Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Ilafnarstræti 80, Akureyri Símar 1-llGG og 1-1167 Ritstjóri og ábvrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. STJÓRNIN ÆTTIAÐ FARA í eldhúsdagsumræðunum í fyrra- kviild fórust Eysteini Jónssyni form. Framsóknarflokksins m.a. svo orð: „Sá eini þáttur viðreisnarinnar svo kölluðu, sem haldizt hefur gegnum þykkt og þunnt — það er kjaraskerð- ingin, sem innleidd var — enda var því lofað að hún skyldi ekki standa. Er það í samræmi við aðrar efndir af hálfu núverandi ríkisstjórnar, þar sem allt fer öðruvísi en lofað var.“ „Um það þarf ekkert að deila, því það liggur gliiggt fyrir, að kaupmátt- ur daglauna hefur minnkað síðan 1658 — þrátt fyrir stórauknar þjóðar- tekjur vegna metafla og nýrrar tækni en menn leita sér undankomu með því að vinna lengur fram á nóttina. Mun þetta nálega einsdæmi rneðal lýðræðisþjóða, og sýnir þá furðulegu niðurstöðu, að veik og úrræðalítil ríkisstjórn skuli geta komið slíkri kjaraskerðingu fram og viðhaldið lienni, þrátt fyrir allsterk stéttarsam- tök. Reynir nú enn á hvort þetta er hægt til frambúðar. — En reynslan er nú orðin svo glögg, að fáum ætti að dyljast, að ný varanleg og heilbrigð stefna í kjaramálum, þar sem bætt kjör fylgja auknum þjóðartekjum, verður ekki tryggð, nema þessari rík- isstjórn verði komið frá. Stjómarstefnan hefur ekki læknað verðbólgu, því hún hefur vaxið tröllaskrefum, en stjórnarstefnan hef ur komið niður á almenningi í kjara rýrnun og niður á framleiðslunni í sívaxandi rekstrarfjárskorti, sem lam ar fyrirtækin, gerir eðlilega tækni- þróun óframkvæmanlega, og erfitt að verða við eðlilegum og sjálfsögð- um launakröfum miðað við þarfir manna og vöxt þjóðarteknanna. Það er því engin tilviljun, að sí- fellt bætist í þann fjölmenna hóp, sem krefst nýrrar stefnu og nýrra viðhorfa. Veltur mjög á því á næst- unni að nægilega mikill hluti þess mikla fjiilda í öllum stéttum, sem sér að við svo búið má eki standa, leiti samstarfs við Framsóknarflokkinn, til þess að knýja fram stefnubreyt- ingu. Öðruvísi verður það ekki gert. í kjaramálum verður að snúa blað inu við og rétta hlut manna eðlilega miðað við ]>jóðartekjur tneð því að kaupgjaid hækki meira en verðlag, enda sé atvinnuvegunum gert kleift að borga meira kaitp, og til þess eru hér öll skilyrði, ef rétt er að farið. Með þrásetu sinni án þess að geta stjórnað, gerir ríkisstjórnin mikinn skaða og vaxandi. Hafi hixn haft tækifæri til að rétta sig við og gera gagn, þá er það liðið hjá fyrir löngu, og því gæti hún bezt þjónað þjóð sinni með því að fara, svo tækifæri gæfist til að gera þjóðmálin upp — og nauðsynleg þáttaskil orðið.“ □ L-----------------------í------------ Kr. Arngrímsson frá Veisu MINNINGARORÐ Á LAUGARDAG sl. var gerð frá Akureyrarkirkju útför Karls Kr Arngrímssonar frá Veisu. Karl fæddist að Halldórsstöð- um í Ljósavatnshreppi 28. júlí 1883. Foreldrar hans voru Karit as Sigurðardóttir og Arngrímur Einarsson, siðar bóndi á Ljósa- vatni. Karitas var systir þeix-ra kunnu bræðra á Halldórsstöðum Kristjáns og Sigurðar. Hún and- aðist við fæðingu drengsins. Þá voru aðrir tímar og læknavís- indi skemmra á veg komin. Sigurður móðurbróðir Karls og kona hans Sigríður Hallgríms dóttir tóku drenginn að sér og hjá þeim var hann til fullorðins ára. Má það