Dagur - 15.05.1965, Blaðsíða 1
Dagur
SIMAR:
11166 (ritstjóri)
11167 (afgreiðsla)
Dagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar kr. 25,00 á
mán. í lausasölu kr. 4,00
ENN er Eyjafjörður fisklaus að kalla, þótt margir stundi sjóinn. Hér er sjómaður kominn að
landi við smábótahöfnina. Aflinn er settur í plastskúffur. (Ljósmynd E. D.)
Þór elii landhelgisbrjóf,
sem sigldi á haf út með f jóra varðskipsmenn
ARDEGIS á þriðjudaginn kom
varðskipið Þór að Grimsby-tog-
aranum Aldershot innan við
fiskveiðimörkin út af Vopna-
BARA ANNRÍKI -
EKKERT ANDRÍKI
Ofeigsstöðum 14. maí. — And-
xíki er ekkert en annríki nóg
við sauðburðinn, sem nú er í
algleymingi. Við tökum á móti
mammoni í gráum gærulit og
hvítum, 2—3 lömbum úr hverri
á, svo eitthvað verði fyrir ríkis
sjóð að leggja á, og kannski lán
ar hann okkur svo aftur 25 aura
til framkvæmda.
Inflúenza er á stöku stað en
flæðir ekki yfir. Skuggalegar
eru fréttirnar í lánamálum til
íramkvæmda. B.B.
METSALA
AKRANESTOGARINN Víking
ur seldi 12. þ.m. 277 tonn fiskj
ar í Grimsby fyrir 2.572 pund
eða um 2,7 millj. ísl. króna, sem
er metsala íslenzks togara er-
lendis. Skipstjóri er Hans Sig-
urjónsson.
firði. Hjuggu togaramenn á vír-
ana og héldu brott. Hófst þá
eftirför og sögulegur eltinga-
leikur, því stöðvunarmerkjum
Þórs var ekki sinnt. Loks stöðv-
aði togaraskipstjórinn skip sitt,
eftir fyrirmælum útgerðarinnar
og voru þá fjórir varðskips-
menn settir um borð. Var nú
haldið til lands. Ekki hafði lengi
verið siglt er togarinn breytti
um stefnu og hélt til hafs á ný
fyrir fullu vélarafli. Skall þá á
sótsvört þoka og tilkynnti tog-
araskipstjórinn, að hann héldi
til heimahafnar, hvað sem hver
segði, og leikur grunur á, að
„hressingarlyf“ muni ótæpt hafa
verið um hönd haft í togaran-
um.
Á miðvikudagsmorgun var
móðurinn runninn af hinum
brezka skipstjóra og gaf hann
sig Landhelgisgæzlunni á vald
50—60 sjómílur úti. Síðar var
haldið til Norðfjarðar.
Eltingaleikurinn stóð j 17 klst.
Skipstjórinn hefur áður verið
sektaður fyrir landhelgisbrot,
en nafn hans er Leslie Cumby.
Heyrzt hefur, að togaramenn
hafi verið vopnaðir kutum, bar-
eflum og öðru að frum-
kvæði skipstjóra. □
Höfnin er lokuð af hafss
■Vopnafirði 14. maí. Þótt greið-
fært sé nú orðið kring um land
ið og skipaleið opin eru einstak
ar hafnir lokaðar af ís. Hér er
þéttur ís frá Vindfelli, alveg inn
í fjarðarbotn. Hekla varð að
snúa frá, en hún kom með 70
tonn af vörum og fór með þær
aftur. Farþegum var skipað í
land út með firði, blautum og
hrökktum. Árvakur var hér fyr
ir nokkrum dögum og var 5—6
klst að ryðja sér leið inn að
bryggju. Uti fyrir er auður sjór.
Héðan kemst enginn bátur á
sjó. Bændur kvarta yfir kulda
og gróðurleysi og sumir eru
knappir með hey. Hér er byi-jað
að vinna við höfnina og einnig
hjá síldarverksmiðjunni. Hér er
alltaf þoka og kuldi. Bakkafoss
er innilokaður á Raufarhöfn.
K.V.
Dælustöð kísilgúrverksmiðj-
unnai* byffgð í sumar
Reynihlíð 14. maí. Undanfarna
daga hefur verið einmunatið,
11—12 stiga hiti á daginn og
glaðasólskin, en fremur svalt er
um nætur. Þokurnar ná ekki
hingað. Vegir eru þurrir og góð
ir, tún grænka og sauðburður
er byrjaður.
