Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Þörfin fyrir búvörurnar í SAMTALI við Þjóðólf segir Gunn- ] ar Guðbjartsson formaður Stéttar- sambands bænda m. a. svo: „Það er mjög mikils um vert, að menn geri sér grein fyrir því, hver jiörf íslenzku þjóðarinnar fyrir land- búnaðarvörur verður í næstu fram- tíð. Ég hef gert um þetta áætlun næstu 35 ár fram í tímann. Hún er að vísu lausleg en byggist á hlutfalls- legri fólksfjölgun eins og hún hefur verið síðustu árin. Við síðustu ára- mót voru íslendingar tæp 190 þús- und og með svipaðri fólksfjölgun og verið hefur undanfarandi áratugi verða fslendingar um aldamótin 385 þúsund. Megin fólksfjölgunin verð- ur í þéttbýlinu, ef að líkum lætur, þó að ég voni og trúi J>ví, að þannig verði búið að sveitunum að |>ær hald- ist í byggð og }>ar verði einhver ör- lítil aukning. En þetta J>ýðir það, að við verðum að auka mjólkurfram- leiðsluna úr 100 milljónum lítra eins og hún var s.l. ár í 220 milljón lítra rúmlega til þess að fullnægja innanlandsþörfinni. Þetta er gífur- leg aukning, — miklu meiri en orðið hefur síðustu 35 árin í landinu. Ár- ið 1930 voru 21 þúsund kýr í land- inu, núna í ár eru J>ær 41 þúsund tæplega, aukning um 21 þúsund gripir. Að vísu heftir orðið veruleg magnaukning miðað við hvern grip á J>essu tímabili vegna bættrar með- ferðar og kynbóta og er sjálfsagt að taka tillit til þess. En til að ná þessu mjólkurmagni, sem gera verður ráð fyrir að þurfi um aldamót, J>arf að Ijölga kúnurn um 35 til 40 þúsund eða nær tvöfalt miðað við }>að, sem fjölgað hefur síðustu 35 árin. — Þetta sýnir, hve geysilegt átak [>arf í landbúnaðinum til að íullnægja þörfinni, og þó er hér ekki reiknað með neinum varaforða, sem er }>ó óhjákvæmilegt til að mæta misjöfnu árferði og sveiflum í framleiðslunni. Varðandi sauðfjárframleiðsluna lít- ur dæmið }>annig út, að við þurfum að fjölga fénu á þessu tímabili um 400 Jtúsund eða 50—00% miðað við }>ann fjárstofn sem við höfum núna, en á síðustu 35 árum hefur fénu fjölgað um 11%. Afurðauakning undanfarandi áiy hefur orðið meiri en nemur fjiilguninni vegna aukins fallþunga og í J>essari áætlun minni geri ég ráð fyrir afurðaaukningu sem ncmur 30% á vetrarfóðaraða kind, ]>. e. a. s. að vetrarfóðruð kind skili 20—22 kg af kjöti á markað. (Framhald á blaðsíðu 7). Handritin eilífu Aðrir lögfræðingar líta hand- ritamálið öðrum augum, og ef til vill einnig umboðsmaðurinn prófessor dr. jur. Hurwitz, en hann bætir við: — Spurningin er ekki lög- fræðileg heldur fyrst og fremst, hvað sé sögulega réttlátt og bezt grundvallað frá tilfinninga-sjón- armiði: — Setjum öðrumegin þröngt takmarkaðan hóp fræði- legra áhugamanna um að varð- veita handrit þessi í dönskum höndum (áhuga sem aðallega mætti fullnægja með ljósmynd- un handritanna), og setjum svo hinumegin þjóðarósk um að færa íslandi afur dýrmæta eign til heimahaganna. Þannig horf- ir málið raunverulega við, og úrslitin ættu ekki að vera svo erfið frá dönsku sjónarmiði, sem þau virðast vera. Það velt- ur á að láta víðsýni vera þröng- sýni þyngri á metunum.1) Nú er það verkefni nefndar- innar og þjóðþingsins að velja og ákveða afstöðu sína milli þessara andstæðu vísindalegu- og lögfræðilegu skoðana á