Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 11.08.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Önnur viðhorf í NÓVEMBERMÁNUÐI 1964 sagði stóriðjunefnd í skýrslu til ríkisstjómarinnar, að verðmunur sá, sem verða kynni á raforku frá Detti- fossi og Búrfelli skipti ekki megin- máli fyrir staðsetningu aluminíum- iðjuvers. I'að sem meginmáli skipti, væri, að verksmiðjan myndi ekki framleiða nema 30 þús. tonn og að þá vantaði markað fyrir orku frá Dettifossi. Nú er talið ákveðið, að byggð verði 60 þús. tonna verk- smiðja, ef til kemur, þ. e. a. s.diæfi- Ieg fyrir staðhætti við Dettifoss, þeg- ar við bætist almenn notkun norð- anlands og austan. Aðalröksemdin gegn Dettifossvirkjun er þar með úr sögunni. Eða hafa menn gleymt því scm þeir sögðu fyrir 9 mánuðum? Þegar hefur verið samþykkt laga- heimild til að virkja Þjórsá við Búr- fell í allt að 210 þús. kw. orkuveri. Meira afl er ekki talið hagkvæmt að virkja á þeim stað. Model-tilraunir með ísrek í -Þjórsá standa enn vfir í Noregi og niðurstaða ófengin. En telja má sennilegt, að rétt sé að virkja Þjórsá eigi að síður, hvenær sem það verður gert. Sextíu þús. tonna aluminíumverk- smiðja við Straumsvík myndi taka til sín nokkru meira en hehning af orkunni frá Búrfelli. Sumir kunn- ugir segja, að hin mjög ört vaxandi raforkuþörf á Suðvesturlandi mvndi taka til sín afganginn á næsta ára- tug eða jafnvel skemmri tíma. Næsta skrefið yrði þá sennilega að virkja Dettifoss eða Laxá til að fullnægja almennri neyzluþörf FYRIR SUNN- AN og leggja háspennulínu suður á milli jökla. Er þá ekki nær að stað- setja iðjuverið fyrir norðan? Trúlegt er, að rétt sé að koma upp einhvers konar stóriðju hér á landi fyrr eða síðar og hníga að því ýms rök. En af hálfu Norðlendinga hef- ur aldrei verið rekið á eftir fram- kvæmdum á því sviði, sízt að hrap- að sé að óhagstæðum samningum við útlendinga eða setja íslenzkt at- vinnulíf og byggðajafnvægi í hættu. Hið norðlenzka viðhorf, sem Aust- firðingar einnig gerðu að sínu á Ak- ureyrarfundinum 1962, var í því fólgið, að fyrsta stórvirkjunin með iðjuver fyrir augum ætti að byggja norðanlands, hvernig sem að þeirri framkvæmd yrði staðið. Sá var líka mergurinn málsins í ályktun bæjar- stjórnar Akureyrar sl. vetur. Menn geta kallað þetta hreppapólitík eins og Morgunblaðið gerði nýlega. En það er J>á líka hreppapólitík hjá Norðmönnum, að setja Svisslending- um það skilyrði, að slíkar fram- kvæmdir þar í landi Jjjónuðu norsku byggðastefnunni. ~~~~~~~~~~~ ARNI G. EYLANDS: ~~~~~~~~~~~ KAL OG KENNINGAR i. MARGT og mikið er rætt um kalið á Austurlandi, er það að vonum. Hins vegar er kal í tún um engin ný bóla hér á landi. Oft hefir það valdið bændum þungum búsifjum. Nægir að minna á hvert afhroð bændur biðu eftir frostaveturinn 1918 af þeim sökum. Samkvæmt búnað arskýrslum var töðufengur um land allt sumarið 1917 706 þús hestar, en sumarið 1918 ekki nema 3S5 þús, hestar. Þannig minnkaði töðufallið um 46%, váfalaust mest af völdum kals í túnum. Sem dæmi má einnig r.efna, að af túninu á Hólum í Hjaltadal fengust ekki nema um .300 hestar sumarið 1918, en á þeim árum var Hólatún talið vera um 2000 hesta tún. Þannig mætti lengi telja. Á meðan