Dagur - 08.09.1965, Síða 4

Dagur - 08.09.1965, Síða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.t í STJÓRNMÁLAÁLYKTUN Fram sóknarmanna á Laugum um síðustu helgi segir m. a. um hið uggvænlega ástand í landinu: „Kjördæmisþing E r a m sóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið að Laugum í Suður- Þingcyjarsýslu 4. og 5. september 1965, vekur athygli á því að ástand efnahagsmála og stjórnmála landsins gerist nú uggvænlegra með ári hverju. Hinar áhættusömu ráðstaf- anir, sem á sínum tíma voru í áróð- ursskyni kenndar við ,viðreisn‘, hafa rýrt verðgildi íslenzkrar krónu svo stórkostlega, að neyzluvörur og þjón- usta hafa samkv. útreikningum Hag- stofunnar hækkað í verði um 94% og dýrtíðin fer stöðugt vaxandi. Ófriður magnast á vinnumarkaðin- um og stjórn ríkisins hefir orðið að kaupa sér stundarfrið við stéttarfélög með breytingum á ýmsum atriðum „viðreisnarlöggjafarinnar“, þótt áð- ur væri þverneitað um slíkar breyt- ingar á Alþingi. Aðaleinkenni stjórn arfarsins er nú vanmáttur og stefnu- leysi stjórnarvalda, sem ekki hafa lengur tök á að fara með forystu um Jrróun þjóðmála. Svo báglega hefir til tekizt um meðferð ríkissjóðs, að greiðsluhalli varð á ríkisbúskapnum sl. ár, þrátt fyrir eindæma mikinn sjávarafla, hagstætt verðlag í mark- aðslöndum og ríflega skattlagningu á þjóðfélagsþegnana. Kjördæmisþingið telur það nú augljóst orðið að núverandi ríkis- stjórn skortir bæði vilja og mátt til að spyrna við þeirri öfugþróun, að jjjóðin í vaxandi mæli safnist sam- an í höfuðborginni og nágrenni hennar. Lagafrumvarp Framsóknarmanna, sem sniðið er eftir fordæmi Norð- manna — um jafnvægisstofnun ríkis- ins og sérstakt fjármagn, sem um munar, til eflingar byggð og atvinnu lífs í einstökum landshlutum, hefir þing eftir þing verið svæft eða vísað frá umræðu með þeim falsrökum, að ekki sé þörf frekari aðgerða í þess- um málum. Staðreyndirnar tala þó öðru máli samkv. manntali 1. des. 1964. Hefur þannig í þessu kjördæmi verið um hlutfallslega fólksfækkun að ræða á því ári, þar sem fjölgunin er tæpicga 1% borið saman við nál. 2% fjölgun þjóðarinnar í heild. (íbúatala NA-kjördæmis 1, des. 1963 18993, 1. des. 1964 19171). f 14 af samtals 34 sveitarfélögum kjördæmisins (kaupst. meðtaldir) var bein fólksfækkun á árinu.“ □ HAUSTSÓLIN skín og sunnan- golan gárar PoIIinn. Bjart yfir bæ og sveit og ákjósanlegt ferða veður, enda streymir fólkið út úr bænum. Sumir eru að fara í berjamó, aðrir suður um Hóla- fjall, kannske allt inn til jökla. Margir staldra við „í Nest- inu“, fá sér nokkrar kókflöskur, súkkulaði og kexpakka meðan verið er að fylla benzíngeyminn. „Góðan dag. Má ég bjóða ykk- ur happdrættismiða Styrktarfé- lags vangefinna? Þetta er bíl- númerið ykkar; ég má ekki selja miðann, nema bjóða hann fyrst í viðkomandi bíl og að mér sé leyft að selja öðrum en eig- anda bílsins.“ „Ha, sagðirðu Slyrktarfélag vangefinna? Já, þakka þér bara kærlega fyrir. Eg hef sannar- lega ætlað mér að kaupa hann. Það geri ég á hverju ári. — Heyrðu, er ekki ákveðið, að hælið verði reist hér nyrðra?" „Jú, loksins er það- ákveðið, aðeins eftir að staðsetja bygging una. Örugglega byrjað að byggja á næsta ári.“ „Það eru góð tíðindi. Gerðu svo vel, hérna eru tveir 100- kallar. Láttu okkur hafa bara eitthvert númer fyrir hinn.