Dagur - 23.10.1965, Blaðsíða 7
7
SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
sem von er, lítinn árangur bor-
ið.
ÓTRÚLEG VINNLBRÖGÐ
Háskóli íslands vísaði 20 nem-
endum frá tannlæknadeild nú í
haust. Stúdentaráð mótmælti
opinberlega og nú í vikunni
kom málið til umræðu á Al-
þingi. Voru þá umræður búnar
að fara fram í blöðum.
Á Alþingi upplýsti viðkom-
andi ráðherra, að nú fyrst —
eftir að Háskólinn er byrjaður
cg búið að synja öllum nýjum
umsóknum í tannlæknadeildina
— væri verið að reyna að út-
vega leiguhúsnæði fyrir þessa
grein. Margur spyr: Hvers kon-
ar vinnubrögð eru þetta í æðstu
menntastofnun landsins?
SÉRLEGA MIKILL SKORTUR
TANNLÆKNA
Þetta mál er alvarlegt vegna
hins mikla tannlæknaskorts hér
á landi, og er talið, að starfandi
tannlæknar þyrftu a. m. k. að
vera þrisvar sinnum fleiri en
þeir eru, til að anna þessum
þætti heilbrigðisroálanna á borð
við það, sem í nágrannalöndum
okkar er talið lágmark.
TIL ÞESS ER HÁSKÓLI OF
DÝR
í sambandi við þetta mál og
þær upplýsingar, sem fram hafa
komið um vöntun á húsnæði
fyrir tannlæknanema, er ekki
úr vegi að minna á þann al-
mannaróm að betur mætti nýta
aðstöðuna á þeim bæ. Hefur
þjóðin t. d. efni á því að halda
UTSALA
Hefst á þriðjudaginn, 26. október.
MIKfL VERÐLÆKKUN.
BLÓMABÚÐ
AUGLYSING
u m lögtök fyrir Dalvikurhrepp
Eftir kröfu sveitarstjórans í Dalvíkurhreppi f. h. sveit-
arsjóðs og að undangengnum úrskurði 20. október
1965, fara fram lögtök á ábyrgð sveitarsjóðs Dalvíkur
en á kostnað gjaldenda fyrir ógreiddum útsvörum,
kirkjugarðsgjöldum, aðstöðugjöldum, vatnsskatti,
hafnargjöldum, vegágjöldum og fasteignagjöldum,
gjaldföllnum 1965, að átta dögum liðnum frá birtingu
þessarar auglýsingar.
Bæjarfógetinn á Akureyri, sýslumaðurinn í Eyja-
fjarðarsýslu, 21. október 1965.
SIGURÐUR M. HELGASON, settur.
r
um lögtök fyrir Akureyrarkaupstað
Eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri f. h. Akureyr-
arkaupstaðar og að undangengnum úrskurði 18. októ-
ber 1965, fara franr lögtök á ábyrgð Akureyrarkaup-
staðar en á kostnað gjaldenda fyrir ógreiddunt útsvör-
um, aðstöðúgjöldum, fasteignagjöldum og hafnar-
gjöldum, gjaldföllnum 1965, að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar.
Bæjarfógetinn á Akureyri, sýslumaðurinn í Eyja-
Ijarðarsýslu, 21. október 1965.
SIGURÐUR M. HELGASON, settur.
Móðir mín og tengdamóðir,
ELÍN GRÍMSDÓTTIR frá Þórisstöðum,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. okt.
sl. Jarðarförin ákveðin síðar.
Jóhannes Ámason, Nanna Valdimarsdóttir.
uppi kennslu fyrir nemendur,
sem eru að flækjast þar við
nám mörgum árum lengur en
nauðsynlegt er? Og hefur þessi
æðsta menntasíofnun landsins
efni á því, að hinir lærðu pró-
fessorar séu Iangtímum saman
fjarverandi á kennslutíma? Og
víst er Háskóli íslands of dýr
stofnun og háskólanemendur of
dýrmætir fyrir þjóðfélagið til
þess að skólinn sé. jafnmikill
„drykkjustaður“ og af er látið.
ÞÖRFIN KALLAR
Víst er, að þörfin fyrir sér-
menntað fólk kallar úr öllum
áttum. Háskóli íslands á að
þjóna því hlutverki eftir getu,
að fullnægja þessari þörf.
Á meðan ekki er hægt að
framkvæma fræðsluskyldu ung
menna í þessu landi, vísa verð-
ur hundruðum frá gagnfræða-
námi á ári hverju, höfum við
ekki efni á öðru en nota mjög
vcl þá menntunaraðstöðu, sem
vissulega er fyrir hendi í Há-
skólanum. 1 þessu sambandi
mætti hugleiða það einnig,
hvort það yrði skólanum vakn-
ing, ef upp risi hér á landi ann-
ar háskóli, sem lítillega hefur
verið rætt um.
- LAUGASKÓLI...
(Framhald af blaðsíðu 1).
nesskólann í Reykjavík, og kona
hans, frú Gígja Sigurbjörnsdótt-
ir, áður kennari við skóla fsaks
Jónssonar, verður stundakenn-
ari. Að öðru leyti er starfslið
skólans óbreytt frá fyrra skóla-
ári.
