Dagur - 15.05.1965, Blaðsíða 8
8
SMÁTT ÖG STÓRT
Fcrðaskrifstofan Saga á Akureyri.
(Ljósmynd: E. D.)
Hópferð til Kaupmannah af nar
BLAÐEÐ hitti í gær Karl Jör-
undsson ferðaskrifstofustjóra á
Akureyri, og spurði hann hvort
Saga hefði nokkuð nýtt á prjón-
unum, er sérstaks umtals væri
velt. Hnn kvað já við því og
sagði m. a.:
Sú nýbreytni verður tekin
upp af Ferðaskrifstofunni Sögu
á Akureyri, nú í sumar, að far-
in verður hópferð til Kaup-
mannahafnar beint frá Akur-
eyri. Mun þetta verða mikill
hægðarauki fyrir Norðlendinga
sem hyggja á utanlandsferð í
sumarleyfinu, þar sem þeir
hafa alltaf þurft áður að ferðast
suður til Reykjavíkur í sam-
bandi við utanlandsferðir og
óhjákvæmilega skapast auka-
kostnaður við það.
Með hvaða flugvélum verður
flogið?
Flugfélag fslands hefur ver-
ið svo vinsamlegt að ljá þessu
máli lið og verður flogið með
vélum þeirra.
Verði góð þátttaka í þessari
ferð, mun haldið áíram á þess-
ari braut.
Ferðin mun hefjast 19. júní
og komið heim aftur 1. júlí,
sagði Karl og þakkar blaðið.
Allar nánari upplýsingar gef-
ur að sjálfsögðu Ferðaskrifstof-
an Saga. — Sími hennar er
12950. □
Sýslufundur Suður-Þingeyjarsýslu
AÐALFUNDUR sýslunefndar
Suður-Þingeyjarsýslu var hald-
inn í Húsavík dagana 26. til 30.
apríl s.l,
Á fundinum mættu sýslu-
nefndarmenn úr öllum hrepp-
um sýslunnar nema Flateyjar-
hreppi.
Við afgreiðslu vegamálanna
mætti hinn nýji vegaverkfræð-
ingur fyrir Norðausturland,
Guðmundur Arason frá Grýtu-
Skemmtiklúbbur ungmennanna
undir eftirliti Æskulýðsráðs
NOKKUR undanfarin ár hefur
Skemmtiklúbburinn Sjöstjarn-
an haldið tippi allfjörugu
skemmtanalífi og dansleikja-
um fyrir ungt fólk og starfað að
þeim málum að nokkru leyti á
FYRSTU KNATT-
SPYRNULEIKIRNIR
í DAG OG Á MORGUN
FYRSTU knattspymuleikir á
sumrinu hér nyrðra verða á
Akureyri í dag og á morgun.
Eru það jafnframt fyrstu leik-
ir liðs fBA, sem í sumar keppir
í fyrstu deild og á marga harða
keppnj framundan.
Það eru ÍBA og Þrótíur, sem
í dag keppa (æfingaleikur) á
nýja vellinum austan við Baug
kl. 5 e. h.
Engin aðstaða er þama til að
göngumiðasölu en áhorfendur
munu efalaust taka því vel að
&*eiða sitt gjald þegar eftir því
verour leitað. Ovíst er um leik-
stað Þróttar og ÍBA á morgun,
en þá hefst leikur kl. 2 e. h.
íþrcttavöllurinn er enn ekki
leikhæfur vegna bleytu. □
vegum Æskulýðsráðs Akureyr-
ar.,
Nú er ráðgert að sá klúbbur
skiþti um'. verkefni, en nýr
klúbbur, Áttan, taki við af Sjö-
stjörnunni. Stjórn Áttunnar
skipa 4 stúlkur og 4 piltar á
aldrinum 14—16 ára. Verkefni
þessa klúbbs er, sem fyrirrenn-
arans, að halda uppi heilbrigð-
um skemmtunum fyrir ungt
fólk, þar sem áfengisneyzla verð
ur alveg útilokuð.
Svo .sem: verjn ’hefur með ung
lingadansleikj ' hér í bæ, sér
Æsliulýðsráð Akureyrar um
eftirlit á skenimtunum þessa
klúbbs, en íjárhaldsmaður hans
er Leó Sigurðs=on útgerðarmað-
ur.
