Dagur - 25.09.1965, Qupperneq 5
A
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
erlingur davíðsson
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.L
V erkf ræðiráðunautar
Á SÍÐASTA þingi fluttu þeir Gísli
Guðmundsson og Ágúst Þorvaldsson
frumvarp til laga um verkfræðiráðu-
nauta ríkisins á Norður-, Austur- og
Vesturlandi. Skyldu þeir ráðunautar
vera verkfræðingar og hafa aðsetur á
Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði.
Til þess var ætlast, að hver verk-
fræðiráðunautur liefði, undir yiir- .
umsjón vega- og vitamálastjóra, um-
sjón með vega- og hafnarmannvirkja-
gerð í umdæmi sínu og væri jafn-
framt sveitarstjórnum til ráðuneytis
við mannvirkjagerð, gegn hæfilegri
þóknun til ríkisins.
Frumvarp þetta er samið af stjórn-
skipaðri nefnd, sem þeir Gísli og
Ágúst áttu sæti í fyrir nokkru og
fjallaði um staðsetningu ríkisstofn-
ana. Ekki náði það fram að ganga að
þessu sinni en stefnir áreiðanlega í
rétta átt. Það þykir við brenná, að
framkvæmdir víðs vegar um land
dragist stundum til skaða og hefjist
á óhentugum tíma, af því að bíða
verður eftir forstöðumönnum úr höf-
uðborginni, sem ekki fylgjast nógu'
vel með ástæðum á hverjum stað.
Nauðsyn ber til að dreifa starfskröft-
um sérmenntaðra manna um landið
eítir því sem unnt er. Vegamálastjóri
er nú búinn að ráða sjö umdæmis-
verkfræðinga, en þeir eiga allir
heima í Reykjavík. Um verkfræði-
þjónustu vitamálaskrifstofunnar er
inargt rætt og hefur verið og ekki að
ástæðulausu. Mörg hafnarnefndin er
orðin langþreytt á að bíða eftir verk-
fræðingum. sem ákvæðu, hvað gera
skyldi á hverjum stað.
Rafvæðing sveitanna
í ÁRBÓK landbúnaðarins er frá því
sagt, að 182 sveitabýli í landinu hafi
fengið rafmagn á árinu 1964, og seg-
ir Árbókin, að það sé lægri tala en
árin á undan. Vatnsaflsstöðvum fækk
aði um 5, en sumir bændur, sem átt
hafa vatnsaílsstöðvar, taka í [ieirra
stað rafmagn frá samveitunum, ef
um gamlar og ófullnægjandi stöðvát
er að ræða.
Sumstaðar gengur illa að standa
við rafvæðingaráætlanir þær, er gerð-
ar hafa verið um einstök byggðarlög.
T. d. var það samþykkt í raforkuráði
veturinn 1962—1963, og staðfest af
ráðherra, að lögð yrði rafveita um
Núpasveit, neðanverðan Axarfjörð
og Kelduhverfi á árunum 1964—
1965, og gefið í skyn, að úr því myndi
verða 1964. Nú hefur verið tilkynnt,
að þessi lína verði varla lögð fyrr en
árið 1966. Verst er að ekki skuli fást
geið allsherjar rafvæðingaráætlun
um þau býli, sem nú hafa ekki raf-
magn frá samveitum, svo að bændur
viti, hvers þeir megi vænta í þessu
efni og hvenær.
EFLUM SAMTAKÁMÁTT DREIFBYLISINS
ÍSLENZKT þjóðf 1-iag er á býð-
ingarmiklum krossgötum. Um
árabil hefur þ.éttbýlið við Faxa-
flóa sogað til sín vinnuafl og
fjármagn þjóðarinnar, í sívax-
andi mæli. í þjóðfélaginu hefur
átt sér stað stórkostleg röskun.
Landshlutar hafa dregizt aftur
úr og landkostir þeirra ekki ver
ið nýttir. Byggðaröskunin er
það stórvægileg, að líkja mætti
við, að ein fjölskylda hverfi á
hverjum virkum degi úr dreif-
býlinu til Faxaflóabvggðanna.
