Dagur - 29.09.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 29.09.1965, Blaðsíða 4
5 I í Lækjahlíð voru um tólf þúsund fjár, sem síð; n voru rekin í nátthagann norðan við Stafnsrétt- ina. — Hátt á annan klukkutima var stanziaus fjárstraumur yfir ána á meðan hauströkkrið seig yfir. (Ljósmynd: E. D.) sem slíkir hópar mætast verða stundum ljótar byltur. Fleiri fá byltur en blessuð hrossin, og beva föt réttar- manna vott um .pað. En það er mesta furða, að vasapelarnir skuli ekki >brotna, þeir, sem úr gleri er;a og standa upp úr rass- vösuuum. Margir standa á rétt- arv^eggjum og horfa á, bæði '.angt að komnir og aðrir, sem heimavanari eru. Það er eitt- hvað, sem heldur mönnum þar föstum. Margar hryssurnar eru hreint augnayndi, svo fallegar eru þær, og að sjálfsögðu fol- öldin, sem ætíð eru það, en enda flest ævi sína í sláturhús- unum, eins og lömbin. Þar er margt gott hestaefnið, sem aldrei verður annað eða meira en kjörmatur á borðum borg- aranna. Að þessu sinni voru um 1000 hross í Stafnsrétt og fannst kunnugum það lítið. Sú skýr- ing var gefin á því, að flest VIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). andi rauðblesóttum hesti og teymandi marga trússahesta og maður með honum með aðra hestalest. Þeir fara í krákustig- um niður mesta brattann og þó sporliðugt. Þegar að ánni kem- ur er enn greikkað sporið, en hestarnir snarstanza í ánni og teyga stórum. Heima við rétt- ina er sprett af. Ef þú ert kom- inn hingað sem fréttamaður, skaltu vera hér til kvölds, og helzt fram eftir nóttu, segir Björn. En ég er hræddur um, að þér líki það ekki, þegar fer að líða á kvöldið, bætir hann við, því hér er mikið drukkið, líklega meira og verr en víðast hvar annars staðar á landi.nu og er þá mikið sagt. Nokkru síðar koma þrír ágætlega ríð- andi gangnamenn úr Lækja- hlíð, en aðrir fara til fjárins í þeirra stað. Fjallamennirnir velja sér skýldan stað sunnan við réttina, spretta þar af hest- um sínum, og snæða nesti sitt, sem ekki hefur verið af vanefn- urn að heiman búið. Þeir hafa fengið þokur og súld á fjöllum en telja þó, að sæmilega hafi tekizt í leitum. Heimasæta frá Reykjarhóli í Skagafirði er meðal þeirra, sem komnir eru úr hinum löngu göngum. Hún hefur tvo kúfótta til .reiðar, lætur vel yfir ferða- laginu og ætlar að hjálpa til í fjárréttinni á morgun. Og Þórir Sigvaldason í Stafni léysir greið lega úr spurningunum. Hann er með tvo spengilega brúnskjótta til reiðar. Menn bera hönd fyrir augu og horfa fram Fossadal. Féð kemur úr ýmsum áttum og safn ast saman í stóra breiðu i Lækjahlíð, sem blasir við. Hlíð- in er þegar að verða hvít. Fjár- ins gæta ríðandi menn. Loks kemur stóðið í Ijós á vesturbrún Fossadals og með því nokkrir menn, vel ríðandi. Stóðið er rekið beint undan RÉTT brekkunni alla leið niður að á, gegnt Stafnsrétt. Á . blásnum melum og stórgrýttum, fer það hægt, en tekur á sprett þar sem mýkra er undir fæti. Svartá er engin fyrirstaða, en stóðhryss- urnar kaila nokkru hærra til fclaldanna, meðan árvatnið skvettist og freyðir um fætur og brjóst. En Svartá er kyrrlát í dag, og enginn farartálmi. Það eru aðeins hundarnir sem þurfa að synda, og þeir hafa víst vökn að fyrr í þessari 