Unglingarnir annast allan und
irbúning og framkvæmd sjálfir
og hefur það sýnt sig í flestum
tilfellum, að vel hefir verið að
unnið.
Þegar Skemmtiklúbburinn
Sjöstjarnan er að hætta á þess-
um vettvangi, er vel þess vert
að þakka meðlimum klúbbsins
fyrir gott starf um leið og þeim
klúbb, sem nú tekur við, er
óskað góðs gengis.
Starfsemi klúbbsins er í fé-
lagsheimilinu Lóni. □
bakka, ásamt yfirverkstjóran-
um á Norðurlandi, Guðmundi
Benediktssyni.
Framlag til vegamála var
ákveðið kr. 1.027.00,00.
Gert er ráð fyrir að hefja á
árinu byggingu nýs heimavist-
arhúss við Laugaskóla og er
áætlað framlag héraðsins til
þess kr. 250.000,00.
Rætt var um nauðsyn þess
að byggja hús fyrir söfn héraðs-
ins og var lagt fram til þess
byrjunarframlag kr. 100.000,00.
Til reksturs sjúkrahússins í
Húsavík var veitt kr. 150.000,00
og til nýbyggingar sjúkrahúss-
ins kr. 300.000,00.
Til búnaðarmála voru veittar
kr. 120.000,00 og til kaupa á
hlutafé í væntanlegri kísilgúr-
verksmiðju við Mývatn kr.
100.000,00. (Framh. á bls. 2)
ÍSLANDSGLÍMAN
Til íslandsglímunnar, sem fyrir
nokkrum dögum var háð í
Reykjavík, gengu 8 glímumenn.
Fyrir 60 árum var glíman eink-
um norðlenzk íþrótt og fyrsta
Islandsglíman háð á Akureyri
1906.
En að þessu sinni kepptu Norð-
lendingar ekki um Grettisbelt-
ið fagra og hafa þeir meiri
áhuga á öðrum greinum íþrótta.
Ármann J. Lárusson felldi alla
keppinauta sína og hlaut Grett-
isbeltið í 13. sinn. Kjartan Berg-
mann er formaður nýstofnaðs
Glímusambands íslands.
MARGIR ÞREYTA LANDS-
PRÓF
Talið er að 8—900 ungmenni
þreyti landspróf, sem hófust 11.
maí. Landsprófið er IykiIIinn að
menntaskólanámi,- er bráðum
20 ára gamalt fyrirkomulag og
mjög umdeilt, svo sem ýmsir
þættir okkar skólamála. Lands-
próf er töluverð þolraun og ef
að vanda Iætur fellur einn af
hverjum 3—4 nemendum.
KJARNI ER ÓVINSÆLL
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi
er löngu orðin of lítil og frá
fyrstu tíð misheppnuð að
nokkru leyti. Kjaminn er frem-
um óvinsæll og hefur komið í
Ijós, svo ekki verður um villzt,
Að þessu sinni kepptu Norð-
að gróðurinn svarar einhæfri
notkun hans ekki eins vel og t.
d. norski kalksaltpéturinn í
aukinni uppskeru, svo ekki sé
meira sagt. Óánægja bændanna
yfir kjamaáburðinum vex með
ári hverju.
NÝ ÁBURÐARVERKSMIÐJA
Kominn mun tími til þess að
hugleiða byggingu nýrrar á-
burðarverksmiðju hér á landi.
Þótt slíkt virðist ekki á óska-
lista núverandi valdhafa, sem
einblínir á aluminíumbræðslu.
Ámi G. Eylands ræddi þessi
mál nýlega á opinbemm vett-
vangi og sagði frá ævintýra-
legri þróun Norsk Hydro, hinu
heimsþekkta áburðarfram-
leiðslufyrirtæki, sem nú er í
samvinnu við Dani, að setja
upp áburðarverksmiðju í Dan-
mörku, með olíu sem orkugjafa.
Líklegt er, að hið norska fyrir-
tæki og íslenzk stjómarvöld
gætu haft heillavænleg sam-
skipti í þessu máli, ef að því
ráði yrði snúið, að byggja hér
á landi aðra og hagkvæmari
áburðarverksmiðju.
