Dagur - 03.11.1965, Síða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Anglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Erlendar
slmldir
OFT ER UM það rætt hverjar skuld-
ir þjóðarinnar við útlönd hafi verið
í árslok 1958, þegar núverandi stjórn
árflokkar tóku við völdum, og hvern
ig þær hafi breytzt síðan. í nýútkomn
um Fjármálatíðindum segir, að föst
lán erlendis í árslok 1958 hafi verið
1924,6 millj. kr., en inneignir bank-
anna (gjaldeyrisstaða) á sama tíma
228,5 millj. kr. Skuldir að frádregn-
um innstæðum 1696,1 millj. kr.
í árslok 1964 voru föst lán 3691,1
millj. kr., en bankainneignir erlend-
is 1592,8 millj. kr. Skuldir að frá-
dregnum innstæðum 2098,3 millj.
kr. Þar að auki eru svo lausaskuldir
(víxlar) erlendar, utan við bankana,
sem safnazt hafa í seinni tíð. Því fer
þess vegna fjarri, að hinn svonefndi
gjaldeyrisvarasjóður vegi á móti
skuldaaukningunni erlendis síðan
1958. Tölumar frá 1958 eru hér um-
reiknaðar á núverandi gengi, svo sem
vera ber.
Blöð núverandi stjórnarflokka
stæra sig af því, að innlánsfé í bönk-
um og öðrum lánastofnunum og
gjaldevrisinnstæður bankanna hafi
aukizt verulega, í krónum talið, hin
síðari ár. Þessu neitar enginn, og
hvernig ætti annað að vera, þegar
hvert ár er metár í aflabrögðum og
verð sjávarafurða hækkandi á er-
lendum mörkuðum. Enginn heimt-
ar, að ríkisstjórnin ráði yfir fiski-
göngum eða vöruverði erlendis, og
það gerir hún heldur ekki. En æski-
legt þykir, að stjórnarvöld stuðli að
því, að þjóðartekjunum sé vel varið,
og að verðlag innanlands sé sem stöð
ugást, þannig að kaupmáttur ís-
lenz.ka gjaldmiðilsins rýrni sem
minnst. Þetta er það, sem stjórnin
taldi sig ætla að gera en hefur ekki
gert. Hafi hún reynt að gera það,
hefur sú tilraun mistekizt. Hinu hafa
menn enga trú á, að Bjarni Bene-
diktsson hafi seitt síldina á miðin eða
grásleppuna i netin.
Menn geta gert sér í hugarlund,
hvernig ástandið væri á þjóðarbúinu
nú, ef gjaldeyristekjurnar hefðu síð-
ustu sex árin verið 3—4000 millj. kr.
minni, eða eitthvað svipaðar og á
vinstristjórnar-árunum, en núver-
andi stjórnarstefnu verið fylgt. Og
það er nauðsynlegt til glöggvunar,
að setja dæmið þannig upp.
Því miður er hinum miklu þjóðar-
tekjum meira misskipt en áður var
og verðbólgudraugurinn tekur til
sín vaxandi hluta af hvers manns
diski. □
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
N or ðlenzkii* skainmdegis þankar
Enn um héraðsskóla
Á UNDANGENGNUM misser-
um heíur verið talsvert um það
rætt í ýmsum sveitum, einkum
norðanlands, að vöntun væri á
hæfilegum skólum fyrir ungl-
inga sem fæðast upp í dreif-
býli. Hefur því verið lýst all
greinilega í þéttbýli að bæði í
kaupstöðum og kauptúnum
væri séð fyrir nægilegum ungl-
ingaskólum en þegar piltar og
stúlkur úr næstu héruðum
kæmu þangað og vildu fá inn-
göngu væri þeim sagt hreinlega
að þar væri ekkert rúm fyrir
aðkomufólk, enda væru þessir
skólar að verulegu leiti byggð-
ir af því fólki sem býr við sjó-
inn, en ekki af sveitafólki. Þess
ir óánægðu menn í sveitunum
minnast þá á héraðsskólana og
finnst að skipulagi þeirra mundi
bíða nokkur úrlausn fyrir þær
byggðir sem telja má með réttu
að sé vanræktar í þessu efni.