teljast Karli mikið happ, eir.s og komið vai’, slík ágætishjón, sem þau voru, um marga hluti. Árið 1902, var Sigurður á Draflastöðum, síðar búnaðar- málastjóri, í Noregi. Hann átti að taka við skólastjórn á Hólum þá um haustið. í bréfi um sumarið til nafna síns á Halldórsstöðum, ber hann kvíðboga fyrir lítillj að- sókn að Hólaskóla. Þó urðu nem endur 12 og 3 bættust við um nýár. Karl Arngrímsson var einn þessara nemenda, vafalaust að undirlagi fóstra síns og Sigurð ar búnaðarmálastjóra. Ekki er að efa, að Karl hefir á skólaár- um sínum á Hólum tekið við hugsjónum og starfshvöt skóla- stjórans opnum huga. Karl útskrifaðist frá Hóla- skóla 1904. Sama ár kvæntist hann Karítas Sigurðardóttir frá Draflastöðum systur Sigurðar búnaðarmálastjóra og þeirra systkina. Þau hófu búskap á Landamóti, og bjuggu þar til 1923, en þá kaupir Karl Veisu í Fnjóskadal. Við þann bæ var hann jafnan kenndur síðan. Frá Veisu flytja þau 1943 á- samt börnum sínum, og setjast að á Akureyri. Það kom glöggt í ljós, þá fund um okkar Karls bar saman, að hugur hans dvaldi löngum aust an heiðar, þar sem hann bjó flest sín manndómsár og tók virkan þátt í margskonar félagsstörfum Hann lærði ungur orgelleik. Forsöngvari í Draflastaðakirkju var hann alltaf, meðan hann bjó á Veisu. Formaður skólanefndar var Karl lengi, formaður Búnaðar- félags Hálshrepps og sat í hreppsnefnd árum saman. Sam vinnumaður var hann heill og óskiptur. Hann studdi Framsóknar- flokkinn með ráðum og dáð alla tíð og flyt ég honum þakkir samherja fyrir vel unnin störf hér í kjördæminu og ötula bar- áttu fyrir stefnumálum flokks- ins. Karl á Veisu var mikill rækt unarmaður í víðtækum skiln- ingi. Heimilisfaðir með afbrigð- um, léttur í skapi, umhyggju- samur og sá vel fyrir öllu. Heimilið á Veisu var hlýlegt, snyrtilegt og vel um öll hús gengið, þar átti húsmóðirin sinn stóra hlut að. Karl byggði á Veisu rafstöð 1929. Skömmu síðar fékk hann sér viðtæki, líklega það fyrsta í Fnjóskadal. Þannig var Karl, framfaramaðux-, fylgdist vel með og veitti sínum það sem samtíminn hafði að bjóða og efni leyfðu. Aldrei varð hann efnaður, en komst vel af. Þó eignaðist hann það, sem var gulli betra, mörg mannvænleg og vel gerð börn, sem hann lét sér mjög annt um. Dóttur misstu þau á unga aldri, en átta börn þeirra eru á lífi: Þórður, kvæntur Steinunni Jón- asdóttur, Sigurður kvæntur Karlottu Jóhannsdóttur, Kristj- án fyrrverandi skólastjóri á Hólum, kvæntur Sigrúnu Ing- ólfsdóttur, Inga Dagmar, gift Nikulási Einarssyni, Guðrún, gift Sigurði Guðmundssyni, Arnór, ókvæntur, Geirfinnur, ókvæntur, Jón, arkitekt í Sví- þjóð, kvæntur Svönu Magnús- dóttur. Karítas konu sína missti Karl árið 1955. Aldrei man ég til þess, að ég sæi Karl skipta skapi. Hann var léttur í lund og spaugsyrði lágu honum létt á vör. Hann sá allt- af björtu hliðar lífsins, sólskins- bletti, þar sem þeir voru öðrum ósýnilegir, nema með tilvísun Karls. Á áttræðisafmæli sínu, 1963, kaus hann að taka á móti gest- um sínum á Végeirsstöðum, þar sem hann, með börnum sínum, hefur reist sumarhús, og prýtt umhverfið skógi. Maður gróandans vildi fagna gestum sínum meðal blóma og trjáa undir heiðum himni þenn an júlídag. Fnjóskdælingar þakka Karli löng og góð kynni. Karl lauk gifturíku æfistarfi. — Maður söngs og birtu flutti yfir í nýja tilveru á