Dagur - 23.10.1965, Síða 8

Dagur - 23.10.1965, Síða 8
8 SMÁTT OG STÓRT W$Í35Í55$SS$$SÍ5SÍ5$S5$SÍ$S553SS5$$S3Í5$«»S Afmæli Hiiis ísleiizka biblíufél. UM ÞESSAR mundir er Hið ís- lenzka biblíufélag 150 ára og var þess minnzt í kirkjum lands ins á sunnudaginn. Hið íslenzka biblíufélag er með elztu félögum sinnar teg- undar í heiminum. Hið elzta er brezka biblíufélagið, sem stofn- að var í London 1804. Hið ís- lenzka biblíufélag er elzta starf- andi félag hér á landi, eða ári eldra en Hið íslenzka bók- menntafélag. Hafa umsvif félags ins verið mjög mismikil á þess- um langa starfsferli, en það hef- ur séð um nokkrar útgáfur, sem yfirleitt hafa verið styrktar af Hinu brezka biblíufélagi og prentaðar í London, en nýlega hefur útgáfustarfsemin verið flutt heim til íslands. Af þess- um sökum er fjárþörf félagsins mikil, þar sem öll útgáfustarf- semi við biblíur er mjög kostn- aðarsöm, því að þýðingar og endurskoðanir á biblíum kosta mjög mikinn tíma og erfiði. Um þessar mundir ætlar cand. theol. Jón Sveinbjörnsson að hefja þýðingu Nýjatestamentisins á nútímamál, og er reiknað með að það verk taki um 6 eða 7 ár og af því sést að það hlýtur að vera erfitt og kostnaðarsamt að sjá um bibliuþýðingar, svo vel fari. Stofnaður hefur verið af- mælissjóður félagsins til að styrkja áformaða útgáfustarf- semj þess, og er almenningi gef- inn kostur á að gefa félaginu af- mælisgjöf í sjóð þennan. Fyrir skömmu barst Biblíufélaginu stór og merkileg gjöf, þ. e. allar þær biblíur, sem það hafði sjálft gefið út, en allur bóka- kostur félagsins hefur fram til þessa verið gömul og snjáð fundarbók. □ Frélfabréf úr Reykjadsl Laugum 15. okt. Októbermánuð- ur gekk í garð með blíðviðri og hlýindum eftir ka'dan og rysjótt an september. Kom það sér vel, þótt þurrkar væru fremur dauf- ir, og menn náðu heyjum, sem enn voru sumstaðar úti. Kart- öfluuppskera og slátrun mun nú að mestu lokið. Kartöflur þroskuðust sæmilega í heitum görðum, en brugðust í köldum. Fallþungi dilka er sennilega heldur minni en í fyrrahaust. Þó er þetta breytilegt eftir bæj- um. Sumir bændur hafa fengið allt að 1 kg. rýrari dilka nú, aðrir í sama mæli vænni. Þessi tvö haust skara þó fram úr mörgum undanfarandi haustum í þessu efni. Hinn 1. október sl. var jarð- sunginn frá Einarsstaðakirkju Helgi Ásmundsson, bóndi, Laugaseli, er lézt á sjúkrahúsi í Húsavík 81 árs að aldri. Hann var fæddur á Krákárbakka í Mývatnssveit, en fluttist um fermingaraldur með foreldrum sínum að Laugaseli og tók þar við búi af föður sínum. Bjó hann þar allt til æviloka, en (Framhald á blaðsíðu 5). FÉLAGSMÁLASTOFNUN Hannes Jónsson félagsfræðing- ur, starfsmaður í utanríkisráðu- neytinu, hefur komið á fót at- hyglisverðri starfsemi hér á landi, þar sem er hin svonefnda Félagsmálastofnun, sem gengst fyrir erindaflutningi og útgáfu rita um þjóðfélagsmál. Á sl. hausti kom út ný bók á vegum félagsmálastofnunarinn- ar: „Kjósandinn, stjórnmálin og valdið“, en í lienni er safn rit- gerða, sem byggðar eru á