Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 1
axminsfer gólfteppi annað ekki M EINIRH.F HATNARSTKÆTI 81 . SÍMI I 15 3S XLVIIL árg. — Akureyri, laugardaginn 29. maí 1965 — 42. tbl. Hið opinbera kippir að sér hendi Laugum 23. maí. Áður hefur þess verið getið í fréttum héð- an, að fyrirhuguð væri bygging heimavistarhúss við Lauga- skóla. Fjárveiting er komin á fjárlög 1965, en nú eru allar horfur á, að framkvæmd þessi fari undir niðurskurðarhníf rík- isstjórnarinnar og fjárveiting- unni verði frestað. Sömu örlög virtust bíða bygingar heima- r Næst keppa IBA og Valur í Reykjavík NÆSTI knatíspymukappleik ur í fyrstudeildarkeppninni, sem Akureyringar keppa í, fer fram í Reykjavík milli ÍBA og Vals á morgun. Verð- ur fróðlegt að fylgjast með þeim leik. Lið Vals er talið fremur gott um þessar mund ir, varð t.d. í öðru sæíi í Reykjavíkurmótinu sem er nýlega afstaðið. I gærkveldi átti úrvalslið valið af landsliðsnefnd, að leika móti enska 2. deildar liðinu Coventry City og voru þeir Jón Stefánsson og Guðni Jónsson frá Akureyri valdir í það. Þjóðmálaráðstefna S.U.F. á Húsavík SAMBAND ungra Framsóknar manna gekkst fyrir þjóðmálaráð stefnu á Húsavík dagana 27. og 28. þ. m. Ráðstefnan hófst kl. 20,30 á miðvikudagskvöld, með setning arræðu Aðalsteins Karlssonar formanns FUF á Húsavík, en hann var jafnframt umræðustj. ráðstefnunnar. Ritari var Hlöð- ver Hlöðversson á Björgum. Þrír málaflokkar voru teknir til umræðu á ráðstefnunni, og voru frummælendur sem hér segir: Efnahagsmál: Hjörtur E. Þór- arinsson bóndi á Tjörn. Landbúnaðarmál: Dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri. Byggðajafnvægi: Kristján Ing ólfsson skólastjóri, Eskifirði. Þátttakendur á ráðstefnunni voru milli 50 og 60 víða að úr kjördæminu og voru umræður í sen fjörmiklar og gagnlegar. Ráðstefnan stóð fram undir kl. 6 á uppstigningardag og var það mál manna að hún hefði tekizt hið bezta. Áætlað er, að SUF gangist fyrir slíkum ráðstefnum víða um land í sumar og haust. Eyjólfur Eysteinsson erind- reki SUF sér um undirbúning ráðstefnanna í samvinnu við heimamenn. vistar- og íbúðarhúss við barna- skóla hér í sveit, en því fékkst breytt. Ekki skal hér dregin í efa nauðsyn þeirrar byggingar, en þó virðist sparnaður þessi koma allhart niður. Barnaskólann sækja börn úr einum hreppi, en Laugaskóla unglingar úr heilli sýslu og meira til. Auk þess er hluti af nemendaíbúðum hans gjörsamlega óviðunandi um rými, hollustuhætti og öryggi gegn eldsvoða og skyldi hin nýja bygging einmitt leysa hús- næði þetta af hólmi. Undanfarna daga hefur verið hér bjart veður og sólríkt en kalt, frost margar nætur í röð. Gróðri hefur því ekkert farið fram. Marga daga hefur reykj- armekki af sinueldum lagt til (Framhald á bls. 7). T æknibúskapur og rómantík eiga samleið segir dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri í samtali við blaðið í gær ÞÓTT vorkuldar séu víða um land og gróður skammt á veg kominn, er vorið komið og sum ar framundan. Á þessum árs- tíma eru annir mestar í sveitum landsins, enda stendur sauðburð ur hvarvetna yfir, bera þarf á tún taka flög til fullrar vinnslu HALLDÓR PÁLSSON búnaðarmálastjóri og sáningar o. s. frv. Bóndinn og skyldulið hans hefur langan vinnudag um þessar mundir, en hann vinnúr með gróandanum. Flestir dagar, þótt lengi sé unn ið, of stuttir. Bæjarmönnum, einkum þeim, sem í sveit dvöldu fyrrum, verður tíðhugsað til átt- haganna og velja bömum sínum þar