Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 11.09.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fræðslð í þjóð- félagsmálum UM I»AÐ berast fregnir frá sumum löndum, að langvinnar stjórnar- kreppur jijaki eðlilegt stjórnmálalíf, auki ringulreiðina og tefji fram- kvæmdir og lífsnauðsynlegar stjórn- arathafnir. Hér á landi er þessu ann- an veg farið, því ríkisstjórnin beitir jirásetu og situr sem fastast J)ótt hún, að venju í nálægum þingræðislönd- um, liefði átt að vera staðin upp fyr- ir löngu. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað misst tök á viðfangsefn- unum, jafnvel afturkallað bráða birgðalög sín, nú síðast um síldar- skattinn, og vanefnt marggefin lof- orð í stórmálum. Má j>ar til nefna sjónvarpsmál, landhelgismál og lof- orðin um stöðvun verðbólgunnar. Of margir láta sig of litlu skipta um slík mál og önnur og eru tómlátir um stjórnmálin í heild. Mörgum finnst þau líka of flókin fyrir sig og leggja það ekki á sig að kryfja þau til mergjar eða leggja á Jiau sjálfstæðar skoðanir. Hinar miklu rökræður um stjórnmál, einkum í blöðum, sem J>ví miður eru á „of lágu plani“, fara því fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda lesenda. Út frá þessum ímynduðu litum er svo rætt manna í milli og jafnvel rif- ist. Rökin lögð fram til að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu, og gagnrýni ekki tekin til greina. Van- Jækkingin veikir grunn lýðræðisins. En J)ar sem sjálfstæðum skoðun- um sleppir tekur „trúin“ við, trúin á flokka og foringja — og um leið tilhneigingin til að víkja sér undan sjálfstæðri skoðanamyndun, gera í huga sér hvíta mynd af af eigin flokki en svarta af öðrum. Þjóðmálin eru orðin flókin og sér- stök fræðsla um þau alveg nauðsyn- leg. Þjóðfélagsfræði, í samræmi við nútímann, er því nauðsynlegt að taka upp í skólum. Eftir J)ví sem menn lifa félagslegar gerist þess meiri þörf, því í moldviðri flokka- barááttunnar skapast ekki nægilega heilbrigður þjóðmáláskilningur. ís- lendingar geta fagnað því, að hafa komist yfir eða framhjá þróunarstig- um valdstjómar, en J)urfa að gæta sín að lenda ekki í klóm flokksof- stækis. Þjóðmálajrekkingin er nauð- synlegasta forsenda lýðræðislegs þroska, og því er hún svo nauðsyn- leg. En lýðræðið er miklu vanda- samara fyrir þegnanna en valdstjórn, um leið og það er hærra stig stjórn- arfars. □ ÁRNI G. EYLANDS: KAL OG KENNINGAR IX. Á.RIÐ 1940 skrifaði ég grein í Frey, septemberblaðið, er ég nefndi: Auður rnýranna. Þar segir svo: „Mörgum sem fara um þjóð- veginn í Mosfellssveitinni norð- austur af Reykjavík, verður að líta heim að Korpúlfsstöðum. Þar er mikil hús að sjá og mikla ræktun, þótt raunar blasi ekki nema lítill hluti hennar við augum, því nýræktin leynir sér í sundum milli mela. En þarna má úr 1—2 kílómetra fjarlægð sjá eitt af undrum mýranna okkar, eina gátuna, sem enn er óráðin. Það má í þessari fjár- sýn sjá hvert einasta lokræsi í allmikilli mýri sem ræst var og ræktuð fyrir meira en 10 árum og alltaf hefir verið gróið tún síðan. Ræsin sjást sem dökk- grænar rákið um grænt túnið frá því að spretta er vel á veg komin að vorinu og fram að slætti. Hér er ekki um neitt eins- dæmi að ræða, er rakið verði til þess að þessi mýri hafi verið betur eða verr ræktuð en mörg önnur. Hið sama fyrirbæri má víða sjá, en þetta nefnda dæmi er aðeins sérstaklega áberandi og augljóst