Dagur - 15.05.1965, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
HÓGVÆRIR MENN
0G RÁÐAFÁIR
ÚTVARPSUMRÆÐURNAR fyrr í
vikunni vöktu mikla athygli og mjög
að vonum. Stjómarflokkarnir voru
þar í vöm. Aðstaða þeirra var erfið
og duldist það engum, þótt uppgjöf
væri ekki viðurkennd. Það væri illa
gert að ásaka núverandi ríkisstjórn
fyrir að hafa ætlað að stjórna landinu
illa. Slíkt er engri ríkisstjórn í huga.
En það væri napurt háð að halda því
frant, að vel hafi tekizt að stjórna
cfnahagsmálum þjóðarinnar síðustu
5 árin. I»ó er margt vel um það, sem
stjórninni er ekki sjálfrátt og æðri
forsjón er fyrir að þakka. Má þar
nefna metafla ár eftir ár og ennfrem
ur það, að hver uggi, sem veiðist úr
sjó er seldur við hækkandi verði. En
þetta tvent hefur gert ríkisstjóminni
mögulegt að sitja svo lengi í ráðherra
stólunum, þrátt fyrir vanefndir sín-
ar og ráðaleysi á mörgum sviðum og
jafnvel afglöp ,sem seint verða bætt.
Fjárhagur ríkissjóðs hefur ekki
fengist upplýstur og er þar rætt um
greiðsluþrot. Fráfarandi fjármálaráð
herra vildi um allt annað fremur
ræða, er liann skildi við embætti sitt
og flutti lokaræðu sína á Alþingi. En
hið nýja innanlandslán nú, talar sínu
máli, svo og skýrsla Jóh. Nordals fir-
ir skömmu. Allir vita hverjar efndir
urðu á skattalækkunarloforðunum
og nægir þar að minna á, að álögur
á almenning, samkv. fjárlögum hafa
fjórfaldast í tíð núvarandi ríkisstjóm
ar og uppbóta- og niðurgreiðslukerf-
ið, sem bannsungið var af núverandi
stjórnarflokkum, lifir góðu lífi og
eykst með ári hverju. Erlendu skuld-
irnar hafa líka vaxið þótt lækkun
þeirra væri ein af aðalforsendum fyr
ir öllu „viðreisnar“-planinu.
Vöruverð og þjónusta hefur hækk
að um 90% en kaupmáttur launanna
í lægri launaflokkum hefur minkað.
Það er árangur af glímtt núverandi
ríkisstjórnar við dýrtíðardrauginn.
Hin fögru orð, að standa helgan vörð
um íslenzku krónuna, eru enn endur
tekin í stjórnarherbúðunum, eftir
tvær gengisfellingar og með óðaverð-
bólguna í fullu fjöri. Manni verður
á að hugleiða hvernig farið hefði í
efnahagsmálunum, ef hér á landi
hefði að undanförnu verið aðeins
meðal-aflaár eða lélegri, eða mark-
aðir erlendis þrengst. Við slíkar að-
stæður hefði hér ríkt neyðar- og upp-
lausnarástand. Þessar staðreyndir eru
loks öllum að verða ljósar og því
vora ræöumenn stjórnarflokkanna
hógværir þótt þeir reyndu að bera
af sér þungan áfellisdóm andstæðing
anna í eldhúsdagsumræðunum. Og
þessvegna m. a. er nú verið að setja
Iiinn nýja aluminiumsjónleik á svið
með aðstoð útlendinga.
• .
t —«■ ii m .
„UM DAGINN OG VEGINN“
Fyrir nokkrum árum lá blátt
bann við þvi að auglýsa dans-
skemmtun í Ríkisútvarpinu, þ.
e. a. s. dans mátti ekki nefna
í því sambandi. En á einn og
annan hátt var þó hægt að gera
fólki kunnugt, hvað til stæði,
t.d. ljúka augl. með orðunum:
Hljómsveit leikur eftir kl. 10!
