Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 2
2 Ályktun um byggingu unglingaskóla, sem full- nægi fræðsluskyldu í f jórum hreppum Er ný minkaflóðalda ÞRIÐJUDAGINN 4. maí árið 1965 var fundur um skólamál haldinn að Laugarborg í Hrafna gilshreppi að frumkvæði náms- stjóra Norðurlands, Valgarðs Haraldssonar. Á fundinum mættu skólanefndir, oddvitar o. fl. úr Saurbæjarhreppi, Hrafna- gilshreppi, Öngulsstaðahreppi og Svalbarðsstrandarhreppi. Námstjóri kvað tilgang fund- arins að leitast við að marka framtíðarstefnu í skólamálum viðkomandi sveitarfélaga. Rakti hann síðan ítarlega framkvæmd skyldunámsins á Norðurlandi og í Eyjafirði sérstaklega. Óskí - aði hann eftir, að athugaðir væru möguleikar á samvinnu þeirra skólahverfa, er fultrúa ættu á þessum fundi, um ung- lingafræðsluna. Að framsöguerindi námsstjór- ans loknu hófust almennar um- ræður. Að lokum var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fundur um skólamál haldinn að tilhlutan námsstjóra Norður- lands að félagsheimilinu Laug- arborg þriðjudaginn 4. maí 1965, telur eðlilegt og æskilegt, að Hrafnagils-, Saurbæjar-, Öng- ulsstaða- og Svalbarðsstrandar- hreppur, sameinist um bygg- ingu unglingaskóla, svo að unnt verði að framkvæma við sem bezt skilyrði gildandi laga- ákvæði um fræðsluskyldu til 15 ára aldurs. Verði þegar haf- inn undirbúningur að byggingu - Urgur í mönnum ... (Framhald af blaðsíðu 1). an að ryðja snjó af þeim fjall- vegi. Síðast í nótt snjóaði þar töluvert. í dag er verið að ryðja snjó af veginum til Borgarfjarð ar. Mikill urgur er í mönnum vegna niðurskurðar ríkisstjórn arinnar á verklegum fram- kvæmdum, og vonbrigðin eru mikil og eðlileg. Flestir bændur eru allvel heyj aðir svo ekki er óttast um hey- leysi þótt vor verði kalt. En nokkrir eru mjög heytæpir. V.S. slíks skóla á þeim stað, sem fræðsluráð sýslunnar og fræðslu málastjórn telja að bezt henti.“ Þá var samþykkt munnleg til- laga þess efnis, að fundurinn feli nefnd skipaðri oddvitum og skólanefndarformönnum hrepp- anna, ásamt námsstjóra sem for manni, að vinna að undirbún- • ingi málsiris,-meðal annars með því að kanna undirtektir heima í sveitunum. A£—framanskráðu má sjá, að Hiér^er ehTOngis fjallað um að fullnægja fræðsluskyldu barna —til-115 _áxa.l aldurs, sem aldrei Uhrefltt reynstimnt, nema að tak- mörkuðu leyti, síðan núverandi fræðslulög voru sett. Með byggingu skóla fjögurra hreppa til áð fullnægja fræðslu- skyldunni til 15 ára aldurs, er skammt stigið. í héraðið vantar skóla, þar_ sem ungt fólk geti 'lokið láridsþrófi og gagnfræða- prófi, og þarf að sækja það mál af röggsémi. □ Ný minkaflóðalda er í aðsigi ef landvarnarmönnum íslenzkrar náttúrugæða og fegurðar tekst ekki að spyrna við fótum. Enn eitt dæmi þess að ekki er til svo illt og óþjóðhollt mál, að ekki fáist einhverjir til flutn ing ef gróðavan er að. Þegar innflutningur þessa skaðræðis- dýrs var leyfður árið 1930 var alger fáfræði um eðli minks- ins og háttsemi. Og þá var neyð arástand í efnahagsmálum þjóð arinnar. Nú er hvorugu til að dreyfa. Við erum reynslunni rík ari og afkoma manna öll önnúr en þá var. > Þeir menn, sem hirða fyrsta gróðann af þessu tiltæki, verða ekki íslendingar heldur þeir sem selja hingað nýjan dýra- stofninn og munu kunna eða meta og verðleggja kynbóta- skepnurnar. Og skyldi ekki nokkuð af gróða minkabúanna erlendis stafa af sölu lífdýra til annarra gróðahyggjumanna, sem einnig vildu komast í að- stöðu til hins sama? Þess oa Söngvarar að siimian í SÍÐUSTU viku hossuðu bif- reiðir og niðurdettandi Norður- landsvegur nokkrum tugum söngmanna úr Karlakór Reykja víkur norður yfir fjöll og heið- ar. Þeir voru að koma í söng- för til Norðurlands. Kærkomnir voru þeir þótt lóa og hrossa- gaukur hafi um skeið sungið vorljóð sín af hjartans list, öll- um söng fegurri allt norður að ísrönd og