frá fjölfarinni leið. Margir hafa vafalaust veitt slíku eftirtekt annars staðar. Hendi næst er auðvitað að gera sér þá grein fyrir þessu fyrirbæri, að það sé framræsl- an sem segi til sín. Hinar dökk- grænu rákir — hinn þróttmikli gróður — yfir ræsunum sé glæsilegur ávöxtur fullkominn- ar framræslu. Má vera að svo sé að einhverju leyti, en sagan er sennilega ekki sögð öll með þeirri skýringu. Rákirnar eru vanalega mjóar og of afmark- aðar til þess að um framræslu- áhrif ein sé að ræða. Hitt er sennilegra, að djúpvinnsla og jarðblöndun jarðvegsins, þar sem ræsi eru grafin, eigi sinn þátt í hinum grænu rákum. Þetta er órannsakað mál, en all- merkilegt, ef tilgátan reynist rétt vera. Ekki svo að skilja, að neinum komi til hugar að fara að djúpvinna mýrarnar til lok- ræsadýptar og blanda þannig saman mó og mold og öllu ofan þeirrar dýptar. Minna mætti nú gagn gera, en hér er samt at- hugunarefni.“ Svo vék ég að frjómoldar- leysinu í nýræktunum: „Jarðvegurinn er lítt rotinn og tyrfinn alveg upp í yfirborð. Sæmileg torfstunga í túnunum þótt framræsla og ræktun sé í lagi á þann vinnsluleysis- og skyndiræktunarmælikvarða, sem við erum vanastir við að miða.“ Svo segi ég í sömu grein: „Auðvelt er að fá úr því skor- ið með tilraunum, hvort sú til- gáta sé rétt, að dökkgrænu rák- irnar yfir lokræsunum séu meira af völdum djúpvinnslu en framræslu, en að grafa „fölsk“ ræsi á teigum mitt á milli venjulegra lokræsa. Sum þessi fölsku ræsi mætti grafa með fullri dýpt, önnur aðeins til hálfrar dýptar o. s. frv. En öll eins að því leyti, að hafa enga vatnsrás í botni þeirra.“ Fleira ræddi ég um þetta sem of langt mál er að endursegja, enda eiga menn aðgang að Frey 1940. Eru nú liðin 25 ár síðan þetta var skrifað og er skjótsagt, að engu hefi ég komið fram um til- raun þá með djúpvinnslu mýr- lendis, sem ég stakk upp á að gerð yrði, hins vegar eigi laust við að hinir lærðustu menn er við búvísindi fást hafi brosað að bollaleggingum mínum. Þó hefir ekki verið hljótt um mál- ið. Sjálfur hefi ég verið síhald- inn trúnni á, að mikið af mýr- lendi því (en ekki allt), sem ræktað er beri að vinna til all- mikillar dýptar, og er ég enn haldinn þeirri trú. Um þetta hefi ég rætt og ritað oft og marg sinnis. í bókinni Búvélar og ræktun, sem út kom 1950, gerðist ég svo djarfur að mæla berum orðum (bls. 232): „Mýrarnar á að plægia risa- plægingu með stórum nýtízku brotplógum, og það á ekki að láta sér til hugar koma að gegn- vinna strengina með herfum. Það á að plægja svo breitt og djúpt, að risti niður úr seigustu FJORÐA GREIN torfunni. Slíka jörð þarf að tví- vinna á tveimur árum, og fyrra árið, þegar landið er brotið, á að herfa án þess að róta strengj- um, —--------. Slík frumvinnsla er leikur einn á móti því að gegnherfa ólseiga smástrengi. Á öðru ári er mýrin plægð til venjulegrar dýptar, áburðurinn plægður niður um leið og land- ið er fullunnið til sáningar, án þess að neitt verulegt komi upp af hinni seigu grasrót.