Höx-pu. Valtýr Kristjánsson. MINNINGARSPJÖLD Kvenfél. Hlífar fást í Bókaverzl. Jó- hanns Valdimarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttir Hiíð arg. 3. Öllum ágóða varið til Dagheimilisins Pálmholt. Þaiikar um daginn og veginn EG VIL nú láta verða af því að senda vini mínum „Degi“ á Akureyri nokkrar hugleiðingar, sem túlka eiga viðhorf mitt til nokkurra vandamála í þjóðfélag inu, sem sérstaklega koma okk- ur við sem enn búum í hinum dreifðu byggðum landsins. Það er svo komið í okkar vel- ferðarríki að altaf fækkar því fólki sem vinnur að því að rækta og afla þeirra verðmæta, sem öll velferð þjóðarinar byggist á. Hér er ekki um margar tegund ir verðmæta að ræða. Landbún aður gefur jú ýmsar afurðir húsdýra, s. s. kjöt, mjólk, ull, skinn, egg o.fl. Einnig nokkrar tegundir gai’ðávaxta, grænmeti, einkum úr gróðurhúsum, lax og silung úr ám og vötnum, og dálítið af korni, sem þó er mest notað til framleiðslu búfjáraf- urða. Hafið kringum landið gefur óhemju mikið af góðfiski alls- konar. Frá þessum tveimum at- vinnuvegum koma s. a. s. öll undirstöðuverðmætin sem við eigum úr að spila, nema kvað nefna ber innlent hráefni til Sements- og áburðarverksmiðj- anna og þar meðtekið það sem unnið er úr andrúmsloftinu. Til náttúruauðæfa má einnig telja orkufall vatna. Þar má telja eðlilega skýringu á því hvað fáar hendur annast nú hin virkilegu framleiðslustörf hvað mjög öll véltækni hefir aukizt við þau, en er þetta heppileg þróun? Er ekki þjóðin að flýja sjálfan sig með því að flýja framleiðslu störfin? Mikið er um það rætt að sjávarútvegurinn sé að nálg ast hámark. Fiskstofninn á því svæði sem íslendingar ná til þoli ekki mikið meira álag. Má vel vera að þetta sé rétt. A. m. k. er það augljóst að bæði, þorskur og síld er nú mjög þorrin af grunn- miðum borið saman við það sem var fyrir 20—30 árum. Hvaða viðbrögð eru svo til að mæta þessum vanda? Stærri skip, sem sækja lengra og lengra á djúp- ið. Stórvirkari veiðarfæri, fisk- sjár og bergmálsmælar o.fl. o.fl. Allt kostar þetta mikið fé og aflaaukning ekki að sama skapi. A. m. k. er altaf kvartað undan því að útgerðin beri sig ekki án meðgjafar. Þó er á það að líta að íslenzkur sjávarafli er mjög verðmæt og eftirsótt vara. Það er einmitt um að ræða eggja- hvítufæðu og fóður, sem yfir- leitt skortir í heiminum. Gam- all málsháttur segir: „Það eyð- ist sem af er tekið“, þetta mun þó ekki vera bókstaflega rétt, þó að flestir málshættir séu mikil speki. Þegar náttúran sjólf hef- ir við að fylla í skörðin - þarf ekki að vera um eyðingu að ræða. Vafalaust mætti veiða mik ið af fiski úr sjó og vötnum án, áhættu fyrir stofninn, en það verður að garast með gát. Rétt er að geta þeirrar litlu viðleitni, sem átt hefir sér stað með fiskrækt, þó má það heita eingöngu bundið við ferskt vatn Vil ég nú fara nokkrum orð- um um hinn aðalatvinnuveg okkar, landbúnaðinn. Þjóðin hefir lifað að lang- mestu leiti af landbúnaði allt fram á tuttugustu öld. Flestar vinnandi hendur stunduðu hann á meðan vinnu brögðin voru frumstæð. Nú hefir íslenzkur landbún- aður tileinkað sér véltækni ekki síður en gerist með öðrum menn ingaþjóðum. Þar af leiðir tvennt. Framleiðslan vex og færri menn vinna að honum. (land- búnaðinum). Búskapurinn er orðinn að fjórfreku veltu fyrir- EGGERT ÓLAFSSON. tæki. Það