Dagur - 08.09.1965, Síða 7

Dagur - 08.09.1965, Síða 7
7 SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Tjörnes, Kelduhverfi, Axar- fjörð, Núpasveit, Sléttu, Hálsa, Þistilfjörð og Langanes til Þórs- liafnar, er í vegaskrám talin 265 km Iöng og telst öll til þjóð- brauta. Á þessari leið er Húsa- víkurkaupstaður og þorpin Kópasker, Raufarhöfn og Þórs- höfn, en tvö hin síðastnefndu hafa talsvert á fimmta hundrað íbúa auk margra víðlendra sveitabyggða. Raufarhöfn er ein af mestu útflutningshöfnum landsins og má í seinni tíð telj- ast einskonar miðstöð síldveið- anna norðanlands og austan. Mikil umferð er á þessari leið og mun þó enn aukast er Norð- austurlandslciðin í heild opnast á Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Héraðs. En af þessum 265 km á Þingeyjarsýslubraut mun láta nærri, að um 150 km séu í því ástandi, að það þurfi að byggja upp nýjan veg og talið er, að kostnaðurinn við þá ný- byggingu nemi 50—60 milljón- um króna á núverandi verðlagi. Vegna hinnar hraðvaxandi um- ferðarþarfar, stendur þetta ástand Þingeyjarsýslubrautar stórum landshluta mjög fyrir þrifum. Hér verður sannarlega ckki sagt, að samgöngur á landi séu „víðast hvar góðar“ eins og blöð Sjálfstæðisflokksins virðast lialda. Ef tekjur vegasjóðs verða ckki auknar til muna, og jafn- vel hvort eð er, þyrfti hér að koma lánsfé til, en tillögur um það efni voru, eins og sagt hef- Ur verið frá hér í blaðinu, felld- ar á síðasta þingi. VESTFJARÐAÁÆTLUN Blöð Sjálfstæðisflokksins eru drjúg yfir hinni svonefndu Vest fjarðaráætlun, sem stjórnin seg ist hafa látið gera um uppbygg- ingu Vestfjarða til að hamla gegn fólksflutningi þaðan, en við fsafjarðarjúp eru nú tveir lireppar komnir í eyði og í sjálf um ísafjarðarkaupstað er um beina fólksfækkun að ræða. Ekki skal í efa dregið, að áætlun þcssi, eða uppkast að henni, kunni að vera til, en ekki hefur hún verið birt ennþá svo Degi sé kunnugt um. Hins veg- ar var frá því skýrt á Alþingi í vor, að fengist hefði lán erlend- is hjá Flóttamannasjóði Vestur- Evrópu, sem varið yrði til vega- og hafnarmannvirkja á Vest- fjörðum, og má vera, að það sé úthlutun þessa erlenda lánsfjár til nefndra framkvæmda, sem stjórnarblöðin kalla Vestfjarða- áætlun. - TVÆR BÆKUR (Framhald af blaðsíðu 2). um vinsæla bókaflokki Lönd og þjóðir. Eru fjórar fyrstu bæk- urnar þegar uppseldar og aðr- ar eru á þrotum. Lesmál bókarinnar er sett í Prentsmiðjunni Odda h.f., en að öðru leyti er bókin unnin í Veróna á ítalíu. □ - Sjóstangveiðimótið (Framhald af blaðsíðu 8). unn Roff, Valgerður Bára, Mar- grét Jónsdóttir og Edda Þórs. Aflahæst kvenna varð Stein- unn Roff, frá Keflavík, með 184,59 kg. og hlaut hún bikar, sem Sjóstangveiðifélag Alíur- eyrar gaf. Allir þessir verðlauna gripir eru farandgripir. Flesta fiska fékk Jóhannes Kristjánsson, Akureyri, alls 309 og hlaut hann bikar, sem sveit no. 1 gaf til minningar um Ás- geir Kristjánsson. Þyngsta fiska af hverri teg- und drógu: Þorsteinn Árelíus- son tæplega fimmtíu og þriggja punda þorsk, Magnús Valdimars son, Reykjavík, 3,87 kg. stein- bít, Hannes Jónsson, Akranesi, 4,8 kg. ufsa, Oli Friðbjörnsson, Akureyri 6,7 kg. keilu, Margrét Jónsdóttir, Keflavík 1,64 kg. lúðu, Matthías Einarsson, Ak- ureyri 2,66 kg. ýsu og einnig 1,30 kg. kola, Edda Þórs, Reykjavík 0,63 kg. karfa. — Alls veiddust á mótinu 6,6 tonn. Sjóstangveiðifélag Akureyrar sá um mótið og er formaður þess Steindór Steindórsson járn smiður. Gott veður var báða dagana og ekkert kom fyrir, sem skyggt gæti á veiðigleðina. □ Sauðfjársláfrun er að hefjast Frostastöðum 1. september. — Gert er ráð fyrir, að