“ Ég. flýtti mér að finna annan miða, sem einhver er búinn að leyfa að selja. Það er kvaðst og þakkað fyrir. Bíllinn rennur af stað og samstundis er annar kominn að benzíndælunni. Um leið og hann hemlar kallar hann út um bílgluggann:. „Heyrðu, ertu þarna með bíl- númersmiðana? Er minn óseld- ur enn? Blessaður, láttu mig fá ’ann. Er það ekki hundrað?“ Afgreitt er í skyndi og fleiri koma. Spurt er um Þ-númer, Ó- númer og fleiri, en þau eru ekki fyrir hendi, aðeins A-miðar. Undanfarnar vikur hef ég boð ið nokkur hundruð bílstjórum, bílaeigendum o. fl. happdrættis- miðana með bílnúmerunum, sem gefnir eru út einu sinni á ári og seldir til ágóða fyrir málefni vangefna fólksins. Fjórir af hverjum fimm hafa keypt þessa miða, örfáir látizt vera í „bind- indi“ og tveir verið með hálf- gerð ónot, en langflestir sagt eitthvað svipað og tilfært er hér fyrir ofan, sem sagt fagnað því að fá tækifæri til að stuðla að byggingu hælis, þjálfunarstöðv- ar, skóla o. fl. fyrir hið bág- stadda fólk. Þetta er stórlega þakkarvert örlæti og eftirtekt- arverður skilningur á þeirri þörf, sem hér um ræðir. Sumir eru með fyrirspumir út í málefnið og félagsskapinn. Til allra slíkra vil ég biðja DAG fyrir eftirfarandi upplýsingar: Það má með ýmsum hætti styðja þá viðleitni, sem Styrkt- arfélag vangefinna á Akureyri hefur með höndum. 1. Við tökum þakksamlega við nýjum aðilum í félagið. Árs- tillagið er 50 kr., ævitillagið 500 kr. 2. Félagið selur minningar- spjöld, og þau fást í Bókabúð Jóhanns Valdemarssonar, Hafn- arstræti 94. 3. Blaðio DAGUR tekur á móti gjöfum og áheitum, og vafalaust önnur blöð, sé það hentara, svo og félagsstjórnin (sjá síðar). 4. Nokkur Iíknarfélög vinna myndarlega fyrir málefni okkar með fjáröflunum á eigin spýtur (KLÚBBAR hér í bænum). Onnur slík félög ættu að at- huga, hvort þau hefðu aðstöðu til að sinna þessu nauðsynja- máli. 5. Leitað verður til skólanna í nóvembermánuði eins og áður með sölu á 10 kr. merkjunum okkar. Skólarnir hafa yfirleitt reynzt okkur afbragðsvel, enda hafa flest börn löngun til að leggja svona málum lið. Á þeim fáu stöðum, sem skólar ekki hjálpa okkur, væri vel gert að finna aðrar leiðir til að fram- kvæma merkjasöluna. 6. Bæjar- og sveitarstjórnir noroanlands ættu að ræða mál- AD nýloknum tveimur vel- heppnuðum starfsfræðsludög- um í Reykjavík og einum úti á landi, kvisuðust þau tíðindi, að þessari liðlega áratugs gömlu starfsemi væri nú lokið, og frumkvöðull hennar á förum úr landinu. Mönnum varð þeim mun undarlegar við, sem fleiri höfðu orðið til að lofa þessa starfsemi, og gagnsemi hennar æ rækilegar undirstrikuð með endurteknum starfsfræðsludög- um á æ fleiri stöðum í landinu. Ymsar skýringar voru uppi, þar á meðal sú, að reykvískar mæður bæru nú orðið þungan hug til starfsfræðslunnar vegna þess, að hún tæli börn þeirra til ýmissa erfiðra og hættulegra starfa svo sem sjómennsku og landbúnaðar og annarrar heið- arlegrar vinnu, í stað þess að undirstrika þá staðreynd, að þeim mun minna sem menn legðu sig fram við^að vinna þjóðfélaginu gagn, þeim mun meira bera þeir úr býtum, og þó mest með sjálfskipaðri milli göngu við að miðla almenningi nauðþurftum. Menn geta verið á ýmsu máli um gagnsemi starfsfræðslunnar en enginn mun neita því, að í fjölbreyttu og fjölmennu sam- félagi eins og við lifum nú í, er aðstaða unglingsins allt önnur en áður var til að kynnast hinni margháttuðu