mun ekki óalgengt að bóndi sem rekur það sem kall- að er meðalbú fái sjálfur í kaup ca. V\ af brúttótekjum búsins. Við þessu er kannski ekkert að segja, ef þessi arður jafnast á við hreinar tekjur annara stétta en því miður vantar þar oftast mikið á. Hvað veldur? Verðlagsgrundvöllur landbún aðarins, sem reiknaður er út/og ákveðinn árlega, ýmist með sam komulagi bænda annarsvegar og neytenda, eða líklega oft viðkom andi Ríkisstjórnar hinsvegar, en með úrskurði ef ekki finnst, hefur aldrei reynst réttur. Hafi þar altaf hallað á bændur. Hér kemur margt til. Fulltrú ar bændanna vantar öflugri gögn í hendur til þess að sanna hin raunverulega framleiðslu- kostnað og eiga því erfitt með eð sannfæra sína viðsemjendur kostnaðarverð á landbúnaðai'af- urðum er af mörgum álitið mjög hátt hér ó landi. Það er þó á misskilningi byggt þegar það er athugað í nágrannalöndunum. Þessvegna stritar ríkisstjórnin við að greiða verðnð niður fyrir kaupendur og stynur þungan undan gjöldunum. En þar er ekki tekið með í í'eikninginn að fyrirgreiðsla með lán og opinberir styrkir til land- búnaðarins er hér allt mjög skorið við nögl. Þar af leiðandi verður mörgum bændum ó- kleift að koma fyrir sig viðun- andi aðstöðu til búskapar og gerir það vitanlega framleiðsl- una dýrari í heild. Hvers vegna þarf landbúnað- ur aðstoð frá hinu opinbera? Það mun vera reynsla margra annarra þjóða, að jafnvel þó að landbúnaður þeirra standi á gömlum merg, hvar snertir bygg ingar; rælctun og alla aðstöðu til búreksturs, þá getur hann ekki keppt við iðnað, sjávarútveg, verzlun o.fl. með launagi'eiðslur og ótal mörg þægindi, sem fólk ið heimtar nú til dags. Hjá okk ur er ætlast til þess að sveita- fólk vinni helst langan vinnu- dag alla daga ársins. Bændur mega vel flestir kosta börn sín í skóla fjarri heimili sínu, ef hægt er þá að koma þeim í nokkurn skóla eftir að barnaprófi líkur í meðan frænd ur þeirra sem mennta sín böm í Reykjavík geta valið um skóla við hæfi þeirra við götuna. Er við erum svo búnir að mennta okkar böi'n við þessa aðstöðu, þarf vart að reikna með því að sveitin og kaup í strjálbýlinu hafi meira af þeim að segja. Oft er hægt, einkum á sumr- in, að fá þessa ágætu menn, svo sem húsasmiði, múrara, raf- virkja, endurskoðendur o. fl. út um landið. Verr gengur með menn í fastar stöður, svo sem kaupfélagsstjóra, bókara og jafnvel embættismenn og það mun vera hefð á því, a. m. k. í Reykjavík að það er litið á þessa atvinnu úti á landi, sem einhvers konar veiðitíma, (ekki sportveiði) til að afla mikilla peninga. Ég hefi persónulega rekið mig á það, að ekki þarf að reyna að bjóða hér minna en beztu laun sem viðkomandi maður getur fengið hér í Reykjavík, og hús- næði með Ijósi og hita að auki og sé um fagmann að ræða, til skamms tíma. Þá bætist við all- ur ferðakostnaður. Er ekki von að þyngist fyrir fæti í sveitum og þorpum, þegar þetta allt er haft í huga. Það munu vera mjög skiptar skoðanir þingmanna og fleiri valdamanna í landinu um það, hvort rétt sé að viðhalda þeirri byggð, sem enn er utan þéttbýl- isins og er það ekki neitt und- arlegt, þegar litið er á þróun þessara mála síðustu ár. Fólkið hefir streymt stöðugt til Faxaflóa og virðist lifa þar góðu lífi. Þar veitist því alls konar þjónusta samhliða ótak- markaðri atvinnu. Þar er á margan hátt