Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 1
Dagur SIMAR: 11167 (afgreiðsla) 11166 (ritstjóri) DAGU XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 11. sept. 1965 — 66. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 Tifttugu þúsund mál og lúnnúr á sólarhring við Jan Mayen SÍLDVEIÐIN hefur gengið mjög treglega, einkum vegna ógæfía, um mánaðarskeið. — Helzía veiðisvæðið er við Jan BÍLASTULDUR í BÆNUM LÖGREGLAN á Akureyri hef- ur tjáð blaðinu eftirfarandi: Síðastliðna miðvikudagsnótt tók óboðinn maður jeppabíl í Brekkugötunni og renndi hon- um suður götuna, á bíl er þar stóð og skemmdist sá, er fyrir varð. Sömu nótt var farið í bíl í Munkaþverárstræti og straum- lásinn eyðilagður. Og enn var farið í bíl er þar stóð hjá og honum ekið burtu. Fannst bíll- inn á hliðinni, utanvegar norð- an í Moldhaugnahálsi, á Dal- víkurvegi, mikið skemmdur. Enginn- þessara þriggja bíla mun hafa verið læstur og lyk- illinn stóð auk þess í þeim, er burt var ekið. Þetta er mikill trassaskapur og auk þess örvar hann til óknytta af þessu tagi. Mál þetta er í rannsókn hjá lögreglunni og biður hún þá, sem upplýsingar geta veitt, að gefa sig fram hið fyrsta. Q Mayen cg þar fengust um 20 þúsund mál og tunnur síðasta sólarhring. Síldarflutningaskipin Síldin, Polana, Askita og Dagstjarnan ílytja síldina hina löngu leið af miðunum. Síldar hefur orðið vart á ýmsum stöðum, sem nær liggja, þ.ótt þar hafi lítið veiðst. Jakob Jakobsson fiskifræðing ur hefur látið það álit í Ijósi, að síldin muni, eins og áður, safnast saman til dvalar, sam- anber „Rauðatorgið“ í fyrra. Sé því enn von um veiði, jafn- vel mikla, ef ógæftir hamla ekki veiðum. Heildarsíldaraflinn er nú rúmlega 1,6 milijón mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra kominn yfir tvær milljón mál og tunnur. Enn vantar mjög mikla sölt- unarsíld í gerða samninga. Q SLYSAMÁNUÐUR SÍÐASTI mánuður var óvenju lega mikill slysamánuður hér á iandi. Fjórtán manns biðu bana, þar af fjórir erlendir menn. — Auk þessa hafa tugar manna siasast meira og minna, flestir í bifreiðaárekstrum, allt upp í tuttugu manns í einum árekstri. Vegleg samkoma að Hólum Dæluslöð, geymir og dælupranuninn. (Ljósmynd: E. D.) um Kisngurmn i nyvaini Dælurnar sem settar voru upp við Helgavog nú í sumar hafa reynzt mjög vel úr kirkju og karlakórinn Feyk- ir söng nokkur lög undir stjórn Árna Jónssonar á Víðimel. Að lokum voru sýndar kvikmynd- ir í íþróttahúsi skólans. Hinn sama dag var haldinn á Hólum aðalfundur Hólafélags- ins. mhg Frosíastöðum 27. ágúst. Sunnu- daginn 15. ágúst s.l. var hinn árlegi Hóladagur haldinn að Hólum í Hjaltadal með mikilli og veglegri samkomu Hátíðin hófst með því, að samkomugestir gengu í Hóla- dómkirkju svo sem húsrúm leyíði en hátölurum hafði verið komið fyrir svo að þeir, sem ut- an veggja voru, gátu notið þess, sem inni í kirkjunni var flutt. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti predikun en séra Björn Björns- son, próíastur á Hólum, þjónaði fyrir altari. Kirkjusöng annað- ist Kirkjukór Glaumbæjarsókn- ar við undirleik Jóns Björnsson ar á Hafsteinsstöðum. Að kirkjuathöfn lokinni var gengið til skólaliúss, þar sem veitingar voru gestum til reiðu. Því næst hófst samkoma í kirkjunni með því, að Jakob Tryggvason organleikari á Ak- ureyri lék á kirkjuorgelið lagið við sálminn Ó, þá náð að eiga Jesúm, en kirkjugestir sungu. Þá flutti Þórarinn