því fór fram, að alda gömlum hætti, að taðan var ekki nema hálfur heyskapur bænda og jafnvel ekki það, voru það útheysslægjurnar sem fleyttu- búunum yfir kalárin, þótt oft kæmu þau hart við. Fyrir kom þó einnig að harðvellisengjar og úthagi var skemmt af kali. Vot lendisengjar var það eina slægju land sem aldrei kól. II. Nú er öldin önnur. Utheysskap- ur að mestu aflagður. Af túnun- um er mjög mikill og vaxandi hiuti nýræktir. Þykir við brenna að þeim sé kalhættara en gömlu túnunum. Ber margt til og er ýmsu um kennt, svo sem grasfræi og lítt þolnum gróðri er upp af því vex, jarð- vinnslu og áburði. Á landið sjálft sem ræktað er virðist sjaldnar og minna minnst, í þessu sambandi. Væri þó full ástæða til þess. Gömlu túnin voru sjaldan mjög flöt og hallalaus, vatni veitti af þeim víðast hvar, en segja má, að ör- ugg reynsla sé fyrir hendi um það, allt frá fornu fari, að mar- flöt tún og lægðir og slakka í túnum kelur fremur en ann'að land. (Þótt jafnvel harða hóla geti kalið, með sérstökum hætti er rætur slitna á milli tveggja klakalaga í jörð). Má þar til nefna það, sem alkunnugt er, hversu hætt ér við kali í lægð- um og við brekkurætur þar sem hjarn og svell liggja á jörð fram á vor. Hafa bændur í raun og veru aldrei undrast slíkt, frem ur talið það eðlileg áföll, bund- in við snjólög og veðurfar. Að þessu athuguðu sé sízt að undr- ast þótt kalhætta í túnum sé nú yfirleitt töluvert meiri og al- mennari heldur en áður var, Við sambærilegt vetrarríki og veðurfar. Eftir að framræslu- tæknin gerði ræktun mýrlendis tiltækilega og algenga, og það í miklum mæli, eru víða rækt- aðar marflatar mýrar sem vatni veitir lítt og illa af. Það er því alls ekki „að kynja þótt keraldið leki“ við og við, og bændur fái að kenna á kali annað veifið, þegar kalhættulega árar um veð urfar að vetri og vori til. Ef við þetta bætist: óheppileg jarð- vinnsla, „lélegt“ grasfræ og mið ur skynsamleg notkun áburðar við ræktunina og á eftir, þá er varla við góðu að búast. En um þetta allt er nú rætt, manna á meðal og í dagblöðunum, og til efnið er hið mikla kal í túnum, sérstaklega á nýræktartúnum nú í vor, á Austurlandi og víð- ar. Við þessar umræður ber mest á ágiskunum og ályktunum, oft lítið rökföstum, svo og kröfum um „rannsóknir á orsökum kals ins“ cg um „tilraunir“ til þess að leiða sannleikann í ljós, og afla þekkingar og kunnáttu til þess að fyrirbyggja slík áföll framvegis. En sem betur fer er líka um meira en kröfur að ræða, búnaðaryfirvöldin hafa þegar gert hinar fyrstu ráðstaf anir til tilrauna og rannsókna á þessu sviði. Vel er það, þótt þess se um leið að minnast að verk- efnið er stórt og því þannig far ið, að það verður ekki auðsótt né skjótfenginn árangur. Bænd- ur þurfa ekki að gera sér gylli- vonir um hið gagnstæða. Fátt mun hafa verið ritað um kal á íslenzku, og um innlendar rannsóknir á kali er ekki að ræða. Hið merkasta sem ég man eftir er grein í 34. árgangi Árs- rits Ræktunarfélags Norður lands 1937 eftir Ólaf Jónsson þá verandi tilraunastjóra. Er grein sú gagnmerk um það, hvernig | FYRSTA GREIN [ Ólafur skilgreinir orsakir kals- ins og gerðir þess. En nú er þar við bætt, í blaðaviðtölum, og greinum. Ekki rýrir það samt