ódýrara að lifa. Má þar til nefna menntun barna og unglinga. Vöruverð lægra, eink- um á allri þungavoru, því að svo að segja allar erlendai' vör- ur eru fluttar til Reykjavíkur og leggst því allur flutnings- kostnaður út um landið á þær því að nú er svo komið, að vöruflutningar fara mest fram á bifreiðum. En manni verður á að spyrja: Á hverju lifa Reyk- víkingar? Á hverju lifir ís- lenzka þjóðin? Eins og drepið er á í upphafi þessa máls, verður að líta á sjávarútveg og landbúnað sem undirstöðu alls velfarnaðar þjóðarinnai-. Því virðist það vera nokkurt alvörumál, að meiri hluti allra landsmanna hasli sér völl til búsetu í Reykjavík, þar sem að- eins er um lítinn sjávarafla að ræða, borið saman við hinn milda fólksfjölda borgarinnar. Mitt álit er það, að flest fólk í Reykjavík lifi á alls konar þjón ustu, sem keypt er beint eða óbeint af því fólki, sem býr úti (Framhald á blaðsíðu 7). RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga <B><H><f<t<H><H><t<t<t<t<l 37 CH><H><B3<t<H><H><H><H> Hún stakk blýanti milli fingra hans og hélt á stóru skrif- blokkinni fyrir framan hann, — og hægt, afar hægt rnjak- aðist blýanturinn yfir örkina. Móðir þeii'ra sýndi þeim örkina, með stórum stöfum hafði hann skrifað eins og barn sem er að draga til stafs: — Velkomin, Elín og Eiríkur. Rétt á eftir lokaði hann augunum. Móðir þeirra sagði þeim, að þau skyldu fara að hátta, hún skyldi láta vekja þau, ef nokkuð bæri að höndum. Og Eiríkur óskaði einmitt einveru. Hann var þreyttur og hafði svo margt að hugsa um. Hann fór síðan upp í herbergi sitt. Elín vildi víst líka hvíla sig, en móðir hennar fylgdi henni fram, og svo virtist sem þær settust inni í stofunni og töl- uðu saman. Herbergi Eiríks var enn með sömu ummerkjum sem áð- ur fyrr öll æskuár hans: — sömu hlutir og húsmunir, nrjóa drengjarúmið hans, hvíta vinnuborðið hans undir glugg- anum, stóra bókahillan sem hann fékk, er hann varð 15 ára, eini „góði stóllinn," gólfteppið, og gamla skringilega pípuborðið, sem pabbi hans hafði einu sinni sagt að hann mætti eiga. Það skíðlogaði í ofninum. — Hefði hann yfir- leitt lifað nokkrar magnaðri stundir af gagntakandi unaði og sælu en að koma heim síðdegis að vetrarlagi úr langri skíðaför. Þreyttur og gegnumnæddur, og flýta sér hingað upp og heyra snarkið í ofninum og sjá eldsbjarmann leggja fram á gólfið, — og kveikja á lampanum á vinnuborðinu og setjast síðan niður með bækurnar! Þetta virtist lionum nú friðurinn mikli, öllurn skilningi æðri! — Og hérna var hreinlætið enn hið sama. — Móðir hans liafði alltaf haft ofurlítinn snert af hreinlætis-ástríðu. Herbergið það arna var ennþá heimili hans, raunveruleg- ur aðsetursstaður hans. Aðeins einu sinni hefði honum fundizt hann vera hér ókunnugur, en það var þegar hann var hér síðast fyrir nokkrum mánuðum. . . . En annars, — hann fann það greinilega núna, að hans eigið heimili í borginni var einskonar dvalarstöð eða áfangi, og æviárin hans á þeim slóðum voru honum allt að því óviðkomandi Hér átti hann heima, — hér hlyti hann að geta horfið til baka og tengt samhengið. Hann hafði lagst út af, lá þreyttur og velti þessu fyrir sér. Væri hann ef til vill huglaus og duglaus náungi, sem ekki gat fundið sig heima í tilverunni, ekki staðið einsam- all? Til væru þeir sem aldrei yrðu fullorðnir, eða