Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 7
7 Það fækkar í bændastétt FÆKKAÐ hefur í bændastétt á undanförnum árum og sumir, einkum meðal hinna yngri, setj- ast að á nýbýlum. Gömul býli fara í eyði ár hvert. Ástand þeirra býla, sem í eyði fara, er með ýmsu móti. Sum hafa vei'- ið túnlítil og húsakostur ekki til frambúðar, er búskap var hætt þar. En þess eru líka dæmi, að jarðir, sem búið var að byggja upp með traustum húsum úr varanlegu efni og ræktun, hafa farið í eyði, jafn- vel þótt þangað væri kominn akvegur og sími. Til þess eru ýmsar ástæður, og aðbúnaður þjóðfélagsins að landbúnaðin- um hefur ekki verið sem skyldi. T. d. hafa stjórnarvöld verið ófáanleg til að gera áætlun, sem treysta mætti um það, sem eftir er af rafvæðingu sveitanna. Á eyðibýlum liggur allt undir skemnidum. Ætla má, að mörg þeirra býla, sem nú síðustu árin hafa farið í eyði, byggist aftur, hvenær sem að því kann að koma. Og að því gæti komið fyrr en marg ur hyggur, ef hægt væri að koma í veg fyrir, að hús og ræktun gangi úr sér. En hús, sem standa í eyði, skemmast fljótt. Tún, sem ekki eru sleg- in, verða að ósléttum sinuflóka á nokkrum árum. Hér er ber- sýnilega um sérstakt vandamál að ræða, sem gefa þyrfti gaum að. Á mörgum eyðibýlum eru verðmæti, sem liggja undir skemmdum, ef'ekki.er að gert. Koma þarf í veg fyrir slíkar skemmdir eftir því sem unnt er á viðráðanlegan hátt. Á því get- ur oltið, hvort þau, fyrr eða síð- ar, verða einhverjum að gagni eða ekki. Umráðaréturinn. Nokkur eyðibýli með íbúðar- húsum úr steinsteypu eru í eigu Búnaðarbankans, önnur í eigu fyrrverandi bænda eða erf- ingja þeirra. Fyrri eigendur hafa að sjálfsögðu umráðarétt yfir jörðunum og mannvirkjum á þeim, en fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag skiftir það miklu máli, hvernig um þær fer. í ábúðarlögum er þeim veittur íhlutunarréttur um framtíð jarða. Sveitarstjórn getur t. d. ráðstafað eyðijör ðtil ábúðar, - Löndun og söltun (Framhald af blaðsíðu 1). bræðslu, en á sama tíma í fyrra 290 þúsund mál. Gagnstætt því, sem verið hef- ur tvö undanfarin ár, er nú landburður af færafiski og var svo í júlímánuði. Skip, sem koma hingað með síldarafla, hafa lóðað á fjölmörg um smátorfum 50—60 mílur út héðan og einn bátur fékk þar ofurlítið af síld. H. H. CÓÐ AUCLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ ef eigandi hennar gerir það ekki sjálfur og „krafizt þess, að landsdrottinn láti fylgja jörð- inni nauðsyníeg hús og mann- virki, er henni hafa áður fylgt í ábúðarfæru ástandi og pen- ingshús a. m. k. fyrir þá áhöfn, er jörðin ber, er ábúandi tekur við henni, eða setji tryggingu fyrir því að svo sé gert. . . . “ — Þetta segja nýju ábúðarlögin frá 1961. í ábúðarlögunum segir: Ennfremur segir svo í þriðju grein nefndra ábúðarlaga: „Nú hefur jörð verið í eyði í 3 ár eða lengur og rýrnað að búreksrargildi af þeim sökum, og er þá jarðareiganda skylt að gefa hlutaðeigandi hreppi eða Landnámi ríkisins kost á að kaupa jörðina. Skal jörðin met- in til slíkrar sölu af gerðar- dómi, sem skipaður sé þrem mönnum. Tilnefna aðilar sinn manninn hvor og hlutaðeigandi sýslumaður oddamann." Fari jarðeigandi ekki að lög- um, getur sýslumaður eftir kröfu sveitarstjórnar selt jörð- ina á uppbði. Sumardvalarbústaðir. Ekki munu sveitarstjórnir al- mennt