4—5 daga fjalla ferð, sem nú .er að ljúka. Stóðið rennur ferðmikið eftir eyrunum við ána, á leið til réttarinnar, undir hrópum manna og gjammi hundá. Gömlu hryssurnar rata leiðina. Þær hafa oft komið hingað áð- ur, sumar á hverju hausti. Gangnamennirnir, sem rekstr inum fylgja, eru allir vel ríð- andi. Við höfum séð þá hleypa fyrir hross í miklum bratta, yf- ir gil og torfærur á fullri ferð. Það ætti að bjóða þeim þetta sumum „götuhestunum“ heima á Akureyri, hugsaði ég. Sumir myndu eflaust standa sig vel í þeirri raun, en miklu fleiri þyrftu að spreyta sig á slíkum verkefnum og að öðlast þjáifun ■ í þýfi og brattlendi. Á sléttum grundunum heim að réttinni taka þeir góðganginn. Stóðið ryðst í almenninginn. Síðan heilsast menn, (sumir með kcssi) og skiftast á orðum eins og gengur. Stóðið hleypur rétt- ina á enda, síðan til baka. Hryssurnar hneggja hátt og fol- öldin svara. Það er troðist og ruðst af frekju og hræðslu. Stundum brýzt reiðin út og er þá bitið og barið. Svo koma stóðeigendurnir til sögunnar og hefja sundurdrátt- inn. Það er stöðug ókyrrð í al- menningnum, straumröst til og frá, árekstrar og pústrar. Reynt er að reka hryssurnar í dilk- ana, og margar eru auðsveipar. Folöldin treysta aftur á móti engu nema fótum sínum. Þau, sem ekki fylgja mæðrum sínum í dilkinn, eru tekin með valdi. Snoppa, eyru, fax og tagl eru handíestur réttarmanna. Ofur- lítið gróflega er að farið, finnst ókunnugum. Hitt dylst engum, sem um stund stendur á réttar- veggnum, hve mislægnir menn- irnir eru að skilja stóðið sund- ur og koma því í rétta dilka án áfloga. Brátt verður rýmra í al- menningnum en dilkarnir fyll- ast. Þá er erfiðara að ná hross- unum og hafa þau tækifæri til að fara á mikla ferð í hópum innan hinna víðu veggja. Þar hrossin sáu komin heim. Hafi farið beinustu leið, hvert til sína heima strax og ganga- menn héldu til afréttar og skildu eftir opin hliðin. í stóð- ið vantaði svo höfuðprýðina, sjálfa stóðhestana, sem ekki er leyft á þessúm slóðum að láta ganga með hryssunum á afrétt yfir sumarið. Hefðu þeir verið með mundi ólíklega vera kvart- að yfir því, að átökin skorti, því þeir eru ekki friðsamir eða hlédrægir á slíkum vettvangi og áflog fullorðinna stóðhesta eru stórfengleg, enda forn skemmtan, að því er sögur herma. Sagt er, að á öðrum svæðum vestur þar, gangi: stóð- hestar á afréttum og séu þeir aðsópsmiklir í haustréttum, enda strax látnir afsíðis, þá í rétt er komið. Þegar litið er yfir stóðrétt- ina í Svartárdal, verður ekki komizt hjá að sjá, hve kynfest- an er lítil í stofninum. Svo ólík eru hrossin, bæði að lit, gang- lagi og vaxtarlagi. Þetta gefur auðvitað um leið til kynna, hve skjótum árangri má ná í kyn- bótastarfi, þegar þui-fa þykir að rækta ákveðna eiginleika hrossanna. En þó eiga öll þessi hross það sameiginlegt, að vera af þeim stofni, sem harðir vet- Hér er lokið langri ferð með ýmis konar útbúnað handa gangnamönnum af töskuhestunum. og brátt verður sprett (Ljósmynd: E. D.) ur, og e. t. v. líka harðir eigend- ur, hafa kynbætt á undangengn um árum á sinn hátt. Við höfum nú dvalið við stóðréttina langa stund, heyrt á mál manna og séð vinnu- brögð,' tekið nokkra menn tali, sem