gætu sætt sig við að vera það, — sem alltaf leituðu aftur til upphafs- öryggis síns og höfðu bernskuheimili sitt sem varnarhæli. Bæri hann slíka ólæknandi barnalega eðlisþætti óafvitandi fyrir brjósti? Væri í því fólgin hamingja hans við það að vera heima? Þá væri kominn tími til að hann losaði sis; nú við þetta, allt saman, því nú hryndi það allt til grunna, nú hyrfi faðir hans, hann væri þegar horfinn. Það voru allt að því vonbrigði, að augnaráð hans hefði aðeins verið bæði blítt og gott og orkaði ekki að fylgja þeim lengra áleiðis, en þreyttur lét hann þau vera litlu börnin sín, síðustu end- urminningu þess sem aðeins hefði verið gleði og auður — afsláttailaust. Þar væru ein vorbrigði sönnun þess, að nri væri öllu lokið að fullu. Og það mátti Eiríkur vita! Hann yrði einhverntíma að átta sig sem fullorðinn maður og koma skipulagi á sitt eigið líf. En þessi ákvörðun náði ekki niður í innsta eðli hans. Hann var of þreyttur. Hann lá í rúmi sínu. Hann vildi liggja stundarkorn enn og luigleiða, að hér lægi hann í sínu eigin rúmi. Og fyrir utan var túnið og trén og áin. Það var algerlega kyrrt og hljótt í húsinu. Dálítill vind- þytur í trjánum. Gat hann heyrt árniðinn? Ji, hann heyrði liann t'íst í fjarlægð og myndi heyra hann á morgun, þegar liann vaknaði. Hann hrökk skyndilega upp, óttasleginn af einhverju. Hefði einhver kallað? Hann hélt andanum og hlustaði. Als- staðar var kyrrt og hljótt. Hann kveikti ljósið og leit á úrið. Það var sjö. Hann gat ekki sofið lengur, hann hafði glaðvaknað við skelkinn. Hafði hann dreymt eitthvað? Ekki gat hann munað það. Ef til t ill hefði verið einhver skarkali niðri. Hann fór á fætur og klæddi sig. Þegar hann kom ofan, heyrði hann til stúlkunnar í eld- húsinu. Hann leit inn og spurði, hvort nokkuð hefði gerzt. — Nei, sagði hún. Lækninum líður alveg eins og í gær, og aumingja frúin hefði blundað snöggvast. Hún hefði nú ekki fengið mikinn svefninn uppá síðkastið. Eiríkur gekk hægt inn að herbergi föður síns, opnaði hurðina gætilega og leit inn. Já, faðir hans lá alveg eins og í gær, — og Eiríkur sá enn ljósara en áður, a$ hann myndi deyja. Það var auðséð hverju barni. Móðir hans hafði sofnað í armstól, en það var sem sæti hún á vérði. Loftljósið var slökkt. Sjrikrasystirin sat við rúmið. Hún varð Eiríks vör og heils- aði honum. — Eg ætla að gangá út mér til hressingar, hvíslaði hann inn yfir gólfið, og hún kinkaði kolli. — Hve það var dásamlegt. að koma út, nrildur morgunand- varinn veitti svalandi blæ, og rétt tekið að birta. — Furðu- legt, ótrúlegt að þarna inni væri dauðaherbergi, þessi magn- aða kyrrð, þar sem maður liggur og á að deyja. Þá er eins og öllu herberginu sé kippt útúr veruleikanum sökum þess, að tíminn hefir horfið andartak, — hvar er sá deyjandi, sem á líkama sinn liggjandi hér, meðan vitund hans öll og ver- und er tekin að hverfa? Niðursokkinn í hugsanir sínar gekk Eiríkur burt eftir veginum. Hann gekk mjög hægt. Það var svo gott að anda að sér hlýjum blænum, það var eins og langt stundarhlé að ganga hérna fjarri sjúkraherberginu og vita, að þangað ætti hann bráðum að fara aftur. Hann varð að átta sig á sjálfum sér og aðstöðu sinni núna. Og er hann gekk.hér og hugsaði um þetta, varð hann bæði sinn eigin ákærandi og verjandi: Það er engin meining í þessu lífi rnínu, allt