Enn er ofurlítill ís á vatninu,
en þunnur og getur farið hve-
nær sem er ef eitthvað hvessir.
Fram að þessu hefur dorgveiði
verið stunduð á ísnum og veiðst
vænn silungur. Þótt hinn væni
silungur sé vel þeginn, grunar
mann að einhver eyða kunni að
verða síðar, þar sem lítils smá-
silungs verður nú vart.
Ferðamenn verða líklega með
mesta móti í sumar og eru þeir
alltaf að panta gistingu.
Nú í sumar mun verða byggð
dælusíöð við Mývatn. Eru það
fyrstu framkvæmdir kísilgúr-
verksmiðjunnar og hefjast von-
andi fyrir næstu mánaðamót.
Þá á einnig að byggja leiðslu
upp í hraunið nálægt gufubað-
stofunni. Leirnum verður svo
dælt þangað. Verið ",r að smíða
bát og dælu erlendis, sem nota
á úti á vatnhrj r"'5 leirtökuna.
Það er Alrr.::.,.a byggingafélag-
ið í Reykjavík, sem annast þess
ar framkvæmdir. P. J.
Féíagssfarf kvenna þarf aS auka
SUNNUDAGINN 25. apríl kl.
3 e. h. var fundur haldinn að
Hótel KEA. Björn Guðmunds-
son framfærslufulltrúi setti
fundinn og bauð sérstaklega vel
STÁLSKIPASMÍÐIN HÁFEN
RAÐHERRASKIPTI
GUNNAR Thoroddsen hefur nú
látið af embætti fjármálaráð-
herra og er á förum til Kaup-
mannaliafnar til að taka sæti
ambassadors Islands þar í borg.
Hinn nýi fjármálaráðherra er
Magnús Jónsson aiþingismaður
og hefur hann þegar tekið við
ráðherrastarfi.
JAFNHLIÐA margs konar
undirbúningi að smíði fyrsta
stálskipsins á Akureyri, sem
í stærstu dráttum mun lokið,
er sjálf skipasmíðin hafin.
Má ætla að smíði bols verði
lokið eftir 2—3 mánuði.
Þegar blaðamaður kom
síðast í Slippstöðina h.f., þar
sem skipið verður byggt, var
verið að beygja fyrstu bönd-
in úr fyrstu efnissending-
unni, sem nýlega er komin
og tafðist vegna siglingatrufl
ana til Norðurlands.
Stálskipið verður smíðað
úti og er stærð þess 335 tonn
og byggingarnúmer þess hið
23. hjá Slippstöðinni á Akur-
eyri.
Á Slippstöðinni er nú mik-
ið unnið, en fréttaþjónust-
unni ekki gert hátt undir
höfði.
Við stálskipasmíðarnar eru
miklar vonir bundnar hér á
Akureyri og gætu þær, ef
vel er á haldið, orðið gildur
þáttur í athafnalifi bæjar-
ins. □
SIGRÍÐUR THORLACIUS.
komna frú Sigríði Thorlacius,
sem komin var til að ræða við
konur og sýna skuggamyndir.
Björn nefndi ' til fundarstjóra
frú Jónínu Steinþórsdóttur, er
bauð frú Sigríði velkomna og
gaf henni orðið.
Frú Sigríður ræddi aðallega
um þátttöku kvenna í opinber-
um málum, sem henni fannst
mætti vera meiri. Konurnar
þurfa að taka sinn þátt í að
marka þjóðfélagsstefnurnar.
Þær eiga að leggja þar frara
það, sem þeim finnst skynsam.
legast í samræmi við það, senv
lífsreynsla þeirra hefur kennt
þeim. Konur, eigi síður en kaj-k
ar, eíga aff fylgja þvi etur, að
fulltrúar okkar á sviði stjórn-
málanna fylgi stefnu okkar.
Konur mega ekki skjótast und-
an þeim skyldum sem á þeim
hvíla á stjórnmálasviðinu, því
(Framhald á blaðsíðu 4).
ÞINGLAUSNIR
ALÞINGI var slitið 12. maí,
hhtu 85. í röðinni, og fóru þing
lausnir fram á fundi Sameinaðs
þings. Birgir Finnsson forseti
Samemaðs þings flutti yfirlit
um þingstörf og ámaði þing-
mönnum heilla, forsetinn las
bréf un þingslit, en Eysteinn
Jónsson þakkaði forseta Sam-
einaðs þings ámaðaróskir og
gott samstarf. Þingið stóð í 175
daga, 83 lög vom samþykkt og
14 þmgsályktunartillögur. Þing-
fundir voru samtals 235. □