Nú er bezt að játa það sem satt
er, að þeir héraðsskólar, sem nú
eru starfandi, og af þeim eru
tveir á Norðurlandi, þá hafa
þessar stofnanir verið reistar
fyrir aíbeina áhugamanna í þess
um héruðum. Ennfremur hafa
einstakir menn og félög, lagt
fram, bæði fé og vinnu móti
ríkissjóði til að koma upp þess-
um skólum. Þetta er mjög eftir-
minnilegt um Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu. Alþingi veitti
dálitla fjárhæð, þrjá fimmtu af
kostnaðarverði byggingarinnar,
en tvo fimmtu af byggingarkostn
aði urðu Þingeyingar þá að
greiða úr eigin sjóði. Að vísu
hafa þessi hlutföll breytzt nokk
uð hin síðari ár og ríkið tekið
meir og meir sér á herðar kostn
að við byggingu og starfrækslu
héraðsskólanna, en samt eirnir
af því enn að sveitamenn hafa
orðið að leggja á sig nokkrar
byrðar til að fá þessa skóla og
sama má segja um kaupstaðina.
Enginn gagnfræðaskóli hefur
verið byggður, nema ákveðinn
hluti af byggingarkostnaðinum
sé greiddur af því héraði sem
biður um þessa stofnun og vill
nota hana. Það er alveg nauð-
synlegt fyrir fólk í þeim sveit-
um, sem hafa hug á að reisa
nýja héraðsskóla, að sýna áhuga
í verki og leggja eitthvert fé
fram. Hér er um að ræða óhjá-
kvæmilega skyldu. Það er víða
um land hægt að benda á að AI-
þingi lcggi skólaskyldukröfuna
á öll heiniili, bæði í byggð og
bæ, en láti svo lijá líða að leggja
fram nauðsynlegt fé í stofn-
kostnað. Fjárhagur almennings
í landinu er nú betri en oft áð-
ur, þannig að þau héruð sem
vilja reisa og eignast héraðs-
skóla, geta sýnt í verki hvað
þarf með til að koma málinu í
framkvæmd. Norður-Þingeying
um hefur lengi leikið hugur á
að eignast sinn eigin héraðs-
skóla og þeir hafa nú lagt hönd
á plóginn, því að nú í vetur
munu tvær kennsludeildir
starfa í héraðinu, þar sem fylgt
er að mestu leyti kröfum hér-
aðsskólanna. Mikill áhugi er í
héraðinu fyrir þessu máli og
sóknarhugur, og áhugasamir
forgöngumenn, bæði konur og
karlar.
Það er sennilegt að Alþingi
muni nú gera smábreytingu á
héraðsskólalögunum til þess að
koma Axarfjarðarskólanum í
héraðsskólahringinn. Þá kemur
enn til greina í þessu héraði
nýtt atriði. Mikil gestasókn er
nú að verða frá öðrum lands-
hlutum til byggða í Norður-
Þingeyjarsýslu. Sækja sumir
eftir laxveiðum í mörgum all-
góðum veiðiám. Aðrir vilja sjá
Dettifoss og alla fegurð héraðs-
ins. Við Jökulsárgljúfur má
segja að hver perlan taki við af
annarri. Efst er Dettifoss, þá
Hólmatungur, Vígabergsfoss,
Hljóðaklettar, Svínadalur og
seinast Ásbyrgi. Það geta varla
liðið mörg misseri þar til lands-
stjórnin hefur látið gera sæmi-
legan akveg frá Svínadal og upp
að Dettifossi, þannig að tiltölu-
lega auðvelt verði fyrir lang-
ferðamenn að koma sínum eigin
bílum hringinn í kringum Mý-
vatn og síðan að Ásbyrgi með-
fram vestri bakka Jökulsár. Nú
er satt að segja fegurðin við
Jökulsárgljúfur svo mikil og
margbreytt að það má kallast
ráðlegt fyrir langferðamenn að
gera ráð fyrir tveim eða þrem
dögum fremur en einum. Veg-
urinn er nú svo slæmur að
menn komast tæplega leiðar
sinnar nærri Hólmatungum. Ef
héraðsskólinn verður reistur í
Axarfirði mundi það bæta úr
þörfum héraðsins og ferða-
manna.
Skólamálaþróunin er á réttri
leið, en áhuga hefur skort í
nauðsynlegum vegabótum fram
að þessu. Næsti skóli norðan-
lands þyrfti að rísa innan tíðar
í Skagafirði í Varmahlíð. Sá
staður liggur í miðju héraði
Skagafjarðar og eru þaðan ak-
vegir góðir í margar áttir. Nátt-
úruskilyrði eru þar góð, jarð-
hiti mikill og útsýni hið feg-
ursta um allt héraðið. Fyrir
nokkrum árum var áhugi mikill
í Skagafirði um framkvæmd
þessa máls. En þá komu krepp-
ur og stríð og töfðu framkvæmd
ir. Ennfremur munu sumir bæj-
arbúar á Sauðárkróki hafa litið
svo á að skóli í Varmahlíð
mundi verða keppinautur við
menntastofnun á Sauðárkróki
Þetta er misskilningur, Þingey-
ingar hafa tvo höfuðstaði, Húsa
vík og Lauga og hver höfuð-
staðurinn hefur sitt hlutverk.