grein Ólafs, því að nú er tvennt tilnefnt sem líklegar orsakir kalsins (á Austurlandi) sem hvorugt var fyrir hendi er hann reit grein sína 1937. Þetta tvennt er Skerpiplógurinn og Kjarn- inn'. Heldur finnst mér snöggsoðið sumt það, er fram hefir verið varpað um þessa hluti nú í vor og sumar. Er það tilefni þess að ég skrifa greinar þessar. En Ijóst er mér að ég veit fátt eitt um þetta mál, og að aðstaða mín til þess að álykta rétt um einstök atriði málsins er engu betri en annarra, síður en svo. Má því svo fara, að mínar „vill- ur“ verði eigi betri en hinar fyrri — sem fram eru komnar. Vil ég nú víkja að fjórum at- riðum kal-málsins: Ræktunar- landinu, jarðvinnslunni, grasfræ inu o'g áburðinum. Fer með vilja öfugt að, ræði fyrst um grasfræ ið og áburðinn, og fer þar frem ur stutt yfir en síðast um jarð- vinnsluna. Mun mér verða skraf drýgst um hana sökum þess, að þar kem ég inn á mál sem ég hefi lengi haft mikinn áhuga á og tel að eigi hafi verið athug- að sem skyldi, jafnvel fremur afflutt heldur en hitt. Mál það er djúpplægirig mýrlendis við frumræktun landsins. III. Grasfræ það, sem notað er til nýræktar túna á landi hér, er allt erlent að uppruna, ræktað erlendis og flutt til landsins. Langt er síðan farið var að tala um, að á þessu þyrfti að verða breyting, við þyrftum að koma fótum undir ræktun gras fræs af innlendum stofnum. En erfiðlega hefir gengið til þéssa að gera þær óskir að veruleika. Þegar tilraunabúið á Sámsstöð um var stofnað — var einn megintilgangurinn með stofnun þess, að þar yrðu gerðar tilraun ir með ræktun grasfræs. ásamt kornræktartilraunum. Þótt þessu verkefni hafi verið sinnt nokkuð á Sámsstöðum, hefir það svo sem kunnugt er ekki enzt til þess að koma fótum undir innlenda grasfrærækt. Að sönnu hefir verið ræktað dálítið af gras fræi á tilraunabúinu, en um framleiðslu sem neinu nemi hef ir ekki verið að ræða. í því sam bandi er þó skylt að taka það fram, að það er alger misskiln- ingur sem oft hefir orðið vart við, að á einu tilraun&búi sé hægt að halda uppi Hramleiðslu er fullnægi að ve.rulegu leyti vöruþörf þjóðarlnnar, jafnvel þótt ekki sé um meira magn að ræða en grasfræ það, sem vax- andi nýrækt á búum bænda krefst. Framleiðsla á verulegu magni af einu eða öðru, er ekki verk- efni tilraunabúa. Þótt betur hefði til tekist en raun er á orðin um fræræktun á Sáms- stöðum, var aldrei réttmætt að vænta annars meira þaðan en stofna af grasfræi — takmark- aðs magns — sem svo þurfti að fjölrækta annars staðar, svo að af yrði magn til almennrar sölu og nota. Þessi hlið fræræktar- málsins hefur fallið algerlega dauð niður. Fer saman, að eng- um bónda hefir til hugar kom- ið, það er ég veit til, að kaupa stofn af grasfræi frá Sámsstöð- um til fjölræktunar með fram- leiðslu fræs til sölu fyrir aug- um og hitt, að engra tilburða hefir orðið vart, frá leiðandi búnaðaraðilum, til þess að koma slíkri fjölræktun á lagg- irnar. Rúmlega tugur ára mun vera síðan SÍS hafði uppi ráðagerð um grasfrærækt eigi alllitla. Þótti málið til að byrja með einfalt og álitlegt, enda stóð Jurtaræktunardeild Búnaðar- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans að baki þessum fyrirætlun- um með áætlanir