Þetta var því alltaf þýðingar
lítið ákvæði og eðlilegt að þar
yrði smátt og smátt dauður bók
stafur aðeins og dansleikur hik
laust nefndir og auglýstir á
margnefndum „öldum ljósvak-
ans“. En það er fyrst á þessu
ári, sem ég hefi í útvarpi heyrt
auglýstan dans á skírdags-
kvöldi! Er það nú ekki nokkuð
langt gengið í kristnu þjóðfélagi
að efna til og auglýsa danssam-
komu í drykkjuhúsi á því
kvöldi, þegar minnast skal skiln
aðarstundar frelsarans og læri
sveinanna angistar hans í gras-
garðinum og svika Júdasar? Er
nokkurt kvöld ársins siður til
þess fallið (meðal kristinna
manna) að gleðjast við dans og
drykkju? Dans getur verið
íþrótt og list, jafnvel lofgjörð
til skaparans, en með áfengi, ó-
hljóðum í ógnarþrengslum og
hálfrökkri er slíkt ekki til stað
ar!
í þvílíkri bendu hljótum við
fremur að lenda í hópi óvin-
anna í Getsemane, eins og við
vildum segja: „Allt í lagi Júdas
minn! Við stöndum með þér.
Komdu og fáðu þér einn lítinn.“
En kristur hefur fyrr fengið
að biðja: „Faðir, fyrirgef þeim,
því að þeir vita ekki hvað þeir
gjöra“. —Nei, þessa dansauglýs
ingu hefði Ríkisútvarpið átt að
neita að flytja, engu yfirvaldi
ætti að líðast að leyfa slíka
skemmtun, engir ættu að óska
eftir að koma henni af stað.
Sama ætti og að gilda um kvöld
jóladags, páskadags og hvíta-
sunnu, þótt komið sé fram yfir
miðnætti. Hér um þurfa e.t.v.
ákveðnari fyrirmæli en eru hjá
okkur nú.
Og þessi kvöld ætti sannar-
lega að vera lokaður „barinn“,
hvarvetna. Selstöðu-kaupmenn-
irnir dörisku gættu þess reynd-
ar jafnan að hafa tóbak og
brennivín á boðstólum, þótt
mjöl væri maðkað og nauðsynja
vörur af skornum skammti.
Þeim safnaðist drjúgur skilding
ur af sölu hinna. En mæður
börn og margir aðrir góðir land
ar biðu af þessu óbætanlegt tjón.
Og loks fékk þjóðin, fyrir bar-
Fögur minningargj’öf
í DAG barst mér í hendur fög-
ur minningargjöf til Æskulýðs-
félags Akureyrarkirkju. — Eru
það tíu þúsund krónur, sem
hjónin Sverrir Magnússon og
Guðbjörg Ingimundardóttir gefa
til minningar um Valmund son
sinn, sem drukknaði 13. maí
1961. —
Valmundur er minnisstæður
þeim, er hann þekktu. Hann
vakti traust með sinni prúðu
framkomu. — Hann var góður
félagi, hlýr og skyldurækinn.
Um leið og þakkað er af alhug
fyrir fórnarhug og vinsemd gef
endanna, er Guð beðinn um að
blessa minninguna um góðan
dreng. —
Akureyri, 13. maí P.S.
áttu og dug sinna beztu manna,
verzlunina og völdin öll í sínar
hendur. En hver er svo árang-
urinn? Margvíslegur og í mörgu
góður, auðvitað.
En sl. ár seldi íslenzka lýð-
veldið þegnum sínum áfengi fyr
ir 319 milljónir króna og er það
þó ekki nærri því allt, sem
drukkið er af þeim görótta
drykk. Græðir nú ríkið á þess
ari verzlun eða á þetta að vera
greiði við þegnana? Ekki telja
þeir það Fjölnis-félagarnir ungu
„við ætlum alls ekki að slaka á
bindindisheitinu", sagði gjald-
keri þeirra, ákveðinn, er ég átti
tal við hann. En unga fólkið og
áfengismálin eru af skiljanleg-
um ástæðum ofarlega á dagskrá
hjá okkur íslendingum á síðustu
árum og enn er þar óleystur
vandinn.
