Dagur - 02.10.1965, Blaðsíða 5
5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Bitstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
VEGIÐ í SAMA KNÉRGNN
ENN hefur verið vegið í sama kné-
runn og verðlag landbunaðarafurða
í annað sinn ákveðið með bráða-
birgðalögum. Samkvæmt gildandi
lögum frá Alþingi átti sexmanna-
nefndin, skipuð fulltrúum bænda og
neytenda, en að henni frágenginni
þriggja manna yfirnefnd, að ákveða
verðlagið. Þegar langt var komið
viðræðum í sexmannanefnd, sam-
þykkti meirihluti stjórnar Alþýðu-
sambands íslands að draga fulltrúa
sinn út úr nefndinni. Varð þá ekki
fram komið verðlagningu á venju-
legan hátt. Þá var það, að ríkisstjórn-
in gaf út brábabirgðalögin. Með
þeim var settur á stofn þriggja
manna gerðardómur, en Hagstofunni
falið að láta honum í té nýjan verð-
lagsgrundvöll, útreiknaðan eftir sér-
Stökum reglum, sem ákveðnar voru
1 í bráðabirgðalögunum. Stéttarsam-
band bænda — eða fulltrúar þess —
tilnefndi einn mann af þremur í yf-
irnefndina, en samkvæmt bráða-
birgðalögunum var því ekki veittur
réttur til að nefna mann í gerðar-
dóminn. Verðlagið hefur nú verið
ákveðið.
Hér er að sjálfsögðu um bráða-
birgðaráðstöfun að ræða. Á næsta
- Alþingi verður að breyta framleiðslu
ráðslögunum á þá leið, að tryggt sé,
að þau verði framkvæmd á viðun-
andi hátt. Margt bendir til þess, að
dagar sexmannanefndarinnar séu
taldir. Er þá ekki ólíklegt, að þeirri
tillögu aukist fylgi, sem samtök
bænda norðanlands og austan áttu
frumkvæði að á sínum tíma um fyr-
irkomulag þessara mála. En þar er
gert ráð fyrir, að bændasamtökin
semji við ríkisstjórnina á hverjum
tíma um verðlagið, eins og tíðkast
hefur meðal nágrannaþjóðanna.
Opinberar skýrslur sýna, að bænda
stéttin í lieild stendur enn hollum
fæti við tekjuskiftinguna í landinu.
Fyrir þjóðfélagið og framtíð Tands-
byggðar er þetta varhugavert ástand.
Sú staðreynd blasir við, að reksturs-
vandamál þeirra bænda, sem versta
aðstöðuna hafa vegna skorts á bú-
stofni, búskaparmannvirkjum og
véltækni, verður ekki leyst með
verðlagningu einni saman. Aðstöðu
þessara bænda verður að taka til sér-
stakrar athugunar hjá löggjafarvaldi
og ríkisstjórn. Hér duga ekki þau
vettlingatök, að leggja fram sem
svarar andvirði eins lítils mótorbáts
á ári í þessu skyni. Menn vcrða að
gera sér ljóst, að þau geta orðið
nokkuð miirg mótorbátsverðin, sem
fara í súginn á komandi árum vegna
eyðingar jarða í mörgum sveitum
þessa lands, og að hvér fjölskylda,
sem yfirgefur staðfestu sína þarfnast
mikillar fjárfestingar annars staðar.
Eitt hinna mörgu gilja á Tjömesi, sem nú er loksins kominn góður akvegur yfir. (Ljósm.: E. D.)
Pingeyjarsýslubraut
ÞIN GEY J ARSÝ SLUBRAUT
heitir, samkvæmt gildandi vega
áætlun, þjóðbrautin öll milli
Breiðumýrar og Þcrshafnar,
samtals að lengd 265 km eða
því sem næst, en áður voru á
þessari leið þjóðvegir með ýms
um nöfnum samkvæmt hinum
eldri vegalögum.
