Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 2
2 ÍBA og UMSK skíldu jöfn að stigum í keppni fjögurra handalðga í Reykjavík HIN ÁRLEGA fjögurra banda- laga keppni fór fram sunnudag- inn 5. þ. m. á Ármannsvellinum í Reykjavík. Háðu þar keppni í frjálsum íþróttum, Ungmenna- samband Kjalarnesþings, íþrótta bandalag Akureyrar og Ung- mennasamband Eyjafjarðar. Fjórði aðilinn, íþróttabandalag Keflavíkur gat ekki mætt til leiks að þessu sinni. Ungmenna samband Kjalarnesþings sá um framkvæmd keppninnar og voru móttökur sambandsins með miklum ágætum. Þegar norðanmenn komu á flugvöll- inn biðu Kjalnesingar þar og óku þeim að leikvelli og sáu einnig um þá á flugvöllinn að móti loknu, og héldu þeim góða veizlu í félagsheimilinu í Kópa- vogi. Þar fór einnig fram verð- launaafhending. Við það tæki- færi voru ávörp flutt og Ulfar Ármannsson formaður Ung- mennasambands Kjalarnesþings afhenti ÍBA og UMSE vandaða borðfána á stöng með merki UMSK. Heildarúrslit í keppninni urðu þau að UMSK og ÍBA urðu jöfn að stigum hlutu 74 stig hvort en UMSE fékk 65. Keppni var þannig hagað, að hvor aðili sendi tvo keppendur í hverja grein. Svæði það, sem keppt var á, er ekki gott, t. d. er hringbrautin, sem hlaupið var á, ekki nema um 350 m. og brautimar misjafnar að gæð- um. Þrátt fyrir það náðist at- hyglisverður árangur í sumum greinum, enda áttust þarna við nokkrir landskunnir frjáls- íþróttamenn, s. s. Reynir Hjartar son, Donald Rader, Þórður Guð Ljósakross í Hóla- neskirkju HERAÐSFUNDUR Húnaþings- prófastsdæmis hófst með messu í Höfðakaupstað sunnudaginn 5. september og hófst kl. 2 síð- degis. Séra Gísli Kolbeins pre- dikaði. Sóknarpresturinn, séra Pétur Ingjaldsson þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Hólaneskirkju söng undir stjórn Kristjáns Hjaltasonar. í messulok minntist sóknar- presturinn þess, að nýr Ijós- kross hefði verið gefinn Hóla- neskirkju og yrði kveikt á hon- um þennan dag. Eftir messu setti prófasturinn, séra Þorsteinn Gíslason í Stein- nesi fundinn og flutti ýtarlega yfirlitsræðu um kirkjulega við- burði. Fundurinn var vel sótt- ur. Aðalefni fundarins var um kirkjugarða og voru samþykkt- ar tillögur þar að lútandi. (Frá fréttaritara) mundsson og Þorsteinn Alfreðs- son: Fleiri náðu-athyglisverðum árangri, en einna mest mun þó hafa komið á óvart frammistaða Sveins Kristdórssonar ÍBA, að stökkva 1.70 m. í hástökki nær æfingalaus. Árið 1958. gaf ÍBA verðlauna- bikar og hlýtur það bandalag hann, sem stigahæst verður hverju sinni. Nú kemur það í hlut ÍBA og UMSK að varð- veita hann til skiptis til næsta árs. Ráðgert er að næsta keppni þessara aðila fari fram á Akur- eyri næsta sumar, og standa vonir til að Keflvíkingar verði þá með á ný. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 metra hlaup. sek. Reynir Hjartarson ÍBA 11.1 Þóroddur Jóhannss. UMSE 11.4 Sig. Sigmundsson UMSE 11.5 Hörður Ingólfsson UMSK 11.5 Kúluvarp. m. Ármann J. Láruss. UMSK 13.40 Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.26 Ingi Árnason ÍBA 12.99 Gunnar Ármannss. UMSK 12.39 Langstökk. m. Donald Rader UMSK 6.64 Reýnir Hjartarson ÍBA 6.08 Friðrik Friðbjörnss. UMSE 6.07 Sig. Sigmundsson UMSE 5.94 400 metra hlaup. • . sek. Þórður Guðmundss. UMSK 53.6 Reynir Hjartarson ÍBA 54.1 Baldvin Þóroddsson ÍBA 55.2 Sig. Sigmundsson UMSE 55.5 Hástökk. m. Reynir Hjartarson ÍBA 1.75 Donald Rader UMSK 1.70 Jóhann Jónsson UMSE 1.70 Sveinn Kristdórsson ÍBA 1.70 Kringlukast. m. Þorsteinn Alfreðss. UMSK 45.40 Ingi Árnason ÍBA 36.38 Ármann