“ Og ég lét ekki sitja við orðin tóm. Þegar Skerpiplógurinn norski kom fram á sjónarsvið- ið eygði ég möguleika til þess að reynd yrði djúpplæging mýra hér á landi, og fékk fyrsta Skerpiplóginn til landsins 1953, og var hann fyrst notaður í Ölfusi 14. ágúst það ár. Djúp- plæging var reynd, en um nein- ar tilraunir var ekki að ræða, því forráðamenn tilrauna í jarð rækt skelltu skollaeyrum við öllu slíku. Er ég flutti inn fyrsta Skerpiplóginn og kom honum í notkun byggði ég djúpvinnslu- hugmyndir mínar ekki ein- göngu á lokræsunum í mýrinni á Korpúlfsstöðum og öðrum slíkum, þótt ég teldi þau tala ljósu máli. Víða sá ég hið sama; hvergi spratt betur á sáðslétt- um í mýrum en þar sem ruðn- ingum úr tveggja metra djúp- um skurðum var jafnað út. Vit- anlega gerði framræslan, sem naut sín bezt nærri skurðunum, sitt, en tvennt annað sýndist mér auðsætt: að það spratt eins vel í ruðningi (mold?), sem komin var upp frá eins til tveggja meters dýpi, eins og í torfusneplajörðinni á yfirborð- inu. Þetta gaf auga leið, að ekki væri neitt plöntueitur í ruðn- ingunum, en hins vegar sáðbeð- ur miklu betri heldur en annars staðar í flögum, og um leið betri spírun og sáðjurtir rættu sig betur og spruttu betur. Einhverjir fleiri en ég virðast hafa trúað á djúpvinnsluna, því allmargir Skerpiplógar voru keyptir til landsins. En það varð bið á tilraunum til þess að leiða sannleikann í ljós. Þó var ekki þagað um þörf slíkra til- rauna. Þann 18. júní 1953 eru formenn ræktunarsamband- anna á Suðurlandi á fundi á Selfossi og samþykkja tillögu svohljóðandi: „Fundur formanna ræktunar- sambandanna á Suðurlandi, haldinn á Selfossi 18. júní 1953, vill beina þeim tillögum til til- raunaráðs jarðræktar, að það lilutist til um, að gerðar verði víðtækar tilraunir á framræslu mýra og vinnslu þeirra, sérstak- lega mismunandi plægingar- dýpt, og geri það án tafar.“ Tillagan birtist í blaðinu Suð- urlandi 11. júlí 1953. Út af þessari tillögu lagði ég í grein í Morgunblaðinu síðar um sumarið (greinin dagsett 19. sept. 1953), er ég nefndi: Djúpt skal plægja teig til töðu. Mælti ég þar eindregið með því, að slíkar tilraunir yrðu gerðar, og þeim að verulegu leyti hagað í samræmi við þann vélakost, sem ræktunarsamböndin höfðu þá yfir að ráða og áttu völ á. Greinin var sérprentuð og sér- .prentinu dreift allvíða. Ekki er mér ljóst, að neinn árangur hafi orðið af þessu brölti mínu, né af samþykktinni á Selfossi. Far- ið var að plægja með Skerpi- plógnum víða um land, en allt til þessa dags er mér ekki kunn ugt um neinar nýtilegar tilraun ir er sýni eða sanni neitt um það hvort djúpplæging með Skerpiplóg sé ráðleg eður eigi. Og er ég ræði um djúpplæg- ingu, er auðvitað í huga mínum innifalið og meðtalið við slíka plægingu, annað það sem sjálf- sagt verður að teljast við slíka ræktunarhætti. Sjálf djúpplæg- ing mýranna er aðeins liður — eitt atriði — ræktunarhátta, sem eru allmikið frábrugðnir því. sem hér er venjulegast. Af þessu tilraunaleysi leiðir, að ekki þarf að undrast, þótt mistök hafi átt sér stað. Hér- aðsráðunautarnir hafa lítið á að byggja við Ieiðbeiningar á þessu sviði. Vel má vera, að þeir hafi látið djúpplægja eitthvað af landi, sem ekki hefði átt að vinna þannig, en hitt er þó öllu verra, að hætt er við, að önnur vinnubrögð við ræktunina hafi ekki verið samræmd djúpplæg- ingunni á þann hátt, sem helzt má ætla að vera beri. Og þannig ekki fengist hin rétti og æski- legi árangur af djúpplæging- unni með Skerpiplógnum. X. Og nú er komið að skuldadög- unum. Oft hefir mér verið á það bent á undaförnum árum, bæði af búvísindamönnum og öðrum, hver óþurftarmaður ég hafi ver- ið bændum og búnaðarmálum á landi hér. Og það á víst ekki úr að aka fyrir mér. Nú upplýsist cðum að ég hafi með því að