er- indum, sem höfundar' ritgerð- anna fluttu sl. vetur á vegum stofnunarinnar. HANDHÆGUR FRÓÐ- LEIKUR Fyrsti hluti bókarinnar nefnist „Fræðileg stjórnmál“ og er eftir Hannes Jónsson. í þeim bókar- hluta eru þessir kaflar: Félags- fléttur nútímaborgarans, Stjóm mál og stjórnfræði, Valdið og lýðræðisleg meðferð þess, Lýð- ræðishugsjónin sem stjómfræði kenning, Félagsleg viðhorf og kenningar um viðhorf ríkisins, Almenningsálitið, áróður og vilji ríkisins. Annar kafli er um stjórnskipan ríkisins og þjóðar- rétt, en höfundur er Ólafur Jó- hannesson prófessor og Gunnar G. Schram þjóðréttarfræðingur. Þriðji kaflinn er um stjórnmála- flokka, og þar er enn fremur „Töflur og skrár um íslenzk stjómmál“, sem Hannes Jónsson hefur tekið saman. Eru þar m. a. þingmanna- og kjósendatölur flokkanna síðan 1934, handhæg- ur fróðleikur, samankominn á einum stað. ÞEIR SKRIFA UM FLOKKANA Emil Jónsson skrifar um Al- þýðuflokkinn, Eysteinn Jónsson um Framsóknarflokkinn, Einar Olgeirsson um Sósíalistaflokk- inn og Geir Hallgrímsson um Sjálfstæðisflokkinn. Um Alþýðu bandalagið og Þjóðvarnarflokk- inn er hér ekkert ritað, og vek- ur það athygli, en Gils Guð- mundsson á þarna langa ritgerð um „íslenzka flokkaskipun 1845—1920“. FER ISLANDSLAXINN EKKITIL GRÆNLANDS 1 FRÉTTATILKYNNINGU frá Veiðimálastofnuninni segir m. a. svo: „Hin mikla laxveiði við Græn MERKISAFMÆLI HINN 22. október 1875 er merk- isdagur í sögu landnáms íslend- inga í Vesturheimi. Þann dag stigu á land á Víðitanga við Winnipegvatn, 200 íslendingar og höfðu verið tvö ár á leiðinni vestur. Viðtal við séra Benja- mín Kristjánsson og Biarna Sigurðsson, nýlega komna vest- an úr íslendingabyggðum, átti að birtast í blaðinu í dag, og hefði farið vel á því á 90 ára afmæli fyrmefnds atburðar, en mun koma síðar. □ land í fyrra hefur að vonum vakið athygli og umtal í þeim löndum við Norður-Atlantshafið þar sem laxagengd er í ám. Veld ur þar miklu um, að 37 merktir laxar voru veiddir við Græn- land, þar af 13, sem merktir voru í Bandaríkjunum og Kan- ada og 24 frá írlandi, Skotlandi, Englandi og Svíþjóð. F'estir voru endurheimtu laxarnir merktir í Englandi og Skotlandi. Fyrsti merkti laxinn frá Evrópu var veiddur við.Grænland 1956, og á árunum 1960—1963 veidd- ust þar 26 merktir laxar frá áð- urnefndum löndum. Eru því merktu laxamir alls 64, sem veiðzt hafa við Grænland til árs loka 1964. Endurheimtur hinna merktu laxa sýna, að laxar frá mörgum löndum ganga upp að vesturströnd Grænlands síðla sumars í ætisleit. Er með þess- um laxveiðum við Grænland að nokkru ráðin gátan um, hvar uppeldissvæði laxins eru í haf- inu. Grænlendingar hafa tiltölu- lega nýlega veitt nærveru lax- ins við strendurnar hjá sér sér- staka athygli, enda hafa sölu- möguleikar þeirra á laxi lengi vel verið mjög takmarkaðir. Árið 1957 veiddu þeir um tvö tonn af laxi, og í fyrra um 1400 tonn, en það er mikið magn af laxi, þegar haft er í huga, að laxamagnið, sem veiddist í löndunum við Norður-Atlants- hafið, 1960, vó 