Dagur - 20.10.1965, Side 8

Dagur - 20.10.1965, Side 8
8 SMÁTT OG STÓRT Át(a stofnendur íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, sem mættir voru í afmælishófi í Sjálfstæðishús- inu 16. okt., en stofnendur voru 46. F. v. Sölvi Antonsson, Lárus Hinriksson (sonur hans Hinrik), Jakob Gíslason, Hulda Jensson, Hans Christiansen, Hallfreð Sigtryggsson, Einar Malmquist, Arin- björn Guðmundsson. Fjarverandi voru: Bárður ísleifsson, Björn Einarsson, Einar Olgeirsson, Georg Jónsson, Gestur Pólsson, Gísli Sigurjónsson, Guð.nundur Asgrímsson, Hallgrímur G. Jónsson, Jakob Frímannsson, Jörgen Hjaltalín, Óskar Antonsson, Reirnar Þórðarson, Sigmar Bjömsson, Svanbjörn Frímannsson, Sveinn Sveinbjörnsson, Sverrir Ragnars og Þuríður R. Ólafsson. Iþróttafélagið Þór mimiist fimm tíu ára afmælis síns ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR á Akureyri minnist á þessu ári fimmtugsafmælis síns með ýmsu móti. Á laugardaginn hélt félagið afmælishóf í Sjálfstæð- ishúsinu, annað fyrir börn á sama stað daginn eftir, og í kvöld verður þar einnig afmæl- ishóf fyrir unglinga frá 14—18 ára. í afmælishófinu á laugar- daginn sátu 270 manns, þar af á annað hundrað boðsgestir. Fór þar allt hið bezta fram, svo félagið hafði virðingu af. Blaðið ræddi litla stund við formann Þórs, Harald Helgason og ritarann Jón P. Hallgrímsson og spurði þá frétta af þessum tímamótum. Hvað gerðist merkast í hófi ykkar? Það gladdi okkur að þeir af stofnendum félagsins, sem treystu sér til að koma, voru þarna mættir 8 af 25 stofnend- um, sem á lífi eru. Allir stofn- endurnir voru gerðir að heiðurs félögum, og 4 aðrir, þeir Ár- mann Dalmannsson, Hermann Ilaraldur Helgason, formaður. Stefánsson, Tryggvi Þorsteins- son og Láia Jónsdóttir. Garðar Jónsson, síðar formað- ur Sjómannafélags Reykjavík- ur, var áður orðinn heiðursfé- lagi hjá Þór. Og félagið mun hafa fengið gjafir og kveðjur? Já, við fengum nær óteljandi gjafir og heillaskeyti frá ein- staklingum, sem of langt mál yrði upp að telja. Og rétt fyrir afmælið stofnuðu gamlir Þórs- félagar í Reykjavík félagið Litla Þór, og var okkur það mikið gleðiefni og frá því félagi bárust rúmlega 22 þús. króna gjöf. Einnig barzt okkur 70 þús. kr. peningagjöf frá gömlum Þórsfélögum á Akureyri. Frá (Framhald á blaðsíðu 4.) BÍLVELTA í KRÆKL- INGAHLÍÐINNI FYRIR nokkrum dögum valt bíll út af veginum í Kræklinga- hlíð. Bíllinn skemmdist mikið en meiðsli urðu ekki á mönn- um. Ökumaður telur hross, er óvænt stukku inn á veginn, völd að slysinu. -Um helgina ók ölvaður mað- ur á girðingarstólpa og yfirgaf bíl sinn. Lögreglan tók bílinn í sína vörzlu og daginn eftir gaf ökumaðurinn sig fram. Unglingspiltar hrekkjuðu gesti Borgarbíós með lyktar- sprengju, en lögreglan gaf þeim áminningu og tók af þeim ó- eyddar sprengjur. Q „ÁRANGUR AF VIÐRÆÐUM“ Miðvikudaginn 11. okt. skýrði Alþýðublaðið frá því undir rosa fyrirsögn á forsíðu, að „ný stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn ar“ yrði flutt á Alþingi þann dag. Sagði blaðið svo frá, að „stefnuyfirlýsing“ þessi væri „árangur af viðræðum milli Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, sem liófust að frum- kvæði Alþýðuflokksins í fyrra- vetur“. Á dagskrá þingsins þenn