starfsemi þjóðfélagsins og finna sína réttu hillu. Starfsfræðsludagarnir voru lofsverð viðleitni til að bæta úr þessum vanda. Þar var reynt að safna á einn stað sem flestum til að bæta úr þessum vanda. Þar var reynt að safna á einn stað sem flestum þeim upplýsingum, sem hinn leitandi ungling vanhagaði um. Nú er okkur sagt að starfs- fræðsludagarnir séu óþarfir, því nú eigi að flytja þessa starfs- semi inn í skólana og kominn sé til lands maður, sem að und- ið og taka afstöðu til þess, með tilliti til fordæmis Akureyrar- bæjar, sem leggur 10 kr. gjald aí hverjum íbúa í framkvæmda- sjóð félags okkar. Slíkt gætu fleiri gert. 7. Gjafir til Styrktarfélags vangefinna eru frádráttarhæfar á skattskýrslu. 8. í stjórn félagsins eru. Al- bert Sölvason, járnsmíðameist- ari, Jóhann Þorkelsson, héraðs- læknir, Jón Ingimarsson, form. Iðju, Níels Hansen, húsgagna- smiður, og undirritaður, allir á Akureyri. Lesendur góðir! Munið, að al- menna þátttakan er mikiisverð- ust, þó að lítið sé frá hverjum. Kornið fyllir mælinn. Hugsið til heimilanna, sem bíða úrræða- laus meðan hælisrými vantar. Hugsið til þeirra, sem sviftir eru því, sem átakanlegast er að vanta — vitinu, að meira eða minna Ieyti. Athugum lítillega hvers virði það er, að sleppa við þvílíkt böl og jafnframt hve auð velt hitt er: að styrkia þetta málefni. Jóhannes Oli Sæmundsson. anförnu hafi dvalizt erlendis og kynnt sér starfsfræðslu í skól- um. Þá er í fyrsta lagi þess að spyrja: Mun starfsfræðsla í skólum algerlega geta komið í stað hinna almennu starfs- fræðsludaga, þar sem safnað er saman á einn stað talsmönnum helztu atvinnugreina og stétta? A. m. k. yrði erfitt að endurtaka í hverjum einasta skóla borgar- innar hinar vönduðu fræðslu- sýningar atvinnuveganna, sem verið hafa á starfsfræðslu- dögum, og þá mun ekki síður verða erilssamt fyrir fulltrúa hinna ýmsu atvinnuvega að skokka milli skóla borgarinnar til að ræða við nemendur. í öðru lagi má spyrja, hver hlutur dreifbýlisins eigi að verða. Skólamenn víða í dreif- býlinu hafa einmitt fengið Ólaf Gunnarsson til að skipuleggja starfsfræðsludaga, og sumsstað- ar oftar en einu sinni. Flestir ef ekki allir á viðkomandi stöðum hafa fagnað þessari starfssemi og víða voru starfsfræðsludag- arnir sóttir um langan veg. Hvar á nú skólaæskan í dreifbýlinu að fá sína starfsfræðslu? í þriðja lagi má spyrja, hvaða ástæður séu til þess, að fætin- um er nú kippt undan starfs- fræðsludögunum og Ólafi Gunn arssyni, sem unnið hefur braut- ryðjandastarf á þessum vett- vangi, nú fleygt burt eins og ónýtum hlut. Skólamenn ýmsir hafa í Vísi þann 4. maí og Tím- anum -þann 14. maí lýst fullum stuðningi við starfsfræðsludag- ana og enginn hefur mælt gegn þeim svo vitað sé. Því má spyrja að lokum: Hafa íslendingar ráð á því að drepa nú niður þessa starfssemi, sem verið hefur að þróast síð- asta óratuginn, og snúa rassin- um í reynslu og starfsvilja þess manns, sem hefur komið henni á rekspöl? Rögnvaldur Hannesson. Er skynsamlegt að drepa starfsfræðsluna? Húsmæðravikan í Bifrösí 1965 VIÐ KOMUM saman 63 konur víðsvegar að af landinu sunnu- daginn 16. maí sl. í Bifröst í Borgarfirði, í boði kaupfélag- anna okkar. Er þetta fræðslu- og kynningarvika og mun Sam- band ísl. samvinnufélaga standa fyrir henni, ásamt kaupfélögun- um. Það var ævintýri líkast að vera þarna þessa viku, allt gert