Þjóðin hefur um það að velja,
hvort hefja skuli sókn gegn
byggðaröskuninni, að fordæmi
nágrannaþjóðanna, eða leggjast
á sveif með henni og auka enn
á hana með því að hleypa mill-
jörðum af erlendu fjármagni
inn í þéttbýlið við Faxaflóa og
efla þannig aðdráttarafl þess.
Það er öllum ljóst, að stórkost-
legt erlent fjármagn í alumini-
umvinnslu og stórvirkjun verð-
ur þungt lóð á vogarskálar efna
hagslífsins.
Hvern skal því undra það,
þctt fólkið í dreifbýlinu verði
uggandi um framtíðina, þegar
með einu stórkostlegu átaki er
stefnt beint að enn aukinni
byggðaröskun.’ Það spyr því,
hve lengí á sú þróun að vera
óheft, að öll stærstu fyrirtæki
landsins skuli vera staðsett við
Faxaflóa? Sú spurning hlýtur
einnig að vakna, hvort dreifbýl
ið sé ekki beitt hlutdrægni og
það sé vitandi vits, sem öll
staerstu framleiðslu- og þjón-
ustufyrirtækin eru staðsett á
einum stað? Það eru því ærnar
ástæður til þess að fólkið í dreif
býlinu tortryggi ráðandi afl í
efnahags- og stjórnmálum og
gruni þau um fláttskap.
Mörg dæmi benda til þess, að
af ráðnum hug hafi verið geng-
ið á hlut landsbyggðarinnar um
dreifingu fjármagns þjóðarinn-
ar.og um staðsetningu þjónustu
og atvinnustöðva. Hér mun
mestu um valda gróðahyggju-
öflin í þéttbýlinu og skammsýn
stjórnarvöld, sem öll eru stað-
sett í Reykjavík og er að mestu
rofin úr lífrænum tengslum við
dreifbýlið.
, Fái, gróðahyggjan að stjórna
fjárfestingarmálum þjóðarinnar
áfrámý er ólíklegt að tekin verði
■ hipp skynsamleg fjárfestingar-
stefna, sem gæti orðið dreifbýl-
inu hagstæð. Hér verður að
knýja á um stefnubreytingu.
Dreifa verður fjármagninu út í
dreífbýlið í stórauknum mæli.
Jafnframt verður að endur-
- skoða ' stjórnskipulagið og
dreifa sem mest þjónustustofn-
unum ríkisins og auka vald til
frekari heimastjórnar í einstök-
um landshlutum. Nú er um
tveant.að velja fyrir dreifbýlið,
5 , áð jláta skeika að sköpuðu og
horfa aðgerðarlaust á að stefnt
verði að stóraukinni byggða-
röskun með tilstuðlan erlends
auðhrings eða bindast samtök-
um í hverjum landshluta og
skapa afl er hefji sókn gegn
landeyðingarstefnunni. Því sam
einaðir sigrum við, en sundrað-
ir föllum við.
Ég er ekki í vafa um, að
sterkur vilji er fyrir því í dreif-
bylinu að sporna við þróuninni
og stofna til samtaka byggð-
anna í hverjum landshluta bæði
til sóknar og varnar. Þannig
væru hinar dreifðu byggðir
samvirkt afl. Hér hafa Norð-
lendingar riðið á vaðið, en að
forgöngu bæjarstjórnanna á
Norðurlandi var á síðasta vori
bundizt samkomulagi um að
koma á atvinnumálaráðstefnu
fyrir Norðurland. Ráðstefnan
var haldin á Akureyri síðast í
maí s.l. Hana sóttu fulltrúar frá
13 kaupstöðum og sjávarpláss-
um ásamt þingmönnum úr
Ncrðurlandskjördæmum.
