Dagur - 23.10.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 23.10.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍivTAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) .--... -a Dagur XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 23. okt. 1965 — 78. tbl. Byggingaframkvæmdir í hrauninu við Bjarnarflag Skólarnir ó Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. (Ljósmynd: E. D.) Laugaskóli hefur starfað í 40 ár Nemendur í skólanum eru 119, en f jölda ung menna varð að synja um skólavist i liaust Keynihlíð 22. okt. Nú er hita- veður eins og um hásumar. Ég fann nýútsprungna sóleyju úti í hrauni. í dag er verið að steypa grunn nýrrar skrifstofubygg- ingar í hrauninu nálægt Bjarn- arflagi, tilheyrandi kísilgúrverk smiðjunni, sem ætlað er, að þarna rísi. Verður unnið við þessa byggingu á meðan veður leyfir. Dæluprammanum hefur Tveir Reykjavíkurtog- arar teknir í landhelgi TVEIR togarar bæjarútgerðar Reykjavíkur voru teknir 3—4 mílur innan fiskveiðimarkanna á Faxaflóa í fyrrinótt. Það var Albert, sem togarana tók, en þeir eru: Hallveig Fróðadóttir Blönduósi 22. okt. Það vildi til fyrir skömmu, að kannað var með ádrætti hvort sá draumur sumra manna væri á einhverj- um rökum reistur, að lax væri í Haugakvísl á Eyvindarstaða- heiði. Þótti það raunar flestum ótrúlegt, enda hafa menn löng- um reynt að halda sig við það, að laxar gangi ekki upp fyrir 200 metra yfir sjó. En viti menn. í netið komu tveir 85 cm. laxar í nær 500 metra hæð yfir sjó. Þykja þetta hin mestu tíðindi og láta menn sér til hugar koma að þarna sé enn einn möguleiki á sviði stangveiðanna. Þá verð- ur mönnum einnig hugsað til Seyðisár, sem er í svipaðri hæð og fellur einnig í Blöndu. Búið er að vera hvasst í Útivist og heimanám Dalvík 22. okt. Sláturtíðin hófst hér 22. september og lauk 16. október. Lógað var 8550 kind- um. Meðalvigt dilka var 350 grömmum þyngri en í fyrra og var nú 13,30 kg. Lógað er einn- ig 230 stórgripum, mest naut- gripum og lýkur því verki í dag. Bjarmi og Baldur eru hættir á síld en hinir Dalvíkurbátarn- ir eru enn að. Foreldrafundir hafa verið haldnir að undanförnu í mið- skólanum og einkum tekin til meðferðar útivist og heimanám- ið. Þessir fundir hafa verið vel sóttir og eflaust gagnlegir. J. H. verið lagt í Helgavogi. Þar verð- ur hann vel geymdur í vetur því að í voginum frýs ekki vegna heitra uppspretta, sem þar eru. Verið er líka að smíða nýja bryggju við Helgavog, sem á að verða tilbúin áður en farið verð ur að dæla leir úr botni Mý- vatns fyrir alvöru upp í hraun til þurrkunar og síðan vinnslu í væntanlegri verksmiðju. Nokkrir menn hafa gengið til rjúpna. Héðinn Sverrisson fékk í gær 56 rjúpur í Búrfells- hrauni, en þar heldur rjúpan sig oft á meðan snjólaust er. Tilkynningar vegagerðarinn- ar um vegatálmanir sökum snjóa á fjallgörðunum hér aust- an við, hafa ekki haft við rök að styðjast. Þegar ófært var talið, nú fyrir skemmstu, fóru bílarnir keðjulausir austur yfir Möðrudalsöræfi. P. J. nokkra daga og úrhellisrigning löngum. Vatnavextir hafa því verið miklir en skemmdir hafa ekki orðið af þei'rra völdum. En heldur er slubbsamt á vegum og öll jörð gegnsósa af vatni. Segja má, að samfelld rigning hafi verið undangenginn hálfan mánuð. Ó. S. Laugum 14. okt. Laugaskóli var settur þriðjudaginn 12. október og voru þá liðin nákvæmlega 40 ár frá