mál- inu og ganga síðan til atkvæða- greiðslu um málið, og þá auð- vitað að ljá engum áróðri eyra, hvorki frá vísindalegu, alþýð- legu né norðurlanda sjónar- miði.') Spjall Edvard Jensens, sam- kvæmt bók Laurings, — um gyðinglegu handritin sem við eigum, er gamalt hrekkjabragð. Handritamálið skapar ekkert fordæmi. Vér höfum aldrei ver- i, í neinu stjórnarfarslegu sam- bandi við ísrael, en aftur á móti við ísland sem fjarlæga ný- lendu, sem vér sviptum rétti og varðveizlu með einokunar- verzlun og duglausum og gráð- ugum stiftamtmönnum. Tvisvar lá við að við seldum landið, til Þýzkalands og Englands, og er íbúatala landsins þvarr um helming af fjölda þess er áður var, kom jafnvel til mála að flytja afganginn hingað til að rækta Józku-heiði. Á þessum hörmungarárum var það, að Svíar og Danir kembdu íslenzku handritin úr þjóðarhárinu. Hér er svo einnig um að ræða lokaskil milli tveggja landa, sem áður voru stjórnar- farslega tengd öldum saman. Edvard Jensen spjallar um harðsoðnar kröfur af .íslendinga hálfu. — Ég bið hann að skýra mér frá þeim íslenzku stjórnar- skjölum, eða dagblöðum, þar sem minnst er á kröfu? Óskir, ') Herra Gunnar Christrup hæstaréttarlögmaður, sem nú hefir tekið að sér málsókn gegn ríkisstjórninni á vegum Árna- safns í Handritamálinu, virðist skorta allmikið á víðsýni þess- ara tveggja hálærðu lögfræð- inga Dana (sbr. Alf Ross í fyrra tbl.). Mun hann þurfa rækilega á „þröngsýni“ sinni að halda, áður en yfir lýkur! — Þýð. 2) Úrslit atkvæðagreiðslunnar á Þjóðþinginu eru þegar kunn. — Þýð. tilvísanir og áskorauir. — Ég man það ekki. — Eu kröfur af íslands hálfu? Þegar afhend- ingarhugmyndinni hafði verið hreyft af Dana hálfu, var að- eins eðilegt að íslendingar skráðu og tiltækju nákvæmlega óskir sínar á þessum vettvangi, hve víðtækar ættu að vera. Og 1 JÖRGEN BUKDAHL j I — NIÐURLAG — 1 sjálfsagt var þá og, að eldri Edda og Flateyjarbók teldust þar með. (Svo eru nokkur orð um Ferðasýninguna víðsvegar um Danmörku: Vandreudstillingen — en því er sleppt hér. — Þýð.) Að lokum er það svo lýðhá- skólinn, — herra Jensen er for- stöðumaður Heimatrúboðs-há- skólans í Börkop. Annars staðar hefir hann látið í Ijós álit sitt á sameiginlegri áskorun háskól- anna um afhendingu handrit- anna, sem á sínum tíma var send stjórninni. Um 98% há- skólanna tóku þar höndum saman, og síðan mikill fjöldi háskclakennara. Þetta var auð- vitað mjög eðlilegt frá sögulegu Norðurlanda-sjónarmiði hinna dönsku háskóla. Jensen for- stöðumaður telur þetta ekki mikils virði og metur það tæp- lega jafnmikils virði sem upp- hlaup vísindamannanna. Og látum svo vera.... Hann nefn- ir stúdentana fjóra, sem sendir voru út af örkinni til að rjúfa þennan annars samfellda há- skólamúr, — á eigin vegum eða annarra veit hann ekki. — Þessi litla krossferð heppnaðist EITT af vandamálum Alþingis um þessar mundir er það, hvort leyfa skuli minkaeldi í landinu að nýju, eða ekki, en um það eru nokkuð skiftar skoðanir innan þings sem utan, ekki síð- ur en í flestum öðrum málum og er raunar mót von, þar sem hér er um hið mesta þrifnaðar- og nytjadýr að ræða, ef dæma má af fenginni reynslu íslend- inga. Auk þessa, er okkur mörlend- ingum verulega sýnt um alla loðdýrarækt, enda