sauðfjár- slátrun hefjist hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 10. september, eða rúmri viku fyrir göngur. Ýmsir bændur hafa eitthvað af fé sínu í heimahögum yfir sumarið, sumir allt, og í hretinu sem staðið hefur nú undanfar- ið, hefur fé streymt heim úr af- réttum svo að naumast þarf að kvíða því, að. ekki náist nógu margt fé til slátrunar fyrir göngur. Búizt er við, að slátrað verði 37—38 þúsund fjár hjá KS í haust. . Nokkrir erfiðleikar hafa ver- ið á því, að fá fullvinnandi fólk til starfa í sláturhúsinu og valda því annir við önnur störf. Mun enn ekki að fullu séð fram úr þeim vandkvæðum. Nautgripaslátrun hefur þegar farið fram í tvo daga og mun búið að slátra 40—50 nautgrip- um. Undanfarin ár hafa „aust- an-Vatna-menn“ ekki mátt slátra sínum nautgripum vestan Vatna og var borið við garna- veikissýkingarhættu. Var þetta bagalegt orðið, þar sem kjöt af heimaslátruðum gripum 1 var verðfellt verulega. Nú hefur hins vegar fengist leyfi fyrir því að slátra nautgripum aust- an yfir Héraðsvötn í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki ákveðna daga, bæði fyrir og eftir sauðfjár- slátrun. Þykir austan-Vatna- bændum það mikil úrbót og vonandi kemur það ekki að sök fyrir hina. mhg - Flestir vegir lands- ins eru lélegir (Framhald af blaðsíðu 8). aukizt og er í raun og veru fá- sinna að ætla vegunum það álag — vegum, sem byggðir voru fyrir léttan flutning — hestakerrur og smábíla fyrir ára tugum. Og því miður fer ástand veg- anna versnandi, þegar á heild- ina er litið og er það öfugþróun. En stórátök væri unnt að gera í þessum málum, ef til veganna gengju tekjur ríkissjóðs af um- ferðinni, óskiptar. Rétt er að benda á, að miðað við stórt land og fáa íbúa, er vegakerfi okkar, eins og það er nú, ekkert kinnroðaefni hvað svo sem útlendingar hafa um það að segja. Hinsvegar kallar þörfin á algera stefnubreytingu í vegamálum, svo háðir erum við vegunum og flutningum á þeim og svo dýr eru farartæk- in. Stóraukið fjármagn verður til þeirra að leggja, ásamt fyllstu tækni í vinnubrögðum, sem völ er á. □ I. O. O. F. Rb. 2 — 114988V2 _ MESSA fellur niður í Akureyr- arkirkju n. k. sunnudag vegna þings ÆSK í Bólstaðarhlíð. — Sóknarprestar. LIONSKLUBBUR AK- UREYRAR. Fund- ur í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 9. sept. kl. 12,15. — Stjórnin. MINJASAFNIÐ. í september verður safnið aðeins opið laugardaga og sunnudaga kl. 2—4 e. h. Vegna ferðafólks og skóla, eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 11162 og 11272. KRAKKAR! KRAKKAR! — Sunnudagaskóli Hjálpræðis- hersins byrjar n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Allir krakkar vel- komnir — Hjálpræðisherinn. SKRIFBORÐ til sölu. Upplýsingar gefur Vilhjálmur Vilhjálmsson, sími 1-11-66. !*S><Sx8>«k$kíkí>3xS>«»«kíkí>3^^ HJÚSKAPUR. Laugardaginn 4. september voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin Kristín Sveinsdóttir og Júlíus Björg- vinson skrifstofumaður. Er heimili þeirra að Skipagötu 2, Akureyri. —- Sunnudaginn 5. september voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin Rósa Jóna Jóakimsdóttir fx-á Bárðar- tjörn, Höfðahverfi og Þor- steinn Arnár Jóhannesson, Hóli, Höfðahverfi. ÁHEIT á Akureyrarkirkju kr. 250,00 frá Sigurbjörgu Stef- ánsdóttur. — Beztu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. GÓÐ GJÖF ÞÖKKUÐ SUNNUDAGINN 22. ágúst var messað að Urðum í Svarfaðar- dal. í messulok kvaddi Árni bóndi Jónsson á Hæringsstöð- um sér hljóðs og afhenti þá sóknarnefnd og söfnuði gjöf, en það var ljóskross, sem hafði verið kornið fyrir á mæni kirkj- - Kjördæmisþing Framsóknar- manna að Laugum i S.