Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OGSTÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). kvæmt því, sem þama komi fram, sé Framsóknarflokkurinn í senn illa innrættur og síhrell- andi saklausa stjórn, sem ekki megi vamm sitt vita, tækifæris- sinnaður, íhaldssamur, konim- únistískur, sjálfum sér sundur- þykkur, áhrifalaus, en komi jafnframt svo miklu illu til leið- ar, að ekki sé hægt að stjórna Jandinu fyrir honum, en þó fylgislaus að kalla nú orðið og senn úr sögunni, hafi raunar aldrei átt neinn tilverurétt í landinu og því varla umtals- verður! Einn hlustandinn bætti við: Það er auðheyrt, að þessir stríösmenn Sjálfstæðisflokksins eru ofsahræddir við Framsókn- arflokkinn og þá dreymir um hann á nóttunni, skrifa svo leiðarana á morgnana, nývakn- aðir með draumaruglið í kollin- um. — En meðal annarra orða: Hvers vegna eru aldrei lesnar greinar úr blöðum, sem gefin eru út utan höfuðborgarinnar? VEIKBUKÐA STJÓRN Auðsætt er, að ríkisstjórn Bjama Benediktssonar hefur þungar áhyggjur af því að vera talin veik stjórn. En það verða allir að sætta sig við, að vera taldir veikburða, sem misst hafa starfsþrek sitt, eða haft það í minna lagi frá öndverðu. I ís- lenzkum stjórnmálum liggja tvær staðreyndir ljóst fyrir um þessar mundir: Að „viðreisnin“ frá 1960 er strönduð og, að eng- in stjómarstefna hefur orðið til í liennar stað. Út af fyrir sig get ur það varla kallast stjórnar- stefna, að sitja í útskornum stólum í stjómarráðinu eða á Alþingi. VARHUGAVERT ASTAND Brezkur forsætisráðherra sagði eitt sinn, að fyrsta skylda hverr ar ríkisstjórnar væri að stjórna Iandinu. Stjórn, sem hefir enga stefnu og er hætt að stjórna, en gleymir að segja af sér, er hættuleg, því að henni getur enginn treyst. Enginn veit, hvert hana kann að reka, þegar margir gerast til að ýta við lienni úr ýmsum áttum, eða vilja fá hana til að verða sér hliðholla. DÝRALÆKNIR Á ÞÓRS- HÖFN Alþingismenn úr Norðurlands- kjördæmi eystra og Austurlands kjördæmi, fluttu á síðasta þingi frumvarp til laga um að stofna nýtt dýralæknisembætti fyrir Norðausturland, milli Jökuls- ár í Axarfirði og Smjörvatns- heiðar og leggja hluta af Þing- eyjarþingsumdæmi og Austur- landsiundæmi til hins nýja um- dæmis. Var málið flutt í sam- ræmi við fundarálykíanir á því svæði, sem hér er um að ræða. Frumvarpið var samþykkt á A1 þingi og er nú orðið að lögum. Enn er talinn skortur á lærð- um mönnum í dýralæknisem- bætti, en líklegt er talið að dýra læknirinn í Norðausturlands- umdæmi muni, þegar til kem- ur, hafa aðsetur á Þórshöfn. SKORTUR A JARÐA- KAUPALANUM Eitt af mestu vandamálum sveit anna nú og á komandi árum eru eigendaskifti á jörðum með mikiili ræktun og öðrum dýr- um mannvirkjum. Er þess þá jafnframt að gæta, að þeim, sem við tekur, er ckki nóg að eign- ast jörðina og mannvirki á henni. Hann þarf einnig og helzt að mestu samtímis, að geta komist yfir búfjárstofn, vélar o. fl., sem til búreksíurs þarf. Veðdeild Búnaðarbankans sem liefir það hlutverk að veita lán gegn veði í jörðum, veldur ekki því hlutverki nema að litlu Ieyti sakir fjárskorts. I nýju Stofnlánadeildarlögunum var gert ráð fyrir, að Stofnlána- deild landbúnaðarins liefði fé aflögu lianda veðdeildinni, en sá Iagastafur er lítið annað en nafnið tómt. Eins og glöggt kemur í ljós í bréfum Búnaðar- bankans til umsækjenda um lán á þessu ári, telur Stofnlánadeild in sig ekki sjálfbjarga, hvað þá aflögufæra — þrátt fyrir skrum ið, sem fylgdi álagningu búvöru skattsins á sínum tíma. x Á 4 Hjartans pakkir jœri ég öllurn, sem heimsóttu mig og glöddu d 70 ára afmceli minu, 2. september. £ Guð blessi ykkur öll. | ARNÞÓR JÓNSSON, Sandgerði. f t <? Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN JÓNSSON, Norðurgötu 4, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. sept. Jarðarförin ákveðin síðar. Þóra Sigfúsdóttir og dætur. Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. — Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeir sem vildu minnast hennar, snúi sér til líknarstofnana. Sveinbjörn, Sigurður, Einar, Brynjólfur Eiríkssynir, • Stefán Vihnundsson. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför rnóður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR STEINUNNAR HALLGRÍMS- DÓTTUR. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri þeirra hlýju umönnun henni veitta þann tíma er hún dvaldi þar. F. h. ættingja og vina. Lísbet Tryggvadóttir, Gestur Jóhannesson. H JUKRUN ARKONUR! Fund- ur í Systraseli mánudaginn 13. september kl. 21. TAPAÐ ÚR. Fimmtudag’inri '2.' 'þ. m. tapaði 12 ára drengur úr inu sínu í sundlaugar- húsinu hér. Sá, sem kynni að hafa úrið undir höndum er beðinn að koma því til sundvarðar. Sérstaklega eru foreldrar barna, sem hafa úr, er þau hafa fundið, beðnir að tilkynna það. TIL SÖLU WILLYS JEPPI árgerð 1963, lengdur. — Er með Egilshúsi. 8 far- þega. Svampsæti. Ein- angraðar hliðar. Ryðvar- inn. Er með 2 miðstöðv- urn og útvarpi. Ekinn 35 þúsund kílómetra. Jón Ólafsson mjólkurbíl- stjóri, Vökulandi. Til sölu er CHEVROLET FÓLKSBIFREIÐ árgerð 1946, í góðu lagi. Upplýsingar gefur Sigfús Sigfússon, Skarðshlíð 40, eftir hádegi 1 dag. VOLKSWAGEN 1500 árgerð 1962, til sölu. — Skifti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýs. í síma 1-16-44. GRÆNMETIS- KVARNIR STEINSELJU- KVARNIR KJÖT- KVARNIR No. 8 og 10 „Alexanderverk“ ÁLEGGSHNÍFAR ..Alexanderverk“ KAFFI- KVARNIR rafmagns „Alexanderverk“ Járn- og glervörudeild KLUKKAN 5 á sunnudaginn verður þess minnst við guðs- þjónustu í Dalvíkurkirkju, að kirkjan er 5 ára. pÍÍiiiiNiiiÍii Kvenfólk óskast til kartöfluupptöku. Gísli Guðmann, Skarði. Sími 1-12-91. i§|§ KÝR TIL SÖLU. Þorsteinn Jónsson Brakanda. s NOTAÐ TIMBUR TIL SÖLU. SÍMI 1-25-94. Til sölu Jwliggja tonna TRILLUBÁTUR með 10—14 hestafla Scandia-vél (hálldiesel). Selst ódýrt. Afborgunar- kihnálar. Upplýsingar í síma 1-23-41 eftir kl. 7 síðdegis. TIL SÖLU: DRÁTTARVÉL Deutz, 11 hestöfl, árgerð 1955). - Óökufær. Sveinn Sigurbjömsson Ártúni. Sími um Grenivík. Vil selja kartöfluupptökuvél (Herkules) lítið notaða. Einnig dýnamó, 220 volta, 6,25 kW. Helgi Ingólfsson Húsabakka, Aðaldal. Sími um Staðarhól. Nokkrar ungar ær TIL SÖLU. Valdimar Halldórsson, Melbrekku. Sími 1-23-32. GÓÐUR DÍVAN TIL SÖLU. Upplýs. í síma 1-18-57. stendur ennþá. Enn er hægt að gera góð kaup á MARKAÐURINN Sírni 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.