an dag var auglýst: Tilkynning frá ríkisstjórninni. Allt vakti þetta athygli og var með fjöl- mennara móti á þingpöllunum. Ýmsum getum var að því leitt hvað til stæði. FORSÆTISRÁÐHERRA VARÐ ÓSKÝRMÆLTUR Svo rann upp sú stund á Al- þingi er forsætisráðherrann skyldi liefja mál sitt. Hann gerði fyrst grein fyrir því, að af 7 ráðherrum, sem í öndverðu sátu í ráðherrastólum viðreisn- arstjórnarinnar, væru 3 horfnir þaðan. Af þeim er einn látinn, en tveir verið látnir fá embætti erlendis. Svo kom forsætisráð- herra að yfirlýsingu frá 1959, sem birt var frá stjórninni 20. nóv. þ. á. og sagði síðan: „Megin stefna ríkisstjórnarinnar er enn hin sama og þar var Iýst“. Að gefnu tilefni las hann svo yfir- Iýsmguna frá 1959 síðar á fund- inuni. Brá svo við, að ráðherr- ann, sem að jafnaði er bæði seinmæltur og skýrmæltur, gerðist svo hraðmæltur og óskýrmæltur, að erfitt var að fylgjast með máli hans. Var sem hann brenndi sig á hverri seíningu, sem þar stóð. Hann mun hafa fundið það, þegar sá lestur var hafinn, að fyrirheitin fyrir sex árum væru hjáróma við staðreyndir síðari tíma. LÉT í VEÐRI VAKA AÐ TAKA UPP MÁL FRAM- SÓKNARFLOKKSINS En ræða forsætisráðherrans var Skógrækfarfélag Eyfirðinga hefur gróðirrseff á aðra ntillj. planfna Hefur nú athyglisverða gluggasýningu í K.E.A. SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga sýndi blaðamönnum á Akureyri sérstæða gluggasýn- ingu á sunnudaginn, og er hún í verzlunarglugga KEA við Hafnarstræti (Járn- og glervöru deild) og verður þar þessa viku. r Utvarpsumræður ÚTVARPSUMRÆÐUR þær, sem fram fóru á mánudags- kvöldið, um fjárlagafrum- varpið nýja, munu hafa orð- ið mörgum umhugsunarefni. Umræðumar vom mikil staðfesting á hinum mörgu og alvarlegu mistökum á þeim verkefnum, sem stjóm- in tók sér fyrir hendur á sínum tíma og ætlaði að leysa. □ Þetta er myndasería frá skóg- ræktinni, litskuggamyndir, sem koma ein af annarri „á tjaldið“ og eru hinar fegurstu, einkum þegar rökkva tekur, því þá njóta þær sín til fulls. Þá prýða vöxtulegir trjástoínar úr Hall- ormsstaðaskógi sýningarglugg- ann og úti fyrir, á gangstéttinni, er snoturt lifandi tré. Hér er bæði um að ræða smekklega gluggasýningu og mikið auglýs- ingatæki, sem ekki hefur verið tekið í notkun að ráði í við- skiptalífinu. Skógræktarfélag íslands á þessa gluggasýningu og mun setja hana upp víðar. Skógrækt arfélag Eyfirðinga bauð svo til kaffidrykkju á Hótel KEA og þar hafði formaðurinn, Guð- mundur Karl Pétursson yfir- læknir, orð fyrir skógræktar- mönnum, en ráðunautur skóg- ræktar, Snorri Sigurðsson, mælti líka nokkur orð, svo og skógarvörðurinn, Ármann Dal- mannsson. Það, sem ástæða er til að vekja athygli á eru m. a. eftir- farandi atriði er þarna komu fram: Skógræktarfélag Eyfirð- inga er samband 11 skógræktar- félaga sýslunnar og hefur sam- tals 736 félaga. Uppeldisstöð þess í Kjarnalandi við Akur- eyri, sem byrjað var að undir- búa 1947, skilar nú árlega öll- um þeim trjáplöntum, sem ey- firzku félögin þurfa til gróður- setningar eða um og yfir 100 þúsund plöntum árlega og auk þess nokkrum þúsundum skraut plantna í garða. Þessi unga upp eldisstöð félagsins er mjög myndarleg orðin, með ágætum skjólbeltum og 800 metra vöxtu legum limgirðingum. En