höfum haft af henni hagnað og allan sóma. Að vísu telja sumir að inn- flutningur minka og búseta þeirra í landinu, muni reynast öllu meiri plága en sjálf mæði- veikin, sem útlit er fyrir að tak- ast muni að útrýma með ærn- um tilkostnaði, þar sem minka- plágunni muni aldrei útrýmt verða með neinum þekktum ráð um eða væntanlegum. En þeir sem þannig hugsa og tala, eru efalaust nöldurseggir og stækir svartsýnismenn, enda fær hið ekki, — eins og áður voru að- eins 2—3 háskólar andstæðir af- hendingu. Og ef til vill enn einn. Úr þessari sigurför sinni gengu þeir svo fram fyrir nefndina, þar sem hr. Jensen hefir verið áheyrandi að frásögn þeirra. — En hann þvær hendur sínar af þeirri sök að hafa sent þetta litla árásarlið: hann sver og sárt við leggur, að hvorki andstæð- ingar málsins á þjóðþingi eða í nefndinni hafi sent þá. Gott er þetta að vita, þótt auðvitað verði þetta að teljast óhugsanlegt. Ef til vill hafa þeir alls ekki verið sendir, en hafi á einhvern hátt hlotið opinberun um hið eina rétta í þessu flókna máli, og hafi því lagt af stað til að kveikja sannleikans ljós meðal hinna fávísu í myrkri. í nemendariti frá Heimatrú- boð-háskólanum í Hoptrup sé ég, að þar hafa stúdentarnir einnig komið, en án þess að valda þar nokkurri vakningu. Samherji herra Jensens, Axel Nielsen forstöðumaður skólans, lýkur lýsingu sinni á heimsókn- inni með þessum orðum: „Mér virðist þetta vera hluti af sorgarsögu, að við gátum ekki orðið sammála 1961. Og sorgarleikur þessi myndi full- komnast, ættum við nú að leggja málið fyrir hæstarétt, — og ef til vill jafnvel fyrir dóm- stólinn í Haag, áður en úrslit náist. Þá er aðeins að vona, að fsland sýni þann skörungsskap og drengskap sem okkur skort- ir, og segi: — Að svo stöddu látum við óskirnar bíða. Tím- inn er okkar megin og vinnur með okkur. — Alþýðlegt frjáls- lyndi mun einn góðan veður- dag vinna á þjóðar-stærilæti.“n nýja minkainnflutningsmál dá- góðan byr í sölum Alþingis. Þó virðist einhver vona í sumum, sem annars fylgja mál- inu og var þess getið í þing- fréttum í kvöld, að flutt hefði verið breytingatillaga við frum- varpið, þess efnis, að takmarka eldisleyfi við þau svæði lands- ins, sem minkur er nú búsettur á og virðist þetta afar skynsam- legt. Að vísu halda minkavinir því fram, að nú á dögum sé engin hætta á að minkar sleppi úr búrum og því allar varúðar- ráðstafanir óþarfar, en að mink- ar hyggi á frekara landnám en orðið er, dettur sjálfsagt engum í hug, enda auðvelt með nýjum lögum, að viðlagri dauðarefs- ingu, að banna þeim slíkt með öllu. Vonandi auðnast víðsýnum þingmönnum að ráða fram úr þessu mikla vanda- og velferð- armáli þjóðarinnar á farsælan hátt svo sem flestum öðrum. í maí 1965 S. E. Atliyglisverð tillaga 9 Árbók Þingeyinga FYRIR skömmu kom út sjötta hefti af Árbók Þingeyinga, — myndarlegt rit, um 230 lesmáls- síður. Ritstjóri er Bjartmar Guð- mundsson, en í ritnefnd með honum séra Páll Þorleifsson á Skinnastað og Þórir Friðgeirs- son, Húsavík. Meðal efnis í þessu mikla riti er grein um Gunnar Jónatansson bónda á Reykjum eftir Jón Kr. Kristjánsson, og önnur um skáldbóndann í Kíla- koti, Þórarin Sveinsson, eftir Karl Kristjánsson og minningar grein um Kristján