allir hafa verið hinir kurt- eisustu og leyst greiðlega úr spurningum. Nú er grundin þakin bílum og margt fólk kom- ið. Svipmyndir koma í hugann frá þessari dvöl. Dráttarvél kemur með ferðaútbúnað af fjöllum, ásamt nokkrum kind- um, sem ekki hefur réynzt unnt að reka, af einhverjum ástæð- um. Tveir hnarreistir hundar mætast á réttarvegg, þar sem snotur tík liggur, og fara í hár saman. Þeir steypast niður í réttina, gleyma ágreiningsefn- inu á samri stund og eiga nú fótum sínum fjör að launa und- an hörðum hófum hrossanna, sem í þessu ryðjast framhjá. Maður einn kemur arkandi eftir almenningnum, lítur hvorki til hægri eða vinstri og kallar stundarhátt til myndar- legs bónda, sem er að stympast við óþægt folald.: Já, það er nú gott að vera duglegur að draga. Þú ert búinn að draga þér skjótt folald, sem ég á — skjótt folald, sem ég á, og heyr- irðu það, — og fleira sagði hann skýrt og skilmerkilega. Bóndi þagði við og sáust á hon- um engin svipbrigði. Síðan svaraði hann mjög hógværlega og bað manninn að ganga með sér til að athuga folaldið. Um erindislok veit ég ekki, nema að af folaldinu varð ekki mis- klíðarefni. Fjórir menn elta ljónstygga, vindótta hryssu, sem ekki fæst til að koma nálægt dyrum þess dilks, sem hún á í að fara. Loks lendir hún í hrossaþvögu og ungur maður hendir sér á hana og grípur í faxið, annar í stert- inn. Hópurinn tvístrast, hryss- an sér sér undankomuleið, stekkur hátt og hristir menn- ina af sér og þeir liggja flatir í réttinni. Seinna lætur hún í minni pokann, enda voru þá mennirnir sex. Hestur hafði veikst í göngun- um, allfjarri byggð. Hann var skilinn eftir. Þennan dag var hans vitjað og var hann þá færður nær byggð. „Það hefur bráðnað í honum mörinn,“ sagði einhver viðstaddur, „eða bara stirðnað upp“ sagði annar. Þessi hestur var sumarstaðinn og mjög feitur. Slíkum hestum er hætt í harðri og langri reið. Viðbrögð og yfirbragð hinna einstöku stóðhrossa í Stafns- rétt koma í hugann. Tvær jarp- ar hryssur eru þar minnisstæð- astar, enda báru þær göfugan svip, ef svo má um hross segja, runnu á tölti, voru reistar og svipmiklar, með síkvik eyru og skarpa andlitsdrætti. Báðum fylgdu hestfolöld, brúnt og jarpt. Það var enginn vandi að gizka á, að þar væru hestefni. Skjótt hestfolald sleppur tvisvar úr höndum manna og sýnir mikið skap og þrek. í þriðja sinn eru handtökin því yfirsterkari. Það rís upp, krafs- ar og hittir, en fellur síðan flatt í réttina. Margar hendur gæta litla folans og halda lionum. Þegar hann stendur upp, geng- ur hann viljugur, gagnstætt venju folaldanna, þvert yfir réttina, eins og taminn hestur. Menn gefa honum auga. Mörg hross í þéttum hnapp berast hratt undan einhverri styggð og mæta þá öðrum álíka hóp, svo úr verður þvaga. Stór og mynd arleg, grá stóðhryssa, fellur og veltur um hrygg, folald dettur um hana og tveir menn þar of- an á. Það er púnteraður bíll við réttarvegginn. Bílstjóranum, sem situr í bílnum, er á þetta bent. Hann þakkar og% ekur burt. „Þessum höfðinga þarft-þú að kynnast,“ sagði. kunningi mínn við mig og leiddi mig til aldr- aðs manns og var sá aldfaði mjög vel klæddur, með nýjan hatt, flibba og bindi. Við tókum tal saman og kom þar, að