Snorri Sigfússon, sá fágæti
skólamaður, ræddi þetta í út-
varpserindi á fyrra ári og lagði
til að kallað yrði saman þing val
inna fulltrúa félagasamtaka um
allt land. Uti um land var til-
lögu þessari fagnað. Þessi mál
snerta alla íslendinga, þar eiga
engin flokka-sjónar-mið rétt á
sér, og nefnd Stcr-Reykjavík-
inga þótt mikil sé — ræður ekki
við þau! Tillaga í samræmj við
erindi Snorra var flutt á Al-
þingi í fyrravetur en fékk ekki
afgreiðslu aðra en þá, að ríkis-
stjórnin fengi hana til álits. Síð
an ekki söguna meir! Hvað líð-
ur málinu?
Nú hefur þó loksins það á-
unnist að vegabréfaskyldan er
lögfest. Víst er það spor í átt-
ina, ef fylgt verður eftir af góð
vilja og samvizkusemi. En leyni
vínsöluna verður að taka miklu
fastari tökum, t.d. með stórum
sektum og réttindamissi þeirra,
er sannir reynast að sök.
Þess verður oft og víða vart,
að þeir bindindissömu eru horn
rekar á almennum samkomum í
veitingahúsum. Þeir eru oft
■ seint afgreiddir og jafnvel neit
að um borð, þótt til séu, í von-
um aðra, þyrstari í sterku drykk
ina. Hér er sannarlega öfugt að
farið, — fólki sýnt fram á, að
það tapar réttindum, nema það
setjist að áfenginu — og sjá
allir, til hvers það getur leitt.
En meðan sá háttur er á hafður
að þjónar í veitingahúsum hljóti
laun eftir því hvað þeir eru dug
legir að selja, og áfengið verð-
mesta varan. — Þá er freisting
in nærri og. mörgum hætt við
falli. Enginn ætti að verðlaun-
ast fyrir það að selja sem mest
áfengi, og góðir þjónar eiga skil
ið að fá gott kaup, og ætti að
vera um það samið eins og í
öðrum starfsgreinum. Bæði
þeim og samkomugestum myndi
sú breyting til aukinnar ánægju
og blessunar, ef til kæihi.
En viku eftir páska — eftir að
ofanritaðar línur komu á biað
ræddi Heiðar Ástvaldsson um
það í danskennslutíma sínum
í útvarpinu að óskiljanlegt væri
sér þetta gamla viðhorf, að ekki
mætti dansa laugardagskvöld
fyrir páska. Heiðar vill vafa-
laust kenna fallegan dans og
virðist ekki þekkja annað en
fegurð og sakleysi í sambandi
við dansgleðina. En tilburðir
fólks og hreyfingar margra við
suma hinna nýrri dansa sýna
sannarlega takmarkaða fegurð,
og svo, þegar við bætast org
og fáránleg óhljóð frá lubba-
legri „bítla“-hljómsveit, þá
finnst mér fegurðin víðsfjarri og
ekkert eftir, sem tilheyra ætti
kyrrð og kelgi skírdagsharmi og
iðrun föstudagsins langa og eft-
irvæntingu páskahátíðar. Hitt
er líka fráleitt — eins og mér
virðist H.Á. telja, að safna
íþróttafólki saman þetta kvöld,
til þess að drekka, sjá og heyra
„Þá lubbalegu hljómlistarmenn
m.m. enda eru allar slíkar
skemmtanir alveg óleyfilegar á
aðfarakvöldi stórhátíðar. Til
þessa eru líka nóg önnur kvöld
— segja nú sumir. En gildandi
lagagrein segir skýrt og ákveð-
ið: „Kvöldið fyrir aðra stórhátíð
isdaga eru allar almennar
skemmtanir bannaðar eftir mið
aftan.“
— Meira.
Svarfaðardal, 5. maí. Skólaslit
Barna og Unglingaskólans á
Húsabakka fóru fram í Þinghús
inu í dag.
Skólastjóri Þórir Jónsson
flutti þar athyglisverða ræðu
um skóla og uppeldismál.
La%ði enn sem fyrr megin
áherslu á samstarf heimili og
skóla. Taldi að ef það samstarf
væri náið og gott, næðist sá
bezti árangur sem hægt væri
um uppeldi æskunnar í landinu.