spóinn lofað, að vetr- arþraut væri úti. Og góð var þeirra ferð þótt þeir hefðu e.t.v. minna af sólskini suðurlanda að miðla en þeir smávöxnu söngv- arar, sem fyrr komu. Karlakórar eiga fjölda að- dáenda hér fyrir norðan og um land allt, sem unun hafa af margradda söng karla og láta engin slík söngtækifæri ganga sér úr greipum. Hin mikla að- sókn að samsöngvum Karlakórs Reykjavíkur á hinum ýmsu stöð um Norðurlands undirstrikaði þetta greinilega, enda er hér um mikinn kór og góðan að ræða. Það er annars vandfarið með tugi lifandi hljóðfæra í flutn- ingi landshorna milli vandfarn- ara en nokkur önnur hljóðfæri, ógöfugra kyns. Hvað um það, hingað kom hinn fríði söngflokk ur og fór sem stormur yfir Norð urland, samstilltur voldugur og hressandi — mikið hljóðfæri og gott í höndum hins gannvaxna og spræka söngstjóra, Páls Panpihlers Pálssonar. Undirleik annaðist Guðrún Kristinsdóttir og lét ekki sinn hlut eftir liggja Aðalsöngvarar voru Guðmund- ar tveir, Jónsson og Guðjónsson báðir kunnir og fleiri eru þar liðtækir. Og góður var þeirra hlutur. Viðfangsefnin voru margvís- leg og eftir innlenda og erlenda höfunda, hvergi reistur hurðar ás um öxl og sýndu þó fjöl- breytta getu kórsins. Karlakór Reykjavíkur söng og hreif, og skilur eftir þakkarverð ar minningar. E. D. ALLGOÐUR ARANGUR A I.M.A.-MOTINU Helztu úrslit urðu þessi: ÍÞRÓTTAFÉLAG Menntaskól- ans á Akureyri gekkst fyrir frjálsíþróttamóti s.l. laugardag á íþróttavellinum hér. Var það opið mót, en keppendur voru aðeins frá Menntaskólanum og UMSE, ásamt einum frá KA. — Ráðgert var að Erlendur Valdi- marsson ÍR keppti, en óviðráð- anlegar orsakir komu í veg fyr- ir það. Allgóð afrek voru unnin, þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- ur til keppni. Af yngri kepp- endum vakti Jóhann Friðgeirs- son, 15 ára, mikli athygli fyrir frammistöðu sína. 100 m hlaup. sek. Gestur Þorsteinsson ÍMA 11,6 Jóhann Jónsson UMSE 11,6 Birgir Ásgeirsson ÍMA 11,9 Jóhann Friðgeirsson UMSE 11,9 800 m hlaup. mín. Vilhj. Björnsson UMSE 2:12,2 Jóhann Friðgeirss. UMSE 2:12,5 Karl Helgason ÍMA 2:16,0 Kúluvarp. m Kjartan Guðjónsson IMA 14,47 Þóroddur Jóhannss. UMSE 13,53 Ellert Ólafsson ÍMA 12,27 Kringlukast. m Kjartan Guðjónsson ÍMA 41,35 Þóroddur Jóhannss. UMSE 35,81 Birgir Ásgeirsson ÍMA 33,26 Langsíökk. m Kjartan Guðjónsson ÍMA 6,20 Gestur Þorsteinsson ÍMA 6,09 Þormóður Svavarsson ÍMA 5,71 Þrístökk. m Þormóður Svavarss. ÍMA 13,24 Sig. V. Sigmundss. UMSE 12,90 Gestur Þorsteinsson ÍMA 12,69 þvílíks eru mörg kunn dæmi. Nú má að sönnu viðurkenna, að nokkru meiri þekking er fyrir hendi um allan umbúnað minkabúanna en var. Ætla má einnig, að meiri kröfur verði gerðar og fer þó tvennum sög- um um hvort svo sé í laga- frumvarpinu, en gerum ráð fyr ir því og eins hinu, að betra eft irlit verði haft um framkvæmd ina, sem er þó alls óvíst. Taum hald verði haft á því, hverjir fái að stofna minkabú, þannig að þau risu ekki í tuga eða hundr aða tali þegar á fyrsta ári. Eitt er þó óbreytt. Mannkind ' in er söm við sig. Hirðusemi og trúmennska í starfi brást hrapa lega á ýmsum stöðum áður fyrr. Ekki mun nú betra. Það er með öllu óhugsandi, að ekki sleppi fleiri eða færri minkar fyrr og síðar. Geta þá afleiðingarnar orð ið ómetanlegt tjón og margfalt á við allan þann gróða, sem minkaeldið skilar. Rök minkamanna — auk gróðavonarfinar fyrir innflutn ingnum eru þau, að hér sé mink ur fyrir og að honum muni aldrei verða eytt að fullu, er fals eitt eða fáviska, ef gera skal ráð fyrir betri hvötum. Því miður hefur bæði almenn ingur, sveitarstjórnir og ríkis- valdið sjálft verið allt of svifa seint gegn þessum ófögnuði. Þessvegna hefur minkurinn kom ist miklu lengra og víðar en þurft hefði: í hraunin hér í Þingeyjarsýslu og heiðaflæmin veiðisælu austan Jökulsár á Fjöllum. f eyðibyggðir Vest- fjarða, Breiðafjarðareyjar