benda á djúpvinnsiuna, sem æskilegan þátt í nýræktinni, og með því að innleiða Skerpiplóg- inn, leitt kaldauða og djöfulskap yfir bændur í miklum mæli, sér- staklega á Austurlandi. Lítil bót í mál þótt ég sé ef til vill ekki einn um þessi ósköp og, að e;in sannist, að sætt er samei°,inlegt skipsbrot. Kennimennirnir '6ru ekki myrkir í máli urn kalið eystra, ennþá ákveðnari þegar Skerpi- plógurinn á í hlut heldur en um Kjarnann, Jónas Pétursson fyrrverandi tilraunastjóri austur þar segir: „Skerpiplæging var um skeið framkvæmd allmikið á fram- ræstu túnunum. Þau hafa yfir- leitt farið mjög illa.“ (Mbl. 25. júní). í sömu grein kemur fram að Jónas er mjög andvígur allri djúpplægingu. Hann setur fram ráðleggingar um ræktun flatra mýra og endar þær á orðunum: „-----og umfram allt að jarða ekki grasrótina djúpt.“ Vísindamenn voru sendir austur til að athuga og rann- saka kalið. Einn þeirra, dr. Bjarni Helgason segir: „Kalið virðist fylgja eftir djúpplægðum mýrum." (Morg- unbl. 15. júní). Og ennfremur: „Kalskemmdir nú og á undan- förnum árum hafa verið mjög áberandi í nýræktun, sem hafa verið djúpplægðar með svoköll- uðum Skerpiplóg. Orsökin er eflaust sú, að upp hefir verið plægður mjög ófrjór eða „dauð- ur“ jarðvegur, og slíka ófrjó- semi getur tekið mjög langan tíma að bæta.“ (Morgunbl. 30. júní). Ekki er það mitt meðfæri að deila við tilraunastjóra og bú- vísindamenn um slíka hluti, en sumt af því sem þeir segja kem- ur mér sem leikmanni undar- lega fyrir sjónir. Tvennt tel ég alveg með ólíkindum: Annað, að dr. Bjarni skuli geta eftir að hafa verið „á snöggri ferð“ fyr- ir austan geta sett fram eflausar fullyrðingar um eina af orsök- um kalsins — skaðsamléga djúp plægingu. Hitt, ef örugg væri fullyrðing hans um slíka skað- semi, að þau mistök að djúp- plægja land, sem óráðlégt var að vinna þannig, skuli hafa orð- ið svo almenn og víða fyrir aust an, að kalið skuli af þeim orsök- um bláft áfram „fylgja eftir djúpplægðu mýrunum. — En hvað þá um kalskemmdirnar í Norðfirði? Ég þekki mýrarnar þar, og þangað hefir enginn Skerpiplógur komið. Og kalið á Jökuldal og í Möðrudal, ekki mun nýræktun mýra né Skerpi- plægingu til að dreifa á þeim stöðum. Geta ekki aðstæður og orsakir sem ollu kalinu í Norð- firði hafa valdið kalinu víðar, þótt handhægra þyki að kenna notkun Skerpiplógsins um það uppi á Héraði? Nú vill svo vel til að það má heita vandalaust að ganga úr skugga um það á hverjum stað og hverju sinni hvort upp hafi plægst skaðlega ófi-jó jörð við djúpplægingu, það þekki ég vel írá reynslu minni í Noregi, og hið sama ætti að gilda hér um þá hluti. Hefir nú „á snöggri ferð“ unnist tími til þess að at- huga þetta fyllilega? En mergurinn málsins er, að mínu viti: Ef Skerpiplægingin er veruleg og jafnvel ein af meg inorsökum kalsins eystra, að fá upplýst greinilega hvernig Skerpiplógurinn hefir verið not- aður. Hefir hann verið notaður af viti og þekkingu eftir því sem efni standa bezt til, eða hefir hann verið misnotaður bersýni- lega eins og Kjarninn? Hvað um ræktunartökin að öðru leyti en sjálfri plægingunni með Skerpiplógnum? Það er of ein- falt og yfirborðslegt að kerina Kjarnanum og Skerpiplógnum um kalið eystra, án þess að brjóta málið til mergjar og leggja fram greinagóðar upplýs- ingar um, hvernig það hefir ver ið unnið. Ólafur Jónsson víkur einnig að djúpplægingunni í grein