Frá Breiðumýri liggur Þing-
eyjarsýslubraut fyrst um
Reykjadal, Aðaldal og utan-
verðan Reykjahrepp til Húsa-
víkur. í sveitum þeim, er hér
eiga í hlut, eru nú að myndast
a. m. k. tvö þéttbýlishverfi, við
héraðsskólann á Laugum og
við Laxárvirkjun hjá Brúum.
Mjólkurframleiðsla er orðin
mikil á öllu þessu svæði og
stöðugir mjólkurflutningar allt
árið til Húsavíkur, sem er vax
andi bær með nálega 1800 íbúa,
aðalviðskiftamiðstöð Suðui'-
Þingeyjarsýslu austanverðrar
og blómlegur útgerðarstaður,
en þar hefur jafnframt verið
allmikil síldarsöltun og síldar-
bræðsla og úr Húsavíkurhöfn
mun verða flutt út framleiðsla
væntanlegrar kísilgúrverksm.
við Mývatn. Miklar vonir eru
bundnar við notkun jarðhita í
þeim sveitum, sem hér er um
að ræða.
Austur frá Húsavík liggur
Þingeyjarsýslubraut um Tjör-
nes, austur í Kelduhverfi og er
hér um 43—44 km leið að ræða.
Á vestanverðu nesinu liggur
svo leiðin um byggð, en frá
Máná í Tjörneshreppi austur
til bæj.a munu vera 18—19 km,
sem telja má „millibyggðaveg“.
Taka þá við hinar sumarfögru
sveitir fyrir bötni Öxarfjarðar-
flóa, Kelduhverfi, vestan Jök-
ulsár og Öxarfjarðar austan ár-
innar. Þjóðbrautin um Keldu-
hverfi ag Jökulsárbrú mun vera
26—27 km. Þar er hið fagra og
fræga Ásbyrgi, vestan árinnar,
en sveitirnar báðar skógi vaxn-
ar hið efra og sumarferðir land
ferðafólks tíðar og vaxandi suð
ur um undralönd Jökulsár og
að sjálfum Dettifossi, að lind-
um hinnar miklu og sístreym-
andi orku, sem þar bíður virkj-
unar. Fundist hefur jarðhiti
bæði í Kelduhverfi og Öxar-
firði.
Austur frá Jökulsárbrú er
leiðin eftir Þingeyjarsýslubraut
9 km að vegamótum hjá Klifs-
haga, en þaðan 24 km til Kópa-
skers í Núpasveit við austan-
verðan Öxarfjarðarflóa, þar
sem Kaupfélag Norður-Þingey-
inga nam land fyrir rúmlega 70
árum. Þar er nú aðal-verzlunar-
miðstöð fjögurra hreppa og
þorp með 80—90 íbúum við riý-
gerða hafnarbryggju. Austur
frá Kópaskeri liggur Þingeyjar-
sýslubraut um Leirhöfn, kring-
um Sléttu til Raufarhafnat1, og
er sú leið 55 km. Þar á Raufar-
höfn, í miðdepli sumarsíldar-
iðnaðarins norðanlands og aust
an, er nú hátt á fimmta hundrað
manna, heimilisfast, og miðað
við skipakomur og útflutning,
er hér ein af aðalhöfnum lands-
ins, en einnig mikill flutningur
fólks og framleiðsluvara að og
frá staðnum landleiðis, einkum
á sumrum.
Skammt austan Raufarhafnar
liggur þjóðbrautin austur yfir
Hilsa að vegamótum á Öxar-
fjarðarheiði, en áður en ak-
fært varð um Hálsa, var Öxar-
fjarðarheiðarvegur, sem nú er
landsbraut, eina akleiðin milli
byggða á þessum slóðum, í Öx-
arfirði og Þistilfirði. Lengd
þjóðbrautarkaflans um Hálsa,
milli Raufarhafnar og vegamóta
er 31 km, og er allmikið af
þeirri leið enn aðeins ruddur
vegur. Frá vegamótum liggur
leiðin austur yfir meginbyggð
Þistilfjarðar, og falla þar marg-
ar ár til sjávar, sem í seinni tíð
eru orðnar vel kunnar lax-
veiðimönnum. Úr Þistilfirði
liggur svo leiðin um innanvert
Langanes að útgerðar- og verzl-
unarstaðnum Þórshöfn, sem nú
hefur á fimmta hundrað íbúa,
og raunar að sýslu- og fjdrð-
ungamörkum á Vatnadal utan
Brekknaheiðar. Leiðin frá vega
mótum á Öxarfjarðarheiði til
Þórshafnar mun vera um 38
km. Alls liggur Þingeyjarsýslu
braut um byggðir 12 sveitarfé-
laga, 5 í Suður-Þingeyjarsýslu
og 7 í Norður-Þingeyjarsýslu.