og víð ar og víðar. En með bættri skip an þesara mála síðustu árin hef ur honum þó verið hnekkt til muna. Sá hópur áhugamanna, sem þarna hefur unnið að á marg- víslegan hátt, hlýtur að dofna ef nýtt aðstreymi þessa óarga- dýrs verður til landsins, því enginn úr hópi þeirra er svo skyni skorppinn að trúa því, að þeim skara verði öllum haldið bak við lás og slá. Hinir hirðu- lausari verða svo að sjálfsögðu enn hirðulausari. Og þeirri trú, að minknum verði ekki útrýmt, vex drjúgum fylgi. Afleiðingin verður sú, að það slaknar á sókninni og allt það, sem unnist hefur á árabili, tapast á einu eða tveimur árum. Sennilega verður þó reynt að herða á að- gerðum aftur, þegar úr hófi keyrir. Þannig skiptast á tíma- bil með ófyrirsjáanlegum en ó- skaplegum kostnaði og símink andi fugla- og fiskastofni, aleyð ingu í minni ám og lækjum og vötnum og stórþurrð í hinum stærri. Anda og æðarvarpi verð ur víða aleytt, alifuglabúum hvergi óhætt, öllu dýralífi fleygu og sundfæru stórhnekkt. afr annað æti þverr, ef minka- stofninum verður ekki haldið í miklum skefjum — og hvað kost ar það áratugi og aldir ef gera má ráð fyrir minkum á byggðri jörð. Það sem Alþingi ber nú að gera, ef þar réði nokkur fram- sýni og fyrirhyggja, er að fella frumvarpið um minkainnflutn- ing, og ætti að skipa nefnd fróð ustu manna til athugunar á því hvort ekki muni rétt að stefna að algerri útrýmingu minksins og þá, ef svo virðist lagasetn- ingu um það. íslenzka refnum verður aldr- ei eytt að fullu. Því valda stað hættir. Hann velur sér bústaði hvar sem er í ótakmarkaðri víð áttu auðna og óbyggða, urðum og hraunum, sem heita má að víða sé ógengt að. Minkurinn þræðir með vatni, sjaldan lengra en sem svarar ermslengd frá því. Og þó þau séu mörg bæði stöðuvötn og rennandi, er Síðan kemur að lambfénu þeg það þó vinnandi vegur að leita með þeim öllum, á þeim tíma sem læðan er við grenið. Ræki leg, þrautseig leit trúrra veiði manna mundi á örfáum árum bera þann árangur, að ekki yrði nema hrafl eitt eftir, sem vitan lega yrði þá að sverfa að unz yfir lyki. Að sjálfsögðu er þetta dýrt, en leikur einn miðað við þann kostnað, sem verður af barátt- unni við að halda honum í skefj um, auk tjónsins á dýralífi lands ins, sem enginn getur tölum tal ið. Skilningsleysi löggjafavalds og landsstjórnar í þessum málum hefur orðið þjóðinni dýrt sem oftar. Það var ekki fyrr en mink urinn hafði náð fótfestu á meg inhluta landsins, að farið var að gera nokkrar verulegar ráð- stafanir til bjai-gar. Skipun veiði málastjóra og aukin fjárveiting til minkadráps og eyðingar hef ur vissulega borið þann árangur að sé sömu stefnu fylgt með auknu valdsviði hans og fjá:r- framlögum að sama skapi, má mikils vænta. En helzt þyrfti að setja markið hærra og yfir- stjórnin að vera í höndum manna, sem trúa á sigur. Þögn almennings, sem verið hefur helzt til mikil, stafar ekki af fylgi við málið, heldur hinu, að fáir sem engir er gera sér grein fyrir mikilvægi þess, hafa getað hugsað sér þá endileysu, að minkastofn yrði fluttur inn — að slíkt næði fram að ganga á Alþingi. Þetta er því betur ekki politískt mál. Þess vegna hafa hvorki veiði — né varpeigend- ur mótmælt á skipulegan hátt, eða búnaðarfélög dugandi manna. Ekki heldur samtök leigutaka veiðiréttinda, svo kunnugt hafi orðið. Hinsvegar hafa minkamenn safnað liði og orðið furðu vel ágengt. Vonandi er, að þeim verði þó ekki að ósk sinni, heldur beri þingið gæfu til að undirbúa algera útrýming arsókn á hendur minkum. Sá mannfjöldi, sem hagsmuna á að gæta og allir unnendur nátt úrufegurðar og auðæfa eiga þess fullkominn rétt, að bera ráð sín saman, áður en fáum gróða- brallsmönnum er fengin aðstaða til stórskemmda á eignum og auðæfum þjóðarheildarinnar. • Fjalli 28, apríl 1965. Ketill Indriðason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.