Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 29.05.1965, Blaðsíða 8
8 • 4 a m SMÁSÍLDIN veidd á Pollinum til niðurlagningar og beitu. (Ljósm.: E. D.) rww'/^www wwn/w Satnvinnufryggingar gáfu 100 þúsund krónur til handrifasfofnunarinnar SMÁTT OG STÓRT AÐALFUNDUR Samvinnu trygginga og Líftryggingafélags ins Andvöku voru haldnir í Keflavík 21. þ.m. Fundinn sátu 14 fulltrúar víðsvegar að af land inu, auk stjórnar og nokkurra starfsmanna félaganna. í upphafi fundarins minntist íormaður stjórnarinnar, Erlend ur Einarsson, forstjóri, Karls Hjálmarssonar, fyrv. kaupfélags stjóra. Fundarstjóri var kjörinn Svav ar Árnason, oddviti, Grindavík. Stjórnarformaður, Erlendur Ein arsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórna félaganna, og fram- kvæmdastjórinn, Ásgeir Magnús son, skýrði reikninga þeirra. Félögin fluttu aðalskrifstofur sínar á árinu 1964 í nýtt eigið húsnæði að Ármúla 3 í Reykja- vík. Jafnframt var gerð róttæk breyting á skipulagi félaganna. Hin gamla deildarskipting var lögð niður og ný tekin upp, en ýtarlega var skýrt frá hinu nýja fyrirkomulagi í blöðum og út- varpi á sínum tíma. Á árinu opnuðu félögin nýja umboðsskrifstofu með Sam- vinnubankanum í Hafnarfirði, á Akranesi og á Patreksfirði og Kaupfélag ísfirðinga opnaði sér staka vátryggingadeild, sem SKOLASLIT í SAUR- BÆJARHREPPI SKÓLANUM í Sólgarði var slit ið í byrjun maí. Skólastjóri er Angantýr H. Hjálmarsson. Frú Edda Eiríksdóttir kenndi þar einnig s.l. vetur. Stundakennar- ar voru Daníel Pálmason Gnúpu felli, sem kenndi 7—8 ára börn- um, og frú Sigríður Sshiöth, sem kenndi söng. í skólanum voru alls 60 nemendur, þar af 10 í unglingadeild. Luku þeir allir unglingaprófi. Hæstu ein- kunn hlaut Gunnar Jónsson í Villingadal 9,12. Hæstu einkunn á fullnaðarprófi hlaut Elinborg Angantýsdóttir 9,53. □ annast umboðsstörf fyrir félög in á ísafirði. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga námu á árinu kr. 154.969.240 og höfðu aukizt um kr. 24 900.541 eða um 19.14% frá árinu 1963. Er um að ræða iðgjaldaaukningu í flestum tryggingagreinum, en nokkuð mismunandi eftir tegundum. í sambandi við 70 ára afmæli Hjálpræðishersins á íslandi var skólaheimiiið Bjarg á Seltjarnar nesi vígt laugardaginn 22. maí, að viðstöddum mörgum gestum þeirra á meðal menntamálaráð herra, borgarstjóra og forseta borgarstjórnar. Yfirforingi Hjálpræðishersins á íslandi, brigader Henny E. Driveklepp, skýrði frá því hvernig hugmyndirnar um skóla heimilið hefðu orðið að veru- leika. Af kynnum við kvenlög- regluna hafði Hjálpræðisherinn fengið vitneskju um þörfina fyr ir slíkt skólaheimili og þar sem Hjálpræðisherinn hefur mikla reynslu á þessu sviði töldu leið togar hans, að hér gæti Hjálp- ræðisherinn e. t. v. komið til hjálpar. Sagði brigader Drive- klepp, að mikið hefði verið reynt til að finna hús ,sem hæíði þessu starfi, og lán úr ríkissjóði að upphæð 1.800.000.00 kr. hefðu gert húskaup möguleg. Án þess að nefna ákveðna upphæð taldi brigaderinn að útgjöldin vegna innréttingar, breytinga og inn- bús væri nú orðin tvöföld sú upp hæð. Brigaderinn nefndi að mennta málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla son, hefði sýnt máli þessu mik- inn áhuga og hjálp. Einnig sagði hún að barnaverndaryfirvöld og lögreglustjórinn í Reykjavík Heildartjón Samvinnutrygg- inga á árinu námu kr. 144.508,- 082, og höfðu aukizt um kr. 53,- 948,016 eða um 59.57% frá árinu 1963. Er þetta mest aukning tjónabóta á einu ári í sögu fé- lagsins og tjónaprósentan er nú 93.25% af iðgjöldum á móti 69.6 % árið áður. Mjög mikið tap varð á ábyrgð artryggingum bifreiða og reynd ist því óhjákvæmilegt að hækka (Framhald á blaðsíðu 2). og aðrir aðilar, sem leitað hafi verið til, hefðu sýnt málinu mik inn skilning. Umdæmisstjóri Hjálpræðis- hersins á íslandi, Noregi og Fær eyjum, kommandör Kaare West ergaard, lýsti því yfir, að skóla heimilið væri vígt. Kommandör Westergaard sagði að Hjálpræðisherinn starf rækti 2047 mismunandi þjóðfé- lagsstofnanir í 70 löndum, og í Noregi einum væri 80 slíkar stofnanir og annaðist Hjálpræð- isherinn rekstur margra þeirra fyrir hönd ríkis eða bæja. Eftir vígsluna skoðuðu hinir (Framhald á blaðsíðu 7). SIGUR HINNA SEXTÍU Öllum er í minni hve stjórnar- flokkamir vörðu af miklu kappi það umdeilda Ieyfi utanríkis- ráðherra að leyfa stækkun sjón varpsstöðvarinnar