Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 12.05.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT FIMM nýir sveinar í múraraiðn bættust í hóp iðnaðannanna á Akureyri um helgina. Frétta- maður skoðaði sveinsstykki þeirra í Amtsbókasafnshúsinu nýja á mánudaginn, myndarlega hluti og vel gerða. Síðan 1950 hafa 30 múrarar útskrifast á Akureyri, en á sama tíma hafa 17 múrarar flutt burtu og starfa flestir þeirra í Reykjavík. Hið verklega próf er miðað við það ■ að nemandinn geti sýnt hæfni sína á sem f'estum sviðum múrverks, ásamt munnlegu prófi og teikningum. I heild má prófið teljast erfitt, segja prófdómendur og leysa það ekki vel af hendi aðrir en þeir, sem eru orðnir góðir fagmenn. — í prófnefnd þessa verklega prófs eiga sæti: Hreinn Óskarsson formaður, Pétur Gunnlaugsson, sem hefur átt sæti í prófnefnd í 15 ár og Jakob R. Bjarnason. — Myndin er tekin við eitt sveinsstykkið, sem er handriðsstólpi og flísalagður veggur. Sveinamir eru (frá vinsíri): Guðni Jónsson, Þórarinn Hrólfsson, Júlíus Araórsson, Snorri Árnason og Jón Friðriksson. (Ljósmynd: E. D.) EKKI GÁTU ALLIR SETIÐ f Skólaslitaræðu sinni sagði Jón Sigurgeirsson skólastjóri Iðnskólans á Akureyri m. a.: „f þriðja bekk stunduðu nám alls 78. Ellefu þeirra lásu bók- legar greinar utanskóla, að eig- in ósk 6, en 5 beðnir að gera það sökum rúmleysis. Samt var setið svö þröngt, að í annarri stofunni þurfti kennarinn að standa upp fyrir 34. nemandan- um, þegar heilsufar var svo gott að allir nemendur mættu.“ ÞÁ STEIG HER Á LAND Fyrir rúmum 25 árum steig brezkur her á land í Reykjavík, og hemámu landið, þrátt fyrir mótmæli Hermanns Jónassonar forsætisráðherra og stjómar hans. Þá sló óhug á þjóðina alla, því hún sá og fann að ísland lá ekki uían við heiminn og gat orðið orrustuvöllur hinnar mestu styrjaldar er þá geysaði. OG HERINN ER HÉR ENN Og Iiílu síðar settust liðssveit- ir niður á öðrum stöðum, seinna hermenn frá Bandaríkjunum, sem sitja hér ennþá á einu homi landsins og er á þeim ekkert fararsnið. Síðan landið var hernumið fyrir aldarfjórð- ungi, hefur margt breytt um svip í þjóðlífinu. Verkmenn- Kyimingar- og fræðslufundur F. í. í gær í GÆR bauð Flugfélag íslands fréttamönnum tU kynningar- og íræðslufundar að Hótel KEA, samkvæmt þeirri nýskipan fé- lagsmála, sem Fí tók upp í fyrra og þá var frá sagt í fréttum, ásamt fyrsta slíkum fundi höldn um á Akureyri. Kristinn Jónsson, sem er um- dæmisstjóri í Norðlendinga- fjórðungi, eða frá Hvammstanga að Vopnafirði, bauð gesti vel- komna en Einar Helgason sagði frá nýjungum í starfi og óskaði fyrirspurna og ábendinga í starfi Flugfélagsins. Hann gat þess m. a. að nú væri ákveðið að skipuleggja á ýmsum stöðum landsins áætlunarferðir bifreiða í sambandi við flugið til hinna ýmsu staða, til þess að auðvelda mönnum ferðalögin. Vopnfirð- ingum á að auðvelda leið með áætlunarferðum bifreiða til Þórshafnar, Raufarhöfn og Kópasker verða í öðru númeri, Dalvík og Akureyri, síðar Ól- afsfjörður, þegar vegasamband kemst á. Á sama hátt verða skipulagðar ferðir