, Mývatnssveit, sýndi sjónleik inn Ævintýri á gönguför alls 5 sinnum á Húsavík um síðustu helgi, við góða aosókn og und- irtektir. Þ. J. AFLA- OG ATVINNU- LEYSI í ÓLAFSFIRÐI Ólafsfirði 27. apríl. Bátarnir komust út í morgun, en fjörður- inn má þó heita fullur af ís, og heíur lokast öðru hverju. Hér er sama aflaleysið og því er einnig lítið um atvinnu. Við eigum allt undir þorskinum, og hann hefur brugðizt. B. S. Tryggingafélag bilreiðaeigenda SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.