til þess að skemmta okkur og fræða, öllu vel og skipulega stjórnað. Gleðin var þarna í há- vegum höfð, allar urðu að vera með þó að sumar væru nokkuð við aldur, en hann lék frá 30 árum og upp i 76. Og þær eldri voru engu síður kátar og hress- ar en hinar og tóku fullkomlega þátt í gleðinni. Þarna var sung- ið og dansað, farið í leiki, spiluð félagsvist og bingó og ágæt verð laun veitt þeim, sem sigur báru úr bítum. Erindi voru daglega flutt, til fræðslu og skemmtunar og minnist ég þess ekki að hafa áður verið þar, sem svo margar góðar ræður voru fluttar. Mynd ir voru og sýndar í sambandi við sum erindin. Sýnikennsla var þarna einnig í matreiðslu og snyrtingu. Á miðvikudaginn var farið í ferðalag um Borgarfjörð. Við vorum svo lánsamar að veður var bjart og útsýni gott yfir þær fallegu sveitir, sem við fórum um. Leiðsögumaður okkar í ferðinni var Snorri Þorsteins- son, yfirkennari í Bifröst. Er hann Borgfirðingur að ætt, enda var leiðsögn hans ein samfelld fræðsla um bæi og byggðir Borg arfjarðar. Nutum við férðalags- ins ágæta vel. Með í förinni var einnig Vil- hjálmur Einarsson, íþróttakenn- ari, með sína ágætu myndavél og tók hann óspart myndir í ferðinni af okkur konunum og einnig af fallegum og sérkenni- legur stöðum, sem við sáum. Lengst var farið að Húsafelli og Kalmannstungu. Á heimleiðinni var komið við í Reykholti og staðurinn skoðaður. Þar var presturinn, séra Einar Guðna- son, til að leiðbeina og fræða. Að lokum komum við í Varmaland. Þar beið okkar veizluborð og dásamlegar mót- tökur af forstöðukonu skólans og námsmeyjum. Okkur var sýndur skólinn og hannyrðir námsmeyj anna. Var það bæði mikið og fallegt, sem unnið hafði verið. Að lokum söng kór námsmeyjanna fyrir okkur nokkur falleg lög, undir stjórn Oddnýjar Þorkelsdóttur í Borg- arnesi. Frú Laufey Sigurðar- dóttir á Akureyri þakkaði mót- tökur allar fyrir hönd okkar að- komukvenna. Síðan var stigið upp í bílinn, haldið heim í Bif- röst og lofaður og vegsamaður af okkur öllum dýrðlegur dag- ur. Á föstudagskvöldið var kvöld vaka, sem konurnar sáu um. .Valin hafði verið kvenna-nefnd til þess að sjá um skemmtiat- riði. Fyrst var einsöngur, frú Laufey Vigfúsdóttir frá Húsa- vík söng og gerði það með þeim ágætum, að allir ui'ðu stórhrifn- ir. Einnig söng kór, sjö konur, sem nefndu sig Sjöstjörnurnar og stjórnaði frú Oddný Þórhalls dóttir í Borgarnesi. Tókst sá söngur einnig ágætlega þótt naumur væri tími til æfinga. Þá voru flutt stutt erindi og lesin upp frumsamin Ijóð. Nokkrum konum úr nágrenninu hafði ver ið boðið að taka þátt í þessum gleðskap. Að lokum var svo setzt að ágætu veizluborði. Daginn eftir, á laugardag, var vikunni slitið. Kveðjuræður voru fluttar og sungin ættjarð- arljóð. Síðan var kvaðst með þökkum og heillaóskum og að lokum stigið upp í bílana og hver hélt til sín heima, með indælar endurminningar um dá samlega viku. Að lokum vil ég svo flytja hjartans þakkir frá okkur Skag- firzku konunum til Kaupfélags Skagfirðinga og allra þeirra, sem að því stóðu að veita okkur þessa ánægju. Einnig þökkum við Samb. ísl. samvinnufélaga. Frú Guðlaugu Einarsdóttur og öllu starfsfólki Bifrastar flytj- um við beztu þakkir. Páli H. Jónssyni þökkum við innilega ágæta stjórn og sömuleiðis Olgu Ágústdóttur, sem tók við stjórn vikunnar eftir að Páll varð að fara. Einnig þökkum við kenn- urunum, þeim