Ræddi ennfremur um skólakerf
ið eins og það er framkvæmt nú
og taldi að sveitabörn, t.d. hér
í Svarfaðardal nytu einungis um
% kenslutíma á móti kaupstað-
arbörnum. Þá talaði hann um
fólkstrauminn úr sveitum til
bæjanna og sýndi með rökum
sögunnar að hver sú þjóð sem
hefði yfirgefið sveitirnar og
landbúnaðinn, hefði innan
skamms brostið þrek til að halda
við menntun sinni og menningu.
Taldi óhjákvæmilegt að lengja
skólatímann í Húsabakkaskóla
einkum fyrir unglingana. Enn-
fremur að byggja þyrfti upp at-
vinnurekstur í sveitum sem
stuðlað gæti að því að fólkið
hefði næg verkefni — á sjálf-
stæðum grundvelli — heimafyr
ir, um leið og það skapaði því
fjárhagslegt öryggi. —
í skólanum voru í vetur alls
53 nemendur, og svo yngri
börn í haust og vorskóla. Úr
unglingadeild útskrifuðust 14.
Hæstu einkun höfðu: Gunnlaug
ur Snævarr og Vignir Sveins-
son báðir með 8,74. —
í yngri deild hlaut hæstu eink
un Árni Björnsson 8,23. Hæstu
einkun á barnaprófi hlaut Ingi-
björg Snævarr 8,72. í yngri deild
hlaut hæsta einkunn Margrét
Gunnarsdóttir 7,70.
Skólinn veitti bókaverðlaun
til eins nemanda í hverri deild
fyrir beztu frammistöðu í ís-
lenzku. Hlutu þau þessir nem-
endur: Gunnlaugur Snævarr,
Sólveig Kristjánsdóttir, Ingi-
björg Snævarr og Atli Halldórs
son.
Þá hlutu líka bókaverðlaun,
piltur og stúlka fyrir mestu eink
unnarhækkun frá fyrra ári.
Voru það: Baldvin Arngrímsson
og Elinrós Sveinbjörnsdóttir.
Ennfremur afhenti Hjörtur
Þórarinsson bókaverðlaun frá
FYRSTA HEr'TI þessa árs af
landkynningarritinu Iceland
Review er nýlega komið út, og
er að þessu sinni verulega helg-
að Akureyri. Er þar m. a. ávarp
frá bæjarstjóranum á Akureyri
og forseta bæjarstjórnar, mynd
skreytt grein um Akureyri eftir
Sverri Pálsson skólastjóra,
greinar um atvinnulífið og ýmis
helztu fyrirtæki á Akureyri
eins og KEA, Lindu, Niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar
o. fl., en áður hefur ritið sagt
frá iðnfyrirtækjum samvinnu-
manna, Valbjörk og öðrum
fyrirtækjum, sem framleiða fyr
ir erlendan markað að hluta.
Lionsklúbb Dalvíkur til þeirra
sem höfðu hæsta einkunn í skól
anum þau hlutu: Gunnlaugur,
Vignir og Ingibjörg.
Skólastjóri þakkaði fyrir gjaf
ir sem skólanum höfðu borizt.
Magnús Gunnlaugsson verka-
maður á Akureyri hafði enn á
ný gefið nokkur bindi bóka og
Hjalti Haraldsson oddviti gaf
ljósprentað íslandskort Guð-
brands biskups Þorlákssonar.
Sýning á handavinnu nem-
end gat ekkí orðið vegna for-
falla nú, en gert ráð fyrir að
hún verði síðar á vorinu. —
Auk skólastjóra starfaði við
skólann einn fastur kennari:
Björn Daníelsson.
Handavinnukennarar: Frú
Helga Þórsdóttir og Hjalti Har-
aldsson.
Tónlistardeild starfaði við
skólann. Kennari Gestur Hjör-
leifsson söngstjóri Dalvík. G.V.
(Framhald af blaðsíðu 1).
að þar þarf lífsreynsla, sem
flestra að koma að notum, og
lífið er svo fjölþætt og fjöl-
breytt.