íbúatala þessara tólf sveitarfé-
laga var 1. desember s.l. samtals
um 4700.
Austan Þórshafnar á Langa-
nesi tekur við af Þingeyjar-
sýslubraut önnur þjóðbraut, að
miklu leyti um byggðir, svo-
nefndur Stranda- og Jökulsár-
hlíðarvegur, sem liggur um
Strönd, Sandvíkurheiði, Vopna-
fjörð, Hellisheiði og Jökulsár-
hlíð á Austurlandsveg við Jök-
ulsá á Dal. En saman verða
þessar þjóðbrautir, Þingeyjar-
sýslubraut og Stranda- og Jök-
ulsárhlíðarvegur, aðalsamgöngu
æð Norðausturlands um byggð-
ir og milli byggða á þessu
svæði.
Þegar vegaáætlun fyrir árin
1965—68 var afgreidd á Alþingi
s.l. vetur, fluttum við nokkrir
þingmenn Norðurlandskjör-
dæmis eystra, tillögu þess efn-
is, að áætluð yrði lántaka til
Þingeyjarsýslubrautar, að upp-
hæð 12 milljónir króna, og var-
ið til nýbyggingar á þrem ár-
um. Miðað við nýleg lántöku-
fordæmi og byggingarþörf
þeirra vega, sem hér er um að
ræða, töldum við þessa tillögu
hóflega, en ekki náði hún þó
samþykki. Ég hefi í sambandi
við þetta mál, og síðan það lá
fyrir á þingi, gert mér far um
að afla á vegamálaskrifstofunni
þeirra upplýsinga, sem þar voru
til staðar, um ástand Þingeyjar-
sýslubrautar, og hvað kosta
muni, miðað við núverandi verð
lag, að gera hana þannig úr
garði, sem vegalög gera ráð fyr-
ir um þjóðbrautir og svipaða
þeim vegaxköflum, er byggðir
hafa verið upp hér í seinni tíð.
Eins og fyrr er sagt, er Þing-
eyjarsýslubraut milli Breiðu-
mýrar og Þórshafnar nálega 265
km löng miðað við riúverandi
vegarstæði. En gögn þau, sem
ég hefi í höndunum gefa til
kynna, að af þessum 265 km
þurfi að byggja upp rúmlega
140 km eða meira en helming
þjóðbrautarinnar í heild. Áætl-
un um þetta er að vísu mij<jg
lausleg, en eftir því, sem næst
verður komizt að sinni, nemur
nýbyggingarkostnaðurinn 50 til
60 milljónum króna. l því sam-
bandi er rétt að 'Jtra sér grein
fyrir þeirri stað reynd, að í vega
áætluninni nýju, sem tekur til
fjögurra á.ra, eru veittar til
Þingeyjavsýslubrautar öll árin
samtals kr. 7.430.000,00 — þ. e.
tæplega TV2 milljón — en í
greinargei’ð með áætluninni var
gert ráð fyrir, að nokkrum
hluta þessarar upphæðar yrði
varið til greiðslu skulda, sem
hvíla á sumum vegarköflum
vegna framkvæmda undanfarin
ár. Með sama áframhaldi tæki
það því um 30 ár, eða meira, að
byggja upp Þingeyjarsýslubraut
á þann hátt, sem viðunandi má
teljast og lög gera ráð fyrir, sé
gengið út frá því, að verðgildi
áætlaðra fjárveitinga haldist
óbreytt.