og fræðilegan stuðning. Er til kom, var málið þó lagt á hilluna og hefir ekki til þessa verið tekið upp aftur á þeim vettvangi. Væri þó sennilega nokkur ástæða til þess, að aðstaða í sambandi við hina stórmyndarlegu ræktun og grasmjölsframleiðslu SÍS á Hvolsvelli. Um nokkurt árabil hefir í fjárveitingum til Sandgræðslu íslands verið fastur liður og ákveðin upphæð: til fræræktar. Að sönnu eigi mikil upphæð. Um þá frærækt heyrist mér vit- anlega ekkert, ekkert á hana minnst þegar rætt er um fram- kvæmdir Sandgræðslunnar í blöðum og útvarpi, svo sem ár- lega skeður. Loks er þess að minnast að Jurtaræktunardeild Búnaðar- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans hefir nokkur hin síðustu ár unnið að því að safna stofn- um af íslenzkum fóðurgrösum með ræktun grasfræs fyrir aug- um. Er frásögn af þeim fram- kvæmdum, vænlegum, orðinn svo að segja árlegur fastur lið- ur á dagskrá Ríkisútvarpsins, og einnig frásagnarefni í dag- blöðunum. Hér er vafalaust og því miður um langa og erfiða sókn að ræða, og ekki sopið kál- ið þótt í ausuna sé komið. Hug- myndin mun vera, enda hið eina ráðlega og fi-amkvæmanlega, að fá góða stofna frumræktaða og fjölræktaða erleijdis, þegar björninn er unninn, stofnarnir fundnir og frumræktaðir á til- raunabúi Búnaðardeildar í jarð- rækt. Enn mun engu skoti hafa verið komið á björninn svo að ráðlegt sé að bjóða feldinn til sölu. Ég endurtek að hér er því miður ekki um neitt áhlaupa- verk að ræða, og varla von um skjótan árangur. Hvað sem þessu öllu líður mun sannast sagna að bændur taka nú að gerast dálítið lang- eygðir eftir íslenzku fræi góðra góðurgrasa — grasafræi sem þeir megi treysta betur heldur en hinu aðkeypta erlenda fræi sem hefir þótt reynast misjafn- ÁRNI G. EYLANDS. lega, og margt er misjafnt um sagt, sérstaklega þegar kalárin koma. Hitt er svo annað mál hvort allt er af sanngirni mælt um hið erlenda grasfræ. Hvað sem því líður er það enn og verður vafalaust um alllangt árabil hið eina, sem til er að tjalda. Val á hinu erlenda grasfræi sem inn er flutt mun nú vera með ráðgjafahætti í höndum færustu lærdómsmanna. Veit ég fátt þar um að segja. Til framfara og sigurs má telja að nú fæst til landsins hið norska Tímóteifræ af Engmóstofni (Vallarfoxgras), sem bezt reynist í Norður-Noregi. Til skamms tíma var nægilegt magn af því torfengið. En annað vekur ur.drun mína — mikla. I tilefni af kalinu eystra fæ ég upplýsingar hjá SÍS, að hætt sé með öllu að hafa Háliðagras — Alopecurus — í fræblöndu þeirri, sem SÍS sel- ur og ætlað er til sáningar í nýræktir og á mýrlendi (mýr- arjarðveg). Hinsvegar sé enn notað dálítið af Háliðagrasi í fræblöndu þá sem ætluð er til notjfcunar í vallendis — þurr- lendis — jörð. (Hinsvegar mun Mjólkurfélag Reykjavíkur haga þessu öfugt). Þetta tel ég vera alveg með ólíkindum og fæ ekki áttað mig á hverju slíkt sætir með fræ- blöndur SÍS. Háliðagras hefir alltaf verið talið til þeirra fóð- urgrasa, sem þrýfast bezt í mýr arjarðvegi og harðgert með af- brigðum, þótt það geti að sönnu þrifist vel einnig við aðrar að- stæður. Hins vegar er því ekki að leyna, að sumir búfróðir menn telja Háliðagrasið hálf- gerðan gallagrip, og litla sam- leið eiga