hann dró upp fallegan fleyg. Ég af- þakkaði og hann sagðist virða bindindi, svona dálítið, en öll- um væri nú skaðlaust að drekka það sem hann legði sér til munns, heimablandað á viss- an máta og nefndi víntegundir. Aðra drykki léti hann ekki inn fyrir sínar varir og fyrirliti grófa drykkju. Ekki kann ég frá þeim drykk að greina. En síðar um daginn sá ég þennan myndarlega mann og var hon- um þá brugðið. Að vísu sat hatturinn og bindið. En jafn- vægisskynið var að mestu horf- ið. Hann studdist við þúfu og reri ögn fram og aftur. í hinni hendinni hélt hann á nærri tómri brennivínsflösku. Mér datt í hug fuglahræða á akri, sem stormurinn hefur hallað á hliðina. Ég sit í bílnum um stund, ekki langt frá réttinni, og virti fyrir mér fólkið, sem kom og fór þar hjá, ýmist á leið til réttar eða að koma þaðan aftur. I stórum dráttum skiftist það í tvo hópa, bændur, sem hér eiga mikinn annadag og sinna „gleð- skap“ í hófi og svo aðkomu- menn, sem eru áhorfendur að gera sér dagamun. Tveir mjög ungir piltar með pottflösku í hendinni, eru að staupa sig og gretta sig með hryllingi í hvert sinn. Þeir standa um stund framan við snyrtilegan jeppa og hnippast svolítið. Brosmild heimasæta situr undir stýri og horfir á. Með slíku áframhaldi er hætt við að þeir hafi dottið niður af réttarveggnum síðar um kvöld- ið! Vasapelar og vínflöskur eru öðru hverju á lofti. Engin eru þó drykkjulæti, enda flest- ir aðeins hreyfir af vínu, nema helzt nokkrir aðkomumenn. Einhverjir eru komnir á hest- bak, ríða fram og aftur milli bíla og gangandi fólks, svifta til reiðskjctum sínum og sitja mis- munandi stöðugir. Verður dansað hér í kvöld? Þeirri spurningu svarar Hún- vetningur á þá leið, að þegar réttargleðin sé komin á það stig, hefjist stundum ,dans svona af , sjálfu sér þarna á grundinni. ; Heimamenn hafi Steingrímur Magnússon réttar- stjóri. (Ljósmynd: E. D.) raunar öðrum hnöppum að hneppa, því auk stóðréttarinn- ar sé fjárrétt næsta dag og byrjað að draga með birtingu. Bændur hafa ekki öðrum á að skipa en sjálfum sér og gæti því flestir hófs í drykkju. Maður einn í hárri stöðu, myndarleg- ur á velli, snarast nú að bíl sínum og seilist eftir flösku. Ekki er nú að undrast, þótt unglingarnir drekki, hugsaði ég, fyrst þessi maður fer svona að ráði sínu. En nær jafnskjótt urðu þessar hugrenningar sér til minnkunar. Maðurinn teyg- aði mjólk úr flösku þessari, einu mjúlkurflöskunni er ég sá hampað við, Stafnsrétt. Látum svo útrætt um drykkjuna, þenn an þátt í lífi svo margra, sem er öruggastur allra til að valda sorg og eyðileggingu, ef menn nota hann í lífsvef sinn að nokkru ráði. Einn hinna ötulu réttar- manna, Steingrímur Magnús- son á Eyvindarstöðum, sem er jafnframt réttarstjóri, segir mér, að hrossin sáu um 1000 að þessu sinni, en um 12 þúsund fjár séu nú samankomin í Lækjahlíð og verði féð rekið í nátthagann innan stundar. Að- alsvæðin, sem þassi búfénaður er af, eru heiðarnar tvær, Stafns- og Eyvindarstaðaheiði. Rúmlega 40 manns fara í hinar löngu göngur, en miklu fleiri þegar þeir eru með tald- ir, sem skemmra fara. En lengst fara undanreiðarmennirnir, 5 að tölu og eru 5 daga í sínum göngum, og fara allt suður að Hofsjökli. Að