Nýbyggingarþörfin á einstök-
um köflum Þingeyjarsýslu-
brautar mun vera í meginatrið
um sem næst því, er hér segir,
miðað við hina lauslegu áætlun
og árslok 1964:
Leiðinni frá Breiðumýri til
Húsavíkur þarf að byggja upp
18—19 km í Reykjadal og Að-
aldal, og kostnaður mun vera
rúmlega 8 milljónir króna.
Á vestanverðu Tjörnesi, frá
Húsavík út fyrir Skeifárgil,
þarf að byggja upp 12—13 km
og kostnaður er áætlaður rúm-
lega 5 V2 milljón króna. Vega-
gerð yfir gilin á Tjörnesi er dýr
og er nú lokið vegi yfir yzta
gilið, Hallbjarnarstaðagil, en
Vegagerð yfir Skeifárgil vænt-
anlega lokið á þessu ári.
í Kelduhverfi þarf að byggja
upp 3,3 km og kostnaður áætl-
aður 1,2 milljónir króna.
1 Öxarfirði og Núpasveit milli
Jökulsárbrúar og Kópaskers
þarf að byggja upp samtals ná-
lega 22 km og kostnaður að lík-
indum nokkuð yfir 7 milljónir
króna.
Uppbygging vegar þaðan til
Raufarhafnar mun kosta 10—20
milljónir króna og kann að fara
mikið eftir vegarstæði, en nú-
verandi vegur þá leið nærri sjó,
er nálega 27 km.
Á Ytra Hálsi, milli Sléttu og
meginbyggðar Þistilfjarðar, þarf
að byggja upp 7 km og kostnað-
ur nálega 2 milljónir króna.
Á Fremra-Hálsi að vegamótum
á Qxarfjarðarheiði þarf að
byggja upp nálega 5y2 km og
kostnaður nálega 2 milljónir
króna, eða á Hálsavegi samtals
fram undir 4 milljónir króna.
í Þistilfirði austan vegamóta
á Öxarfjarðarheiði þarf að
byggja upp ca. 17V2 km og er
kostnaður áætlaður fram undir
5V2 milljón króna.
Uppbygging á veginum frá
Þórshöfn á Langanesi inn með
Þistilfirði mun vera áætlaður
rúmlega 5 milljónir króna,
Öll er Þingeyjarsýslubraut
nú talin akfær og alfaraleið
með mikilli umferð, einkum á
sumrum. En mikill hluti henn-
ar er aðeins rudd leið eða af
svq miklum vanefnum gerð á
sinni tíð, — með tækjum, sem
nú eru úrelt orðin — en engan
vegin verður nú við unað.
Þungi hraðvaxandi umferðar
getur gerspillt slíkum vegum
svo að segja á svipstundu, þeg-
ar tíðarfar gerist óhagstætt.
Flutningaþörfin, ekki aðeins á
sumrum, heldur einnig á vetr-
um, er nú allt önnur og meiri
en hún áður var m. a. vegna
vaxandi notkunar olíu, kjarn-
fóðurs og tilbúins áburðar, svo
og vegna sláturfjár- og mjólk-
urflutninga, en mjólkurfram-
leiðsla til vinnslu í mjólkur-
stöðvum er nú upp tekin eðá í
þann veginn að koma til sög-
unnar hér og þar í þeim lands-
hluta, sem hér um ræðir. Flutn
ingaþörf síldariðnaðarins á
þessu svæði er einnig, eins og
fyrr var að vikið, mjög mikil.
Sumarferðalög langferðafólks
aukast og mun sú þróun hald-
ast.
Hér er um að ræða staðreynd
ir, sem rétt er að minna á, þó
að þær séu mörgum kunnar hér
um slóðir. Það má ekki drag-
ast, að sérstök áætlun verði
gerð um uppbyggingu Þingeyj-
arsýslubrautar og fjáröflun til
hennar, og á hve löngum tíma
því verki skuli lokið. Hér er
um að ræða eitt mest aðkall-
andi verkefni í vegamálum
landsins og lífsnáuðsyn fyrir
þann landshluta, sem hér á eink
um hlut að máli.