með öðrum grösum í sáðsléttum. Það er miklu snemm sprottnara en flest eða öll önn ur grös, (en er það nú galli þeg- ar bændur eru yfirleitt farnir að hefja slátt miklu fyrr en áð- ur var venja?). — Annar galli Háliðagrasinu er sá, að frjó- magn fræsins (spírunarprós- enta) er lítið og framleiðsla þess einnig af nokkuð skornum skammti. Er fræið því dýrt í inn kaupi. Áður var fræ af Háliða- grasi keypt frá Finnlandi, en nú mun framleiðsla þess þar vera orðin lítil og kaup á því þaðan einnig í Oregon í Bandaríkjun- um. Varð ég eigi lítið hissa er ég á ferðalagi þar fyrir nokkr- um arum sá að Háliðagras var ein aðalgrastegundin á beitar- túnum á einu merkasta tilrauna búinu þar í ríkinu. Kom í ljós að tilraunastjórinn taldi það hið ágætasta gras til ræktunar. Sökum galla þeirra sem hér hafa þótt loða við Háliðagrasið hefði ég eigi orðið neitt hissa þótt fræðimenn þeir sem vita svo langtum betur en ég vissi, þegar ég var að gutla við útveg un og sölu grasfræs hjá S.Í.S., hefðu strikað Háliðagrasið alv- eg út í fræblöndum S.Í.S. En hitt er mér með öllu óskiljan- legt að nú skuli það vera notað í valllendis-fræblöndu en alls ekki til sáningar í mýrlendis- flög. Hér held ég að þurfi að stokka um spilin. Oft hefi ég hugleitt hvort ekki gæti verið ráðlegt að sá eingöngu Háliða- grasi í sum marflötu mýrlendis- flögin sem verið er að rækta illri hraðræktun? Mér er spurn, er völ á nokkurri annarri fóður- jurt, sem fræ er keypt af frá út löndum, sem líklegri er til að standast kalhættuna, og er jafn harðdugleg við að ná sér aftur á strik þótt hún verði fyrir á- föllum. — Já ég held að þeir lærðu menn sem hafa dæmt Há liðagrasið úr leik í fræsölu SÍS og við ræktun mýranna okkar ættu að endurskoða úrskurð sinn, það gæti forðað mörgum bóndanum frá illum bússifjum — dregið úr kalhættunni. Þetta rabb mitt um grasfræ upplýsir held ég nægilega, að því miður á það enn langt í land að bændum verði forðað frá kalhættunni með þeim hætti að þeir eigi völ á grasfræi af inn lendum uppruna, af svo harð- gerðum stofnum, að gras sem upp af því sprettur standist „fár og fellivetur“. Enn um sinn er eigi um aðra kosti að velja en að vanda val á hinu innflutta grasfræi eftir því sem reynsla og fræði frekast leyfa. Efast víst enginn um að svo sé gert, en nýtt kemur stöðugt til og þarf því að hafa auga á hverjum fingri, nálgast hið nýja og reyna það. Andúð á erlendu grasfræi er, eins og nú standa sakir, ekkert annað en að berja höfðinu við steininn á hinn heimskulegasta hátt. Samanber þegar orð eru látin liggja að því í víðlesnu blaði nýlega að máske væri á- stæða til þess „að banna inn- flutning á erlendu grasfræi“ — „nú, þegar sáðsléttur eru hvítar af kali, en bithaginn í kring fagurgrænn.“ Nýræktarbændum mun hollt að minnast þess að „ekki eru allar syndir Guði að kenna“. — Grasfræið erlenda er oft ekki eitt um sökina þegar illa fer. Sumt getur verið óviðráðanlegt það sannar kal í gömlum túnum þegar verst fer. Ágallar á rækt- uninni geta átt sinn mikla þátt í að auka kalhættuna. Siíkt á að vera hægt að fyrirbyggja með aukinni kunnáttu og.verkmenn- ingu við ræktunarstörfin. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). hátíða um þessar mundir, og er margt um þær að segja. En einna eftirtektarverðast mun það vera, að almenningur skuli fremur kjósa að hlusta á þá, sem herma eftir stjómmála- görpunum, en að heyra þá sjálfa flytja boðskap sinn. Að vísu er þetta ekki án undan- tekninga, en auglýsingar Sjálf- stæðismanna, sem upp voru hengdar hér á Akureyri og víð- ar í sambandi við héraðshátíð- ir flokksins nýlega ,undirstrik- uðu betur en mörg orð, hve „fagnaðarboðskapur íhaldsins" er lítils metinn í þeim herbúð- um. Á auglýsingunum vom myndir af þeim, sem léku fyrir dansi, en ræðumenn voru ekki einu sinni nafngreindir. Þetta dæmi er ekki einstakt og gefur til kynna, hvar stjómmálaflokk arnir, með allan sinn áróður, eru á vegi staddir. □ 0»<HKHKHKH5ÍHKBKBKHKHKHK8KHKHKHKHJIKBJ<H>««Í«HK«HKH5 I RONALD FANGEN 1 | EIRÍKUR HAMAR | | Skáldsaga g <HJ<HJSHSÍHKHJ<HJ<HK 57 KHSÍHJÍHJÍHSÍBJÍHJÍHJ — Þú veizt ekkert um mig, Eiríkur. — Hvað sem ég vissi, þá breytir það engu. F.g hefi þekkt þig síðan þú varst smátelpa. Ég get gagnskoðað eðli þitt. Ég man þig svo vel er þú sazt í herberginu mínu og sagðir að þú skyldir ráðstafa öllu fyrir Níels, og þú hafðir svo hugrakka angist í röddinni, — ó hve þú varst þá lítil stúlka, Astríður, og stolt mannvera. — Ég sá þig grátandi við gröf Níelsar. Það var svo sárt, svo sárt að upp frá þeim degi lok- aði ég allt úti. Ég stóðst það ekki að raunverulegt lífið gæti verið svo örvæntingarþrungið. Og ég neyddi mig til að gleyma þér, og öllu sæmilegu í lífinu, og hefi því verið heyrnarsljór og blindur þorpari og þrælmenni alltaf síðan í mörg ár. En sarnt veit ég allt um þig. Og mér er Ijóst að þú ert verra særð og þjáð en nokkur annar. — Þú veizt ekki að ég hef haft samfarir við brezkan pilt. — Nei, hann vissi það ekki, en hann hefði hugsað sér það, eða var ekki svo? Hann sagði: — Jú, ég hef víst vitað það, nokkurnveginn. — Nei, þtt veizt það ekki. Og að ég elskaði hann og var svo ástfangin, að ég varð alveg blind, þegar ég sá hann. Eiríkur dáðist óvænt að sjálfum sér: rödd hans var alveg eðlileg: ~ Hvernig fór þetta svo út um jrúfur, Ástríður? — Hvernig ætti ég að vita það, Hann fór víðs vegar um borgina og flakkaði með öðrum stúlkum. — Hversvegna ætti ég að liafa nokkrar skyldur við þig, heimska norska stúlka, sagði hann, þegar ég varð alveg frá mér af örvænt- ingu. — Ekki get ég gert að því, að þú elskar mig! Það fór sterkur skjálfti um Eirík allan, en hann varð að minnsta kosti að fresta að hugsa um þetta. — Aumingja Ástríður, tautaði hann, æ blessuð. En þú átt að lifa fyrir því, Jrótt hann ætti skilið að vera skotinn! Þú ert söm og áður. Þú ert jafn indæl manneskja. Og þú skalt verða hamingjusöm. — Nei, ég er ekki söm og áður. Það er engin ást til í mér framar. Engin trú. Ég veit alltof mikið. — Þú mátt trúa því, að ég skil þetta, sagði Eiríkur. En þú sem ert svo skynsöm verður að skilja —. Æ nei, ég skal ekki Jrjá þig og Jrreyta. — Segðu Jxað bara, Eiríkur. — Já, hugsaðu Jrér, að sökum alls ills og smánarlegs sem Jui hefir orðið að reyna, Jrá er ekki nema eðlilegt að J>tT teldir, að allt lífið væri klúrt og andstyggilegt, og allir karl- menn dónalegir ruddar. Já, Jrú skilur: Slík veraldar-víða- vangs bölsýni og' beiskleiki