-Þing. (Framhald af blaðsíðu 1). ályktana, sem hún lagði fyrir þingið og gerðu gi-ein fyrir efni þeirra. En tillögum þessum og tillögum laganefndar var siðan vísað til þriggja þingnefnda, er síðar tóku til stai-fa. Þennan fyrri þingdag fluttu alþingismenn Fi'amsóknar- flokksins í kjördæminu ræður. meginþætti í löggjöf síðasta þings og Ingvar Gíslason gei'ði grein fyi-ir þeim málum, er þingmenn Framsóknarflokks- ins fluttu á síðasta þingi. Síðari þingdaginn voru álykt- anir lagðar fram til umræðu og hlutu afgreiðslu. En að síðustu fóru fram kosningar, Stjórn kjöi-dæmissambandsins sem kosin var til eins ái's, skipa nú: Hjörtur E. Þórai'insson bóndi á Tjöi-n foi-maður, Hlöð- ver Hlöðversson bóndi á Bjöi'g- um varaformaður, Magnús J. Kristinsson rafvirki, Akureyri, ritai'i, Sigui'ður Jóhannesson skrifstofumaður, Akureyri, Jón as Halldói-sson bóndi á Rifkels- stöðum, Óli Halldói'sson bóndi, Gunnarsstöðum, og Aðalsteinn Karlsson kjötiðnaðarmaðux', Húsavík. Endurskoðendur voi'u endur- kjöi-nir þeir Jón Samúelsson og Jóhann Helgason, báðir frá Ak- ureyri. f miðstjói'n flokksins voru kjömir: Jakob Fi'ímannsson, Þórhallur Bjöi'nsson, Valtýr Kristjánsson, Ketill Guðjóns- son, Hjörtur E. Þórarinsson, Sigui'ður Jóhannesson og Björn Teitsson. í þinglok ávarpaði Ingvar Gíslason þingið fyi'ir hönd al- þingismanna og Bernharð Stef- ánsson sleit síðan hinu sjöunda kjöi'dæmisþingi Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra með ræðu og árrxaðar- óskum. Að kveldi fyrri fundardags var sumai'hátíð Fi:amsóknar- manna í Suðux-Þingeyjarsýslu og var þar mikið fjÖlmenni og hin bezta skemmtun. Ræðu- menn þar voru þeir Jón Kjart- ansson forstjói'i og Karl Kristj- ánsson alþingismaður. Kristinn Þorsteinsson og Jóhann Kon- . ráðsson sungu, Ómar Ragnars- son skemmti og síðar var stig- inn dans. □ SJÖTUGUR HALLHÓR ÓLASON bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði vai'ð sjötugur í gær- Hann Vjxr einn af fulltrúurn á kjördæmis- þinginu á Laugum um helgina og fór þaðan til æskustöðva sinna í Höfðahverfi, þar sem hann dvaldi á þessum tímamót- um ævinnar. Halldór hefur lengi búið á Gunnarsstöðum og synir hans. Dagur sendir hon- um og heimili hans hinar beztu árnaðai'óskir en birtir væntan- lega síðar viðtal við hann. Q unnai', í stað gamla krossins, sem áður var þar. Ki'oss þessi er neonljósakross, gerður í Neonljósagei'ð Rvík. og er hann Í.50 m hár. Hann er með ljósa- pípum á tvo vegu (austur og vestur). Kross þessi er gefinn til minningar um hjónin Svein Bergsson og Lilju Árnadóttur á Hæringsstöðum, en Sveinn dó 16. marz 1916, en Lilja dó 14. okt. 1959, og um Svein Jónsson, bílstjóra frá Hæi'ingsstöðum, son Lilju og seinni manns henn- ai', Jóns Jóhannessonar, en Sveinn vai'ð bi'áðkvaddur 4. júní sl. Gefendur eru böi'n og tengda- og barnabörn Sveins Bergssonar og Lilju og börn og tengda- og barnaböi'n Lilju frá síðai'a hjónabandi og systur hennar, Ósk Jói'unni Ái-nadótt- ur á Akureyri. Sóknarprestur veitti gjöfinni móttöku f. h. safn aðar og sóknai-nefndar og þakk- aði nokkrum orðum. Þá bað hann frú Líneyju Sveinsdóttur, sem er elzt þeix-ra Hæringsstaða systkina, að kveikja á krossin- um. Að lokum sungu allir kii-kjugestir versið: Son Guðs ertu með sanni. Sóknarnefnd bauð öllum kirkjugestum til kaffidi-ykkju á Urðum. Ég vil hér endurtaka þakkir mínar, safnaðar og sóknarnefndar fyr- ir hina góðu gjöf og bið gefend- um öllum allrar blessunar og velfai-naðar. Stefán Snævarr. ilusqvamaj ÍSLENZKI LEIÐARVÍSIRINN fyrir HUSOVARNA SAUMAVÉLARNAR, gerð 2000, er kominn. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.