í svonefndri Vestfjarðaáætl-
un, sem nú er sögð í smíðum,
um aðgerðir til að koma í veg
fyrir áframhaldandi fólksfækk-
un og landauðn á Vestfjörðum,
er talið, að framkvæmdir í
vegamálum komi í fremstu röð
ásamt hafnarframkvæmdum í
sjávarplássum. Næstu ár er
gert ráð fyrir að vinna að upp-
byggingu ýmsra Vestfjarða-
vega fyrir erlent lánsfé, og mun
það fé þegar fengið eða vilyrði
fyrir því, hjá sjóði þeim, er
stofnaður var til aðstoðar flótta
mönnum í Mið- og Vestur-
Evrópu eftir heimsstyrjöldina.
Er gott til þess að vita, að von
skuli vera þeirra framkvæmda.
Ekki veit ég, hvort meiri fjár-
von er hjá þessum sjóði. En
hvort sem Norðurlandsáætlun
verður gerð, sem vænta mætti,
eða ekki, ætti útvegun fjár-
magns til Þingeyjarsýslubraut-
ar að verða hér meðal fyrstu
viðfangsefna. Á því svæði, sem
hér um ræðir, skortir ekki skil-
yrði til eflingar atvinriulífi.
Gróður- og beitilönd víð og
frjó í byggð og óbyggð, ræktun-
arskilyrði, sjávarafli, fiskirækt-
armöguleikar í veiðivötnum og
gnægð orku í fallvötnum og
heitu vatni — allt þetta er hér
til staðar, en flest að miklu eða
mestu ónotað. En margar byggð
ir verjast hér — eins og víðar
— í vök og ástand þjóðbrautar-
innar, sem kalla má lífæð byggð
anna, hvetur ekki til bjartsýni.
Það er dapurlegt til þess að
hugsa, ef það ætti að dragast í
30 ár enn, að Þingeyjarsýslu-
braut í heild verði akfær á við-
unandi hátt. G. G.
Krisiinn Jóns
KRISTINN JÓNSSON neta-
gerðarmaður á Dalvík varð sjö-
tugur að aldri þann,-,21. sept-
ember s.l. Foreldrar Kristins
voru þau Jón Jónsson og kona
hans, Guðrún Guðmundsdóttir.
Bjuggu lengst og síðast í Hrafns
staðakoti í Svarfaðardal og þar
við stórum batnaridi hag, frá
því er áður hafði vérið um all-
mörg ár. Fyr en þáu kómust að
Hrafnsstaðakoti, höfðu þessi
barnmörgu hjón orðið að hrekj-
ast frá einum stað ,í annan um
Skagafjörð og Svarfaðardal, og
lítt mátt við nenaa>
Foreldrar Jónsú Hrafnsstaða-
k.oti voru Jón bóridi á Hauks-
grund í Blönduhlíð í Skaga-
firði og kona hans, Anna Síg-
ríður Ólafsdóttif: Ef lengra er
litið aftur í tímann, verða fyrir
manni ættartengsl með þeim
Jóni í Hrafnsstaðakoti og Albert
Thorvaldsen, myndhöggvaran-
um mikla. Kunnastur þeirra
systkina Jóns í Hrafnsstaðakoti
var Jónas Jónsson „snikkari“
og bóndi á Syðri-Brekkum í
Skagafirði. Hann átti Pálínu
ljósmóður Björnsdóttur bónda
á Hofsstöðum Péturssonar. Önn
ur systkini Jóns í Hrafnsstaða-
koti voru Hróðný, góð kona og
merk og Tómas bóndi í Hólkoti
í Unadal. Kunnastir barna
þeirra Jónasar „snikkara“ og
Pálínu eru þeir Hermann Jón-
asson fyrrv. forsætisráðherra
og Pétur Jónasson hreppstjóri
m. fl. á Sauðárkróki. Önnur
þeirra Brekknasystkina voru
þeir Björn og Sigurður bændur
á Syðri-Brekkum og Sigríður
systir þeirra svo og Margrét,
gift Guðvárði Guðmundssyni,
einnig búandi hjón á Brekkum.