sem hvarvetna veður uppi, einn- ig í bókmenntum, þar sem allt að því er velt sér í öllu þvi sem illt er og andstyggilegast, J>ví meiri sem vonbrigði aðila eru. Það tekur ekki langan tíma. Því Jregar manni virðist að nú sé engin von framar, og þegar hann hefir beðið ósigur hvað eftir annað á þeim vettvangi, þar sem hann hafði sett að veði trú sína og beztu tilfinningar, — já, þá er sem kveðji maður bæði von og trú og tilfinningar. Og Jrá er aðeins eitt stórt og mikilvægt að treysta á: að vera sannur, — eða viljir þti heldur: viðurkenning sannreynslunnar. — Ég veit ekki hvort Jrú skilur við hvað ég á? — Jú, ég skil Jrað vel. — En þá hefir Jressi viðurkenning reynslunnar þegar öðl- ast eitthvað til að fylgja fram á við. Sannleiksástin hefir fengið hjól og teina. Þannig er það samkvæmt þessu að maður telur, að Jrað sem maður hefir sjálfur kvatt og varp- að frá sér, það sé ekki satt, Jrað hefði reynzt ónothæft. En Jrá verður Jrað heldur ekki raunverulegt og ekki satt. Og hvað svo sem maður hefir sjálfur misst, þá má ekki segja, að Jrað sem ég hefi misst, Jaað sé ekki til. — Já, en Jrað er heldur ekki Jxannig með mig, sagði Ást- ríður stillilega, og Jress vegna er ég hjúkrunarkona. ~ Þú átt við að fyrst Jrað hafi gengið svo skrykkjótt með Jrín eigin málefni, já, Níels líka og Jretta hitt. . . . — Já, sagði Ástríður hægt og hljótt, — fyrst ég fékk ekki að elska svo að segja úti í náttúrunni, — mér liggur við að brjálast, þegar ég hugsa um vorið heima ~ og marga vegi og stígi upp að Hólmakolli, — ég megna ekki að hugsa til þess. En síðan varð ég að dragsa leifunum af sjálfri mér hingað inn, því að hér má Jró telja sér trú um, að algerlega vélrænt geri rnaður eitthvað gott. Auðvitað er maður ekki fyllilega með í þessu, skilurðu, en Jró réttu megin. Og þess- vegna er--svo örvilnandi, verði ég að hætta. Þá fellur allur stuðningurinn utan af mér. Því ég alein mun bruna af stað á hjólum og teinum, eins þú segir, — og verða reyk-sót- löðrandi svört. ~ Fengi ég bara að rölta hérna, unz öllu rnínu væri lokið, Jná hefði ég Jró staðið mig svona nokkurn veginn. — Góða bezta Ástríður. En þetta verður allt öðru vísi, J^egar þrt kemst aftur til kraftanna. — Nei, heyrirðu. Það. er ekki aðeins, að ég áræði ekki framar. En ég trúi ekki, einmitt þegar ég er sönn, eins og þú sagðir, þá trúi ég ekkí, annaðhvort er mannkindin of veik, eða þá er þetta einhver eitruð ölvandi andstyggð allt saman. — Já, en Jrað er Jretta sem ég tel að ekki sé leyfilegt að segja, þrátt fyrir sterka..persónulega reynslu. Því að til eru þó. mannkosta mannverur og ást og heiður og hamingja. Já, auðvitað er ef til vilk hægt að plokka þetta sundur og finna marga galla í byggiögunni, allar svonefndar glapsýnir og tálvonir og blekkingar og margt þess háttar, sem svo mjög er fyrirlitið. Og hægt er að segja: Allar manneskjur eru gerðar, eða gera' sig sjálfar úr sama efni, og efnið get- um við greint óg allt Jress háttar. En látirðu tvo húsasmiði byggja úr sama éfni, ]i>á byggir annar þeirra þrælgisinn skúrhjall, sem fúnar inttan skamms, — en hinn. . . . — Já, það er satt, greip Ástríður framí. En við höfum ekkert annað en okkur sjálf að miða við. Lífið getur ekki verið