hafa notað sér þann rétt, sem þeim er veittur í ábúðar- lögunum, enda lítil eftirspurn eftir jörðum til búskapar um þessar mundir. En heilbrigð stefna væri það, í þessum mál- um, að eyðijarðir almennt kæm ust í eigu sveitarfélaga eða Landnáms ríkisins. Þyrfti rík- , isvaldið að greiða fyrir því, að svo geti oi'ðið. Hitt er svo að- kallandi, sem vikið er að hér að framan, að koma í veg fyrir að hús og önnur verðmæti á jörðunum skemmist eða eyði- leggist, a. m. k. þar sem um veruleg verðmæti er að ræða. Vel færi á því, að fólk, sem tengt er þessum jörðum, en á nú heima annars staðar, sýndi þeim þá ræktarsemi að halda við mannvirkjum þai' og láta nota þau til einhvers á meðan jörðin byggist ekki. Mörg íbúð- arhús á eyðijörðum eru tilval- in sumardvalarbústaður og allt af er eftirspurn eftir sumardvöl í sveit, bæði fyrir börn og full- orðna. Hlunnindajarðir. Hlunnindajarðir í eyði eru mik- ið vandamál um þessar mund- ir. Hér er einkum að ræða jarð- ir, sem eiga land að veiðiám eða sjó, þar sem reka er von. Sum þessara eyðibýla, einkum veiðijarðirnar, ganga’ kaupum og sölum. Eigendur hafa þá oft og tíðum engan áhuga fyrir því, að búið sé á jörðunum, en reyna að hafa það, sem hægt er upp úr hlunnindunum. En fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög er hér um mikið alvörumál að ræða, sérstaklega þau, sem fá- menn eru að berjast í bökkum. Þar munar um mannsliði. Hver furtflutningur af jörð veikir líkurnar fyrir því, að sveitarfé- lagið haldist í byggð. Sumar sveitir eru nú þannig á vegi staddar sakir fámennis, að þeim er að verða um megn að hreinsa afréttarlönd sín á haust in og smala til rúnings á vorin. Segja má, að úr þessu mætti bæta með girðingum. Slíkt kostar að vísu mikið fé og leys- ir þó ekki vandann nema að nokkru leyti. Alltaf rennur fé inn á afréttarlöndin einhvers staðar að. Mörg sveitarfélög geta átt þar sameiginlegra hags muna að gæta. Aðstoð virðist nauðsynleg. Á síðasta þingi fluttu þeir Karl Kristjánsson, Sigurður Bjarna- son, Gísli Guðmundsson og Her mann Jónasson tillögu til þings ályktunar um, að þjóðfélagið léti þetta mál til sín taka. Þeir munu þá hafa minnst þess m. a. að tvö sveitarfélög á Vest- fjörðum eru komin í eyði. Hvei' á nú að smala lönd þeirra? Einn ig munu þeir hafa haft í huga hinar víðlendu afréttir á Norð- austurlandi og fámenni sumra sveita í þeim landshluta. Q MESSAÐ í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 10,30 f. h. Sálmar nr. 53, 528, 326, 251 og 58. — P. S. SÖFN - HÚS AMTSBÓKASAFNIÐ. — Opið alla virka daga nema laugar- daga kl. 4—7 e.h. N ÁTTÚRU GRIP AS AFNIÐ er opið alla daga frá kl. 2—3 e. h. Sími safnvarðar er 1-29-83 á kvöldin. MINJASAFNIÐ er opið alla daga kl. 1.30—4 e. h. Sírpi safnsins 1-11-62, en safnvarð- ar 1-12-72. MATTHÍASARHÚS opið alla daga, nema laugardaga, kl. 2—4 e. h. NONNAHÚS er opið alla daga kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 1-27-77. MINNINGARSPJÖLD Kvenfél. Hlífar fást í Bókaverzl. Jó- hanns Valdimarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttir Hlíð arg. 3. Öllum ágóða varið til Dagheimilisins Pálmholt. 0 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á i % 60 ára afmælinu S. ágúst. i i KRISTINN JAKOBSSON, Espihóli. Á „ 4- S Innilegt þakhlceti lil ykkar allra, sem sendu mér Hi 4 gjafir og lieillaóskir á sextugsafmœli minu 29. júlí © siðastliðinn. — Lifið heil. .