Frú Sigríður benti á, að
fleiri agnúar myndu hafa orðið
á almannatryggingunum ef kon
ur hefðu ekki látið þar til sín
taka. Hið sama gilti um aðbún-
að vangefins fólks. Frumkvæð-
ið að lögum um það mál hefði
frú Guðrún Lárusdóttir átt og
konur hefðu þar lagt fram mik-
ið starf. Ekki væri ólíklegt að
hjúkrunarmál og starfsaðstæð-
ur barnaverndarnefnda væru
nú í betra lagi, ef kona hefði
setið í ráðherrastól og stjórnað
þessum málum.
„Ef við ekki tökum sjálfar
þátt í opinberum málum, þá er
erfitt fyrir okkur að finna að
því, sem þar er illa gert,“ sagði
frú Sigríður. Það er skylda okk-
ar að nota til fulls þá hæfileika,
sem guð hefur gefið okkur.
Mörg eru vandamálin, sem
þarf að leysa. Meðal þeirra
mála er aðbúnaður aldraðs
fólks hér á landi. Vandamenn
geta ekki alltaf séð um það.
Heimilin eru fámenn, og þegar
húsmóðirin verður að annast
allt, er það ofviða fyrir hana að
sjá um gamla fólkið. Norður-
Grein er um ferðamál á Norð-
urlandi og hina góðu aðstöðu
Akureyrar til að taka á móti
erlendum ferðamönnum, og er
þar getið hótela og veitinga-
staða í bænum. Þessi Akureyr-
arkynning er prýdd fallegum
myndum frá Akureyri, m. a. er
opna ritsins prýdd mjög fallegri
litmynd af sumarkvöldi við
Eyjafjörð.
Af öðru efni ritsins má nefna
sérstaka kynningu á íslendingn
um Leifi heppna eftir prófessor
Þórhall Vilmundarson, þar sem
höfundur sýnir fram á með
óyggjandi rökum, að Leifur var
fæddur íslendingur, og birtir
ritið sérstakt kort um hinar
miklu sæferðir hans og forfeðra
hans. Grein er um íslenzk
tryggingarmál, hina miklu síld-
veiði á síðasta ári, Grænlands-
flug Flugfélagsins, myndir af
hinum nýju flugvélum Loft-
leiða, íslenzk fiskiskip auk
fjölda annarra greina um út-
flutnings- og atvinnumál.
Þetta síðasta hefti Iceland
Review er stærsta og glæsileg-
asta heftið, sem þegar hefur
komið út af ritinu, og er ekki
að efa, að margir muni senda
það vinum og viðskiptavinum
erlendis, enda fyrst og fremst
ætlað til kynningar á íslenzk-
um málefnum erlendis.
Ritstjórar Iceland Review
eru þeir Haraldur J. Hamar
blaðamaður og Heimir Hannes-
son lögfræðingur, en umbrot og
teikningar eru í umsjá Teikni-
stofu Gísla Björnssonar.
Iceland Review er selt á Ak-
ureyri í bókaverzluninni Huld
og Bókaverzlun Jóhanns Valde-
marssonar.
löndin eru hér komin lengra en
við hvað snertir hjálp, þjálfun
og allan aðbúnað gamals fólks.
Við þyrftum að geta veitt
gömlu fólki, sem býr í heima-
húsum, aðstoð, fólki sem vill
sjá um sig sjálft, en á erfitt með
það. T. d. hjálp til innkaupa,
þvotta o. s. frv.
Gætu ekki húsmæður, sem
vilja vinna úti nokkra tíma á
dag, tekið þetta að sér. Slíkt
ætti að vera vel borgað.
„Konur, beitum okkur áfram
fyrir líknarmálum og lausn
þeirra.“
Það eru of fáar konur í skóla-
nefndum. Þær ættu þó bezt að
vita, hvar skórinn kreppir í
þeim málum.
Konur ættu ekki að hræðast
að leggja inn á nýjar brautir.
Að loknu erindi frú Sigríðar
þakkaði frú Jónína henni kær-
lega fyrir vel flutt, fróðlegt og
skemmtilegt erindi, og konurn-
ar létu í ljós ánægju sína með
áköfu lófataki.
Síðan var drukkið ágætt síð-
degiskaffi á KEA en að því
loknu sýndi frú Sigríður fróð-
legar og fallegai' skuggamyndir
frá ferðum sínum, bæði hér
heima og víða um heim.