Vilhjálmi Einars- syni og Snorra Þorsteinssyni. Konunum öllum sendi ég mínar innilegustu kveðjur og þakkir fyrir ógleymanlegar samveru- stundir. Guð blessi ykkur öll og störf ykkar. Gunnhildur Björnsdóttir, Grænumýri, Skagafirði. MIKLIR ÓMJRRKAR UNDANFARIÐ Frostastöðum 31. ágúst. Fyrri hluti ágústmánaðar var ágætur til heyskapar eða allt fram til þess 18. Þá skifti um og síðan hafa menn lítið eða ekkert náð að þurrka af heyjum. Úrfelli var þó ekki stórfellt fyrr en miðvikudaginn 25. ágúst. Þá tók steininn hins vegar -úr. Gekk þá í norðan storm með rigningu og slyddu niðri í byggð og mikilli snjókomu til fjalla. Má heita, að illviðris- garður þessi hafi verið óslitinn fram á mánudagsmorgunn 30. ágúst. Þá stytti loks upp og var skaplegt veður hér í gær og ágætt í dag. Óþurrkakafli þessi hefur taf- ið heyskap verulega. Flestir munu að vísu hafa verið búnir að þurrka fyrrisláttartöðu að miklu eða öllu leyti en margir áttu mikið úti í bólstrum og má búast við, að vatn hafi eitthvað gengið í þá, þar sem yfir- breiðslum var ekki til að dreifa. Háarsláttur er hins vegar víð- ast hvar eftir og skiftir nú miklu máli, að tíð verði hag- stæð naesta hálfan mánuð, eigi heyskaparlok að geta orðið sæmileg. mhg ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS < K Q K > Q K > LESLIE CHARTERIS z *<' S ö ö £ 2 Q to < h-3 s u o g n Q œ Q s •> E-* g > lUL,l,ll,*iiir «tiiiiiiiiull' iimiuil m:i llimit RittMiR*h FIMMTI HLUTI Q fo < •<' S3 ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS „Jæja?“ sagði hújjj síðan sló hún hann flötum lófanum beint í andlitið. Hún hafði gert það áður en hún vissi hvað hún var að gera. Augnabliki síðar hafði hún lamið pönnuna úr hendi hans og þeytt henni langt út í ána. Orðaflaumurinn kom á eftir: hún sá hann brosa rólega og barði í áttina að glampa hvítra tannanna, skyndilega hrædd við að sjá, að hann skemmti sér, en krepptur hnefi hennar fann loftið tómt. Hann lagði hana á kné sér og gerði nákvæmlega, það sem hann hafði lofað að gera, með ópersónulegri athygli og án reiði. Þegar hann sleppti henni, var hún snöktandi af vanmáttugri reiði og raunverulegum stingandi sársauka. Hún sneri sér við í blindni og hljóp upp á bakkann. Ef hún hefði haft hníf, hefði hún skorið hann á háls á stund- inni, en þar eð hún hafði engan, var hennar eina hugsun að sleppa frá honum. Eins og í þoku fann hún stíginn, er hann hafði bent á sem þann, er lægi inn í Austurríki. Það hlaut að vera vegur einhvers staðar lengra í burtu; þar væru bílar, sem myndu taka hana upp í. Augu hennar voru full af tárum og hún sá allt í þoku vegná skammar og reiði. Hún leit til baka og sá hann koma á eftir sér. Hún sá hann öðru hverju á milli trjánna með bakpokann á bakinu þar sem hann fór sér að engu óðslega og virtist ekki ætla að gera neina tilraun til þess að ná henni. Hrin hljóp áfram þar til lungu hennar voru að springa og sársaukinn í stirð- um liðamótum hennar gerðu hvert skref að óbærilegri pyndingu. Hann var alltaf í sömu fjarlægð, eins óhjákvæmi- legur og dómsdagur. Hún varð að hvíla sig eða detta ella niður. „Farðu, farðu!“ hrópaði hún og brauzt áfram. Trén urðu strjálli og hún sá símstaura hinum megin við akur. Hún hljóp út á veginn. Vörubíll kom í áttina til hennar á suðurleið. Hún stóð á miðjum veginum og veif- aði þangað til hann stanzaði. „Farðu með mig hvert sem þú ert að fara!