Á ráðstefnunni kom ljóslega
fram, að mikill vilji var fyrir
hendi hjá fulltrúum hinna
ýmsu byggða um samstarf um
málefni þeirra og norðlenzka
samstöðu, um hagsmunamál
landbyggðarinnar. Ekki er nein-
ASKELL EINARSSON.
um vafa undirorpið, að ef sá
samvinnuandi er einkenndi Ak-
ureyrarráðstefnuna á hljóm-
grunn á Norðurlandi, eru fyrir
hendi skilyrði til þess að mynda
samvirka norðlenzka heild, sem
getur orðið sterkt sóknarafl fyr-
ir dreifbýlið.
Slíkan sóknarkraft þarf dreif
býlið mest nú.
Það hvílir sú skylda á herð-
um Norðlendinga að hafa hér
forystu og mun þá ekki standa
I Eftir I
|áskel einarsson|
| bæjarstjóra |
I Húsavik |
á bvggðunum í öðrum lands-
hlutum að fylkja sér saman.
Þar með hefur dreifbýlið komið
upp hvílíku baráttuafli, að
ekki verður sniðgengið.
Akureyrarráðstefnan hefur
rutt brautina, svo að framvegis
verða samtök Norðlendinga um
atvinnumál fyrir hendi. En
nauðsynlegt er að þessi samtök
nái til allra sveitarfélaga og
spenni yfir fleiri verksvið. Trú-
lega verður farið inn á þá braut.
Ég get ekki stillt mig um að
fara nokkrum orðum um sam-
þykktir ráðstefnunnar um hags
muna- og framtíðarmál Norður-
lands.
Ráðstefnan lagði til að gerð
verði framkvæmda- og fram-
faraáætlun fyrir Norðurland,
sem sérstakur hluti þjóðhags-
áætlunarinnar og studd með
fjármagni af opinberri tilhlut-
an. Komið verði á verkaskipt-'
ingu milli byggðarlaga um stað
setningu iðnaðar- og þjónustu-
fyrirtækja. Afurðir til lands og
sjávar verði fullunnar heima
fyrir. Komið verði á fót jafn-
vægisstofnun fyrir Norðurland,
sem rannsaki skilyrði til at-
vinnureksturs og kanni hagnýt-
ingu náttúurauðlinda. Stofnun-
inni verði stjórnað af samstarfs
nefnd sveitarfélaganna. Sam-
göngur verði efldar með stór-
auknum framkvæmdum eftir
skipulagðri óætlun. Rafvæð-
ingu Norðurlands hraðað. Kom-
ið verði upp á Norðurlandi
stærri iðnfyrirtækjum í sam-
bandi við stórvirkjanir.
Skólar og menningarstofnan-
ir efldar. Þjónustufyrirtæki rík
jsins verði staðsett í Norður-
landi og þeim stjórnað innan
þess.
Af þessari upptalningu sést
að ráðstefnan hefur markað
norðlenzka stefnu í helztu hags
munamálum dreifbýlisins. Verði
ályktunum hennar fylgt eftir,
sem margt bendir til, hafa Norð
lendingar markað stefnu dreif-
býlisins og vakið athygli á gildi
samtaka byggðanna, sem afli og
baráttutæki.
Ekkert gildir nema sterk sam
staða og eindrægni gegn ofur-
valdi Stór-Reykjavíkur í þjóð-
félaginu. Þess var getið í upp-
hafi að þjóðin stæði á krossgöt-
um. Þetta á ekki síður við dreif
býlið sérstaklega, en þjóðina
alla.
Byggðaröskunin fær á næsta
leiti nýjan bandamann, sem er
svissneski aluminiumhringur-
inn og mun hann verða dreif-
býlinu þungur í skauti og draga
til sín mikið vinnuafl, sem
stuðlar að örari byggðaröskun.
Hér er að hefjast nýr þáttur,
studdur vitandi vits af stjórn-
völdum landsins, sem í enn rík
ara mæli leggst á v^gina á móti
byggðaj afnvæginu. Þetta er
þeim mun hættulegra, þegar
vetraratvinnuleysi og aflabrest-
ur herjar heila landshluta.