J. Láruss. UMSK 36.29 Þóroddur Jóhannss. UMSE 36.06 1500 metra hlaup. mín. Þórður Guðm. UMSK 4.22.2 Baldvin Þóroddss. ÍBA 4.26.6 Vilhj. Björnsson UMSE 4.32.0 Bergur Höskuldss. UMSE 4.38.0 Spjótkast. m. Ingi Árnason ÍBA 44.25 Björn Sveinsson ÍBA 42.64 Donald Rader UMSK 39.44 Jens Þórisson UMSK 38.21 Þrístökk. m. Sig. Sigmundss. UMSE 13.23 Donald Rader. UMSK 13.02 Friðrik Friðbjörnss. UMSE 12.57 Reynir Hjartarson ÍBA 12.32 4x100 metra boðhlaup. sek. 1. Sveit UMSE 47Í0 (Friðrik Friðbjörnsson, Jóhann Jónsson, Sigurður Sigmunds- son og Þóroddur Jóhannsson.) 2. Sveit ÍBA 47.1 (Björn Sveinsson, Sveinn Krist- dórsson, Ingi Árnason og Reyn- ir Hjartarson.) 3. Sveit UMSK 47.5 (Hörður Ingólfsson, Ingólfur Ingólfsson, Einar Sigurðsson og Þórður Guðmundsson.) □ Náms og ferðastyrkir til Bandaríkjanna MENNTASTOFNUN Banda- ríkjanna hér á landi, Fulbright- stofnunin, tilkynnir, að hún muni veita náms- og ferða- styrki íslendingum, sem þegar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara nám við bandaríska háskóla á skólaár- inu 1966—1967. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa lokið há- skólapi'ófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandarikjanna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er, að umsækjend- ur hafi gott vald á enskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér námsvistar við bandarískan háskóla, geta sótt um sérstaka ferðastyrki, sem stofnunin mun auglýsa til um- sóknar í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru af- hent á skrifstofu Menntastofn- unarinnar, Kirkjutorgi 6, 3 hæð, sem opin er frá 1—6 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. Umsóknirnar skulu síðan send- ar í Pósthólf Menntastofnunar Bandaríkjanna nr. 1059, Reykja vík, fyrir 8. október n. k. (Fréttatilkynning frá Mennta- stofnun Bandaríkjanna). - Enn fjölpr í (Framhald af blaðsíðu 8). Gagnfræðaskólinn. Umsóknum rignir nú yfir Gagnfræðaskólann á Akureyri hvaðanæva af landinu. Héraðs- skólarnir og heimavistarskól- arnir virðast allir vera orðnir yfirfullir og geta þeir ekki leng ur tekið við nemendum úr sín- um eigin héruðum, hvað þá frá öðrum stöðum. Skólaskorturinn í landinu veldur miklum erfið- leikum og fer vaxandi. Fjöldi nemenda verður um 710. Að Gagnfræðaskólanum á Akureyri koma nú aftur þeir Þórarinn Olafsson og Gestur Olafsson, sem verið hafa í orlofi og einnig mun frú Guðlaug Þorsteinsdóttir kenna sem stundakennari að einhverju leyti. Bandarískur sendikenn- ari frá Fulbright stofnuninni mun einnig hafa aðsetur sitt í Gagnfræðaskólanum og kenna ensku með nýrri aðferð. Kenn- ara fyrir eitt kennslufag vant- ar. Lagfæringar hafa verið gerð- ar á skólanum nú í sumar. Skift hefur verið um þak á elztu skólabyggingunni og einnig gólfdúka á göngum og stigum sömu byggingar. Einnig er ver- ið að breyta gömlu kennarastof- unni í bókbandsvinnustofu og svo er verið að lagfæra lóðina. Ekkert hefur verið hreyft við salnum nýja, en hann verður væntanlega fullgerður á næsta ári. — Skólastjóri er Sverrir Pálsson. Iðnskólinn. í Iðnskóla Akureyrar verða 190 nemendur á vetri komanda. Kennaraliðið verður næstum það sama og áður. Skólinn er enn á hrakhólum með húsnæði og verður kennt á ýmsum stöð- um í bænum eins og áður. En Iðnskólabyggingin er haf- in og verður væntanlega tekin í notkun á næsta ári. Skólastjóri Iðnskólans er Jón Sigurgeirsson. Bamaskóli Akureyrar. í Barnaskóla Akureyrar verða í vetur 780 börn. Enn vantar 3 kennara í full störf. Kennara- skorturinn í ár er sýnu meiri en í fyrra og