sumardvöl ef kostur er á. í gær rakst ég af tilviljun á búnaðarmálastjórann, dr. Hall- dór Pálsson og félst hann á eins konar hraðsamtal, sem hér fer á.eftir og fjallar um suma þætti landbúnaðarins. Hvað viltu segja okkur um sauðburðinn á þessu vcri, bún aðarmálastjóri? Sauðburðartíð hefur að vissu leyti verið góð, hægviðri löng- um og þurrt en fremur kalt norð anlands og austan og gróður með minna móti. Þetta er baga legt fyrir þá, sem láta bera úti á víðavangi og einnig fyrir þá, sem ekki hafa nægilegt fóður. Hjá þeim, sem vanir eru að láta bera við hús og eiga nóg fóður og kunna að fóðra lambfé, leik- ur allt í lyndi þótt ekki séu meiri hlýindi en raun ber vitni. Þú hefur eitthvað ferðast um Eyjafjarðarhérað? Já, og það er ánægjulegt, að sjá krökkt af lambfé á túnum og börn og fullorðna gefa ánum sílgræna töðu eða kraftfóður í jötur úti, eins og víða sést þessa dagana. Lömbin leika sér _og. blása sundur, þar sem ærnar eru nógu vel fóðraðar. Það er ekki nóg að fóðra vel yfir vet- urinn, ef ekki er fóðrað nógu vel núna. Sérstaklega á þetta við um tvílemburnar. Einlemb um má sleppa á minna gróið land og með þær er ekki -eins vandfarið. Hinsvegar sé ég á sumum bæjum þess glögg merki að það vantar grindur í fjárhús in. Ullin verður klepruð þegar ærnar liggja á blautu taðinu. Ánum líður verr og ullin verður bæði minni og verri en þar sem grindur eru. Grindumar munu vera nokk- uð dýrar? Já, þær eru það, en eru nauð synlegar þar sem lengi er fóðr að á húsi, og sérstakl'ega þar sem ær eru látnar bera inni. Eg hefi rætt kostnaðarhliðina við marga bændur. Svarið er glöggt: Allir, sem einu sinni hafa kom- ið upp hjó sér grindum í fjár- húsin, eru ánægðir með þær og hverfa ekki frá því aftur. Það ætti að vera nægilegt svar um, að þetta svarar kostnaði. Sama máli gegnir um þá stefnu að spara fóður við sauðfé. Takizt mönnum að auka afurðir með betri fóðrun, snúa þeir ekki til fóðursparnaðarstefnunnar á ný. Samkvæmt fréftum liefur fóð ur víða verið í minna lagi? Síðasta sumar var talið mikið heyskaparár. Og í haust munu bændur hafa átt meiri hey en nokkru sinni fyrr. Eftir fremur Iangan vetur er víða farið að sneiðast um hey þótt óvíða sé um heyskort að ræða á stórum svæðum. Einn og einn bóndi átti ekki nóg. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við það, þótt bændur kaupi hey, tryggi sér það t.d. á haustnóttum. En þeir og ásetningsmennirnir eiga að sjálfsögðu að vita um ásetn inginn. En heyleysi er það alvar legasta í landbúnaðinum, sem fyrir getur komið, þegar á heild ina er litið. Aukin ræktun og Framhald á blaðsíðu 2. Afmælisri! um Jónas frá Hriflu SÝ SLUNEFND S.-Þingeyjar- sýslu hefur ákveðið að gefa út á þessu ári afmælisrit um Jónas Jónsson frá Hriflu áttræðan. Ritið mun verða um 200 bls. í Skírnisbroti, prentað á vandað an pappír með myndum. Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli hefur tekið að sér að sjá um út gáfu ritsins. Efni þess verður: Fræðilegaar ritgerðir um Jón- as Jónsson, úrval úr eldri rit- gerðum um Jónas Jónsson og rit skrá Jónasar Jónssonar. Rit þetta verður gefið út í 500 ein tökum, tölusettum, þar af verða 400 boðin til sölu. Akureyringar og nærsveita- menn sem óska að kaupa ritið, eru beðnir að snúa sér til Gríms Sigurðssonar Þórunnarstræti 121 Akureyri og skrifa nöfn sín á áskriftarlista. MYNDIN tekin frá smábátaliöfninni í innbæn um, norður yfir bæinn. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.