sinni: Ræktun á villigötum í Ársriti R. N. 1964. Hann ræðir fyrst um að menn hafi fljótlega gefist upp á að viðhafa for- vinnslu eða forræktun við ný- ræktun vegna arfans sem sótti í flögin, og segir svo: „Sem algera andstæðu yfir- borðsvinnslunnar (sem hann hefir áður rætt um) má svo nefna það, að fyrir nokkrum ár um var víða horfið að því að djúpplægja mýrar í 50—60 cm. dýpi og sökkva þannig gersam- lega upprunalegum gróðri og grasrót. Enga greinargerð hef ég séð um það hvernig þetta hefir yfirleitt gefist, en nú er aftur orðið mjög hljótt um þessa ræktunaraðferð og dreg ég af því þá ályktun, að hún.hafi ekki reynst nein alsherjarlausn.“ Mér finnst Ólafur ekki vera fyllilega sanngjarn í niðurlags- orðum þess tilgreinda, ef þau skulu tekin bókstaflega, (en það geri ég raunar ekki). Mér vitan lega hefir enginn verið svo vit- laus — ekki einu sinni ég, sem þetta rita — að halda að djúp- plæging leysti allan vanda, yrði allsherjarlausn vandamálanna við nýræktina. En undir hitt vil ég taka með Ólafi, að því er nú verr og miður að engin greinar- gerð hefir komið fram um djúp- plæginguna, hvernig hún hefir verið framkvæmd og hvernig hún hefir gefist. Enn hefir ekk- ert bólað að þeim tilraunum sem ræktunarsamböndin á Suð- urlandi báðu um 1853 að yrðu framkvæmdar „án tafar.“ Það hefir bara verið haldið áfram að verja tugum milljóna til ný- ræktar árlega, en tilraunir til þess að komast að raun um hvernig skuli að ræktuninni staðið og hún framkvæmd, hafa litlar sem engar verið gerðar, svo kunnugt sé alþjóð manna. ÆVINTÝRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTYRI DÝRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS K I > o 2 ca S >- Q s 2 > o 2 13 Q « ■> Q s ■> 2 > LESLIE CHARTERIS ~ < z -<• 33 IUIIIII SJOTTI HLUTI o «:• o o 3 Q < 2 <• 2 o <• O g 2 Q < <• 33 Mýrlendi plæg með Skerpiplóg. Myndin tekin í Ölvusi 14. ágúst 1963. ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS ÆVINTYRI DYRÐLINGSINS Varir hennar voru fyllri, augu hennar skýrari og bjart- ari en hún hafði nokkurn tíma látið sér til hugar koma, að náttúran hefði gert Jrau úr garði. Hún varð hugfangin af sjálfri sér. Hún setti bera fæturna á grasið og mjúk snerting daggar- innar kom henni til að finnast hún vera auri J)akin. Hiin tók tærnar varfærnislega af Jressari grænu, svalandi ábreiðu, setti á sig sandalana ákveðin í að njóta þessarar nýfengnu til- finningar til fulls. Hún kornst að raun um, sér til mikillar undrunar, að á liðnum dögum hafði hún verið of dösuð af Jrreytu og sjálfsvorkunn, að hún hafði ekki þvegið sér nema Jrað allra minnsta. Hún gróf upp sápuna og fór niður að vatnsbakkanum með handklæðið undir öðrurn handleggnum. Þvílíkur ilm- ur var í svölu morgunloftinu og friður í vinalegri kyrrð himins og jarðar. Hún stóð á veginum við vatnsbakkann og horfði á sofandi, hvít húsin í Pertisau, verandir, sem sneru að vatninu, alsettar marglitum sólhlífum; })að var eins og að horfa á framlínu innrásarhers og hún væri villi- rnaður kominn niður úr hæðunum til Jress að horfa í for- undran á þessa útverði menningarinnar. Hún klæddi sig úr fötunum, Jrvoði sér og synti dálítinn spöl út í krystalstært vatnið. Það var mjög kalt, en Jregar hún hafði þurrkað sér, var henni funheitt. Hún gekk hægt til baka upp í hæðirnar fyllt undarlegri hamingju. Hún öfundaði ekki lengur fólkið, sem svaf í mjúkum rúmunum