Þótti konunum vænt um að
fá þessa góðu heimsókn. □
J. J. Brekknakoti.
Skólaslil í Svarfaðardal
- FÉLAGSSTARF KVENNA ÞARF AÐ AUKA
RONALD FANGEN
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
<HJ<KHJ<HJ<HJ<HJ<HJ<KI
38
KKKKKKKKKKKKKBJ
En ég hefi heldur ekki kákað. Það er andstyggileg ásök-
un, og ég samþykki hana ekki. Ég vildi ekki láta mér líða
illa, ég vildi gleyma öllu masi og fjasi, og það er hreinskil-
inn leikur, ærlegt spil.
Þtt mátt gjarnan nefna það því nafni, sé þér nokkur
ánægja í því. En telur ekki hraustur piltur það lítilmann-
legt að hlaupa af hólmi, er skorað hefir verið á hann? Og
enn meiri lítilmennska er það sennilega að segja: Það var
alls ekki skorað á mig, ég er sannarlega of borginmannlegur
til þess, — ég er „hátt yfir það hafinn,“ — þegar maður hefir
orðið fyrir slíkri árás, að við liggur að æpa.
Ég var ekki svo hart leikinn, að ég geti æpt. Ég var skelk-
aður af því, hve öðrum gekk illa. En ég gat ekki látið það
hefta för mína, ég varð að vinna, og ég hefi ætíð heyrt að
það væri það, sem manni bæri að gera.
Starf er ágætt. En sé tilgangurinn sá að gleyma sjálfum
sér, þá er það engu betra en hver önnur svæfing. Þú hefir
vitandi vits og viljandi svæft sjálfan þig.
]á, það er þannig, að ég hafi í hálfgerðu meðvitundar-
leysi gert ýmislegt sem mér er ekki eiginlegt. — Já, það er
satt.
Það er ætíð synd að niðurlægja sjálfan sig. Flestir þurfa
að hefja sig, þeir þrá það og stefna að því marki, eins og
mælt er, en þeir megna það ekki. Þú hefir haft næga krafta,
en þú hefir ekki beitt jreim. Það er þín synd. Og þá er það
einskis virði, að þú hafir þó ekki gert neitt eiginlega rangt.
Því að maður stigbeygir ekki syndina. Syndin er ætíð algild.
Og þessvegna líður þér ekki vel. Þessvegna hefir þú visnað
innra með þér og finnur til tómleika. Þessvegna ertu
skömmustulegur og skelkaður. Skömmustulegur sökum
þess, að þú hefir stöðugt á tilfinningunni að þú sért að
sökkva.
Já, það er satt, gæti ég aðeins gert mér ljóst. hvenær var
það, að ég byrjaði á allri þessari fásinnu?
Það var fyrst þegar þú barðir Níels vin þinn vegna þess,
að Ástríður unni honum.
Nei, það var vegna þess, að hann var ruddalegur við
hana og fórst svo illa við hana.
Nei, Jrað var vegna Jress, að hún elskaði hann, vegna
Jress að Jrér fannst hann ekki eiga Jrað skilið, vegna Jress að
Jrér fannst, að Jrað væri Jtú sem ættir að njóta ástar hennar,
og að honum bæri að hrynda enn lengra iit í myrkrin. Og
Jretta hefðirðu líka skammast Jrín fyrir Jjau tvö skiptin sem
Jdú hefir staðið -túð gröf hans og huggað Jrig við að vita:
Þangáð fer ég ekki. Það var móðgaður hégómleiki þinn og
stærilæti. Það var heilbrigðis-ofstopi Jainn sem ekki vildi láta
sér skiljast, að mannleg ást getur leitað þangað sem Jress er
mest þörf: einmitt til slíks pilts sem Níels var.
Já, en hann skildi ekki einu sinni, að hamingjan kom til
hans.
Jú, sei-sei, hann skildi það vel. En hamingjan getur verið
heimtufrek, og hann var ekki nógu sterkur til að takast
Jrær kröfur á hendur.
En það hefði ég verið.
