Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 1
HRYGGILEG SLYS VARÐ UNDIR DRÁTTARVÉL OG BEIÐ BANA ÞAD hryggilega slys varð að Hvammi í Amameshreppi, að þriggja ára færeyskur drengur, sem var gestkomandi þar með móður sinni, varð undir dráttar vél og beið bana af. Litli dreng- urinn hafði klifrað upp á vélina |»ar sem hún stóð við húsið og rann hún af stað afturábak nið- ur örlítinn halla frá húsinu og austur yfir þjóðveginn. Fór vél- in þar fram af kantinum og valt ofan á drenginn. Laeknir kom strax á staðinn með sjúkrabíln nm en drengurinn lézt á Ieið- inni til Akureyrar. TELPUR FYRIR VÖRUBÍL Á sunnudaginn urðu tvær 10— 11 ára telpur fyrir vörubíl norð an Glerárhverfis. — Sjúkrabíll kom á staðinn og voru telpurn ar fluttar í sjúkrahús þar sem þær liggja enn. Önnur þeirra hlaut nokkra skurði á fótum en hin mun vera meira slösuð, jafn vel höfuðkúpubrotin. (Frá lögreglunni). DRUKKNAÐI í ÓLAFS- FJARÐARVATNI Hinn 9. þ. m. varð það hörmu- lega slys í Ólafsfirði, að 8 ára gamall drengur frá Siglufirði, Brynjar Júlíusson, drukknaði. Það bar til með þeim hætti, að bát hvolfdi á vatninu fram und an Auðnum, en í honum var Brynjar, eldri bróðir hans og afi þeirra og voru þeir að vitja um silunganet. Eldri bróðirinn synti í Iand og afinn var hætt kominn enda heilsuveill. ELDSVOÐAR MIÐVIKUDAGINN 4. ágúst kviknaði í þurrkara í síldarverk smiðjunni á Krossanesi. Eldur hafði leynzt þar og er slökkvi- liðið kom á vetvang, lagði þykk an reykjarmökk upp af verk- smiðjuhúsinu. Skemmdir urðu ekki teljandi. Á föstudaginn var slökkvilið ið kvatt að Gránufélagsgötu 27. Reyndist ekki vera neinn eldur heldur reykur frá miðstöðvar- katli. (Framhald á blaðsíðu 7) •• VERID er að koma fyrir hinum nýju malbikun irvélum upp með Glerá. (Ljósm.: E. D.) Ný tækni gegn nætufrostum Vatnsúði og reykur hafa gefið góða raun ByrjðS aS byggja flugskýli a Akureyrarflugvelli HAFINN er undirbúningur að hyggingu flugskýlis á flugvell- inum við Akureyri, en það mál hefur verið í undirbúningi und- anfarin misseri. Flugskýli þetta •verður stálgrindahús, — þessi áfangi 37x25 metrar að flatar- máli. Slippstöðin, KEA og Möl og sandur tóku að sér bygginguna fyrir hönd flugmálastjórnarinn- ar. Með flugskýli á Akureyrar- flugvelli batnar enn aðstaða til ýmiss konar starfsemi varðandi jnnanlandsflugið, einkum Norð- urflugs. En Norðurflug er eina flugfélag landsins, sem ekki á raunverulega heima í Reykja- vík. Munu menn fagna því, að gata þess félags sé greidd af sanngirni. Tvíliandleggsbrotinn FYRIR fáum dögum bar það við í hópi ferðamanna austur á ör- æfum að maður einn reykvísk- ur tví-handleggsbrotnaði. Félag ar hans voru í 6 klst. að flytja hann á fjallabíl að Þorsteins- skála í Herðubreiðarlindum. — Þaðan náðist, með hjálp talstöðv ar í öðrum ferðabíl til Gufuness og var Tryggvi Helgason beðinn að sækja sjúklinginn. Flugvöll- ur er skammt frá Þorsteinsskála og gekk sjúkraflugið vel. Nýja flugskýlið á að byggja spölkorn sunnan við Flugstöð- ina og verður það jafn langt frá flugbrautinni og hún. Hvernig á því stendur, að flugskýlið er ekki byggt nær flugstöðvarhús- inu, á lóð, sem búið er að sand- fylla, heldur nokkru sunnar, er torskilið. □ UM síðustu helgi voru hér á ferðinni forstjóri Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, Jó- hann Jónasson og jurtasjúk- dómafræðingurinn Ingólfur Davíðsson. Voru þeir á eftir- litsferð . vegna stofnræktunar kartaflna, sem margir bændur við Eyjafjörð hafa með hönd- um. Þeir telja uppskeruhorfur á kartöflum yfirleitt góðar, eink- um sunnanlands, og voru nýjar íslenzkar kartöfiur komnar á markaðinn um síðustu mánaða- mót. Þær voru úr Þykkvabæ og Hrunamannahreppi. Á yfir- standandi ári, sagði forstjórinn, hefur verið flutt inn meira af kartöflum en nokkru sinni áð- ur og komu þær á markað fljótt upp úr s.l. áramótum, þótt inn- lenda framleiðslan væri þá ekki til þurrðar gengin. í stofnræktun þeirri, er áður var nefnd, eru gullauga, rauðar islenzkar og bintjé. Auk þess eru á Eyrarlandi ræktun tvö tékknesk kartöfluafbrigði, til reynslu og með það fyrir aug- um að rækta þær kartöflur hér í stórum stíl til útsæðisnota í heimalandinu. En það færist ■hvarvetna í vöxt, að rækta út- sæðiskartöflur í eins svölu loftslagi og unnt er og losna á þann hátt við kartöflukvilla að nokkru leyti. Hér á landi eru talin þrjú að- alframleiðslusvæði kartaflna og er Þykkvibær talinn þeirra mest, þá sveitirnar við Eyja- fjörð, einkum Svalbarðsströnd, og Hornafjörður. Eins og jafnan áður ógna næturfrostin allri kartöfluupp- (Framhald á blaðsíðu 6). Löndun og söStun á Raufarhöfn Raufarhöfn 10. ágúst. Hér hef- ur verið landað og saltað síðan á laugardag. Allgóð síldveiði hef ur verið 140—180 mílur norð- 55S5S555555355555S555S55555SS555555555SS555S55555S555SS5555S5S5S555555SS555S5Í555S5S555555555S55S55S55555S*; VINNA er hafin við jarðgöngin í Strákum við Sigluf,örð. Myndin sýnir staðinn Sigiufjarðar- megin, þar sem jarðgöngin liggja inn í fjallið. (Ljósm.: E .Ð.) austur af Langanesi og er skemmst hingað með aflann. í dag er saltað á öllum plön- um og bezta síldin er að koma í dag. En því miður eru marg- ar stúlkur farnar og einnig verkamenn. Búið var í morgun að salta í 15.000 tunnur, en á sama tíma í fyrra í 50.000 tunn-. ur. Nú eru komin — eða verða í kvöld — 100.000 mál í (Framhald á bls. 7). Akureyrartogarar STÖÐUG vinna er hjá Hrað- frystihúsi U. A. Frystihúsið tek ur, auk togarafiskjarins, afla frá dragnótabátum og ufsa af herpi nótarbátum ef rúm er. í fyrra- dag lestaði Selfoss urn 10.000 kassa af freðfiski. Sléttbakur landaði 28. júlí 210 tonnum. Harðbakur kom annan ágúst með 122 tonn. Kaldbakur landaði 4. ágúst 159 tonnum. Svalbakur kom í fyrradag með um 115 tonn. Veiðisvæðin eru út af norður landi og fiskurinn er blandaður; þorskur og karfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.