| GARÐAR VILHJÁLMSSON. % % í <■ :£—>©'> 'T'-c 0-;. 0-> 0 Á % . f * Innilegar þakkir fyrir hugljúfar stundir fceri ég © ® þeim, er litu lil min 22. júlí sl. — Dágur sá varpar í birtu á spjöld minninga minna. — Enn fremur þakka <3 í ég hjartan lega gjafir og skeyti þann dag. X Séuð þið öll guðsfaðmi falin. © JÓN IRYGGVASON, Möðruvöllum. % © .t JÓN JAKOBSSON, Ránargötu 6, Akureyri, er lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 5. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 14. ágúst kl. 2 eftir hádegi. Vandamenn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS MAGNÚSSONAR, járnsmíðameistara. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. • ^ Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hjálp og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, BJÖRNS ÓLAFSSONAR, Laxagötu 2, Akureyri. Er’nnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði, sem stunduðu lrann í veikindum hans. Sigríður Björnsdóttir, Aðalrós Bjömsdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og aðrir vandamenn. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðlaug Jóhannsdóttir verzl- unarmær, Brekkugötu 43, Ak ureyri, og Sæmundur Hrólfs- son iðnnemi, Skógargötu 13, Sauðárkróki. I.O.G.T. Brynjufélagar, athugið! Fundur verður ekki n.k. fimmtudag, og helgarferðinni er frestað þar til seinna, og þá væntanlega farin berja- ferð. Nánar auglýst síðar. — Æ. t. KVÖLDFERÐIR í Ólafsfjarðar múla á hverju laugardags- kvöldi kl. 20 frá Ferðaskrif- stofunni Sögu. — Ekið um Svarfaðardal og drukkið kaffi á Dalvík. - ELDSVOÐAR (Framhald af blaðsíðu 1.) Kl. 6.55 á laugardagsmprgun var slökkviliðið kvatt að geymsluskúr Efnaverksmiðjunn ar Sjafnar vestan við sláturhús ið á tanganum. í skúrnum var geymt vax, og skemmdist það eitthvað, en skúrinn mun ekki hafa skemmst neitt að ráði. Álit ið er, að krakkar hafi kveikt í kassarusli, sem lá utan við vegg inn. Sl. laugardagskvöld kviknaði í viðbyggingu íbúðarhússins Lækjargötu 13. í viðbygging- unni var þvottahús og geymsla og eyðilagðist hvorttveggja gjörsamlega. Eldurinn varð um . tíma magnaður, en slökkviliðinu tókst að verja íbúðarhúsið sjálft að mestu. Þó skemmdist eitt- hvað af reyk. Eldsupptök eru ókunn. Q - Tugir lamba . . . (Framhald af blaðsíðu 81. unga og setur upp fyrir þá raf- stöðvar. Nú var með honum hinn landkunni knattspyrnumað ur Steingrímur Björnsson og það liðu ekki margir dagar frá því þeir komu að líta á efni og : aðstæður, að allt var orðið bað að í ljósum og farið að suða í langþráðum tækjum svo sem ryksugum, hrærivélum o. fl. G.A. - Misjöfn spretta , . . (Framhald af blaðsíðu 8). verið á nóttum niðri í byggð. — Veit ég þó ekki til þess, að enn þá sjái á kartöflugrösum. Er það sem við manninn mælt, að um leið og vindátt snýst til norð urs er kominn nepju kuldi. Eins og af þessu lauslega yfir liti má marka hefur heyskapar tíð verið hér hagstæð og til eru þeir bændur, sem þegar hafa al hirt fyrri slátt en aðrir vel á vegi staddir. Aðra sögu og lakari er þó að segja úr útsveitum einkum af Skaga og þá ekki hvað sízt utan Ketubjarga. Þar hefur kuldinn þjarmað svo að öllum gróðri, að sláttur mun mjög skammt á veg kominn. mhg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.