Þú? Þú vildir fá hamingjuna ókeypis. Eða að minnsta kosti
útí hans reikning. En samt varstu sæmilega fastur í rásinni,
Jdví Jrað er satt, að Jdú elskaðir Ástríði og gazt ekki skilið, að
]ni værir útilokaður. Þegar Níels svo var dáinn, — þá hugð-
ist þú að bregðast jákvætt við og huggaðir Jrig við Jrað með
því að sökkva þér niður í starf þitt. En þú brást einnig nei-
kvætt við, vegna þess að stærilæti þitt bannaði þér að viður-
kennaþann raunveruleika, að þér var hafnað af stúlku, sem
þú framvegis elskaðir. Sem Jjú stöðugt hefir elskað upp frá
því. Sem Jiú elskar enn í dag.
Elska ég Ástríði ennþá? Það er þess vegna sem ég vil ekki
kvænast Edith? Og ég get ekki sagt henni neina ástæðu sök-
um Jtess, að ég veit ekki sjálfur að ég elska Ástríði.
Og Jiað var Jiess vegna sem jiú spurðir Rút, hvort hann
væri ástfanginn af stúlku, sem hann hefði Jiekkt áður. Það
var Jiessvegna sem Jvér gramdist svo svakalega við Bjart unga.
Það var annars Jressvegna líka sem Jdú varst svo samfélags-
lega hégómlegur um langa hríð, — Jni hugsaðir að hún hlyti
að sjá eða frétta, hve óhemju duglegur Jni værir! — Níels
var ekki duglegur. En samtímis gleymdir þú henni rneir
og meir. Því lnin hafði hafnað þér. Og þú áræddir ekki að
eiga á hættu að láta hafna þér í annað sinn. Og þú Jjorðir
ekki aðlyha að þú þorðir ekki. Þrjóska. Fordild. Og hugleysi
Hann elskaði Ástríði. Það var satt, það var sannleikurinn
eini. —
Eiríkur var kominn á rólegan stíg, sem lá meðfram ánni.
að var hér sem hann gekk með föður sínum vorkvöldið
minnisstæða fyrir mörgum árum. Hann settist á vegbrúnar-
stein og sá fyrir sér tilfinningamagnið. Hefði hann þá ekki
verið eins heilbrigður og hraustur, hefði ekki reynst jafn-
erfitt að fela þessar hugsanir sínar, svo að hann í því skýni
varð að leita á aðra vegu og lélega. Hann gat ekki neitað
Jdví, að Jrað væri synd huglaus og andstyggileg synd, og hon-
um var það ljóst, að hefði hann ekki verið jafnhraustur og
blátt áfram, gæti honum hafa farnast enn verr, — Jrá gæti
hann hafa glatast í veiklun og lausung allskonar — eins og
Bjartur ungi, hann hefði getað orðið harður og sinnulaus
mathákur, kaldur og kærulaus valdasníkir — hann hefði
getað labbað glötunarveginn norður og niður á margan
hátt. Það var ekki honum að þakka að hann hefði sloppið.
Því það hlaut að vera satt, að ekki væri stigbreyting í synd-
um, sérhver sjálfsniðurlæging væri algild út frá eigin for-
sendum.
En síðan, — Jjetta væri sennilega rétt: er Jrað ekki sjálft
eðli ástarinnar að verða að nti marki sínu. Það er Jdó starfræn
tilfinning, og.ekki getur hraustur maður með hold og blóð
borið hana með sér og sætt sig við að vita aðeins, að þarna
sé hún. Nei, eigi maður hæfileika til sterkrar sameiginlegr-
ar ástar, ástar sem er hvorttveggja í senn, jafnsterk sálrænt
sem kynrænt, Joá er Jrað sá auður sem í sjálfu sér er ham-
ingja, — og Jdví verður ekki neitað. Að öllu athuguðu verð-
ur maður að vita hvað hann hefst að. Var það ekki Eiríkur
sjálfur, sem hefði unað sér við keypta ást, — þar til einnig
luin tók að krefjast annars og meira? En allt þetta með
keypta ást, — það hefði honum sennilega hugkvæmst ósjálf-
rátt, svo að Jjað skyldi ekki blandast saman við ástina til
Ástríðar, — til þess að spjalla hana ekki? Hvernig hefði
hann getað Jtað. Hann liefði niðnrlægt sjálfan sig. Þann
auð sem hann sjálfur átti. Hann hefði ekki beitt neinu afli.