“ bablaði hún. „Farðu með mig til Innsbruck. Eg skal borga þér hvað sem þú vilt.“ Bílstjórinn leit niður á hana og skildi hvorki upp né niður. „Innsbruck?“ Hann benti áfram veginn. „Dorthin; aber es ist sehr iveit zu laufen Hún baðaði örvæntingarfull út höndunum og reyndi að láta hann skilja. Af hverju kunni hún ekki þýzku? .... Og þá heyrði hún rólega rödd Dýrðlingsins, sem sagði á þýzku: „Leyfið mér að kynna konuna mína. Smá fjölskyldu- rifrildi. Láttu það ekki á þig fá. Hún kemst yfir það.“ Augu og munnur bílstjórans opnuðust í einu skilnings- fullu „ach so“, sem lýsti þeirri botnlausu samúð, sem aðeins einn konueigandi getur sýnt öðrum. Það ískraði í honum og hann setti bílinn í gír. „Verzeihen Sie, mein Herr! Ich liabe auch eine Frau!“*) kallaði hann til baka um leið og hann keyrði burtu. Belinda missti allan mátt. Hún kastaði sér niður við veg- arkantinn og grét með andlitið falið í örmum sér. Hljóðlát rödd Dýrðlingsins hljómaði fyrir ofan höfuð hennar eins og rödd örlaganna: „Þetta þýðir ekkert, Belinda. Þú getur ekki hlaupið í burtu. Lífið hefur náð þér.“ Dagar liðu eins og í þoku fyrir henni — dagar líkamlegr- ar þreytu, dimmra herbergja á krárrj, máltíðir borðaðar með græðgi, diskaþvottur og eyðilegging á snyrtum hönd- unum, hnúðóttra rúma á berri jörðinni, miskunnarlausrar sólar, ryks, svita, regns og kulda. Einu sinni eftir rigningar- dag, þegar hún varð að sofa í blautum fötunum á jörð, sem sullaði í undir þunnri jarðábreiðslunni, var hún viss um, að hún myndi fá lungnabólgu og deyja, en varð geysilega *) „Þarna; en það er nokkuð langt að hlaupa —.“ *) „F.yrirgefið, herra minn! Ég á líka konu!“ særð þegar hreint loftið og heilbrigt lífernið neitaði henni um kvef í nefið, hvað þá annað. Hún fékk sjálfsmeðaumkv- unarköst þar sem hver viðbætt raun hefði verið velkomin svo að hún gæti litið upp til himna eins og Job og ákallað guð til vitnis um það, að enginn hefði þjáðst eins mikið og hún hafði orðið að þola. Sjálfsmeðaumkvunin breyttist eftir því sem á daginn leið og þá fylltist hugur hennar af hatri ti! mannsins, sem gekk við hliðina á henni, rólegur og óbreytanlegur eins og fjall og kærði sig kollóttan hvort veðrið var vont eða gott. Hún gerði verkin, sem hann lagði fyrir hana, af því að hún átti engra kosta völ, en hún sór, að hún skyldi fyrr deyja en hann gæti sagt, að hann hefði brotið hana á bak aftur. í fyrstu þvoði hún pönnuna laus- lega og kom með hana aftur með mold í föstum eggjaleif- um. Hann sagði ekki orð, en það kvöld spældi hann aðeins tvö egg og gaf henni þau, grá og skítug af leifunum sem hún hafði skilið eftir. „Þetta er þinn skamnltur,“ sagði hann. „Ef þér líkar hann ekki, þá skaltu hafa pönnuna hreina í næsta skipti.“ I næsta skipti lauk hún skrúbbinu með því að þurrka af pönnunni með handklæði og þegar hún ætlaði að þvo sér, tók hún hans handklæði. Hann stanzaði hana. „Egg eru ágæt fyrir andlitið,“ sagði hann. „Ef þú vilt ekki þurrka þér með viskastykki þá verðurðu að þvo hand- klæðið.