Dagur - 02.10.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 02.10.1965, Blaðsíða 8
8 i Mjaltakerfið í notkun í fjósinu í Árnesi. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík). Nýtt mj altavélakerfi í Amesi Húsavík 24. sept. 1965. Hermóð- ur Guðmundsson, bóndi í Ár- nesi, Aðaldal, sá á landbúnaðar- sýningu í Árósum í Danmörku í sumar rörmjaltakerfi, sem hann varð mjög hrifinn af. Þetta kerfi nefnist „JUKO“ og er dönsk framleiðsla, sem hafin var fyrir rúmum fjórum árum. Juko mjaltakerfið ryður sér nú til rúms í Danmörku og Vestur- Þýzkalandi. Hermóður kynnti sér reynslu danskra bænda á kerfinu. Þeir luku allir miklu lofsorði á það og Hermóður ákvað þá að kaupa það. Sam- komulag varð um, að aðaleig- andi og framkvæmdastjóri Juko-fyrirtækisins, hr. Julius Kock, setti þau sjálfur upp í fjósi Hermóðs í sumar. í gær bauð Hermóður undir- rituðum og Ijósmyndara heim í Árnes til að skoða mjaltavéla- keríið. Jilius Koch var þar fyr- ir. hann hafði sett upp kerfið, svo sem um var rætt og búið var að taka það í notkun í þrjátíu og tveggja kúa fjósi Hermóðs. Kerfið er þægilegt og einfalt í notkun, auk þess, sem það auðveldar mjög fyllsta Hraðmenntað hjúkrunarfólk SMÁGREINAR í síðasta tölu- blaði Dags um væntanlegt hjúkr unarnám við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og víðar, mið- að við nýja stétt hjúkrunar- fólks með takmarkað nám og takmörkuð réttindi til hjúkrun- arstarfa, hafa vakið nokkurt um tal. Þau ummæli þar, að áhuga- menn að norðan hefðu haft for- göngu í málinu, fá ekki staðizt og leiðréttast hér með. Hinsveg ar hefur Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri mikinn áhuga á mál- inu og mun geta byrjað að mennta hina nýju og enn þá nafnlausu stétt hjúkrunar- Féð kom á eftir gangnamönnunum Skagaströnd 30. september. At- vinnulífið hefur löngum verið dauft hér undanfarin misseri. Vinnandi menn hafa þurft að leita atvinnu til fjarlægra staða, iangtímum saman. Ef ekki verð- ur breyting þar á, er hætt við brottflutningi fólks í stórum stíl. Slátrun stendur yfir og verð- ur lógað 6500 fjár. Gangnamenn hrepptu miklar þokur í göng- um, skiluðu sér þó heim og eitthvað af fé kom á eftir þeim, sögðu gánmgamir. Trillurnar róa með línu og afla ofurh'tið núna. Húni mun verða gerður út á línu. H. hreinlæti í meðferð mjólkur- innar. Frá spenum kúnna geng- ur mjólkin eftir plastslöngu uppj í mjóikurleiðsiu úr ryðfríu stáii. Plastslangan er tengd við ' mjóikurleiðsiuna á mjög hug- vitsamiegan hátt, þannig, að saman kemur í leiðslunni að- eins stál við stál, þótt hert gúmmí haidi samskeytunum saman. Við stálrörið er hægt að tengja mæiiglas, sem mæiir mjóikurmagnið úr hverri kú í lítrum. Eftir stálieiðsiunni er mjólk- in leidd úr fjósinu í mjóikur- hús, en þaðan fer mjóikin um kælitæki, sem snöggkælir hana. Frá kæiitækinu fer hún beint niður í mjólkurbrúsana — og snertir engin mannshönd við fiutningi á mjóikinni frá því hún kemur úr spenum kúnna til þess, að hún er komin full- kæid í mjólkurbrúsa eða mjóik- urtank. Sérstakur útbúnaður kemur í veg fj’rir, að brúsarn- ir oífyllist. Hermóður tjáir okk- ur, að rörmjaitakerfið með öll- um útbúnaði, þar í þrem mjalta- settum og tveim mjólkurmæl- (Framhald á biaðsíðu 5). STÓRTÍÐINDI Ýms stórtíðindi hafa verið með öðrum þjóðum síðustu vikurn- ar. Norski verkamannaflokkur- inn, sem búinn er að fara með völd í 30 ár, tapaði kosningun- um vegna klofnings í liði sínu. í Vestur-Þýzkalandi jókst fylgi stærstu flokkanna og Erhardt kanzlari hélt velli. Austur í Asíu hefur hið fjölmennasta og voldugasta af hinum svoköll- uðu hlutlausu ríkjum, lent í styrjöld, sem ógnar heimsfriðn- um. SAMANBURÐUR Helztu tekjustofnar ríkisins eru áætlaðar sem hér segir í fjár- Iögum ársins 1965: millj. kr. Aðflutningsgjöld (tollar) 1491 Söluskattur 849 Tekjur af rekstri ríkissjóðs 431 Tekju- og eignaskattur 375 Hluti sveitarfélaganna af sölu skattinum og innílutningsgjöld um er hér ekki innifalinn, Iieldur einungis þær uppliæðir, sem ríkissjóður notar til sinna útgjalda. í fjárlögum ársins 1958 voru sömu tekjustofnar áætlaðir sem hér segir: millj. kr. Aðflutningsgjöld (tollar) 290 Tekjur af rekstri rikisstofnana 173 Tekju- og eignaskattur 125 Söluskattur 115 Þessar tölur segja sína sögu og hana ekki