Engum vilja til að breyta á betra veg Jdví sem miður var.
Og Jrar að auki: hver hefði sagt, að hann mætti ekki gera
Ástríði að takmarki ástar sinnar. Ástin svíkur aldrei mark-
mið sitt. Að vísu var Jrað svo, að Ástríður elskaði Níels, hann
vissi og skildi að lokum, að ást hennar til Níelsar var orðin
svo ofboðsleg, hefði hertekið liana alla sökum þess, að hún
barðist um hann með öllu því sem var tortímingarmagn í
honum sjálfum. \hssi Eiríkur ekki að hér var barist um líf
og dauða? Þetta var í fyrsta sinn sem hún — nærri barn að
aldri — lifði ást sína, — ög J:>að Jtannig hver einasti eiginleiki
hennar og hugsun tók Jiátt í Jiví allur hugur hennar og lífs
rnagn sett að veði, — og svo beið hún ósigur. ATar það þá
ekki einskonar niðurlæging? Var það þá ekki hin blóðug-
asta háðung og hneisa? Sennilega enn verri en að vera smáð-
ur? Hélt hann að hún gæti „lokað úti“ og ýtt frá sér, að lnin
áþekkt og hann sjálfur, reyndi að halda sér uppi með smá-
vegis niðurlægingu? Jafnvel Jrá var hún fyllilega ástar hans
verð? En liði henni illa, hefði hún ekki, eins og hann, getað
borgið sér með káki, — Jrá hefði Jrað átt að vera honum, sem
elskaði hana, innileg gleði að geta verið henni Jrótt ekki
væri nema til smávægilegrar hjálpar. Og eitt hefði liann átt
að vita: að lítil mannvera sem var svo særð oe smáð af líf-
o
inu sjálfu, um leið og hún sjálf átti að stíga sín fyrstu spor
inn í það, hana Jryrfti að gera allmikið fyrir til að geta glatt
hana. Og það stóð einnig vel heima: því væri það sú eina
hamingja sem liann Jiráði, — 'hann sem lifað hefði svo mörg
árin tilgangslaust og niðurlægjandi og fúnað af skorti á
viðfangsefnum, — Jrá væri sennilega einmitt hann fær um
að uppfylla allar kröfur hamingjunnar. Þegar hann sá
Ástríði gráta við gröf Níelsar, — það var Jrá sem hann ásetti
sér að „loka fyrir“. Og síðan hefði hann raunveruléga viljað
hefna sín á henni með Jdví að „starfa“ vel! Hans dæmalausa,
lítilmótlega, huglausá stærlæti.
Lokaði hann augunum, gat hann séð hana fyrir sér í
jarðarförinni.Hún var með lítinn hatt svartan sem sat skakkt
á höfði, og hún var svo grönn og þunn innaní fötunum, og
munnur hennar opinn er hún grét, eins og hún gæti ekki
lokað honum, og stórum, blindum augum starði hún á eftir
kistunni, sem sökk í gröfina. Gagnvart henni hefði hann vilj
að „hækka“ sjálfan sig. Og hann hefði ekki árætt að hugsa
um hana fyrr en nú. Sökum síns eigin friðar.
Þetta var verri smán heldur en hann hefði getað liugsað
sér, að hann nokkru sinni myndi lifa. En samt var }:>að gott.
Hann var fús, mjög fús að viðurkenna, að hann væri harla
lélegur náungi, sem svikið hefði sjálfan sig og allt Jtað, sem
lífið hefði veitt honum, með Jdví að flýja frá kröfum Jress og
ljúga sig frá því, öllu saman. Og honum skildist að í þeirri
viðurkenningu sinni væri nokkur von um nýtt líf. Hann
gæti rnælt allt með ást sinni, — hann gæti ekki komið til Ást
ríðar með hégómleika sinn, Jirjósku sína og lygar. En
mætti Jreim, sem birt hefði honum hans eigin huglausa,
Framhald.