“ Stundum hugsaði hún um að stela hnífnum hans og skera hann á háls, en hún vissi, að hún væri búin að vera án hans. Jafnvel þegar rignt hafði allan daginn og allt var rennandi blautt, kom liann með þurr sprek úr lausu lofti og hafði kveikt eld innan skamms tíma. Hann hafði margs konar fjölbreytni í hinu einfalda fæði þeirra og' rændi ávaxta- garða með ákefð skóladrengsins. Hann var aldrei í vondu skapi né ráðalaus; liann sneiddi hjá öllum örðugleikum án þess að virðast taka eftir þeim. í þrjátíu og sex tíma eftir flenginguna var hún í fýlu, en það hafði engin áhrif á skap hans. Þögnin varð að ajgjöru lágmarki sami'æðna — þving- aðra og fjandsamlegra af hennar hálfu en alltaf eðlilegra og vingjarnlegra af hans hálfu. Þrír dagar liðu áður en hún skildi að augu hans hlógu hljóðlaust að henni. Ekkert er erfiðara held.ur en fyrir tvennt að vera saman hvern klukkutíma dagsins og reyna að láta sem þau sjái ekki hvort annað. Og hún komst að raun um, að það er enn þá erfiðara að halda óvild.lifandi, þegar annar aðilinn læt- ur sér á sama standa. Stundum þrúgaði þögnin, sem hún hafði sjálf skapað, hana syo, að hún hefði getað æpt upp yfir sig til þess að rjúfa hana. Smám saman virtist samræðu- efni þeirra aukast, hver þáttur hins daglega lífs varð henni afsökun fyrir samræðum, sem var ómögulegt að standa gegn. Hún greip sig í því að rabba í hálftíma um kosti og galla soðinna eða steiktra lanka. Og svo kom þessi ótrúlega nótt, þegar hún svaf í einum dúr alla nóttina og vaknaði útsofin. Dálitla stund undrað- ist hún þessa tilfinningu og lá kyrr steinhissa. Og þá rann upp fyrir henni Ijós. Hún var ekkert þreytt! Þau höfðu farið tuttugu mílur daginn áður, en samt virt- ust fætur hennar vera óþreyttir og afslappaðir og hún var ekki fótsár. Höfðu þau kosið sérstaklega mjúkan blett til þess að sofa á þessa nótt, eða hafði líkami hennar lært að laga sig eftir hörðum beðinum jafnframt hinum snöggu hitabreytingum? Hún gat ekki skilið þetta, en nóttin lá henni að baki, sem óslitinn hvíldartími, dásamlegur eins og hún væri barn eða dýr. Hún varð sér meðvitandi um um- hverlið og varð þrumu lostin. Þau höfðu vafið sig inn í teppin hátt upp í skógi vaxinni hlíð á suðurbökkum Aachensee. Þaðan sem hún lá gat hún séð vatnið glitra milli trjánna eins og ljósblátt teppi. Vinstra megin við hana þéttist skógurinn og náði alveg upp að jökulhvítum fjalls- tindinum, sem sindraði í geislum morgunsólarinnar. Þegar hún horfði beint upp, var ekkert á milli hennar og heið- skírs himinsins, þar sem þrír litlir skýjabólstrar liðu í aust- urátt í rauðleitu skini nýrisinnar sólar, þannig að þeir virt- ust eins og eldhnoðrar. Hún hafði í raun og veru aldrei séð himininn fyrr né dýrð skógarins og ávalra hæðanna. Belinda drakk í sig þessa fegurð og þessi nýja uppgötvun varð henni alveg ógleymanleg. í raun og veru var ekkert sérstakt við þetta útsýni, að minnsta kosti ekki á þann hátt, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Þetta var að- eins eitt heimshornið í sínu eðlilega skrúði, sem er fegurst allra. En þetta var fyrsta heimshornið, sem hún hafði skoð- að á þennan hátt, byrjunarstaður reynslu, sem hún hafði aldrei látið sig dreyma um og þess vegna sérstæður, eins og öll byrjun er sérstæð. Dösuð af þessu, eins og hún hefði vaknað á annarri plánetu, brölti hún út úr teppunum og leitaði vélrænt að greiðu og spegli. Spegilmyndin, sem mætti augum hennar virtist eins og andlitsmynd af ein- hverjum ókunnugum. Sól og vindur höfðu gefið húð henn- ar mjúkan, gullinn blæ og það var léttur roði í kinnum liennar, sem hafði aldrei verið þar áður. (Framhald).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.