Kona Guðmundar Jónssonar í
Ytra-Holti og móðir Guðrúnar
í Hrafnsstaðakoti var Guðleif
Jónsdóttir hreppstjóra og bónda
í Göngustaðakoti Þorkelssonar
smiðs og bónda á Tungufelli í
Svarfaðardal Jónssonar bónda
s. st. Glslasonar. Kona Jóns
Gíslasonar og móðir Þorkels
smiðs var Sólveig Oddsdóttir
bónda á Skeiði í Svarfaðardal
Jónssonar smiðs og bónda á
Melum í sömu sveit. Er þá stutt
að rekja til Odds „sterka"
Bjarnasonar bónda á Melum.
Bjarni faðir odds á Melum var
lögréttumaður í Skagafirði og
sonur Sturlu (Smíða-Sturlu)
líklega Einarssonar. Voru þeir
frændur sumir blóðheitir nokk-
uð svo og mikilhæfir um flesta
hluti. Smiðir miklir og góðir,
svo að í annálum er ritað. Mikl-
ir vexti, ramir að afli og fríðir
sýnum. Gátu hrasað á leiðum
velsæmis, réttar og laga. Gátu
líka í kárviðri eigin glapráða og
yfirsjóna, með frábærum dreng
skap, þori og karlmennsku,
endurleyst sjálfa sig eftir hvert
syndafall.
En þó að saga sé á bak við
sögu og kynslóð á bak við kyn-
slóð, þá læt ég nú ættfærslum
lokið.
„Ef endistu að plægja
þú uppskeru færð.
Ef uppgefstu, nafnlausa gröf“.
KRISTINN JÓNSSON ólst upp
hjá foreldrum sínum í Hrafns-
staðakoti og dvaldi með þeim
fram yfir tvítugsaldur. Systkini
Kristins voru tíu að tölu og öll
mannvænleg. Hann fór ekki í
skóla. Lærði ungur sund. Hafði
yndi og nautn af íþrótt þeirri.
Gerðist og brátt mikill og góð-
ur sundmaður. Átti frumkvæði
að byggingu Sundskála Svarf-
dæla, með þeim Helga Símonar
syni og Stefáni Hallgrímssyni,
er allir voru þá ungir menn og
albúnir til liðs við lífið og vax-
son sjötugur
andi menningu. Svo virðist sem
Kristinn Jónsson hafi snemma
fest hugann og lífstrú sína við
félagsleg samtök og jafnrétti.
Komið auga á þau ævafornu
sannindi, að það geta tveir hæg-
lega gert, sem einum er um
megn. Ekki keipað eftir forrétt-
indum eða ýtt þeim frá borði,
er tæpa hafa aðstöðu til gengis
og þrifnaðar. Hefir vafalaust
ungur eignast hugsjónir og
einnig eygt möguleika á fram-
kvæmdum ef margir tækju
höndum saman.
Hér skulu nefnd og árfærð
nokkur félagsmálastörf er Krist
inn Jónsson hefir tekið þátt í og
á stundum haft þar forystu á
hendi.
Sundkennari í Svarfaðardal
í rétt 30 ár. formaður sund-
nefndar í 18 ár. Átti sæti í
sveitarstjórn í 29 ár. Formaður
hafnarnefndar í 22 ár. Förmað-
ur framfærslunefndar í 24 ár.
Formaður Verklýðsfélags Dal-
víkur í 19 ár og auk þess í
stjórn þess í 8 ár. Formaður
Pöntunarfélags Alþýðu í 21
ár. Formaður Byggingafélags
verkamanna í 17 ár. — Einka-
rekstur: Rak netaverkstæði á
Dalvík og Siglufirði frá 1928 til
1964. Rak smábátaútgerð á Dal-
vík um nokkur ár í félagi við
aðra. — Fréttamaður útvai’ps-
ins frá 1941 og síðan.