Varmahlíð hefur svo góða að-
stöðu að fram hjá henni verður
ekki gengið til lengdar
Ef Sauðkræklingar eru hrædd
ir við keppinaut í Varmahlíð, þá
eru þeir vissulega búnir að fá
hann með hinu mikla samkomu
húsi sem hefur verið reist í
Varmahlíð. Meðan áhugi var
fyrir héraðsskóla í Varmahlíð
var málið vel undirbúið. Guð-
jón Samúelsson húsameistari
gerði teikningar af skólahúsinu
og skipulagsuppdrátt af staðn-
um. Var málinu svo langt á veg
komið að tekin var undirstaða
sem nú er nærri hulin mold.
Nokkur hluti þessa skipulags
var í sambandi við sundlaug á
staðnum og þessi sundlaug hef-
ur verið reist. Sigurður Guð-
mundsson húsameistari, Skag-
firðingur, gerði teikninguna af
hinni prýðilegu sundlaug og'
mun hafa gefið ættbyggð sinni
verkið. Þessi sundlaug er notuð
bæði vetur og sumar, enda skil-
yrði þar öll hin beztu. Hvenær
héraðsskólamálið verður aftur
tekið á dagskrá í Skagafirði, þá
er þar á tryggum grunni að
byggja. Staðurinn er valinn.
Sundlaugin er komin. Skipulag
hefur verið gert á staðnum og
undirstaða að byggingu fullkom
ins héraðsskólahúss tveggja
hæða háu.
Þriðja norðlenzka sýslan, sem
vantar enn héraðsskóla er Eyja
fjörður. Það hafa orðið umræð-
ur um málið, en mest um staðar
val eins og oft vill verða. Nú
er enginn vafi á því að Eyfirð-
ingar þurfa að fá héraðsskóla
og það bráðlega í þessu mann-
marga, vel efnum búna héraði.
Eins og sjá má af opinberum
umræðum taka Norður-Þingey-
ingar tillit til þess að skólinn
þarf að geta tekið á móti aðsókn
í héraðinu. Mundi héraðsskóli í
Varmahlíð vera bæði kennslu-
stofnun á vetrum en gistihús á
sumrin, en þá stofnun vantar
einmitt á þjóðleiðinni um Skaga
fjörð. En af Eyfírðingum er það
að segja, að þeir hafa sjálfir
þörf fyrir skóla, ekki sízt þar
sem atvinnukeppni þrengir nú
víða um land að fólki í dreif-
býlinu. Héraðsskólar eru eins-
konar höfuðsetur eins og
klaustrin og biskupsstofurnar
voru í gamla daga. Norður-Þing
eyingar ætla að nota sinn skóla
í Axarfirði, Suður-Þingeyingar
hafa hin mestu not af Lauga-
skóla allan ársins hring. Á vor-
in koma þangað fjörug börn til
að nema undirstöðu í sundi.
Síðan eru haldin þar allskonar
fundir, stjórnmálafundir, bænda
fundir, kvennafundir, söngmót,
leiksýningar og landsfundir
ýmsra félaga og fyrirtækja. Síð-
an koma sumardagarnir. Þá er
gestastraumur að Laugutn, frá
vori og fram á haust og er báð-
um hagræði, ferðamBnnum og
Þingeyingum, enda eru húsin
góð og umgengni í bezta lagi,
bæði vetur og sumar. Um marg-
þætta þörf Skagfirðinga er áður
talað, Eyfirðingar viðurkenna,
að þá vanti skóla, en þeir hafa
ekki hafizt handa. Ef gæfan
verður með þá munu þeir leita
norður í Hörgárdal, þar eru hin
ir sögufrægu Möðruvellir. Rík-
ið á þessa jörð og þeir mundu
ekki þurfa að kaupa neitt land
vegna skólans, þar hefur verið
höfuðstaður Eyfirðinga. Þar bjó
landsstjóri um stund, sjálfur
Bjarni Thorarensen höfuðskáld
landsins og á Möðruvöllum er
hann grafinn. Þar er síðan graf-
inn annað höfuðskáld, Davíð
Stefánsson og má segja að þess-
ar tvær grafir séu helgur stað-
ur og þar var skóli nálega aldar
fjórðung.
Ef Eyfirðingar eignast mennta
stofnun á Möðruvöllum og hún
reyndist þeim jafn giftudrjúg og
Möðruvallarskóli Norðlending-
um á sinni tíð, þá þurfa þeir
ekki að hika um staðarvalið. Þá
er það ekki lítill kostur á Möðru
völlum, að heitt vatn er fundið
fjórum kílómetrum ofan við
Möðruvelli. Úr þessu landi má
leiða heitt vatn til skólans ef
horfið er að því ráði að byggja
þar. Það er mál manna í sveit
að ef byggðirnar þurfa að hugsa
um sitt gamla fólk, konur og
karla, þykir vel til fallið, að hafa
slíkar stofnanir nærri skólum
og samkomustöðum því að
gamla fólkinu leikur mikill hug-
ur á að hafa nokkur kynni af
upprennandi æsku landsins.
