Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 8
8 VEGURINN frá Ólafsfirði er kominn á sýslumörkin, Ófærugvá og sýnist glæfralegur af sjó. — Háít uppi í Múíanum sést móta fyrir veginum. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT OG STÓRT NÝTT HÚS Pósts og síma á Þórshöfn. (Ljósm.: D. E.) TUGIR LAMBA VIÐ EITT GRENI Mikið tjón hjá bændum af völdum tófunnar Klausturseli 4. ágúst. — Vorið var fremur þurrt og kalt fram an af, en hlýnaði 22. maí og var æði lengi hitablíða, en úrkomu laust og þar af leiðandi fór gróðri lítið fram. Sauðburður gekk víða afburða vel, svo van- höld hefðu engin orðið, hefði tófa ekki verið, en hún hefur víða höggvið skörð og skert tekj ur sauðfjárbænda. Sem dæmi má nefna, að á einu greni, sem nú fannst í fyrsta sinn, voru á mihi 30 og' 40 nýir lambaræflar og má reikna það á 30 til 40 þús. kr. og á bæjunum í Hrafnkells- dal þ. e. Aðalbóli og Vaðbrekku fundust 5 kindur fullorðnar drepnar eftir tófu þegar smalað var til sauðburðar. Kalskemmdir eru víða tölu- vert miklar í túnum og annað hefur vaxið illa vegna ofþurrka, svo heyskapur er víða nýlega byrjaður. Uppgjöf virðist engin hjó bændum, þótt hætt sé við að Misjöfn spretta í SkagafirSi Frostastöðum, 28. júlí. Þrátt fyr ir fremur þurrt og kalt vor og því síðbúna sprettu byrjaði slátt ur þó víða vonum fyrr hér frammi í héraðinu. Munu menn almennt hafa byrjað að bera niður um mánaðamótin júní-júlí og þeir fyrstu þó um það bil viku fyrr. Var þá þurrkur dag hvem og þornaði hey eftir hend inni þótt kalt væri raunar löng tun, enda norðanátt ríkjandi. Laugardaginn 10. júlí brá hins vegar til sunnanáttar og fylgdi úrkoma og hlýindi. Leið næsta vika svo, að lítt eða ekki tókst að þurrka hey, enda rigndi eitt hvað flesta daga. Þó mun allflest Með fjóra einkaritara SÍMON SPIES, hinn frægi og ríki ferðaskrifstofueigandi kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum ásamt venjulegu föru- neyti. Hann lagði m.a. leið sína til Mývatnssveitar. Á Akureyr arflugvelli lét hann færa sér þykka, íslenzka prjónahúfu og setti hana upp áður en hann steig inn í áætlunarbílinn. Sím on Spies hefur alltaf fjórar ung ar og fríðar konur með sér, hvert sem hann fer, og svo var að þessu sinni. Það eru einkarit arar hans. Þennan dag var mjög hlýtt i veðri. Sagt er, að ferðaskrifstofa Sím onar flytji árlega um 75 þús. Skandinava í sól og sumar Mið j arðarhafslandanna. um hafa þótt tilvinnandi að fá þennan óþurrkakafla því að sam fara úrfellinu voru hlýindi mik il svo að sprettu fleygði fram, en hún mátti víða ekki minni yera áður. Undanfarna hálfa aðra viku hefur aftur á móti ekkert rignt og síðustu daga verið drifa þurrkur en hinsvegar kalt og það jafnvel svo, að frost hefur (Framhald á blaðsíðu 7). fækka verði bústofni að ein- hverju leyti. Margir hafa notað tímann til að byggja meðan ekki var hægt að fara að slá. Það er verið að byggja hlöður, fjárhús, Ijúka við að gera íbúðarhæft hús á einum bæ og byrjað á íbúð arhúsi á einu nýbýli og verið er að byrja á íbúðarhúsi á öðrum bæ. Nýbýli er byrjað að reisa á sveitarmörkum Jökuldals og Jökulsárhlíðar og eru það ung hjón, sem hafa bæði unnið í banka. Ræktun mun verða með meira móti í sumar ef jarð- vinnslutæki fást til að anna því sem fyrirhugað er að gera. A. m. k. 4 díeselrafstöðvar er verið að setja upp, tvær af þeim eru þegar komnar í notkun, önn ur bæði til Ijósa og fyrir súg- þurrkun. Verst gengur að fá rafvirkja til að vinna að uppsetningu stöðvanna og leggja í húsin. — Við erum bara svo heppin hér í sveit að Björn Þorkelsson raf virki hjá KEA er fæddur Jökuldælingur og kemur hingað í sumarfríinu sínu og þá misk- unnar hann sig yfir gamla sveit (Framhald á blaðsíðu 7). KASTAÐI í SUNNLENZKAN BÆJARLÆK Norðlendingur einn var á ferð um Suðurland og hafði veiði- stöng „í skottinu“ eins og