Dagur - 29.09.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 29.09.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT HJÚKKUNARKVENNA- SKORTURINN Samkvæmt óyggjandi upplýs- ingum er hjúkrunarkvenna- skortur alvarleg staðreynd hér á landi og hefur svo verið í mörg ár. Úr hliðstæðum skorti hafa nágrannaþjóðimar, a. m. k. sumar, bætt með nýrri stétt kvenna. Konur í þeirri stétt nema ákveðin hjúkmnarstörf á skömmum tíma og öðlast rétt til starfa samkvæmt því. Þar sem hjúkrunarfólk vantar til- finnanlega, eins og hér á landi, bæði í sjúkrahúsum og víðar, nást skjótastar úrbætur á þenn an hátt. í almenningnum er ruðst og troðist og sundurdrátturinn er erfiður. (Ljósmynd: E. D.) VIÐ STAFNSRÉTT Á MIÐVIKUDAGINN 22. sept- ember sl., komu gangnamenn með fé og hross til byggða í Svartárdal í A.-Húnavatnssýslu og ráku til Stafnsréttar. En sú skilarétt er fræg af fjölda fjár og hrossa, „réttargleði“, skrifum og skrafi. Fréttamaður Dags brá sér þangað þennan dag og dró and- ann léttara þegar u. þ. b. 20 km. vegurinn fram Svartárdal, frá Húnaveri, reyndist betri en tal- inn hafði verið og hverri bifreið fær. Svartárdalur er ekki fjölbýl sveit, undirlendi fremur lítið, en grösugur er dalurinn upp á heiðarbrúnir til beggja handa og afréttir mjög víðar. Þar mun veðursæld meiri en víða annars staðar, búpeningur því fóður- léttur. Og sjá má á sumum bæj- um, að erfiði manna hefur góð- an ávöxt gefið og hann lagður í byggingar og ræktun. Ekki er dalurinn vaxinn víði, lyngi eða kjarri á líkan hátt og t. d. Þingeyjarsýsiur. Hinir sterku og fögru haustlitir af þeim gróðri eru því minni en þar. En ýmislegt er það bæði snoturt og hlýlegt í landslaginu. Og þar rennur Svartá, að þessu sinni hljóðlát og tær í haust- svalanum, prýði dalsins og á síðari árum hin gjöfulasta. Þar gefst „veiðisjúkum“ stangveiði- mönnum kostur á að láta dálitla fjármuni af hendi rakna við bændur og gera það. „Hann fer aldrei upp fyrir strikið," sagði maður einn mér, er við ræddum um laxinn í ánni. Hann gengur fram að ákveðnum stað og lengra ekki, þótt þar sé engin sýnileg hindr- un á vegi. Kannski er hann bara orðinn þreyttur af sinni löngu ferð. En síðasti áfanginn er um hina ströngu og korguðu Blöndu, þar sem „húkkararnir" sitja fyrir honum og þykjast stunda höfðinglegt sport. En í Svartá sækir laxinn til að hrygna. Fyrr en varir er komið á Ieiðarenda. Þetta er þá hin fræga Stafnsrétt, dálítið gamal- leg í útliti, veggir úr torfi og grjcti, sem raunar er viðkunn- anlegt. í dyrum skakkar tré- grindur. Allt er mannvirki þetta þó hið traustlegasta og þjónar sínu hlutverki ekki síð- ur en stál og steinn. Almenn- ingurinn er stór, enda þarf hann að rúma' hundruð, jafnvel þús- undir hróssa, og þó mörgum sinnunv fléira fé. Út frá honum eru dilkarnir, margir stórir, og vitna um hrossa- og sauðfjár- eigh hinná einstöku bænda, a. m. k. eins og hún hefur verið er réttin var byggð. En einnig má sjá nýstækkaða dilka og Thefur sú.' staékkun ekki verið gerð af þarflaUsu. " Nokkrir oílar eru þegar komnir á undan okkur, en ann- arg er f.éft.Uip.manninn enn sem komið er. Helzt „flækingar" úr ýíhsúm-áttum, sem tekið hafa daginn snemma. Sumir eru svo hressir af nestinu sínu, að þeir ganga ekki síður í ánni en á sléttum árbakkanum! Stafnsréti. ei; "á sléttri grund, rétt við -Svartá, litlu neðar en Fossá og Sv’artá mætast. Þar nærri er Vökukvammur, þar sem menn gættu fjárins nótt- ina fyrir réttardag. Vöku- hvammur hefur eflaust frá mörgu að segja, og stundum varð mönnum haustnóttin löng þar við fjárgæzluna. Nú er bú- ið að girða nátthaga fyrir féð, svo það þarf lítillar gæzlu. í brekkunni ofan við réttina er lítill og lágreistu kofi. Þar hvíla sig nokkrir gangnamenn á sveínbekkjum. Nær réttinni er skúr einn svartur. Þangað eru konur komnar með áhöld og efni til veitinga, og eru bún- ar að kveikja upp. Þar er inn- an stundar hægt að fá riúkandi kaffi, pylsur, tóbak, gosdrykki og sælgæti. Og þama gerist það úndur, að Ijótur staður verður viðkunnanlegur í umsjá mynd- arlegra og