J ÓMFRÚ ARFRUM V ARP
NÝS RÁÐHERRA
Stuttu fyrir þinglok voru sam-
þykkt þyngri viðurlög við hin-
um illræmdu skattsvikum, og
aukið vald „skattalögreglunn-
ar“ og ríkisskattstjóra til rót-
tækra aðgerða. Þetta mun flest-
um liafa fundizt fagnaðarefni.
En sá fögnuður stóð ekki lengi.
Nýr fjármálaráðherra, Magnús
Jónsson, lét það verða sitt
fyrsta verk, að búa til nýja
gjalddaga á sköttum, sem und-
an voru drengir og ógreiddir. Og
við greiðslu eiga sektir skattsvik
aranna að falla niður! Frumvarp
um þetta efni var jómfrúrfrum-
varp hins nýja ráðherra.
INFLÚENZAN ER HÉR
Samkvæmt upplýsingum hér-
aðslæknisins, Jóhamis Þorkels-
sonar, er heilsufar hér um slóð-
ir gott, venju fremur. — Asíu-
inflúenza Iiefur, sagði hann,
komið hingað þrisvar sinnum,
svo vitað er með vissu, en far-
aldur hefur enginn orðið og er
það furðu vel sloppið, og raun-
ar merkilegt. □
GRÁSLEPPAN
Ekki hefði sá maður þótt spá-
mannlegur, sem fyrir nokkrum
árum hefði látið þá skoðun í
Ijósi, að á því herrans ári 1965
myndi grásleppuveiði bjarga
vorvertíð margra norðlenzkra
sjómanna. Samt er þetta orðin
staðreynd.
Seðlabankinn heimtar spariféð
Á sama tíma skortir Norðlendinga lánsfé
SPARISJÓÐIR eru starfandi
um allt land. Þeir eru langflest
ir í Norðurlandskjördæmi
ej'stra. Þó að þeir ráði ekki yfir
miklu fjármagni, hver um sig,
má segja, að aðstoð þeirra við
íbúa viðkomandi byggðarlaga
verði seint metin, sem vert er.
Oft eru sparisjóðirnir eina
hjálparhellan um öll minni
framkvæmda- og rekstrarlán á
sínu svæði.
Þær reglugerðir, sem spari-
sjóðirnir hafa starfað eftir,
skylda þá til að hafa allt að 10%
af innstæðum í sjóði, banka eða
auðseljanlegum verðbréfum, til
að geta greitt út innstæður með
stuttum fyrirvara.
Þetta var í flestur tilfellum
fullnægjEindi trygging fyrir því,
að sjóðirnir gerðu skyldu sína.
Svo kom binding sparifjár í
Seðlabankanum til sögunnar.
Gerræðisleg lagasetning, ó-
sanngjörn og harðdræg í fram-
kvæmd, gagnvart landsbyggð-
inni.
Ástæðan talin vera skuldir
lánstofnana við Seðlabankann.
Eg þori að fullyrða, að enginn
minni sparisjóður eða innláns-
deildir kaupfélaga, hafi átt þar
hlut að máli. Helzt lítur út fyr
ir, að þeir saklausu eigi að bera
sök með hinum seku.
Þrátt fyrir fyrirheit um að
hlífa sparisjóðum, undir 5 millj.
við bindiskyldur, hafa þeir ver
ið krafðir um fé allt að 30% af
ársaukningu innstæðna í sjóðn-'
um, að viðlögðum sektum. Um
endurgreiðslu er ekki að ræða,
þó að sjóðirnir minnki fyrr en
binding nemur meira en 25%
af öllum innstæðum.
Ráðunautur ríkisstjórnarinn-
ar um efnahagsmál lét þó í Ijósi
þá skoðun, á fundi í Seðlabank
anum við upphaf binditímabils-
ins, að hættulaust væri fjárhags
kerfinu, að spárisjóðir lánuðu
eigið fé. Er sú skoðun í beinni
(Framhald á blaðsíðu 2).
ÍSTUNGA AUSTUR
FRÁ GRÍMSEY
SAMKVÆMT viðtali við Land
helgisgæzluna í gær, er siglinga
leið norður fyrir land alveg op
in og ísinn virðist horfinn. Þó
liggur smátunga af fremur gisn
um ís frá Grímsey og allt austur
að Sléttu, 35—40 mílna breið.
Meginísinn er 35—40 sjómílur
út af Straumnesi.