þessu sinni fóru þessir menn í undanreið: Þórir Sigvaldason í Stafni, Sigurjón Guðmundsson, Fossum, Sigurð- ur Sigurðsson, Leifsstöðum, sem jafnframt stjórnaði leit- inni, Kristján Jósefsson, Torfa- stöðum og Steingrímur Magn- ússon, Eyvindarstöðum. Þessir menn bera merki langrar férð- ar, en þeir eru vel hressi.r, enda sennilega allir þrekmenn og vosi vanir. Auk þess vel i’íð- andi. Þegar minnst ■ er á lit hross- •anna, segir Steingrímur, að. skjótti liturinn sé mjög á und- anhaldi, einnig _sá hvíti, hins vegar hafi rauðum hrossum og jörpum fjölgað mjög mikið, einkum hefði .svo verið um skeið. Þá segir hann,'-að hann muni svo mörg hross í Stafns- rétt, að þau hafi ekki líkt því komist öll í almenning. Hross- um fækki yfirleitt hjá bændum, enda minnkandi verkefni fyrir tamin hross. Hins vegar sá fé fleii’a en áður og fari allört fjölgandi nú, enda sæki það lengra á afrétt en áður. Og hvað um verð á hrossum? spyrjum við. Héðan hefur ekk- ert farið af hrossum- á markað' í sumar. Samt er verðið helzt miðað við markaðsverð, þégar' eitthvað er selt. En undantekn- ingar eru þó margar, og mætti eins vel segja, að t. d. lítt eða ótamdir folar séu seldir á rífu sláturverði og upp í hreina vit' leysu. Bændur fara nú með fyrstu hrossahópana heimleiðis. í ein- um dilknum, sem enn er verið að draga í, stendur háreistur, grár foli og horfir á eftir hrossá hóp. Hann verður ókyrr, tekur síðan undir sig stökk, yfir rétt- , arvegginn og annan, án þess að fatast og er þá kominn á svæði, girt með neti og gaddavír, all- hárri girðingu, er skilur á milli. En þessi girðing er epgin hindrun svo fótvissri'og djarfri skepnu, sem fer yfir girðingu í fallegum boga, og sameinast hópnum. Einhver segir, að eig- andi hestsins sé gullsmiður,' og má það rétt vera. Og líka gæti þá rétt verið, að hann Gráni væri á gullskóm. Ef syo er, er hann skónna verður. Ég hef ekið í tuttugu ár, og aldrei verið tekinn, segir mið- aldra maður og staupar sig í almenningnum, sem svar við einhverri athugasemd frá nær- stöddum. En vegalögreglan var á næsta leiti, hvort sem hann hefur nú kynnst henni þennan dag. Loks færist líf í Lækjahlíð. Hin mikla fjárbreiða þétfist í hlíðinni og þokast af stað. Inn- an lítillar stundar koma fyrstu kindurnar fram á melbrúnina, litlu ofan við tungu þá, sem Svartá og Fossá mynda, og svo þéttist fjárhópurinn. Þetta er eins og hvítfreyðandi elfa, sem streymir endalaust, straumur hundraða og þúsunda fjár milli raða rekstrarmanna á hestum. Þessi straumur held- ur þrotlaust áfram. Nokkuð á aðra klukkustund, fellur niður melinn, yfir ána og norður eyr- ar, allt til nátthagans norðan við Stafnsréttina. Þrír ríðandi menn eru-í ánni til að varna því að féð hrekist undan straumi. Áin er fremur grunn, en dá- lítið straumþung. Hó og hund- gá yfirgnæfir stöðugan jarm fjárins. Kindur taka sig úr hópnum og hestum er hleypt, einnig yfir ána. Aðkomufólkið horfir þögult á hina endalausu lagðprúðu hjörð, sem nú hefur yfirgefið víðáttur og frelsi sum- arhaganna. Það hefur notið mikils þennan dag, komizt í snertingu við hina lifandi nátt- úru, séð hluta af einu dagsverki bænda og árangur af mörgum. Birtu er tekið að bregða, mál að halda