Þess vegna er vandi lands-
byggðarinnar aldrei meiri en
nú og aldrei frekari þörf á að
efla samtakamátt og fylkja liði
til varnar og síðan nýrrar sókn
ar. Framundan er tvísýn bar-
átta. Barátta um hvort eigi að
nema landið allt, eða hvort
þjóðin skuli hætta landnáms-
starfi sínu og hverfa æ meir til
fárra þéttbýlisstaða við Faxa-
flóa.
Hér verður að spyrna við fót
um og dreifbýlið verður að
krefjast réttar síns af þjóðfélag
inu. Það verður að koma á fót
öflugum jafnvægissjóði er hafi
yfir að ráða ríflegum hluta af
þjóðartekjunum, enda hafi
hann að markmiði að stuðla að
endurreisn byggðanna og efla
uppbyggingi landssvæða eftir
skipulegri áætlun. Þessi mál
þola enga bið. Það er undarlegt
að þjóð, sem þúið hefur við
jafnmikla byggðaröskun og ís-
lendingar og eiga jafnmikið und
ir því að viðhalda sem jafn-
astri byggð, skuli vera eftirbát-
ur nágrannaþjóðanna, um þessi
efni. Þetta sýnir bezt andvara-
leysi þjóðfélagsins um mál
landsbyggðarinnar.
Samstillt mun dreifbýlið
knýja fram rétt sinn og skiln-
ing ó hlutverki landsbyggðar-
innar. Norðlendingar hafa haf-
ið upp merkið og stofnað til
samtaka, sem geta hvenær sem
er orðið mikið baráttuafl, sem
taka verður tillit til. Eflaust
koma aðrir landshlptar á eftir
og styrkja heildarsamstöðu
dreifbýlisins. Hefja verður sókn
dreifbýlisins á sem flestum
sviðum. Það er ekki nóg að
efla atvinnulífið eitt. Samhliða
verður að hefja sókn um auk-
inn skólakost á sem flestum
sviðum skólanáms.
Á fleiri svið mætti bentía, er
mun eflaust koma í kjölfarið.
Barátta dreifbýlisfólksins er
hugsjónabarátta, sem stendur
föstum rótum í menningu þjóð-
arinnar og arfleifð.
Hún er að eðli rammíslenzk
og arftaki þúsund ára sjálfstæð-
isbaráttu gegn um margra alda
svartnætti erlendrar áþjánar
og náttúruhamfara, enda bar-
átta landsins barna til að við-
halda þjóðlegri sérstöðu og
menningu, gegn erlendri ásælni
allra tíma og öllu því er virðir
að vettugi þjóðlega menningu.
Baráttan fyrir tilveru dreif-
býlisins er snar þáttur í þjóð-
ernisbaráttu okkar á 20. öld.
Takist dreifbýlinu ekki að
halda velli, falla fleiri stoðir
undan þjóðmenningu okkar.
Við erum öll sammála um að
það skuli aldrei koma fyrir og
verðum því samtaka í nýrri
sókn dreifbýlisins til jafnvægis
í byggð landsins.
- Frá lögreglunni
(Framhald af blaðsíðu 1).
var maður einn í bænum tekinn
fastur vegna meintrar ölvunar
við akstur.
í nótt kviknaði í dívan í hús-
inu Strandgötu 13 hér í bæ.
Búið var að slökkva eldinn, er
slökkviliðið kom á staðinn.
(Samkvæmt upplýsingum lög
reglunnar í gær).