því skólinn var fyrst settur haustið 1925. Viðstaddur skólasetningu var einn maður úr hópi þeirra nemenda, er þá hófu nám í skólanum, Þorgeir Jakobsson, rafvirki og fyrrum bóndj að Brúum í Aðaldal. Setningarathöfnin hófst með guðsþjónustu og prédikaði sr. Friðrik A. Friðriksson, sóknar- prestur á Hálsi. Að guðsþjónustu lokinni flutti skólastjóri, Sigurður Kristjáns- son, setningarræðu, en rétt 15 ár eru liðin síðan hann tók við skólastjórn. í ræðu hans kom m. a. fram, að 119 nemendur sett ust nú í skólann, 62 piltar og 57 stúlkur. Umsóknir um skólavist höfðu verið skráðar um 200 snemma sumars. Upp frá því var ekki hirt um að skrá þær umsóknir, sem bárust. Skóla- stjóri taldi þó í ræðu sinni, að e. t. v. væri full mikið gert úr þeim erfiðleikum, sem væru á að koma ungmennum sveitanna í skóla. Af þeim, sem upphaf- lega var veitt skólavist, hættu 14 manns ýmissa orsaka vegna. Þegar fylla skyldi í þau skörð af umsóknum, er skipað hafði verið á biðlista, reyndist furðu margt af því fólki hafa hlotið skólavist annars staðar. Breytingar á kennaraliði skól ans eru þær, að frá störfum hverfa frú Guðrún Þórðardótt- ir, sem verið heíur settur kenn- ari undanfarin 3 ár og maður hennar sr. Þórarinn Þórarins- son, er hafði á hendi stunda- BRÆLA hefur verið á síldar- miðunum undanfarna daga en á fimmtudagsmorgun fór veður að lægja og síldveiðiflotinn hélt út á miðin. Á fimmtudagskvcldið og föstudagsnóttina fengu 45 skip 34.850 mál og tunnur. Aðalveiði svæðið var um 60 sjómílur suð- austur að austri frá Gerpi. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lags íslands var heildaraflinn á miðnætti sl. laugardagskvöld orðin 2.847.064 mál og tunnur á móti 2.732.244 í fyrra á sama tíma. Vikuaflinn nam 166.521 mál- um og tun'ium, sömu viku í fyrra 142.438 málum og tunn- um. Söltun er nú orðin 393.103 uppsaltaðar tunnur í fyrra á sama tíma 353.348 tunnur. kennslu. Þau eru nú flutt í ný- byggt prestsetur, Staðarfell í Köldukinn. í stað þeirra kemur að skólanum sem fastur kenn- ari, Arngrímur Geirsson, er verið hefur kennari við Laugar- (Framhald á blaðsíðu 7). STALST FYRIR MÚLANN Ólafsfirði 22. okt. Nú hefur slík sumarblíða verið, að naumast sézt snjókorn lengur. Síldarbát- um er enn haldið út nema Guð- björgu. Afli á heimabátana er mjög lítill og tvo daga hefur ekki gefið á sjó vegna hvass- viðris. Enn er unnið við Múlaveg og vonum við að áfram verði hald- ið svo lengi fram eftir sem unnt er. Um helgina stalst maður á jeppa fyrir Múlann, var að skjóta manni til Dalvíkur. Ann- ars er vegurinn óheimill til um- ferðar nema vegagerðarmönn- um. B. S. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins um afla einstakra skipa sézt, að afli skipanna er mjög misjafn. 67 skip hafa aflað inn- (Framhald á blaðsíðu 5). Kveikt í tollskýlinu NOKKRAR æsingar hafa orðið út af vegaskatti, sem hvér bíll á að greiða á ferð sinni um hinn nýja Keflavíkurveg, 35 kr. fyr- ir fólksbíla og meira gjald af stærri bílum. Skyldi vegurinn opnaður í dag en verður frestað af þeim sökum, að nýtt tollskýli við veginn, var brennt til ösku á miðvikudagsnótt. En rétt áð- ur lauk fundi í Keflavík um nýja vegaskattinn, sem þótti all- sogulegur, umræður heitar ig kröftug mótmæli samþykkt og Þorkell niáni. Lax faiinst uppi á Ey- vindarstaðaheiði ÁGÆT SÍLDYEIÐI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.