mér neitt annað en Jrað er, eða hvað? — En hugsaðu Jrér bara, hve það er mismunandi fyrir Jrig sjálfa! Hvað er til dæmis satt, — að lífið sé eins og mér virtist það vera, þegar ég gekk heim og stritaði látlaust öll árin sökum þess, að ég vildi ekki hugssa, — vildi ekki hugsa vegna þess að ég var móðgaður, sár og gagntekinn út af því, að það var ekki ég, sem þú elskaðir. Og sokum þess var allt svo Jrröngt og lokað, að ég gat mig hvergi hrært. Eða })á nú, Jregar ég héfi skilið allt Jretta og finnst ekkert annað vera að um allt Jretta, en að Jrú ert veik. Ástríður brosti: — Jæja, hver veit nema Jrér hafi liðið jafnilla heima sem mér hérna á sjúkrahúsinu. ~ Já, Jrað er alveg satt og víst. En mér fannst ekki vera nein umgerð, sem héldi mér uppi, — heldur fannst mér sem einhver liefð'i lokað mig inni og fleygt burt lyklinum. ~ Það stafar sennilega af Jrví, að Jrú Jrekktir ekki allt Jretta. En það Jrekki ég og veit. Hún lá kyrr og sneri höfði frá honum, hann sá aðeins hár hennar og aðra kinnina og lítið eitt af bráhárum henn- ar Jreim megin. Hjarta hans varð svo sárt og viðkvæmt vegna þess, að hér lægi hún raunverulega veik og berðist við þessar erfiðu hugsánir. — Veiztu hvað, Ástríður, sagði hann, að Jregar þú ert svona hárviss, kenni ég í brjóst um þig. Manstu þegar Jiú komst upp til mín og talaðir um Níels? Þú varst svo hárviss, — og hve ég kenndi í brjóst um Jrig! Þá sagðirðu nii annars líka, að ég vissi ekki eða skildi ekki eða eitthvað Jress háttar. Og J^á varð ég svo dapur og hnugginn. Fannst mér skákað útfyrir, og ég verða utangátta. En nú finnst mér það alls ekki. Þvf nú veit ég samt sem áður meira en þú og betur. Ástríður sneri höfði og leit á hánn. — Gerirðu það, góði Eiríkur? Þú ert meir en smáskrít- inn náungi að sitja hér og spjalla heimspeki við mig. ~ En nú held ég þú verðir að fara, ég er talsvert Jrreytt, enda hef ég skælt svo mikið í dag, skal ég segja Jrér. — Já, nú fer ég. Öfundarðu mig ekki, sem get farið út í indæla hlýja vorloftið og horft á trén og blómin? — Nei, það geri ég víst ekki. En fengi ég að sofa tólf klukkustundir í einum dúr, Jrá myndi ég öfunda sjálfa mig. — Þú skalt fá að sofa í.tólf stundir, ég skal sjá um Jiað. — Þakka þér fyrir. Eiríkur leit inn til foréldra Ástríðar nokkrum sinnutn síðdegis. Móðirin var venjulega fremur skrafhreifin. Storm var oftast þögull, en þögn-hans olli Eiríki ekki framar neins hugarangurs né leiða. Einn daginn stakk hann allt í einu upp á Jrví við Eirík, að Jreir skyldu bregða sér ofan í Lilas og fá sér einn apéritíf, frúin væri Jrreytt og hvíldi sig, og miðdegisverður yrði ekki tilbúinn næstu tvo tímana. Á leiðinni ofan eftir sagði Storm Eiríki, að eiginlega drykki hann ekkert að ráði, en hann sagðist alltaf hafa ver- ið gefinn fyrir ofurlítinn eiturdropa, svona síðdegis, sem nefndur væri Arner Picon, — hvort Eiríkur hefði bragðað Jrað? Eiríkur sagðist yfirleitt vera mjög ókunnur slíkum eitur- dropum. Þá skyldu Jreir reyna það núna. Storrn skemmti sér vel, er hann sat undir nýlaufguðum trjánum og hafði fengið dropann sinn. Hann sagði Eiríki frá öllum listamönnunum sem hér hefðu verið á ferli í , (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.