um J)að bil hálfa mílu í burtu og sem myndi bráðlega vakna og staulast niður til J)ess að borða morgunverð í mollulegum borðstofum. Hvað fólkið rnissti af miklu — og hvað hún hafði rnisst af miklu! Morgunverður. . . . Hún var svöng í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún leitaði í matarpoka Dýrðlingsins, tók upp steik- arpönnuna og skoðaði hana. Eldurinn var dáinn og Jregar hún velti eldiviðnum við, var hann blautur. Hvernig kveikti maður eld? Símon Templar velti sér við og opnaði augun. Hann reisti sig upp á olnbogann. „Halló — er ég seinn?“ sagði hann og leit á úrið. Það var hálf sjö. Belinda hrökk við. Hún hafði gleymt.... hún hataði hann var })að ekki? Hún mundi að hún hélt enn á pönn- unni og sleppti henni með sektarsvip. „Það er kominn matartími," sagði hún. Tunga hennar var stirð. Skrítið hvað })að var erfitt að lát’a hvert orð verða ópersónulegt og fjarlægt eins og hún hafði Jrjálfað sig í að gera — að láta J)að skiljast á hverri setningu, að hún talaði við hann aðeins af því, að hún þurfti þess með. Hann kastaði af sér teppinu, fór með hendina undir })að og kom fram með handfylli af sprekum. „Sef alltaf með dálítinn eldivið til Jress að halda honum þurrum,“ útskýrði hann. Eftir nokkrar sekúndur teygðu logarnir sig um öskuna og þurrkuðu rakann úr eldiviðnum um leið og hann byggði hann utan um tundrið. Hann tók eggin, en eitt þeirra slapp frá honum og valt niður hæðina. Hann hljóp á eftir því, greip það, en rak tána í rótarhnyðju. Eltingaleikurinn endaði með })ví, að hann steyptist fram yfir sig og fór heil- an kollhnís, og stanzaði með bakið upp við bolinn á ungu grenitré. Það var eitthvað svo spaugilegt að sjá hann Jrar sem hann sat með eggið sigrihrósandi í annarri hendinni, að Belinda fann brosið toga í varirnar á henni. Hún barð- ist gegn því. Hana verkjaði í lungun og hláturinn reif í hálsinn á henni. Hún gafst upp vegna })ess, að hún varð að hlæja eða kafna að öðrurn kosti. Símon hló líka. Múrinn, Jressi dýrmæti múr, sem hún hafði byggt upp; hrundi nú eins og múrar Jeríkó í Jressu ofviðri hlátursins; og hún gát ekkcrt gert til Jress að halda honum uppi. .. . Bráðlega sagði hún: „Af hverju sýnir þú mér ekki hvernig á að fara með þessi egg? Þá gæti ég spælt })au líka.“ „Það er auðvelt Jregar maður veit hvernig á að fara að J)ví. Eins og við allt annað, J)arf sérstakt lag til Jress. Þú verður að muna, að eggið heldur áfram að stikna eftir að þú tekur })að af pönnunni. Ef J)ú ætlar að steikja J)au ein- göngu á pönnunni, verða þau hörð og brunnin. Taktu þau af pönnunni meðan J)au eru enn hálf-hrá og þá verða })au góð og safamiki!.“ Hún hafði aldrei notið neinnar máltíðar eins og Jressar- ar, og J)egar henni var lokið, gat hún ekki hugsað sér að fara Jraðan strax. Það var eins og náðun, þegar hann til- kynnti, að skyrtan hans væri ekki lengur mannsæmandi og J)au yrðu að stanza til þess 'að þvo fötin sín. Þau skrúbbuðu fötin í pollum við lítirm foss, sem skoppaði rétt við nætur- stað þeirra og breiddu J)au til þerris í sólinni. Það var kom- ið fram yfir hádegi, þegar hún varð að slíta sig lausa. Hún gekk niður að veginum með honum endurnærð og fannst luin geta gengið hundrað mílur fyrir sólsetur, en samt sér Jress meðvitandi, að hún skildi eftir hluta af sjálfri sér Jrarna uppi hjá trjánum og himninum. Þegar })au komu niður að veginum bar að hóp af ungu fólki, sem söng fullum hálsi. Karlmennirnir voru klæddir í leðurstuttbuxur og hvítar skyrtur; sumar stúlkurnar voru eins klæddar, en aðrar voru í stuttum leðurpilsum. Öll báru J)au bagga og margir af böggunum voru þungir. Belinda sá einn mann með gxíðarlega stóran járnpott á herðunum og sæg af sótsvörtum pönnum. Hann var eins og geysistór, málmrunninn snigill. „Griiss Gott!