Ljónið vill
FORMAÐUR Sjálfstæðisflokks
ins, forsætisráðherra íslands,
hefur í Staksteinum Morgun-
blaðsins hvað eftir annað að
undanförnu kvartað yfir því, að
samvinnuhreyfingin hafi Fram-
sóknarflokkinn fyrir sverð sitt
og skjöld. Af þessu telur hann
að það leiði svo, að samvinnu-
menn styðji Framsóknarflokk-
inn og efli. Þetta telur hann,
eins og eðlilegt er, afar slæmt
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem
þykir hart að geta ekki fyrir
Framsóknarflokknum sett ó-
hindraður löggjöf, er eyðileggi
kaupfélögin eða beitt banka-
valdinu enn ósleitilegar gegn
þeim en hann gerir, eins og
keppinautar þeirra, kaupsýslu-
mennirnir í Sjálfstæðisflokkn-
um, máttarstólparnir þar, óska,
hagsmuna sinna vegna.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins er ágætlega viti borinn, og
veit að ekki er skynsamlegt að
fara fram með óhljóðum, ef
ljónið á að komast í færi við
bráðlna. Hann vill beita
kænsku. En viðfangsefnið er svo
óþægilegt, að kænskan ræður
ekki við það og kemur hvað eft-
ir annað upp um sig.
Hann segir blíðlega:
„Þótt samvinnumannahreyf-
ingin sem slík hafi sætt árásum
á sínum upphafsárum, eru þau
sjónarmið ekki lengur fyrir
hendi.“
Þetta á að skilja á þá leið, að
núorðið séu andsæðingar sam-
vinnuhreyfingarinnar orðnir
vinir hennar.
En til þess að máttarstólpar
Sjálfstæðisflokksins misskilji
ekki blíðyrðin, segir hann:
„Líklega má hinsvegar telja
að hlutur samvinnuhreyfingar-
innar í viðskiptum landsmanna
hafi heldur minnkað síðustu
ár.“
I orðunum felst: Þetta vitið
þið, og vitið hverjum það er að
í VETUR vann Þóroddur Jó-
hannsson framkvæmdastjóri
UMSE hjá Degi að hálfu, en lét
af því starfi í vor vegna anna
sjá sambandinu.
í sumar vann Vilhjálmur Vil-
hjálmsson hjá blaðinu, en hann
fá að gæta
þakka. Verið rólegir dyggu
Sjálfstæðismenn. Hann segir:
„Bændur telja, að kaupfélög
og verzlunarfélög, sem rekin
voru í því formi, tryggi bezt
verzlunarhagsmuni þeirra. Það
má að vísu um það deila, hvort
svo sé í raun og veru, en hitt
er óumdeilanlegt, að slíkt er á-
lit bænda víða um land.“
Hér verður kænskan ærið
gegnsæ: Varaðu þig á sjálfum
þér, bóndi góður! í Sjálfstæðis-
flokknum eru fésælir kaup-
sýslumenn, sem mundu fúslega
leggja það á sig að verzla við
þig. Þá gætir þú verið áhyggju-
laus!
Svo segir hann:
„Samvinnuhreyfingin hér á
landi hefur gert marga góða
hluti. Hún hefur byggt upp víð-
tækt verzlunarkerfi, sérstak-
lega úti um hinar dreifðu
byggðir landsins og reist iðn-
fyrirtæki. En hún hefur aldrei
getað losað sig við þann svarta
blett, sem Framsóknarflokkur-
inn hefur sett á hana með því
að beita kaupfélögunum úti um
land fyrir sig sem pólitísku
þvingunarafli í óprúttnum að-
gerðum til að afla sér fylgis.“
Þarna brýst fram kolmórauð
gremja formanns Sjálfstæðis-
flokksins í óprúttnum, ósönn-
um staðhæfingum um að kaup-
félögin séu notuð sem „pólitískt
þvingunarafl". Þetta kemur af
kvöl hans út af því, að sam-
vinnumenn „hafa gert marga
góða hluti" með samtökum sín-
um og hafa notið til þess að-
stoðar Framsóknarflokksins og
eru flestir svo skynsamir að
skilja það. Eru einnig sjálfum
sér, byggðum sínum og landi
sínu svo hollir, að veita flokkn-
um fylgi sitt, en ekki Sjálfstæð-
isflokknum, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur þurft að berj-
ast við, til þess að hinir „góðu
hlutir" gætu gerzt.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
samvmna
er nú að hefja nám í Háskól-
anum.