heimleiðis og láta öðr- um eftir síðkvöldið við Stafns- rétt. Við mætum fjölda bíla, sem eru á leið í Stafnsrétt. Þangað eru líka kallaðir margir lög- regluþjónar, er þar áttu erfitt kvöld, eins og bændur fyrr um daginn í stóðréttinni. Þegar skammt er farið og enn. ekið um Svartárdal, er bíll með ungu fólki, langt að kominn, út af veginum en er hjálpað. — Nokkru utar eru þrír ungir menn á ferð, að flýta sér á rétt- argleðina. Bíll þeirra er utan vegar, hefur oltið. Hann kemst aftur upp á veginn og piltarnir eru ekki meiddir, en leiðist töf- in. Þeir halda áfram ferð sinni inn í dalinn og ævintýrin, en fréttamaður heim á leið. E. D. Að þessu sinni komu um þúsund hross til Stafnsréttar. Fleiri eru áður komin heim. (Ljósm.: E. D.) Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1187 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Afrekaskrá við þjóðveginn ÞEIR, sem eitthvað hafa ferðast um sveitir landsins fyrr og nú, komast ekki hjá því að taka eftir framförun- um í byggingum og ræktun bænda. Nú á haustdögum eru fjárbreið- ur í heimahögum, nautgripahjarðir á túnum eða grænfóðurökrum- og stóðið er komið af f jalli, þar sem um þá búgrein er að ræða. Þrátt fyrir tafsaman lieyskap síðla sumars, svo hevskaparlok dragast víða enn um sinn eru a. m. lt. hér á mið-Norður- landi, mikil hey og góð í hlöðum og vel uppborin hey að auki. Ræktar- löndin ná saman í þéttbyggðum sveitum og stækka í allar áttir og hús yfir fólk og fénað eru mjög víða hin myndarlegustu, og þó enn betur bú- in liið innra. Jafnframt eðlilegri einstaklings- hyggju, hafa bændur, með félags- málastarfsemi sinni, leyst ýmsan vanda, svo sem í ræktunarmálum, þar sem stórvirkar vinnuvélar eru að störfum, í húsbyggingum á nokkr- um stöðum og á sviði búfjárræktar- innar. Þeir hafa á skömmum tíma margfaldað afköst og eftirtékjur hverrar vinnustundar við fjölmörg landbúnaðarstörf. Allt eru þetta óhrekjanlegar staðreyndir, sem hver og einn getur sjálfur séð. Ef menn svo um leið hugleiða, að bændur hafa ekki, sem heild, upþskorið aukna hagsæld í neinu hlutfalli við framleiðsluafköstin, heldur þjóðfé- lagið allt, er nokkur ástæða til að undrast. Bændur eru tekjulægsta stétt þjóð- félagsins, og um leið mesta framfara- stéttin, svo ótrúlega sem það hljóm- ar. Því með landslögum eru tekjur þeirra ákveðnar. En sjálft starfið krefst þess af öllum góðum bændum, að þeir vinni með hag framtíðarinn- ar lyrir augum, noti svo að segja hvern eyri til að bæta jörðina og auka notagildi hennar. Á þann veg elur sveitin upþ sína syni og dætur, eykur manngildi þeirra og gerir þá sterkari og sjálfstæðari en aðra þegna þjóðfélagsins. En tvennt er það einkum, sem manni verður hugleiknast á ferðum um sveitir lands þessa síðsumars- daga: í fyrsta lagi hinir miklu mögu- leikar landsins okkar til að fæða og klæða margfalt fleira fólk en það nú gerir. Og í öðru lagi hið mikla starf bændanna sjálfra, sem þjóðfélagið metur þó miður en skildi, og skipar bændur mörgum þrepum neðar í tekjustiganum, en réttlátt er. Þó er afrekaskrá þeirra við þjóðveginn, hvert sem farið er, og blasir við aug- um þeirra, sem vilja sjá. □ t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.