Þetta er allmikil og margþætt
starfsskrá. Verður eigi annað
séð en að Kristinn Jónsson hafi
hlotið traust og trúnað margra
sveitunga sinna. Má og ætla að
búið hafi hann við þann yl og
hvatningu er slíkum eigindum
jafnan fylgir. Hefir heldur ekki
litið fyrst og fremst til launa, þá
og þar sem atfylgis og liðs er
þörf. Ekki látið smámannlega
síngirni vefja héðni um höf-
uð sér. Ekki látið aldagrónar
válegar, viðteknar venjur gera
sig að glóp. Með sjálfsmenntun
eina og gott hjarta, þolvirkur
og þrautseigur, hefir hann starf-
að um tugi ára, á torunnum,
misgæfum mannlífsakri.
Kristinn Jónsson er tvíkvænt-
ur. Átti fyrst Elínu Þorsteins-
dóttur frá Hánefsstöðum. Börn
þeirra:
Þorsteinn, bílstjóri á Dalvík.
Kvæntur Kristínu Ásgeirsdótt-
ur.
Jónatan, verkamaður á Dal-
vík. Ókvæntur.
Haukur, netagerðarmaður á
Dalvík. Kvæntur Guðrúnu Jak-
obsdóttur.
Valur. Lézt af slysförum ung-
ur og ókvæntur.
Seinni kona Kristins er Sig-
urlaug Jónsdóttir. Þeirra börn:
Hildigunnur. Gift Magnúsi
Sigurbjörnssýni sniið á Dalvík.
Heimir, kennari á Dalvík.
Kvæníur Valborgu Sigurjóns
dóttur.
Níels, netagerðarmaður á Dal
vík. ókvæntur.
Rúnólfur í Dal.
Þór varð Norðuiiandsmeisfari
KN ATTSPYRNUMÓTI Norð-
urlands er lokið. Síðasti leikúr
mótsins fór fram hér á Akur-
eyri s.l. sunnudag. Áttust þar
við bæjarfélögin KA og Þór og
var þetta síðari leikur félag-
anna, en í þeim fyrri, er fram
fór s.l. miðvikudag, tryggði Þór
sér meistaratitilinn með sigri,
3:0. Þann leik sá ég ekki. En í
leiknum á sunnudaginn skildu
félögin jöfn, 2:2.
Fyrri hálfleikur.
Þór átti markval og kaus að
leika á suðurmarkið, undan
hægum andvara. Þórsarar sóttu
allmikið í þessum leik,. en upp-
skáru aðeins eitt mark. Það
kom á 22. nún., er Páíí skaut
góðu skoti af 20 m færi og upp
í horn.
Síðari hálfleikur.
KA-menn léku nú með mun
meiri snerpu og sigurvilja en í
fyrri hálfleik, enda lá nú tölu-
vert á Þór. En á 13. mínútu var
Þór í sókn. Sævar gaf fyrír frá
hægri og Valsteinn skallaði í
mark, 2:0
En KA-menn voru ákveðnari
og skömmu síðar var dæmd
vítaspyrna á Þór, er Kristján
sló knöttinn frá með hendi. —
Skúlj framkvæmdi spyrnuna af
sínu alkunna öryggi og negldi
knöttinn inn í netið, út við
stöng. Áfram er sótt. Þór fékk
á sig margar hornspyrnur og í
sumum þeirra er 21 leikmaður
inn á vítateigi Þórs (nokkuð
þröngt leikið). Úr einu horninu
hrekkur knötturinn til Skúla,
sem var rétt inn við markteig,
og þá var ekki að sökum að
spyrja. Skúli gerði annað mark,
2:2, og 10. mín. til leiksloka.
Ekki ber að skilja þetta svo,
að um hreinan einstefnuakstur
hafi verið að ræða í síðari hálf-
leik. Þór átti allmörg upphlaup
og m. a. brenndi Sævar tvívegis
af, eftir að hann var kominn
inn fyrir alla og átti áðeins eft-
ir að skjóta á mark. En sem
sagt, KA átti meira í þessum
hálfleik og mátti Þór þakka fyr-
ir að sleppa með jafntefli.