til og frá Austfjörðum í sambandi við flug til Egilsstaða o. s. frv. Á hinum ýmsu leiðum til flugvallanna- eiga farþegarnir að koma beint á flugvöllinn. Þá verða fjölskyldufargjöldin látin gilda í sumar. Felst í því mjög mikill afsláttur. Þá sagðí ræðumaður frá, að á hverju athafnasvæði Fí yrði væntanlega komið á laggirnar ráðgefandi nefnd, sem höfð yrði með í ráðum um samningu flug áætlana til viðkomandi staða og kæmi hún óskum og ábending- um á framfæri. Um vöruflutninga til Reykja- víkur hefur verið tekinn upp sá háttur að sendandi getur greitt fyrir flutninginn heim- sendann til viðtakenda. Kemur það sér vel þegar um áríðandi flutning er að ræða. Þá gat ræðumaður þess, að nú gætu Akureyringar í fyrsta sinn flogið samdægurs til Norð- urlandanna. Trúnaðarmenn Flugfélagsins á Norðurlandi eru nú 11 talsins og hafa þessir bætzt í hópinn frá því í fyrra: Gunnai' Jónsson Dalvík, Þorsteinn Hjálmarsson Hofsósi, Gunnar Sigvaldason Ólafsfirði, Þorsteinn Sigurjóns- son Blönduósi og Friðgeir Stein grímsson Raufarhöfn. Á öðrum stað í blaðinu segir frá væntanlegri komu hinnar nýju flugvélar Fí til Akureyr- ar á sunnudaginn kemur. □ Feikna grásleppuveiði fyrir austan Forsjálni kaupfél.stj. á Þórshöfn Gunnarsstöðum, Þistilfirði 11. maí. — Hér stunda menn grá- sleppuveiði með sæmilegum ár angri og eitthvað hefur aflast á íæri, enkum út við ísinn. Hér er annars allur ís farinn frá landi, en austanáttin hefur þó ísfyllt nokkrar víkur svo sem Viðarvík. Nú er snjólaust að heita má og sauðburður fer að hefjast. Við erum argir út í Skipaút- gerð ríkissins vegna flutning- anna. Við eigum vörur hér og hvar á Austfjörðum og hending virðist ráða hvenær við fáum þær. Árvakur flutti vörur til „verndaranna á Heiðarfjalli", enda verða þeir að sitja fyrir. Hinsvegar eru útsæðiskartöfl urnar okkar suður á Norðfirði og eru ekki væntanlegar á næst unni. Ein geta ber þess sem vel er gert. Kaupfélagsstjórinn okkar, Gísli Pétursson gekk í það með dugnaði og fyrirhyggju að safna upplýsingum um neysluþörf ýmiskonar þungavara og fá þær vörur fluttar til Þórshafnar áð- ,ur en ísar lokuðu leiðum. Að því höfum við búið til þessa. Hefur hvorki skort kjarnfóður eða olíur. Q Raufarhöfn 11. maí. Við erum ennþá alveg innilokaðir, því hér er samfeld íshella alveg upp að höfninni og svo langt út sem sézt. Þó grillir í auðan sjó lengst út. Vír er strengdur fyrir hafn armynnið. Hér liggur Bakkafoss fastur. Hann kom hingað með þurrkara og ýmislegt fleira í síldarverksmiðuna 4. maí. Tvö lýsisskip komu hingað fyrstu dagana í maí og tóku samtals 1500 tonn af lýsi. Öðru skipinu gekk mjög treglega að komast út en hinu betur. Það voru BILVELTA FÓLKSBIFREIÐ valt út af veg inum skammt norðan við Akur eyri s.l. laugardagskvöld. Hún eyðilagðist en farþegar sluppu ómeiddir að heita mátti. Um helgina var einn ökumað ur tekinn fastur fyrir meinta ölvun við akstur. ,Q fyrstu skipin, sem hingað komu síðan 20. marz. í kjölfar áðurnefndra olíu- skipa fór 18 tonna mótorbátur- inn Þorsteinn héðan út með grá sleppunet sín og hélt til