Jónsson í Fremstafelli eftir Þórodd Guð- mundsson. Þá skrifar Pétur Jónsson grein um Þuru í Garði, birt eru kvæði Aðalbjargar Johnson og Þórólfur Jónasson skrifar Gísla þátt Gíslasonar. Séra Páll Þorleifsson ritar grein ina Fer fyrir björg og brotnar ekki og séra Friðrik A. Friðriks son gamansama grein, áður erindi, flutt á skólastjóramóti 1963, er hann nefnir Þingeyjar- sýsla, og Gísli Guðmundsson ritar greinina Um byggð á Langanesi, Þorgeir Jakobsson ritar greinina Myndun Aðaldals og Sigurður Egilsson segir frá brúargerð á Jökulsá og þannig má lengur telja. Sérstakur kafli er um árferði og fréttir úr hinum ýmsu hrepp um eftir marga höfunda. Árbók Þingeyinga hefur marg an fróðleik að geyma, auk skemmtilegs efnis af ýmsu tagi- □ JÓNAS FRÁ BREKKNAKOTI: Um daginn og veginn iii ÞÓTT ég hafi fengið „orð í eyra“ fyrir þessa pistla mína „um daginn og veginn“ („Dag- ur“ 1. maí og 15. maí) kemur hér sá þriðji. Sumra orð voru líka samþykkjandi og til hvatn ingar. Óskaplega hlýtur þjóðarbúið ís lenzka að vera öflugt, og hafa yfir miklum auðæfum að ráða, er sæmilegt er um að vera í öll um þeim bönkum og bankaúti búum sem upp hafa komið í Stór-Reykjavík og út um lands- ins „hvipp og hvapp“ á síðustu árum, Þetta hefur sprottið upp eins og gorkúlur á haug — sýn ist svo sjálfgefin og auðveld framkvæmd. Að öðrum þræði er samlíkingin þó fráleit, því að hér er oft um hallir og glæsi legustu salarkynni að ræða, rúm góð og ágætlega búin. Og þar er starfsfólkið bæði margt og frítt. Og eitthvað verða allir að fá greitt og a. m. k. bankastjórarn ir mikið, þótt aðalstarf þeirra virðist nú oft það, að reyna að troða því inn í kollinn og „kúnnunum", að ekkert sé í sjóðnum, „engin leið að lána, eins og er, því miður!“ Við nýja kjarasamninga verka lýðsins í landinu og vaxandi kaupkröfur er oft réttilega á það bent, að það sé gagnslaust að spenna bogann of hátt, heimta meira en þjóðarbúið framleiðir! En er nú bogaspenn an mest og hættulegust þar? Er það ekki eitthvað annað, sem verstu spennunni veldur? En hvað um það, — ekki væri sá bóndi talinn mikill búmaður til fyrirmyndar „í minni sveit“, er léti stóran hóp heimilisfólksins sinna því einu að hagræða pen ingum búsins: lána út telja og raða til geymslu, og þó jafnframt reikna út að búið þyldi ekki að greiða þeim meira, sem á sjóinn róa, sauðinn fóðra og kúna mjólka, hjá þeim, se mað fram leiðslustörfunum vinna, geti ekki orðið um neina kauphækk un að ræða, hvað sem líður hækkuðu verði á lífsnauðsynj- um öllum. En sýnilegt segja þeir að byggja verði góða stofu yfir þá, sem peninganna gæta og geymslu fyrir auðæfi búsins — og til þess verði að fá nokkra vinnumenn og smiði — frá öðr um störfum. Fróðlegt væri nú að vita, hve margt fólk, hve stór hluti þess arar litlu þjóðar — lifir af banka störfum og við byggingu þeirra stórhýsa á þessum síðustu árum meðan stöðugt fækkar þeim, er fást til landbúnaðarstarfa, með an alltaf sést og heyrist auglýst eftir góðum flakara, háseta á góðan bát, fólki til starfa í frysti húsi ráðskonu í verbúð eða í sveit o. s. frv. Starfaskiptingin á þjóðarbúinu er víst harla vafa söm hverju sem um er að kenna. við að ráða og ekkert reynt í þá átt. Hverjir eiga svo að fara í stóriðjuna — nokkuð þarf nú af fólki a. m. k. til að koma henni af stað. Hundruðum saman flykkjast útlendingar hingað til lands síðustu vetur, til starfa við fiskvinnslu o.fl’ — en bara eitt hvert handahóf líka þar. Ef við eigum af fá útlendinga til starfa í landinu, er þörfin brýnust til heimilisstarfa við landbúnaðinn. Fjöldi góðra býla, afrek dugandi feðra og mæðra og ómetanlegur auður, hljóta að eyðast af fólki, gróðri og framleiðslu á næstu áratugum, ef ekki fást þangað ungar, hug aðar og dugandi stúlkur til starfa og staðfestu. Gamall og reyndur bóndi, þingeyzkur sagði við mig — o. fl- “ fyrir 30—40 árum: „Það, sem bóndinn þarf fyrst að eign ast — með jörð sinni, er góð hlaða, annað góð kýr, þriðja góð kona.“ Þetta, eitt og allt er nauð synlegt bóndanum og sá gamli höldur vildi það í þessari röð. Og nú eru þeir í hundraða tali íslenzkir bændur og bænda efni, sem þegar hafa hlöðuna og (Framhald á blaðsíðu 7). RONALD FANGEN EIRÍIÍUR HAMAR Skáldsaga IKHKBKHSÍHKHKHKH) 42 CHKHKHKHKHSÍHKHKI- — Má ég setja mig í yðar stól? sagði Fylkir. — Sitjið þar sem þér sátuð, Fylkir lögmaður, sagði Eirík- ur og settist sjálfur í gestastól sinn. Fylkir fann pappírshníf á borðinu og lék með hann stund- arkorn í fingrum sér. Hann sat þögull um hríð. Nú býr hann yfir einhverjum brögðum, hugsaði Eiríkur, en að }>essu sinni skal ég ekki láta hann leika á mig. — Jaeja, sagði Fylkir allt í einu og lagði frá sér pappírs- hnífinn. — Sú ákvörðun yðar gleður mig. Það sparar mér mikil leiðindi og fyrirhöfn. En segið mér eitt: — Hafið þér tekið þessa ákvörðun í því skyni að hafa frjálsar hendur til að andæfa mér? Þér hafið sem sé sýnt talsverða tilhneigingu til þess upp á síðkastið. — Mér er auðvelt að svara þessu, þar sem ég afdráttar- laust get svarað nei! Það er allt annað sem fyrir mér vakir. — Þér mynduð heldur ekki hafa orðið sigursæll í slíkri orrustu. Ég er sem sé, þótt sjálfur segi, allvoldugur maður, miklu voldugri heldur en þér gerið yður í hugarlund. Mér hefir líka skilist, að þér séuð mjög atkvæðamikill maður, alltof mikilsmegandi. Fylkir horfði afur á hann, virti hann fyrir sér með þess- um algerlega óræðu svipbrigðum, sem æstu Eirík svo ógur- lega. — Þér hafið þá ákveðið þetta, sagði hann. Það var mál til komið. Ég hef enda gert yður svo margar bendingar. —Bendingar? sagði Eiríkur, — þér hefðuð aðeins getað sagt blátt áfram það sem þér sögðuð áðan, að ég skyldi gera svo vel að hypja mig. — Það myndi ég alls ekki hafa gert. Það hefðuð þér sjálf- ur átt að finna út. Ég hefði aldrei sagt þetta nema sökum þess að ég reiddist. — Ekki beinlínis, en ég skyldi hafa ýtt yður út. — Þér heyrið að ég er hreinskilinn. —En bíðið þér nú við, lögmaður, sagði Eiríkur dálítið ákafur. Þér hafið þó ekki haft neina ástæðu til að vera svo óánægður með mig. Árum saman hefi ég unnið hér af öll- um mætti. — Já, Hamar, ég játa J>að. Þér voruð hinn allra ákjósan- legasti maður. Ég var síður en svo óánægður með yður, að ég var einmitt stórlega hrifinn af yður. En ég var spenntur, það hefi ég verið frá upphafi. — Hversvegna? — Þer hafið valdið mér miklum vonbrigðum og brugð- ist mér. Og það voru mistök mín, að ég lét yður hækka o£ ört í fullu trausti, áður en ég var öruggur