Björnsson, skólameistari á Akureyri erindi, en séra Helgi Tryggvason las upp kvæði eftir Valdimar Snæ- varr. Að því enduðu var gengið Þessi íerja er notuð til milliferða. FYRIR skcmmu fóru í Reykja- vík fram viðræður milii full- trúa íslenzku ríkisstjórnarinnar og bandaríska fyrirtækisins Johns-Manville í New York, varðandi framleiðslu og sölu kísilgúrs úr botnleðju Mývatns. Af hálfu íslendinga tóku þátt í þessum viðræðum; Magnús Jónsson ráðherra, Karl Krist- jánsson alþm., dr. Jóhannes Nor dal, Pétur Pétursson forstj. og Halldór Jónsson deildarstjóri. En af hálfu Bandaríkjamanna, Mr. Roger Kackney forstj. og Wolf Lehmann sölustjóri. Viðræður þessar leiddu til bráðabirgða samkomulags um framgang málsins. Samkvæmt því verður stofnað framleiðslu- félag og annað félag, er annast söluna. Bæði félögin skulu stað- sett hér á landi. Athugunum og rannsóknum á hráefninu er enn ekkj lokið og munu 50 tonn af kísilleir verða send vestur innan skamms. En öllum rannsóknum á leirnum á að vera lokið í jan- úarlok í vetur. íslenzka ríkið hefur annast og kostað þær íramkvæmdir, sem þegar er bú- ið að gera við Mývatn, í tiJefni af væntanlegri kísilgúrvinnslu. Verktaki er Almenna bygginga- félagið og framkvæmdastjóri þess nyrðra er Pétur Stefánsson verkfræðingur. Það sem við augum blasir í sambandi við téðar framkvæmd ir er m. a. þetta Við Helgavog, skammt frá Reykjahlíð, er stór dæluprammi og frá honum flotleiðsla í land. í landi er svo útjöfnunartankur, sem er 300 rúmm. og dælustöð. Frá dælustöðinni liggur leiðsla upp að Bjarnarflagi. En þar gjósa tvær borholur gufu af feikna krafti, og er þar nægur hiti til að þurrka kísilleirinn þegar þar að kemur. (Framhald á blaðsíðu 2). Leikfélagið æfir Skrúðsbóndann ■ AÐALFUNDUR Leikfélags Ak- ureyrar, síðari hluti, var hald- inn 6. september sl. Samkvæmt reikningum félagsins var af- koma þess með bezta móti síð- astliðið ár, og ræður fél- agið nú til sín fastan starfs- mann í fyrsta sinn. Formaður- inn, Jón Kristinsson, var kjör- inn í þetta starf og náði blaðið honum á hlaupum hjá skrifsíofu Dags og spurði hann fregna um framtíðarverkefni L. A. Leikfélag Akureyrar er nú að hefja vetrarstarfsemi sina og er þegar byrjað að æfa fyrsta verk efnið, Skrúðsbóndann, eftir Björgvin Guðmundsson. Þetta leikrit hefur ekki verið sýnt af öðru leikfélagi en L. A., sem sýndi það árið 1941 undir leik- stjórn Ágústs Kvaran, sem einn- ig er leikstjóri í þetta skipti. Björgvin Guðmundsson hefði orðið 75 ára á næsta ári, og skemmtilegt, að leikrit hans skuli vera sviðsett um þetta leyti. Róðgert er að frumsýna í byrjun nóvember. ar á öðru verkefni L. A. Það er eftir sænska höfundinn Hjalmar Bergman. Þetta leikiút er gam- anleikur, þó með alvarlegum undirtón. Ekki hefur því verið gefið íslenzkt nafn enn sem komið er. Leikstjóri verður Ragnhildur Steingrímsdóttir. Áætlað er að sýningar hefjist í lok janúarmánaðar. Um fleiri verkefni er ekki ákveðið að sinni, sagði Jón Kristinsson og þar með var hann þotinn. Dag- ur óskar L. A. allra heilla með verkefni sín. Q MINNÍSMERKI Á HOFSÁ A MORGUN kl. 2 verður af hjúpað minnismerki um Svarf dælinginn kunna, Zophonía; Þorkelsson í skógarreit þeim er hann lét gera. Þar flytui Þórarinn Eldjárn hreppstjór ræðu en karlakór Dalvíku: syngur undir síjórn Gests Hjör (Ljósmynd: E. D.) í lok nóvember hefjast æfing- leifssonar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.