Dagur þakkar báðum þessum
traustu og ánægjulegu blaða-
mönnum gott samstarf, og ósk-
ar þeim velfarnaðar. □
lambanna
Loks segir form. jálfstæðis-
flokksins:
„Á undanförnum árum hafa
nýir menn tekið, að nokkru
leyti a. m. k., við æðstu stjórn
samvinnuhreyfingarinnar og
þeir hafa skiljanlega önnur við-
horf til þessara mála en fyrir-
rennarar þeirra. Af ýmsu má
merkja, að hinir nýju menn
samvinnuhreyfingarinnar eru
ekki sannfærðir um að hags-
munum Sambandsins og kaup-
félaganna sé bezt borgið með
hinu nána og óeðlilega sam'
bandi við Framsóknarflokkinn.
Þvert á móti bendir margt til
þess, að nú sé gerð tilraun til
að rjúfa tengslin milli Fram-
sóknarflokksins og samvinnu-
hreyfingarinnar.“
Með þessu skrifi er form.
höfuðandstæðinga samvinnu-
hreyfingarinnar að reyna að fá
auðtrúa fólk til að halda, að
stjórnendur hennar vilji af-
þakka stuðning Framsóknar-
flokksins og telji samvinnustarf
semina ekki þurfa á honum að
halda. Með þessu vill hann hafa
áhrif á viðhorf almennings og
auðvelda ljóninu að ná til
lamba samvinnufólksins. En
hér fer hann með staðlausa
stafi, enda nefnir hann hvorki
nöfn né dæmi. Dagur skorar á
hann að gera það, ef hann get-
ur.
Það má kannski með sanni
segja, að félagssamtök til al-
menningsheilla eins og sam-
vinnuhreyfingin, skuli þurfa
undir högg að sækja hjá stjórn-
málaflokki, og að nokkur ríkis-
stjórn skuli vera til, sem hælir
sér af því að hafa „minnkað
hlut samvinnuhreyfingarinnar í
viðskiptalífi landsmanna.“ En
svona er þetta nú samt og verð-
ur að taka hlutina eins og þeir
eru .
Menn ,sem standa fyrir mál-
(Framhald á hlaðsíðu 7).
" Viðíal við Hermóð Guðmundsson bónda í Ámesi
(Framhald af blaðsíðu 8).
að verðleggja sjálfir sína vinnu
og framleiðslu, eru beinir og
milliliðalausir samningar við
ríkisvaldið sjálfsagt eina raun-
hæfa lausn í þeim málum.
Hvað viitu segja um sjálf
bráðabirgðalögin?
Setning bráðabirgðalaganna
um búvöruverðið er alvarleg
ráðstöfun. Með þessum lögum'
er samningsréttur og frelsi
bænda um kaup og kjör alger-
• lega þurrkuð út og að því er
virðist að ástæðulausu. Ég tel
að ríkisvaldir.u hafi borið
skylda til að kanna til þrautar
allar hugsanlegar og færar leið-
ir til samkomulags, áður en
gripið var til annars eins óynd-
isúrræðis, sem felst í þessum
valdníðslulögum. Þetta ber að
harma og átelja. Mér liggur
næst að halaa, að ríkisstjórnin
hafi séð sér leik á borði, að
brjóta niður löggjöfina um
kaup og kjör bænda, vegna úr-
sagnar fulltrúa ASÍ, til þess að
geta hagað þessum málum
meira að vild sinni, undir því
yfirskyni, að algert samkomu-
lag hafi náðst milli fulltrúa
framleiðenda og neytenda s.l.
haust, sem hin nýja verðlagn-
ing skuli nú miðuð við, sam-
kvæmt útreikningi Hagstofu ís-
lands um hækkun framleiðslu-
kostnaðar.