til marks um það má geta þess, að enginn nýút- skrifaður kennari úr Kennara- skóla íslands s.l. ár hefur ráð- ið sig til starfa á Norðurlandi. - Stofnun félaga um kísilgúrinn í Mývatni (Framhald af blaðsíðu 1). Mannvirkin við Helgavog og þriggja km. leiðsla í Bjarnar- flag er í raun og veru tvöföld dælustöð, þ. e. botnleðjunni er dælt úr prammanum upp í út- jöfnunartankann, þaðan renn- ur leirinn í dælustöðina, sem spýtir honum alla leið að Bjarn- arflagi. Þar verða svo væntan- lega byggðar þrær fyrir leirinn. Og þar efra eru tæki til að taka úr leirnum sand og eldfjalla- ösku og þar er einnig í haust ein mikil skilvinda til að að- skilja vatn og leir, vegna 50 tonna sýnishornsins, sem áður var nefnt. Ef allt gengur að óskum, munu svo verksmiðjubyggingar rísa í eða við Bjarnarflag á 7 ha. lands. Ráðgert er, að við þær fram- kvæmdir starfi 70—80 manns, en 30—40 vinna síðan að stað- aldri við verksmiðjuna. (Upplýsingar frá Iðnaðarmála ráðuneytinu og Pétri Stefáns- . syni verkfræðingi.) .. ...... Þær breytingar hafa orðið á kennsluháttum, að yngri deild- um er nú kennt bæði fyrir og eftir hádegi. Þannig verða hóp- arnir minni og meiri tími gefst til þess að sinna hverju barni. Skólastjóri er Tryggvi Þorsteins son. Nokkrar endurbætur hafa farið fram á skólahúsinu. Oddeyrarskólinn. 1 Oddeyrarskólanum verða í vetur 420 börn í 16 bekkjar- deildum og er það nokkuð mik- il fjölgun frá í fyrra. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, hefur fengið árs leyfi frá störfum. Hallgrímur Árnason, kennari, og Rósa Árnadóttir, kennari, hverfa frá skólanum. Skóla- stjóri í vetur verður Indriði Úlfsson, sem áður var kennari við Barnaskóla Akureyrar. Ann að nýtt starfsfólk við skólann er Stella Thorarensen, kennari, sem starfað hefur sem kennari við ísaksskóla í Reykjavík. Þá er fyrirhugað, að Signý Guð- mundsdóttir, sem verið hefur kennari í Haganesskólahverfi, fái hálfa kennarastöðu við skól- ann. Flestum deildum haustskól- ans hefur verið skift og er starf- að bæði fyrir og eftir hádegi. Söngkennsla er nú í fyrsta og öðrum bekk og er það nýmæli. Þá verður í haustskólanum skipulögð kennsla í útileikjum, undir stjórn Jóhanns Daníels- sonar, keiinara. í athugun ér, hvort hægt verður að koma til móts við foreldra um skólabíl, því mörg börn eiga langt að sækja í skólann. Breytingar hafa verið gerðar á inngöngum þannig, að nú ganga tvær bekkjardeildir inn um austurdyr á austurálmu skólans. Skólinn hefur nú að fullu verið múrhúðaður að ut- an og málningu að mestu lokið. Indriði Úlfsson, sem verið hef- ur umboðsmaður fræðslu- myndasafns ríkisins, mun ann- ast um lán á myndum og verða þær staðsettar í Oddeyrarskól- anum í vetur. Glerárhverfisskóli. Barnaskólann í Glerárhverfi sækja nú um 100 börn, og eru það ekki öll börn í hverfinu, því vegna rúmleysis skólans verða 7 ára börn austan Hörg- árbrautar að sækja Oddeyrar- skólann. Þau börn, sem búa austan Hörgárbrautar og sóttu Barnaskóla Glerárhverfis s.l. vetur sækja áfram þann skóla. Þetta er fyrsta árið, sem börn- unum í Glerárhverfi er skift milli skóla. Ein kennarastaða, eða réttara sagt hálf, er laus enn og hefur ekki tekizt að ráða í hana. Vegna kennaraskorts hefur skólinn tekið það ráð, eins og fleiri skólar, að skifta kennarastöðum í tvennt, til þess að nýta þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru í nágrenn- inu, t. d. húsmæður, sem ekki geta unnið fullan starfsdag við kennslu. Skólastjóri er Hjörtur L. Jóngson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.