í Þói-sliðið vantaði Magnús,,
Steingrím og baráttuvíljann.
En KA tjaldaði því sem til va,r .
+ baráttuviljanum.
Dómari var Páll Línberg og
var það lélegasti knattspyrnu-
dómur, sem ég hef séð um ára-
bil.
Að loknum leik afhenti for-
maður mótsnefndar sigurvegur-
unum Norðurlandsbikarinn og
hverjum leikmanni verðlauna-
pening.
Ekki heyrði ég hann slíta
mótinu, getur verið sparnaður
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
segja. ökuleiðir, sem voru rudd
ar eða byggðar upp af vanefn-
um ineð nú úreltum vinnuað-
ferðum fyrir tugum ára, eru í
átakanlegu ósamræmi við þá
umferð, sem nú er.
í því. Þá þarf ekki að setja það
næsta sumar!!
Bikarinn, sem keppt var um,
er gefinn af gömlum KS-ingum
1961. Þá sigraði KS, 1962 og ‘63
sigraði KA, 1964 KS og nú loks
Þór, en Þór mun ekki hafa orð-
ið Norðurlandsmeisteri í knatt-
spyrnu í 13 ár, svo mál var til
komið S. B.
- Hjúkrunarfólk
(Framhald af blaðsíðu 8).
verði kennt á helztu sjúkrahús-
um landsins eftir því sem heil-
brigðisstjórnin ákveður og er
von til þess að kennslan geti
byrjað mjög fljótt, þegar reglu-
gerð hefur endanlega verið stað
fest og námsskrá samþykkt.
Eins og áður er að vikið, er
hið væntanlega hjúkrunarfólk
enn þá nafnlaus stétt, en nafn-
ið sjúkraliði hefur þó oft verið
nefnt í því sambandi og nær þá
jafnt til karla og kvenna. □
- Mjaltavélakerfi
(Framhald af blaðsíðu 8).
um hafi kostað rúmar 60 þús.
kr. eða um kr. 2.000,00 á kú.
Ég og ljósmyndarinn skoðuð-
um mjaltavélina um miðjan
dag. Þá voru kýrnar úti á tún-
um og enginn mjaltatími. En
fjósamaðurinn, ungur Dani,
Harald Jespersen, . rak inn
nokkrar kýr, til þess að geta
sýnt okkur mjaltakerfið í notk-
un. Harald er áhugasamur og
reyndur fjósameistari. Hann er
mjög hrifinn af nýju tækjunum
og segir okkur, að Juko mjalta-
vélin sé það langbezta, sem
fram hafi komið á því sviði.
Hann mjólkar þrjár kýr í senn
og hefur að jafnaði verið um
tvær mínútur með hverja kú,
og er það um einum þriðja
skemmri tími, en hann var með
eldri vélum, sem hann hefur
notað.
Völundur, sonur Hermóðs,
mun væntanlega hafa söluum-
boð fyrir þetta mjólkurkerfi hér
á landi. Ég nota tækifærið, og
spyr þá Völund og Julius Kosh
nánar um kosti Juko mjalta-
kerfisins. Þeir segja mér, að
dæla kerfisins sé mjög sterk og
þurfi ekki að óttast, að vélarn-
ar totti spena kúnna óþarflega
lengi. Kross-stykkið er af nýrri
gerð og þannig útbúið, að það
lokar sjálfvirkt fyrir sog, ef
vélin dettur af kúnni; það
hindrar þannig, að hinar vélarn
ar detti af og kemur í veg fyr-
ir, að óhreinindi sogist upp í
mjólkurleiðslurnar. — Leiðslur
þær, sem mjólkin fer um, eru
ryðfrí stálrör, sem eru ending-
armikil og þola öll hreinsunar-
efni, sjcðandi vatn og ískalt. —
Mjög hagkvæmur útbúnaður er
til þess að hreinsa kerfið. Vatni
og hreinsunarefni er dælt í
gegnum það allt, en tappalaga
plastsvampur fer í gegnum
leiðslurnar á eftir og þurrkar
þær.
Þormóður Jónsson.