marg ra veiðimanna er siður í sumar- ferðum. Á einum stað kom hann að stórum læk eða ársprænu. Datt lionum nú stöngin í hug. Ekkert sást til bæja eða manna ferða svo hægt væri ón fyrir hafnar að fá leyfi til veiða. — Manninum sýndist heldur ekki lækur þessi þannig, að þar væri um verulega veiði að ræða — tók nú stöng sína og brá öngli í vatn. — Það gerðist ekkert ann að en það, að á næsta viðkomu- stað ferðarinnar bíða mannsins yfirheyrslur og síðan kæra og sektir. Lækurinn góði, sem hann sjálfur nefndi svo, var raunar þekkt laxveiðiá! FESTI BÍL Á FLÓTTANUM Það bar nýlega við á Norður- landi, við kunna veiðiá, að þar kom óboðinn gestur og fór að veiða, leyfislaust. Þegar veiði- menn, er veiðirétt áttu þama þennan dag, komu á vettvang, tók hinn óboðni til fótanna að bíl sínum og ók brott á mikl- um hraða. En brátt sat bíllinn fastur á hraunnibbu. í honum sat maður að sunnan og ekki upplitsdjarfur! SIGURFRÉTTIR MOGGANS Málgögn Sjálfstæðisflokksins grobba nú eins og stríðsaðili, sem er á undanhaldi á vígvíll- unum. Sigurfregnimar eru birt- ar í stað hinna sönnu fregna um ófarir og afhroð. Slíkar fréttir eru ætlaðar til „heimabrúks“ og eiga að hugga langþreytt fólk, sem langar til að geta trú- að sigurfréitum. HIN MIKLA SÓKN! „Sókn“ núverandi ríkissjórnar er m. a. fólgin í 230 millj. kr. greiðsluhalla á rikisbúskapnum á árinu, sem leið, sífelldum ófriði og skæruhemaði á vinnu- markaðinum, vaxandi dýrtíð og ógildingu bráðabirgðarlaga, er stjórnin setur að Alþingi for- spurðu og heykist svo á að framkvæma þegar á reynir. — „Sókn“ stjórnarinnar er líka fólgin í því, að hafa orðið að taka upp kauptryggingu gegn vilja sínum og ganga til samn- inga við stéttarfélögin um breyt ingar á löggjöf landsins, sem hún áður var búin að Iáta liðs- menn sína fella á Alþingi. UNDIR JARÐARMEN Forsætisráðherra hefur í seinni tíð orðið að ganga undir jarðar- men svo mörg að furðu gegnir á svo skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum kallaði hann það hneyksli hjá vinstri stjórn- inni að háfa samráð við atvinnu stéttir um fyrirhuguð úrræði í efnahagsmáluni, í því skyni að skapa um þau samstöðu. Nú er komið sem komið er, og forsæt- isráðherrann reynslunni ríkari. En sú reynsla hefur orðið þjóð- inni dýr. RÁÐUNAUTUR TÝNDIST Það er táknrænt fyrir undan- hald ríkisstjómarinnar og stefnu leysi hennar, að ráðunautur hennar í efnahagsmálum er fyr- ir Iöngu farinn úr Iandi. Er ekki með vissu vitað, hvort hann hefur sjálfur sagt upp vistinni eða þjónusta hans verið afbeð- in. En ekki er ólíklegt, að hag- fræðingur þessi, sem er maður hreinskiftinn, hafi talið, að rík- isstjóm, sem þannig er ástatt um, ætti að gefa öðrum kost á að reyna nýjar leiðir, og hann hafi ekki kært sig um, að vera vaktmaður á strandfjöm „við- reisnarinnar“. Hitt er svo stað- reynd, sem ekki verður um- flúin, að ráðherrar en ekki hag- fræðiráðunautar hafa vald til að ákveða stjómarstefnu og bera ábyrgð á henni, enda óvíst að hve miklu leyti hefur verið að „ráðum“ farið í einstökum atriðum. SUMIR AÐ HÆTTA — AÐRIR AÐ BYRJA Síðustu daga hafa einstöku bændur frammi í Eyjafirði ver- ið að hirða seinni sláttinn, jafn- vel það síðasta af honum. En þar mun vélakostur eins full- kominn og völ er á. Á sama tíma eru bændur á Langanesi að hefja heyskapinn og sumir mjög skammt á veg komnir. En þar hefur löngum verið kalt í veðri í sumar og sprottið mjög seint. HÉRAÐSHÁTÍÐIR STJÓRN- MÁLAFLOKKA Víða um land efna stjórnmála- flokkar til svokallaðra héraðs- (Framhald á blaðsíðu 5). NORÐURLANDSMÓT í f r jálsum íþróttum NORÐURLANDSMÖT í frjáls- um íþróttum fer fram á Laug- um S-Þingeyjarsýslu 21. og 22. ágúst n.k. og hefst kl. 4 e. h. fyrri daginn. — Þátttökutil- kynningar berist til Óskars Ágústssonar Laugur fyrir 15.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.