“ hrópaði foringinn og stanzaði sönginn, um leið og hann kom til Jreirra, í hinni almennu kveðju Týrólskra vegfarenda. Sírnon brosti og svaraði: „Griiss Gott!“ Allir hinir heilsuðu í kór. Drengur og stúlka stað- næmdust hjá þeim. „Wohin gehen Sie?“* spurði drengurinn. Símon sagði honurn, að þau væru á leiðinni til Jenbach og Jraðan til Innsbruck. „Við förum líka til Jenbach,“ sagði drengur- inn. „Kommen Sie mit!“* Þau slógust í hópinn og iréldu áfram fram hjá Seespits og niður löngu hlíðina, sem liggur að Inn-dalnum. Belinda var hamingjusöm. Húri var stolt af Jrví, að geta fylgzt með J)eim án })ess að J)reytast og söngur Jreirra stytti leiðina að mun. Henni kom allt fyrir sjónir, eins og hún hefði verið blind frá fæðingu og ekki lengið sjónina fyrr en síðustu nótt. Á einum staðnum voru menn að vinna við vesinn. Einu sinni hefði hún farið fram hjá þeim án þess að líta á J)á — J)eir hefðu aðeins verið almennir verkamenn, skítugir, en nauðsynleg' húsdýr til þess að Jrjóna þörfum þeirra, sem notuðu veginri. Núná sá hún })á. Þeir voru berir niður að mitti, skrokkar með vöðva eins og myndastyttur og glamp- andi af sínum eigin svita, og brún húðin í fullu samræmi við bláar vinnubuxurnar. Hóparnir kölluðu „Grúss Gott“ hvor til annars, brosandi og í sátt við náungann. „Hvað þýðir Jretta Griiss Gott?“ spurði hún Dýrðlinginn. „Heilsaðu guði,“ svaraði hann og leit á hana. „Finnst })ér })að ekki góð kveðja?“ Drengurinn við hliðina á henni kunni svolítið í ensku. Hún spurði hann hvaðan })au kæmu og hvað þau væru að gera. „Við erum Wandervögel. Við erum þreytt á borgunum svo við lítum eins og sígaunar. Við syngjum fyrir pen- inga og vinnum á ökrunum þegar við getum og búum til hluti til þess að selja. Sandalarnir })ínir — Jreir eru búnir til af Wandervogel. Við lifum núna og einhvern dag deyjum við trúlega." „Eruð þið hamingjusöm?“ spurði hún. Hann leit á hana í einskærri undrun. „Því ekki Jrað? Okkur langar ekki til að vera rík. Við höfum allan heiminn til Jress að búa í og erum frjálsir eins og fuglarnir.“ Þau komu til Jenbach í kvöldkulinu og aftur var J)að krá. F.n í Jretta skipti var J)að öðru vísi. „Við eigurn ekki samleið lengur,“ sagði drengurinn. „Við förum til Salzburg. En fyrst skálum við fyrir vináttu okkar.“ Belinda sat á trébekk og minntist þess, er hún í fyrsta sinn hafði komið inn á krá. Þá hafði hún verið of J)reytt til J)ess að láta sig J)að nokkru skipta hvort hún var hrein eða ekki. Núna var henni sama af annarri ástæðu })ó að hún liefði komizt að rarin um, að })ær voru eins hreinar og hvert annað herbergi heima hjá henni. Aftur var sól- brenndur verkamáður sitjandi í horninu, sem hún kaus sér, og Dýrðlingurinn talaði við hann. Þegar })jónustu- stúlkan liafði losað sig við bakkafylli af ölkönnum, settist liún hjá J)eim og J)eir töluðu við hana og stríddu henni. (Framhald). —-------- Lj *) „Hvert eruð þið að fara?“ *) „Komið þið með!“ J j'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.