um yður. — Öruggur um að ég væri fús til að fást við Berki og þessháttar náunga? — Þér megið gjarnan orða það ]>annig. En }>að ber vott um, að þér skiljið alls ekki neitt. Hvað skyldi ]>að vera sem ég ætti að skilja, hngsaði Eirík- ur, hann var enn á ný ósjálfrátt sefjaður inn í sína gömlu minnimáttarkennd gagnvart Fylki, þótt hann vildi ekki við }>að kannast, og hann sagði ]>ví: — Ég hefi undandráttarlaust viðurkennt, að það er margt við yður, sem ég skil alls ekki. — Við mig! sagði Fylkir og hló. Nei, Hamar. Þar skjátl- ast yður, ef þér haldið að ég sé eitthvert merkilegt fyrir- bæri. Hin mikla yfirsjón yðar, heimska yðar og núverandi ónýti, er í því fólgið, að ]>ér skiljið ekki að það er öldungis ófært og ómögulegt að vera tilfinninganæmur og kaupsýslu- maður. — Sennilega mun enginn geta ásakað mig fyrir að hafa verið of tilfinninganæmur, tautaði Eiríkur, en vildi ekki segja meira og birta Fylki hug sinn allan. — Nei, }>ér voruð ágætur all-Iengi. Svo lengi, að ég var tekinn að treysta yður fyllilega. Og þegar ég heyrði fyrsta andóf yðar viðvíkjandi innheimtumálunum, hugsaði ég sem svo: — Þetta er bara tilviljun. En ég hefði auðvitað strax átt að segja: — Nei, hann er ekki nothæfur, og síðan ýtt yður gætilega út. En sem sagt, ]>að sem ég raunverulega iðrast og sé eftir er að ég lét yður halda áfram að hækka og hjálp- aði yður til að eflast allvel að peningum og áhrifum. Það er alveg ófyrirgefanlegt. Og hefðuð þér beðið aðeins í tvo, þrjá mánuði með þessa ákvörðun yðar, þá skyldi ég hafa séð um að þér hefðuð misst þetta allt saman, hverja agnar-ögn. — Allt voru þetta mín miklu mistök, — og framvegis verður engum hleypt upp á við í mínum skrifstofum, það getið þér reitt yður á! — Þér hefðuð sennilega heldur ekki látið mig „sleppa upp“, hefði ég ekki átt þessar krónurnar og getað gert firm- anu þennan greiða í upphafi styrjaldarinnar. — Nei, það hafði víst sín áhrif. Eiríki virtist nú gengið allnærri sjálfsáliti sínu og sagði því: — Auk þess ætti einnig að viðurkenna, að mína aðstöðu fékk ég ekki eingöngu með yðar aðstoð. Ég hafði marga við- skiptamenn sjálfur. — Já, þér rennduð yður út á við. Þér urðuð skolli dremb- inn og stærilátur og tölduð yður þegar færan í flestan sjó, þótt þér á margan hátt væruð hreinn viðvaningur. En ann- ars dettnr mér ekki í hug að neita því, að þér voruð slingur og vaskur náungi. En hvað stoðar það? Það er margt slíkra manna hér í heimi, en samt sem áður einskis nýtir. — Og það sökum }>ess að þeir eru tilfinninganæmir um- sýslumenn. — Já. — Og mér skilst, að þér megið vissulega teljast til hinna ólæknandi. Þér teljið að viðskipti, fjármál fari al- þýðlega fram. Að það heyri heima á algengum siðferðileg- um vettvangi góðs og ills. Ég skal segja yður, að þeir sem fást við ]>essháttar smávægilegt rugl og vitleysu, þeir fá það í friði, en J>eir eiga líka að hafa léttan mal og dunda við sitt. í raunverulegum .viðskiptum valda þeir aðeins töfum og fávíslegum ruglingi. — Afsakið, herra Fylkir. Þér hafið sjálfur eitt sinn haft „léttan mal“. ' — Já, sei-sei, já! Og forvitni yðar skuluð þér sannarlega fá svalað. — Yður finnst ég eitthvað dularfullur, en það er aðeins sökum ]>ess að þér eruð heimskur. Ég átti