er mér horfið, og ég megna ekki að sjá eitt ár, ekki einn dag frarn í tímann. Eg get varla munað síðasta sinn, sem mér fannst ég vera sæmilegur maður. Já, það er satt. Það stafar af því, að þú varst ofstopafullur þverhaus — og hégómlegur náungi. Nei, ég hefi alltaf verið, eins og ég varð að vera. Það segja allir. Sérstaklega þó allir brjóstumkennanlegir náungar. Þú veizt vel, að hefðirðu ekki verið þrjózkur, of- stopafullur og hégómlegur, þá hefðirðu ekki í full fimm-sex ár vísindalega og kerfisbundið „lokað úti“ allar hugsanir sem ekki voru við þitt hæfi, þar sem þær gátu verið óþægilegar. Meðan þú varst opinskár og hreinskilinn náungi, sem allir vildir skilja eins langt og þér var unnt, einnig það sem þér gazt ekki að, þá gat þér nægt að vera sjálfs þíns guð. —. Manstu eftir því, er þú eitt sinn stóðst við gluggann í dvalaheimili þínu í borginni, þú varst mjög óánægður með sjálfan þig, — og það var stormur í borginni, og þú varst að hugsa um, hvernig stormurinn sá arni þyti nú suður yfir Norðurálfuna og hreinsaði loftið, og þú óttaðist að þú mynd ir að lokum lelrda þar, að þú værir ekki framar „sæmilegur maður“, eins og þú komst að orði, því að þú ættir enga lífs orku. Síðan hefir þú gert sem þér hefir frekast unnt verið til að hlotnast þá orku, — og þér hefir lengi tekizt það. Já, en ég varð að „loka úti“, ætti að verða nokkuð úr mér. Hvað hefir þá orðið úr þér? Nú viltu með glöðu geði af- sala þér öllu þessu, ef þú aðeins vissir, hvað þú sjálfur eigir að hafazt að, hvað eigi að vei'ða úr þér. En það varð of flókið. Sjálfsmorð Níelsar og allt hitt. Eg skildi það ekki og þoldi ekki að hugsa um það. Eg hefi yfirleitt átt mjög erfitt. Það er satt. Hefirðu það í rauninni? Þú hefir einmitt miklu frekar átt auðvelt. Sökum þess að þti ert mjög venjulegur maður. Sökum þess að þú ert stálheilbrigður. Þú ert ekki minnsti snefill af því sem kallað er „intressant". Þú ert svo haaan- lega gerður fi'á náttúrunnar hendi sem frekast er unnt. Mannstu að faðir þinn sagði eitt sinn við þig, að í þér byggju miklir kraftar og góðir? Hann heir átt allmiklu erf- iðara, — en hann hefir verið fíngerður, innilegur, óþreyt- andi unnandi allrar heilbrigði, og með þeirri ástríðu hef- ir hann læknað sjáltan sig. Hve hann hefir elskað heil- brigði þína! Og hafi hann nú um hríð orðið fyrir vonbrigð um, þá hefir hann haft ástæðu til þess. Manstu að hann bað þig líka einu sinni að vara þig á langvarandi hnignun? Þú ættir heldur að bei jast gegn því, — þola sársaukann. ]á, þú ættir heldur að láta það braka og bresta. En ég hefi ekki viljað leggja út á neina þjáningabrautr Eg vildi ekki láta mér líða illa. Þú talar eins og barn. Ætti það að vera of mikils krafist af þéi', að þú gætir þolað dálítinn sársauka? Þú ert kominn langt áleiðis í því að káka við þjáninguna, — og þá sem það gera, voruð þið feðgarnir báðir sanunála um að dæma hart, er þið eitt sinn áttuð tal saman um þau efni. — Þeir væru ekki aðeins kveifaralegir og fánýtir lastmælendur heilbrigð- innar, sem er lífsins dýrmætasta gjöf, heldur spilla þeir einn- ig fyrir þeim, sem raunverulega líður illa, sagði hann. Og þetta skildir þú þá mæta vel. Þér skildist að fyrir raunveru- legri þjáningu á að bera virðingu og káka ekki við hana. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.