Möguleikar á lagfæringum á
verðlagsgrundvellinum virðast
horfnir í bráð?
Allir möguleikar á verðlags-
grundvellinum eru í bráðina
gjörsamlega þurrkaðir út. Flest
um bændum mun hins vegar
Ijóst, að verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarafurða s.l. ár var
óraunhæfur að verulegu leyti
og skorti mikið á, að bændum
væri þá tryggð sanngjörn laun,
vegna hins gífurlega. fram-
leiðslukostnaðar og óhagstæðs
lánakerfis, sem landbúnaðurinn
býr við.
En nýja verðlagsnefndin?
Skipun verðlagsnefndarinnar
og val manna í hana, samkv.
bráðabirgðalögunum ber þess
ljóst vitni hvert stefnir. Áskor-
un Stéttarsambandsstjórnarinn-
ar til landbúnaðarráðherra um
nefndarskipun til endurskoðun-
ar á framleiðsluráðslögunum er
mjög hæpin, frá mínu sjónar-
miði. Um þetta mál eiga fyrst
og fremst fulltrúar Stéttarsam-
bandsins að fjalla, áður en rík-
isvaldinu er gefið óeðlilegt og
óæskilegt frumkvæði til nýrr-
ar lagasetningar.
En hvað segirðu um tilfærsl-
una milli kjöts og mjólkur?
Um þá tilfærslu er það að
segja, að ég tel hana sjálfsagða.
Mín skoðun hefur verið sú, að
sauðfjárræktarbændur hafi ver
ið afskiftir um verðlagningu
um langt skeið, allri stéttinni
til vanvirðu og þjóðarheildinni
til ómetanlegs tjóns. Hins veg-
ar er ég þeirrar skoðunar, að
það hafi verið rangt að láta
þessa verðtilfærslu til sauðfjár-
ins na aðeins til vinnsluvara
mjólkur, Að vísu hafa sum
mjólkurbúin skilað eins háu
eða jafnvel hærra mjólkurverði
til bænda undanfarið, vegna
verðhækkana á vörubirgðum,
sem hingað til hafa ekki verið
afskrifaðar, eins og raunar væri
nauðsynlegt. Öllum má vera
ljóst, að í þessum vaxandi vöru
birgðum mjólkurbúanna er mik
il hætta fyrir bændur, ef svo
skyldi fara, að verðlækkun
yrði, vörurnar skemmdust, eða
ríkið kippti að sér hendinni
um útflutningsbætur. Tel ég
vandséð, hvernig hlutur mjólk-
urframleiðenda innan vinnslu-
búanna verður tryggður eftir-
leiðis meðan málum er svo
skipað, að fullkomnu verðmiðl-
unarkerfi allra mjólkurfram-
leiðenda í landinu er ekki kom-
ið á fót. Aukin birgðasöfnun
mjólkui’vara skapar einnig
vinnslubúunum rekstursörðug-
leika vegna þess hve mikið
fjármagn stendur stöðugt fast í
þessum vörur. Finnst mér mjög
brýnt að það verði rannsakað
sem allra fyrst, hvort þessi
birgðasöfnun hafi verið nauð-
synleg undir núverandi skipu-
lagi, og hvort ríkisvaldið hafi
ekki beinlínis staðið gegn nauð-
synlegum útflutningi á þessum
vörur, sem þó eru taldar verð-
tryggðar, til þess að spara rík-
issjóði útgjöld, — segir Her-
móður Guðmundsson í Árnesi
að lokum, og þakkar blaðið við-
talið. □
Uíit verðlagsmál landbúnaðarins
(Framhald af blaðsíðu 8). hefur mikil áhrif á verðlagið.
ári 15 þúsund krónur á ári til Hvernig taka bændur al-
þess að hafa sömu launatekjur mennt niðurstöðunum í þessum
og viðmiðunarstéttirnar höfðu málum?