skóg- ræktarfélögin hafa á Kjarna og nágrenni samfellda 100 hektara landspildu, sem liggur að þjóð- veginum. En þar er einn sár- síæðasti skógur að vaxa upp, beinvaxin tré og þroskamikil svo af bsr, og allir vegfarendur hljóta að hafa veitt athygli. Mesta gróðursetningarstarf Skógræktarfélags Eyfirðinga er sjálfboðavinna, en auk þess er fastur drengjaflokkur við gróð- ursetningarstörf. Drengirnir hafa gróðursett 50—70 þúsund plöntur á ári en árleg gróður- setning alls um og yfir 100 þús. plöntur. En gróðursetning hófst ekki fyrir alvöru fyrr en fyrir áratug eða svo. Skógarreitir fé- lagsins eru samtals nálega 380 hektarar að stærð og í þá hafa verið gróðursettar yfir milljón trjáplöntur. Þetta má segja að sé allgott (Framhald á blaðsíðu 2). þó að því leyti jákvæð, að hann lét í veori vaka að ríkisstjórnin myndi nú taka upp á sína arma nokkur mikilsverð mál, sem þmgnienn Framsóknarflokksins hafa flutt á undanförnum þing- um, en hingað til hafa verið svæfð af stjórnarliðinu: Atliug- un á verðíryggingu sparifjár, líf eyrissjóð fyrir alla landsmenn, aukna aðstoð til íbúðabygginga, heildarendurskoðun á skólalög- gjöfinni. Er gott til þess að vita, að stofna á „framkvæmdasjóð strjálbýlisins“, sem hann nefndi svo, og má ætla að hér sé um það að ræða, að koma að ein- hverju leyti til móts við tillögur Framsóknarmanna um ráðstaf- anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Vonandi er hér ekki kák eitt á ferðum. En skammt er síðan fulltrúar stjórn arliðsins Iýstu yfir því á þing- skjali, að lögin um atvinnubóta- sjóð frá 1962 (10 millj. kr. á ári) nægðu til úrbóía á þessu sviði og að ekki væri þörf frekari að- gerða. FRAMKVÆMDABANNKINN LAGÐUR NIDUR Boðað var, að Framkvæmda- bankiim yrði lagður niður og stofnaður „framkvæmdasjóður aívinnuveganna“, fjölmennt „hagráð“ og sérstök „hagsýslu- deild“ í fjármálaráðuneytinu. Rætt var um „aluminíumverk- smiðju í sambandi við virkjun Þjórsár“, þó ekki talið víst, að „samningar tækjust“. Ráðherr- ann sagði, að ríkisstjórnin legði „áherzlu á málefnalegt samstarf við almannasamtök í landinu jafnt innan einstakra atvinnu- greina og við stéttarfélög verka- lýðs og vinnuveitendur'*. Þetta er mjög svipuð yfirlýsing vinstri stjórnarinnar á sínum tíma, sem forkólfar Sjálfstæðis- flokksins þá töldu ganga hneyksli næst! TVENNT ER GLÖGGT í ræðu forsætisráðherra og skrifum stjórnarblaðanna má lesa tvennt í senn: Að stjómar- stefnan frá 1959 sé óbreytt — og að tekin hafi verið upp ný stjórn arstefna! Hvorttveggja hefur jafn mikið til síns máls, sem sé ekki neitt, því að stjórnin er nú stefnulaus og skortir bæði frum kvæði og traust til að fylgja fram samræmdri stjórnarstefnu, hvort sem hún væri gömul eða ný- SJÖ RÁÐHERRASTÓLAK SETNIR EN LANDIÐ STJ ÓRNLAUST Sjálf veit ríkisstjórnin eins og hver einasti þegn þjóðfélagsins, að dýrtíðin vex og krónan fell- ur, en fær ekki að gert. Ótíma- (Framhald á blaðsíðu 4). RAFMAGNSBILUN LAUST fyrir klukkan 7 í gær- kveldi varð rafmagnsbilun á Ak ureyri. Miðbærinn varð ljóslaus og var það enn er blaðið fór í pressuna. Bilað hafði háspennu- strengur og var búizt við að við gerð gæti e. t. v. tekið nokkra klukkutíma. n

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.