vel, búinna hús- mæðra og heimasæta, er þar ganga um beina. Björn oddviti á Sveinsstöðum kemur niður fjallsöxlina milli Fossadals og Svartárdals, ríð- (Framhald á blaðsíðu 4). ÞÆR FYRSTU HEFJA NÁM A AKUREYRI Samkvænit óstaðfestum fregn- um hefur mál þetta verið í und- irbúningi um skeið, einkum fyrir forgöngu áliugafólks að norðan, og mun reglugerð um þeíta efni væntanleg innan skamms^ — Samkvæmt henni mun ætlunin, að hjúkrunarnám í því formi, sem áður getur, hefjist hér við Fjórðungssjúkra húsig innan tíðar, þó í sam- vinnu við önnur sjúkrahús. LEIÐRÉTTING Valgarður Haraldsson máms- stjóri kom nýlega að máli við blaðið og Ieiðrétti þau ummæli, að enginn nýútskrifaður kenn- ari frá Kennaraskóla íslands hefði sótt um kennarastarf á ÞRIÐJUDAGINN 5. október, kl. 8,30 e. h. verða orgeltónleik- ar haldnir í Akureyrarkirkju. Listamaðurinn, Martin Giinter Förstemann, -er einn hinna við- urkenndustu orgelsnillinga nú á tímum, er prófessor við tón- listarháskólann í Hamborg. Ný unglingabók væntanleg eftir Jón Kr. ísfeld Á SJÖTTA aðalfundi Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, sem haldinn var ný- lega i Húnaveri, var stofnuð deild innan sambandsins, sem hefir það hlutverk að annast útgáfustarfsemi fyrir æskulýðs- starfið. Fyrsta bókin mun innan skamms koma út. Er það ung- lingasaga eftir séra Jón Kr. ís- feld prest að Bólstað við Ból- staðarhlíð, en hann er nú með- al vinsælustu höfunda æsku- fólks. Séra Bolli Gústavsson í Hrísey myndskreytir bókina. Formaður útgáfuráðs er séra Jón Bjarman prestur í Laufási. Þá er einnig í undirbúningi að fjölrita söngvasafn með Ijóðum og lögum fyrir æskulýðsstarfið. (Frá ÆSK). □ Norðurlandi á þessu ári Náms- stjórinn sagði, að nokkrar und- antekningar væru frá þessu nú í ár. Hins vegar sagði liann, að næstu tvö ár á undan hefði enginn nýútskrifaður kennari sótt um kennarastarf í þessum landsfjórðungi. Með þessa leiðréttingu og upplýsingar námsstjórans í huga, er ástandið í þessu efni enn verra en blaðið áleit — og enn ríkari nauðsyn fyrir Norð- lendinga sjálfa að hæta þar um, ef unnt reynist. ER SÝSLUNEFNDIN STEIN- RUNNIN? Sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu leggur fram fé til æskulýðs- starfsemi og annast hana, með sýlumann i broddi fylkingar. — Sýslunefndir Suður-Þeingeyjar- sýslu og Skagafjarðar styrkja ungmennasambönd sín með 25 þús. kr. hvor. Strandamenn eru þó helmingi rausnarlegri við sitt ungmennasamband og sýslu nefnd Suður-Múlasýslu bauð UÍA 35 þús. kr. til þess að halda uppi einni menningarlegri sam komu um verzlunarmannahelg- ina. Sýslunefnd Eyjafjarðar sæmdi ungmennasamband sýslunnar með 10 þús. kr! Vaknar sú spurning, hvort sýslunefnd sé orðin steinrunnin, eða hafi öðr- um sýslunefndum minni aura- ráð. En starfsemi UMSE er meiri en hjá flestum öðrum ungmennasamböndum. Förslermanns-fónleikar í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. október Prófessor Förstemann er ís- lendingum að góðu kunnur, frá því er hann hélt hér tónleika fyrir nokkrum árum. Það er ekki nóg með að hann hafi farið í tónleikaferðir um gjör- vallt föðurland sitt, Þýzkaland, heldur hefur hann einnig hald- ið tónleika í flestum Evrópu- löndum og Ameríku, auk út- varps- og sjónvarpssendinga. Efnisskráin hefst með því að leikin verður Tokkata, Varia- tion og Fuga (quasi Improvisa- tion) eftir Förstemann við sálm inn „Vaknið Zions verðir kalla“, þá koma verk tveggja gamalla orgelmeistara, preludíum og fuga í g dúr eftir lærisvein Buxtehudes, Nikolas Bruhns, og tilbrigði eftir Georg Böhms, er eitt sinn var orgelleikari við Jóhannesarkirkjuna í Lune- burg. En þau verk, sem fyrst og fremst bera tónleikana uppi, eru orgelverk Jóhanns Sebast- ian Bachs, preludía og fuga í f moll og fuga í a-dúr. Fantasie um sálminn op. 40/2 eftir Max Reger er svo síðasta viðfangs- efnið á tónleikunum. Aðgöngumiðar verða seldir í bókaverzlunum frá föstudags- morgni, og kosta kr. 75,00. —• Allur ágóði af hljómleikunurr* rennur til kirkjunnar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.