Skólahúsið var endurbætt í
sumar með því, að endurnýjað
var og tvöfaldað gler í gluggum
þess. Ljósastaurar til útilýsing-
ar á lóð skólans hafa verið sett-
ir upp. í síðastliðnum mánuði
hófust framkvæmdir við bygg-
ingu heimavistarhúss, sem ætl-
unin var að hafizt yrði handa
,um í vor, en þá var fjárveáting
til framkvæmdanna stöðvuð.
Seint og um síðir fékkst leyfi
til þess að vinna á þessu ári fyr-
ir 500 þúsund krónur, ef tækist
að afla þess fjár heima í hér-
aði. G. G.
UNGTEMPLARAR heimsækja
Akureyri. — Næstkomandi
sunnudag heimsækja íslenzk-
ir ungtemplarar Akureyri og
munu þeir kynna starfsemi
sína að félagsheimilinu
Bjargi sunnudagskvöld kl.
8.30 e. h. — Öllu ungu fólki
er heimill aðgarigur, énn-
fremur eru félagar í ísafold
og Brynju hvattir til að mæta.
Þingstúkan.
- Fjármálaráðherra
(Framhald af blaðsíðu 4).
Ekki þarf að efa, áð M. J.
gerir sér grein fyrir því, að
ríkisstjórnin, sem hann hef-
ur tekið sæti í á elleftu stund,
er veik stjórn, og að hann
hefur sjálfur veika aðstöðu
sem fjármálaráðherra, þó
ekki komi annað til. „Við-
reisnin“ er farin út um þúf-
ur og stjórnarformaðurinn
hvorki vill né getur lýst yfir
annarri stefnu í hennar stað.
Dýrtíðardraugurinn, s e m
„viðreisnarstjórnin“ magn-
aði og getur ekki kveðið nið-
ur, er nú hæstráðandi í
liverju ráðuneyti, þar á með-
al og ekki sízt í fjármálaráðu
neytinu. Hætt er við, að dýr-
tíðardraugurinn en ekki M.
J. verði hinn raunverulegi
fjármálaráðherra landsins
meðan núverandi ríkisstjórn
streitist við að sitja. □
- FOKDREIFAR
(Framhald af blaðsiðu 5.)
Fyrsti vetrardagur er í dag,
og er útlit fyrir, þegar þessar
línur eru skrifaðar, að sumarið
kveðji með blíðu hér norðan-
lands og vetur heilsi mildilega.
En þótt svo sé hefur vetur kon-
ungur nú tekið við stjórninni og
þess skulum við vera minnug
og búa okkur undir kulda og
skammdegi með skynsamlegum
ráðstöfunum, eins' og jafnan
hefur þótt hygginna háttur.
HJONAVIGSLA. Sunnudaginn
17. október voru gefin saman
í hjónaband af sóknarprest-
inum í Grundarþingum ung-
frú Þorbjörg Snorradóttir
(læknis í Kristnesi Ólafsson-
ar) og Ófeigur Baldursson
frá Ófeigsstöðum í Kinn.
Framtíðarheimili urigu hjón-
anna verður að Kvíabóli í
Ljósavatnshreppi. — (Vegna
smávægilegrar prentvillu í
síðasta blaði er þessi fregn
endurtekin.)
BRÚÐHJÓN. Nýlega voru gef-
in saman í hjónaband, ungfrú
Þórhildur Þorleifsdóttir Rvík
og Arnar Jónsson Akureyri.
Heimili þeirra er að Sólvalla-
götu 41 Reykjavík.
ÍSLENZK - AMERÍSKA
F É L A G I Ð. Lesstofan er
opin sem hér segir: Mánu-
daga og föstudaga kl. 6—7.30
e. h. Þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 7.30—10 e. h. Laugar-
daga kl. 4—7 e. h. Mikið kom-
ið af nýjum hljómplötum.
Talkennsla í ensku: Mánu-
daga og miðvikudaga kl. 7.30
—10.15 e. h. Föstudaga kl.
7.30—9.15 e. h.
DÝRALÆKNAVAKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Ágúst Þor-
leifsson, sími 11563.
Á DRENGJAFUNDINUM að
Sjónarhæð n. k. mánudags-
kvöld kl. 6 verða sýndar nýj-
ar litskuggamyndir frá Ás-
tjörn. — Allir drengir hjart-
anlega velkomnir.
UPPBOÐ!
Uppboð verður haldið
hér í dómsal embættisins
laugardaginn 30. þ. nr.
kl. 10 f. h.
Verður þar boðið upp í
einu lagi: Vélar, áhöld og
efni tilheyrandi þ.b. Fata-
gerðarinnar Hlífar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
22. október 1965.
Sigurður M. Helgason,
settur.
VAL UNGA FQLKSINS - HEKLUBUXURNAR - VANDABUR FRÁGANGUR AMERÍSKT EFNI NYLON NANKIN
BETRI BUXUR í LEIK OG STARFI