í Keflavík svo að hún náði til Reykjavík- ur og nágrennis. Og allir muna aðkastið, sem hinir svokölluðu sextíumenningar úr öllum stjórnmálaflokkum urðu fyrir, eftir að þeir birtu opinberlega mótmæli sín gegn hermanna- sjónvarpinu. Nú er komið ann- að liljóð í strokkinn hjá stjóm- arliðinu og í aðalmálgögnunum er búið að slá undan. Hinir 60 og skoðanabræður þeirra hafa sigrað í þessu stórmáli. Stjóm- arflokkamir em á hröðu und- anhaldi og sumir ráðamenn, svo sem menntamálaráðherrann hef ur afdráttarlaust lýst hryggð sinni yfir mistökunum og geng- ið þar lireint til verks eins og Misica Nova eftir hið „ófyrir- sjáanlega slys“ í hljómleika- haldi syðra, sem minnst er á annars staðar í þessum þætíi. GJAFIR OG ARNAÐAR- ÓSKIR TIL UNGRA HESTA- MANNA Það hefur víða vakið eftirtekt, að ungir menn á Akureyri stofn uðu hestamannafélag og hafa algert vínbindindi. Mun það einsdæmi á íslandi. Gamall Ak- ureyringur, nú búsettur í Reykjavík, Ieit inn á skrifstof- ur blaðsins fyrir nokkmm dög- um. Hann bað blaðið að færa hinum ungu hestamönnum pen- ingagjöf, sem viðurkenningar- vott fyrir framtak sitt og lét þau ummæli fvlgja, að hann óskaði þeim velfamaðar í þeim ásetningi, að halda fast við áform sín um bindindi, og þess einnig, að þeir mættu sem flest- ar ánægjustundir eiga á hest- baki. Tveim dögum áður hringdi íþróttafullfrúi ríkisins til blaðs- ins og þakkaði ummæli þess um liið nýja hestamannafélag bind- indissinnaðra unglinga á Akur- eyri og bað fyrir kveðjur til þeirra og ámaðaróskir. FEKÐAMANNAÞJÓNUSTA Atvikm hafa hagað þvi svo, að ísland og raunar fleiri lönd norðursins hafa dregið til sín ferðafólk í ríkara mæli en áður var. Fyrrum voru gestastofur á niyndarlegum sveitaheimilum, ætlaðar til að þjóna liinni sjálf- sögðu gestrisni. Nú er svo kom- ið, að þjóðfélagið hefur gripið í taumana og tekið ferðamálin að nokkru leyti á sína arma á viðskiptalegum grundvelli. fs- lendingum mun að vísu fátt verr gefið en veita gestum þjónustu að nýjum sið og kunna þar Iítt til verka. En samkvæmt reynslu annarra þjóða, eru ferðamenn víða hin mesta tekjulind og því mjög at- hugandi, hvort ekki beri að nýta sem haganlegast hinn mikla og vaxandi ferðainanna- straum hingað til lands, á svip- aðan hátt og nágrannaþjóðimar gera. MÖRG GISTIHÚS Á ferðamálaráðstefnu, sem ný- lega var haldin, upplýsti Lúð- vík Hjálmtýsson, form. ferða- mannaráðs, að hér á Iandi væru 2681 gistirúni. En þar af í skól- um og öðrum sumargistihúsum 1261 gistirúm. Gistirúm úti á landsbyggðinni, fyrir utan skól- ana, eru um 900 en í Reykjavík 560. ÍSLENZKUM RÁÐHERRA VEL TEKIÐ í NOREGI Forsætisráðherra, Bjami Bene- diktsson og fjölskylda hans þáði boð norsku stjómarinnar um stutta heimsókn þar í Iandi. Sumir hafa látið í veðri vaka, að ráðherrann liefði annað betra mcð tímann að gera en „frílista sig“ í útlöndum. Hér verður ekki undir það tekið, heldur á það bent, að í slíkum ferðum er mörgu að kynnast og margt af nágrannaþjóðum að Iæra. Sú kynning er liverjum ráðamanni holl, Bjarna eins og öðrum. Og þakkarvert er það, hve mjög Norðmenn lögðu sig fram um það, að kynna hinum íslenzka forsætisráðherra land sitt og þjóð, og þau viðfangsefni, sem vegna skyldleika þjóðmála meðal frændþjóða, er nauðsyn að kynnast. ÓFYRIRSJÁANLEGT SLYS Musica Nova stóð fyrir óvenju- legum hljónileikuni syðra nú fyrir skönunu. Umsagnir blaða Framhald á blaðsíðu 2. Mikil síld en stygg Á miðvikudagskvöldið voru um 20 síldarskip komin á miðin úti fyrir Austurlandi. f gær munu þau hafa verið yfir 40 og bætt- ist við flotann svo að segja á hverri klukkustund. f gær voru þau helzt tíðindi af þeim vettvangi, að síldin er stygg. En flest skip, sem á mið- in voru komin, höfðu fengið einhvern afla. Þrjú Akureyrar- skipin, Snæfell, Súlan og Ólaf- ur Magnússon voru svo að segja samferða austur og varð Snæfell fyrst þeirra til að fá afla, 1500 mál. Tekið er á móti síld í Neskaup stað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Ríkisverksmiðjurnar eru marg- ar ekki undir síldarmóttöku bún ar enn sem komið er. Og þegar blaðið síðast frétti, hafði síldar- verðið ekki verið ákveðið. Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. (Ljósmynd: Niels Hansson) Hjálpræðisherinn stofnar heimili fyrir ungar stíilkur og hefur það tekið til starfa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.