Kópa- skers. Þar hefur hann rifið upp grásleppuna. Litlu síðar fóru aðr ir með smáskekktur héðan á bíl einnig til Kópaskers og mok- veiða. Menn hafa fengið allt að 100 grásleppur í net. Sjá allir hvers virði slík veiði er með því verði, sem nú er á grásleppu- hroggnunum. Fyrir nokkru síð an, þegar ísinn lónaði ögn frá landi hérna, var reynt við grá sleppuna og var veiði ágæt, enn fremur fékkst mikill þorskur í net. Sjómenn á Þórshöfn hafa feng ið ágætan afla á handfæri út við ísröndina. Okkur þykir hart að vera svona innilokaðir og geta ekki stundað veiðar, vitandi um mikinn þorsk og grásleppu hérna rétt fyrir utan. H.H. ingu þokað á leið, liagsæld manna aukizt og ruddir vegir nýrra tækifæra. Sú framsókn fylgdi í kjölfar lýðveldisstofn- unarinnar 1944 en ber þó kebn af nánum kyiinum við herveldi, hemámi og erlendum áhrifum. íslendingar stóðust ekki að fullu það próf, þegar emangrun- armúrinn féll og hafa ekki, þrátt fyrir framfarir, náð sér að fullu og verða e. t. v. aldrei samir menn. KOMMÚNISTAR OG STÓRIÐJUNEFND Iðnaðarmálaráðherra skýrði frá því á Alþingi fyrir skömniu, að liann liefði loks boðið kommum að eiga tvo fultrúa í þing- mannanefnd þeirri, se m íveíur var sett á laggirnar til athugun- ar á stóriðju- og stórvirkjunar- málum. Þeir þágu boðið. Um þetta urðu í vetur harðar deil- ur og var því þá haldið fram af Framsóknarmönnum, að ástæðu laust væri að ganga framhjá þingflokki í þessu cfnL Nefnd þessi er ekki st’órnskipuð, held- ur tilnefnd af þingflokkunum og valdalaus. UNDARLEG AUGLÝSING í útvarpinu var í fyrradag aug lýst, að aðeins þrjár sýningar á operettunni Nitouche, sem LA sýnir um þessar mundir, væra eftir. Sýningar eru orðnar fast að 20 talsins, sem er alveg ó- venjulegt og jafnan fullt hús. En hvers vegna að hætta sýn- ingum meðan aðsókn er jafn ágæt? Eru Ieikarar að yfirgefa bæinn eða veikir? Nei, tveir að alleikaramir sem blaðið talaði við í gær höfðu ekki heyrt slíks getið, eða að til stæði að hætta sýningum, enda væri slíkt furðu legt meðan fjöldi fólks á eftir að komast að til að sjá operetíuna. FORÐAGÆZLUMENN Því miður er það staðreynd, að nokkrir bændur í héraðinu komust í heyþrot fyrir sumar- mál, þeirra á meðal stórbændur með marga tugi nautgripa. En aðrir eru aflögufærir. í þessu sambandi er vert að íliuga, hvort forðagæzlumenn séu ekki starfi sínu vaxnir, að áætla fóðurþörfina, eða hvort forða- gæzla hafi engin verið í sum- um hreppum. q Mikið skemmtanalíf Ólafsfirði 11. maí. — Aflinn glæðist ekkert ennþá en grá- sleppuveiðin er sæniileg. Heim eru komnir bátarnir, sem voru á Suðurlandsvertíðinni. Mikið er um skemmtanalíf þessa dagana. Á fimmtudaginn kom hingað Karlakór Reykja- víkur og söng við ágætar undir tektir. Frá Akureyri kom Leik- félag Akureyrar með operett- una Nitouche og skemmti mönn um ágætlega. Og svo hélt Fram sóknarfélagið árshátíð sína og var þar fjölmenn og góð skemmt un. Þá kepptu hér Akureyring ar við heimamenn á skíðmn, bæði í svigi, stórsvigi og stökki. B.S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.