árið sem leið, samkvæmt launa- Sumir sætta sig við þetta, í
úrtaki Hagstofunnar. En það þeirri trú, að ekki þurfi nema
má kannski segja, að afurða- í bráð við að una, og vonast til,
aukning hjá bændum geti að að þetta verði lagað á ný. Aðr-
einhverju leyti komið á móti.-. ir eru mjög óánægðir og telja
En að sjálfsögðu var þetta , .það ekki spá góðu, hvernig nú
bundið með bráðabirgðalögun- hefur til tekizt.
um og þess vegna ekki hægt að Gremja bænda bitnar töluvert
búast við að það yrði hærra. á Alþýðusambandinu?
Hvað finnst þér um viðmið- . Já, framkoma Alþýðusam-
unina, í launahækkun bænda? bands íslands gagnvart okkur
Mer finnst sú viðmiðun, að er eins og ef atvinnurekandi
miða tekjur bænda við al- neitaði að semja við starfs-
mannatryggingar, alveg fráleit menn sína, í trausti þess, að
og gjörsamlega óviðunandi ríkisstjórnin gæfi úr bráða-
framtíðarskipulag. Með þessum birgðalög til þess að skammta
bráðabirgðalögum hefur verið kaupgjaldið eftir sínu höfði. Og
rofið launasamhengi í tekjum þetta er ósæmileg framkoma af
milli bænda og annarra stétta ‘hálfu Alþýðusambandsins.
þjóðfélagsins. Og að því leyti Hvað er framundan í ykkar
brjóta þessi lög blað í meðferð félagsmálum, varðandi breytt
þessara mála. viðhorf?
Datt ykkur ekki í hug að Það verður kallaður saman
taka verðlagsmálin í ykkar aukafundur í Stéttarsamband-
hendur, þegar ASÍ brást? inu nú í haust til að marka
Við vorum að hugsa um að stefnuna í baráttumálum okkar
verðleggja landbúnaðarafurð- í því að fá hlut okkar, sem hef-
irnar sjálfir. En þeir lögfræðing . ur verið skarður og er enn
ar, sem við leituðum til, bentu skertur, verulega lagfærðan, —
okkur á þá hættu, að við mynd- segir Gunnar Guðbjörnsson
um þá geta misst réttinn til út- form. Stéttarsambands bænda
flutningsuppbótanna, sem er að lokum og þakkar blaðið
orðinn svo stór liður í þessu og svörin. |Q
HJÁLPÁRBEIÐNI
ÞANN 12. marz s.l. eyðilagðist stoð og tækifæri til að rétta
af eldi íbúðarhúsið í Eyvík á örvandi hjálparhönd með fjár-
Tjörnesi og allt, sem innan- framlögum til að endurreisa
stokks var, því engu var bjarg- brunninn bæ.
að- Af reynslu minni af því, hve
Eigendurnir, tvö systkini og oft hefur verið komið skjótt og
hjón með ungbarn, misstu þar vel til hjálpar í tilfellum sem
allt sitt, en hafa þó, með tvær þessu, þá veit ég, að margir
hendur tómar, ráðist í af dugn- verða við beiðni minni um fjár-
aði að byggja nýtt íbúðarhús, hagslega aðstoð við byggingu
sem nú er fokhelt. Mikið fjár- hins nýja húss.
magn þarf til að ljúka byggingu Minnumst þess, að margt
hússins, sem ekki er tiltækt nú, smátt gerir eitt stórt, og mátt-
nema ný úrræði komi til. ur samtakanna er mikill. Því
íslendingar hafa alltaf kunn- heiti ég á sem flesta að leggja
að að meta dugnað og sjálfs- málaleitan þessari lið.
bjargarviðleitni og fundið til Tekið á móti fjárframlögum
með þeim, er um sárt eiga að á afgreiðslu blaðsins, hjá sókn-
binda. Verið fljótir til hjálpar, arprestum og í Bókabúð Þórar-
ef til hefur verið leitað. ins Stefánssonar í Húsavík.
Hér er vissulega þörf á að- Sóknarprestur.