6650 tonn. Sam- svarar laxveiðin við Grænland í fyrra um 20% af veiðinni 1961. Er veiðimagnið við Grænland í fyrra litlu minna en veiðin sem Kanada, Noregur og Skotland fengu hvert um sig 1961. Laxveiðin við Grænland fer fram í lagnet inni við land, við vesturströndina, allt norður að Diskoeyju. Bezt veiðist á svæð- inu við Sukkertoppen, sem er á sömu breiddargráðu og Breiða- fjörður, en þar fékkst nær þriðj ungur af veiðinni í fyrra. Veið- in stóð frá því í ágúst og fram í desember, en um 40% af veið- inni kom á land í október. Lax- inn var frystur og sendur á Evrópumarkað. Laxinn, sem veiddist við Grænland 1964, var 60—80 cm. (Framhald á blaðsíðu 5). Tónninn í ritgerðum um nú- verandi stjórnmálaflokka er nokkuð misjafn. Sumir höfund- arnir halda sig eingöngu við efn ið þ. e. að Iýsa sínum eigin flokki og segja sögu hans. Aðrir hyg'gjast noía tækifærið til að koma spjótslögum á hina flokk- ana. Er það mannlegt en ekki fræðimannlegt, og stendur til bóta. HÁLFGLEYMT PLAGG f bókinni kennir margra grasa. M. a. biríist á ný hálfgleymt plagg en sögulegt frá 1930, til- laga til þingsályktunar, sem Ein ar Olgeirsson eða hans menn báru fram á Alþýðusambands- þingi það ár, svohljóðandi, þeg- ar sleppt er skýringarinnskotum á íslenzku og þýzku innan sviga: „Þar sem Internationale er al- þjóðasamband sosíaldemokrata, sem með ári hverju sannar bet- ur fjandskap sinn við stéttar- baráttu verkalýðsins, frelsis- baráttu kúguðu nýlenduþjóð- anna og við ráðstjórnarríki verkalýðs og bænda, ályktar AI þýðusamband íslands að segja sig úr 2. Internationale nú þeg- ar og berjast fyrir því að eyða áhrifum sosialdemokrata og af- má völd þeirra yfir verkalýðs- hreyfingunni og Alþýðuflokkn- um. Jafnframt lýsir Alþýðusam band íslands fyllstu samúð sinni með Alþjóðasambandi kommunista, ráðstjórnarríkjun- um og frelsisbaráttu nýlendu- þjóðanna og vill, með samvinnu við þessi meginöfl undirstétt- anna í heiminum, heyja frelsis- stríð við lieimsauðvaldið og leiða sósialismann til fullkom- ins sigurs“. Þessi tillaga var felld með 47 atkvæðum gegn 16. Gengu þá Einar og hans menn úr Alþýðu- flokknum og stofnuðu „Komm- unistaflokk, íslands-deild í Al- þjóðasambandi kommunista“. Ekki var nú nafnið lengra. SÍÐAN BERJAST ÞESSIR FLOKKAR Síðan hafa íslenzkir kommun- istar og sosialdemokratar eytt orku sinni í að heyja hjaðninga- víg sín í milli eftir útlendum fyrirmyndum. Og þess vegna hefur Sjálfstæðisflokknum tek- izt að halda fylgi sinu og völd- um. Alþýðuflokkurinn er nú í fangabúðum hjá sínum „forna fjanda“. Og „frelsisstríð“ ís- Jenzkra kommunista gegn „heimsauðvaldinu“ hefur, svo (Framhald á blaðsíðu 7). Ætla að salta um borð í nýja skipinu í SKIPASMÍÐASTÖÐ í Har- stad í Noregi er verið að smíða 350 lesta fiskiskip, sem útbúið verður með þeim hætti, að unnt verði að salta síld um borð. Eig- endur eru, Einar Árnason og Eggert Gíslason. Skipið á að verða tilbúið upp úr næstu ára- mótum. Q

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.