ófróðlega. TEKJUR AF UMFERÐ- INNI Þá er þess að geía, að benzín- skattur var í fjárlögum 1958 áætlaður 17 millj. kr. auk þess, sem þá rann í brúarsjóð af slík- um skatti, en bifreiðaskattur var í sömu fjárlögum áætlaður 13 millj. kr. Nú er gert ráð fyrir, að benzínskattur, þungaskattur bifreiða og gúmmígjald nemi samtals rúmlega 220 millj. kr., samkv. vegaáætluninni fyrir fólks, sem hér um ræðir, strax og leyfi, reglugerð og námsskrá liggur fvrir. Hjúkrunarkvennaskorturinn hefur verið vaxandi vandamál meðal allra sjúkrahúsa landsins. Fyrir nokkrum misserum kom _sú hugmynd til álita, að leysa þessi mál að hætti annarra Norðurlandaþjóða og Banda- ríkjamanna á þann veg, að mennta hjúkrunarfólk á skömm um tima til þess síðan að inna af höndum margvísleg einfald- ari hjúkrunarstörf. Málið hefur yecið rætt á mörgum lækna- þingum undanfarið, í heilbrigð- ismálastjórninni, í sjúkrahúsum og hjá Rauðakrossinum, og það hefur verið rætt í blöðum. í vet- ur voru svo sett á Alþingi ný hjúkrunarkvennalög, þar sem gert er ráð fyrir tilkomu hinn- ar nýju stéttar. En landlæknir hafði áður sett á laggirnar nefnd til að gera tillögur um námstilhögun þessa fólks. For- maður hennar var Jón Sigurðs- son borgarlæknir í Reykjavík. Rætt hefur verið um, að Rauði- krossinn hefði einhverja for- göngu í þessu máli. Hvort úr því verður er óvíst. Nú er þessum málum þann veg komið, að gerð hafa verið drög að reglugerð um þetta efni, en ekki endanlega frá henni gengið. Gert er ráð fyrir, að hinu nýja hjúkrunarfólki Aðalframkvæmdastjóri Juko, hr. Julius Koch, hefur lokið við upp- (Framhald á blaðsíðu 7). setningu mjaltavélanna. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík). árið 1965. Þar af némur benzín- skatíurinn út af fyrir sig 170 millj. kr. Vegagerðin hefur nú aðskilinn fjárliag og sérstök fjárlög (vegaáætlunina). Enn. liefur þó ríkissjóður sjálfur mjög verulegar tekjur af um- ferðinni í landinu, þar sem eru leyfisgjöld af bifreiðum, áætl- uð 138 millj. kr. á þessu ári og aðflutningsgjöld af bifreiðum og varahlutum til þeirra. VÖNTUN HAFNARMANN- VIRKJA f flestum liöfnum norðanlands standa enn mikil og aðkallandi verkefni fyrir dyrum, seni leysa þarf undir eins og fé fæst. Hér við Eyjaíjörð má t. d. nefna Dalvík, Hrísey, Hauganes og Grenivík, að ógleymdri Akur- eyri, en staðsetning nýrra liafn- armannvirkja hér í höfuðstað Norðurlands er enn nokkuð á huldu. Dráttarbrautir eru hér ófullnægjandi ef skipasmíði hér í bænum færist í aukana, t. d. með tilkomu stálskipasmiðju. Ef Flatey á Skjálfanda á ekki að fara í eyði, þarf að byggja þar veruleg hafnarmannvirki. Húsavíkurhöfn er enn ekki full gerð og ef Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn tekur til starfa, mun þurfa sérstakar hafnar- framkvæmdir á Húsavík vegna hennar. Halda þarf áfram dýpk- un á Kópaskersliöfn til að auka þar svigrúm flutningaskipa. Á Raufarhöfn er hafnarbryggja komin vel á veg, eri aðstaða fyrir fiskibáta er enn af skorn- um skammti. Á Þórshöfn vant- ar enn bryggjupláss við hafnar- garð og bátakví þarf að stækka með dýpkun. Ólafsfjarðarhöfn er enn ólokið, þó vel sé á veg komin. Á Skagaströnd, Sauðár- króki, Hofsósi og Siglufirði er mikið óunnið. Fléira mætti nefna og gera nánari grein fyr- ir því, sem nefnt hefur verið, er heimamenn kannast við á hverjum stað. í VÍÐAR EN A VEST- FJÖRÐUM Að þessu athuguðu verður satt að segja að draga í efa, að ástand hafnanna á Norðurlandi sé betra en á Vestfjörðum, þó að aðalmálgagn Sjálfsíæðis- flokksins virðist standa í þeirri meiningu að svo sé. En er þá rétt hjá ísafold og Mbl. að ásíandið í vegamálum norðan- lands sé svo gott, að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því? Það hljóta menn þó að vita, að enn vantar stórfé til þess að gera hinn nýja Siglufjarðarveg gegn um Strákfjall og að Múlavegur verður varla fullgerður á þessu ári, svo forsvaranlegt verði að leyfa umferð þar. Vera má, að túristum að sunnan, sem ferð- ast hér um sveitir í góðri tíð um hásumarið, sýnist þar all— staðar greiðfært, en heima- menn, og sér í lagi þeir, sem þurfa að halda uppi reglubundn um fólksflutningum, eða flytja þungavöru allt árið eða mikinn hluta þess, hafa aðra sögu að (Framhald á blaðsíðu 5). SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.