við mjög J>röngan kost að búa. Og ég vildi ekki una því. Með yðar skoðunarhætti gæti ég nú sennilega hafa verið meðhjálpari heima í sveitinni minni, eða ef til vill komist lítið eitt lengra áleiðis og orðið kennari Og þingmaður. — Þér hafið for- vitnast um Börk. Jú, sannarlega, herra Hamar, hann hjálp- aði mér áleiðis, og ég hefí kvittað þann reikning. Yður þyk- ir hann óvandaður náungi, en mér finnst hann vera sann- ur dugnaðarmaður. Hann hefir aflað sér fjár og er efnaður! Sumpart á kostnað fávitanna heima í sveitinni minni. Og hvað um það? Og það sem hann hefir grætt á þeim — og hefir síðan margfaldað — þótt því væri skipt á milli allra þorskhausanna þarna, þá yrði ekkert úr því, þeir ætu það allt upp í rúsínugraut og rjómafroðu. En úr þessu hefir Börkur skapað digran fjárstofn. — Fjárglæfra- og svika-fjárstofn, já. Og þér mynduð tæp- lega vilja kynna hann í sæmilegu samsæti. — Mér ber heldur engin skylda til J>ess, honum líður vel, þar sem hann er. Ég hefi kvittað fyrir hann, og hann unir því vel, þegar ég aðeins hleyp undir bagga með honum. Hversvegna ætti hann ekki að hryggbrjóta bannsettan stór- þingsmanninn? Þöngulhaus sem gerir graut úr öllu sem hann snertir á. Einn þessara tilfinninganæmu framkvæmda- manna! Af hans tagi t'iir og grúir um fjöll og fjörur. Gæti maður kálað nokkrum }>úsundum slíkra náunga, væri ef til vill ofurlítið gagn í því. — Og hann skal hljóta gjaldþrot sitt eins magnað og miskunnarlaust og frekast er unnt. Og úr því ég hefi nú hleypt úr hlaði: — Bjartur! Hvað ætluðuð þér yður með því að láta yður detta í hug að sinna hans málum? — Þér hafið endaskipti á öllu, Fylkir lögmaður, því að mig hefði langað til að spyrja: — Hver er ástæðan til þess, að þér skuluð fyrirfinnast í jafn auvirðilegum félagsskap sem skipsreiðaranna um daginn? Ég sá að þér blygðuðust yðar þar. — Blygðaðist mín þar? — Nei, það er ekki rétt! — Hvað er þá hið rétta? — Að þér reyndust vera sá fábjáni, sem brugðist hafði öllum skiLyrðum samstárfs oklsar. Þér sátuð og höfðuð stöð- uga gát á mér samkvæmt yðar forsendum, — og það truflaði mig auðvitað talsvert. — En J>ér voruð þarna þátttakandi í hreinum þorpara- brögðum. — Þarna kernur öll kjaftæðis-hringavitleysan upp úr kaf- inu. „Þorparabrögð!" — Það er bráðónýtt og hlægilegt í }>essu sambandi. Þetta er allt yðar eigið siðfræðimat. En sé það endilega ég, sem þér eruð að grennslast eftir, ]>á skal ég fræða yðnr um enn eitt: — Ég hefi ekki haft tækifæri til að velja og hafna. Ég er „sjálfgerður" maður, eins og ég hefi sagt yður, og enn nánara: — Niðursetningur í lítilli öreiga- sveit. Þaðan er minn fyrsti sprettur. Yðar upphaf er allmiklu betra, J>ótt aldrei muni verða neitt úr yður. Alltaf fram að því er þér komuð hingað í firmað, hafði ég barizt við efna- hagsleg vandræði og erfiðleika, þar eð ég varð að borga skuldir með vöxtum og vaxtavöxtum. Og geti það verið yður nokkurt gleðiefni að vita það, þá hefði ég eflaust alls ekki fengist við rnargt af mínurn viðskiptum, hefði ég borið „gildan mal úr garði“ í upphafi. Því }>á hefði þess ekki ver- ið nein þörf. En ekki sökum þess að ég hafi sett það neitt fyrir mig siðgæðislega. (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.