Líka á þeim dögum þegar aldur
færist yfir kynslóðina. Þessi
grein er rituð til að leiða hugi
Norðlendinga að skólamálum
þeirra. Þar hefur nokkuð verið
aðhafzt, sem gefur góða raun.
í þrem blómlegum héruðum
vantar ekki nema herzlumun-
inn til þess að áhugamennirnir
hrindi þessari glæsilegu hug-
mynd í framkvæmd á næstu
misserum. Sveitafólk hefur
miklu rýmri fjárráð en það
hafði, er það hratt héraðsskóla-
málunum í framkvæmd fyrir
áratugum síðan. Q
Árið 1966 „alþjóð-
legt hrísgrjónaár”
UM helmingur allra jarðarbúa
hefur hrísgrjón að daglegri að-
alfæðu. — Hrísgrjónauppskera
heimsins nemur að verðgildi
um 20.000 milljónum dollara
(860.000.000.000 ísl. króna). —
Uppskeran eykst á hverju ári,
en þó er aukningin ekki meiri
en svo að hún rétt heldur í við
hina öru fólksfjölgun. Eigi ver-
öldin að losna úr heljargreipum
hungurvofunnar, verður að
gera ráðstafanir til að bæta og
auka hrísgrjónaræktina.
Þess vegna hefur Matvæl
og landbúnaðarstofnun Samei
uðu þjóðanna (FAO) ákveð
að gera árið 1966 að „hinu :
þjóðlega hrísgrjóna ári“. Að þ
er forstjóri FAO, dr. B. R. Se
hefur látið uppskátt, er ætlun
með þessu sú, að árið 19i
marki upphafið á þolinmóðri <
langvinnri viðleitni marg
manna, sem leiði til raunhæ
árangurs í glímunni við hri
grjónavandamálið.
SMRfflte SVEITARFELAGA
I FYRRI grein minni um þetta
efni rakti ég nokkuð röksemdir
fyrir því, að nauðsyn bæri til
að sameina hin smærri sveitar-
félög í stærri heildir. Að sjálf-
sögðu munu skoðanir manna
verða skiptar um það, hve rót-
tæk sú sameining skuli vera.
Sumir hafa stungið upp á því,
að heilar sýslur séu heppilegar
einingar. Má vera, að það sé
heppilegt í fólksfæstu sýslunum.
Ég hef ekki aðstöðu til að
mynda mér skoðanir um þetta
efni í öðrum sýslum, en ég lít
svo á, að í Eyjafjarðarsýslu
kæmi vel til mála, að sveitarfé-
lögin yrðu 3 eða 4. En hvernig,
sem þetta kann að ráðast að
öðru leyti, þá tel ég sjálfsagt,
að Hrafnagils-, Saurbæjar- og
Ongulsstaðahreppar verði sam-
einaðir í eitt sveitarfélag. Þess-
ir hreppar eru landfræðileg
heild, vegalengdir stuttar og
samgöngur góðar. Þá er þetta
hæfilegt sem eitt skólahérað,
jafnvel þótt fólki fjölgi talsvert.
Við síðasta manntal var íbúa-
tala þessara þriggja hreppa 974.
Mun mörgum sýnast þetta fólks
fátt sveitarfélag, þegar gagnger
skipulagsbreyting hefur farið
fram í þessum efnum, en hún
hlýtur að koma innan fárra ára.
En mín skoðun er sú, að sam-
eining þessara sveitarfélaga í
eitt væri nægilega stórt spor,
a. m. k. fyrst um sinn. Ber
hvort tveggja til, að mörg verk-
efni bíða úrlausnar, sem eðli-
legt og nauðsynlegt er, að þessi
þrjú sveitarfélög leysi sameig-
inlega. í annan stað er það
handvömm eða ófyrirsjáanleg
ógæfa, ef fólksfjölgun getur
ekki orðið ör í þessu byggðar-
lagi. Mun ég koma að því atriði
síðar.
Á þessu stigi málsins er ekki
ástæða til að ræða sameiningu
þessara þriggja hreppa í
smærri atriðum. Ég mun hins
vegar telja upp nokkur hinna
helztu verkefna, sem nauðsyn-
legt er að framkvæma, en
margt af þeim þolir enga bið.
1. Fyrst af öllu þarf að rann-
saka betur laugarnar á svæð-
inu, og má ekki með nokkru
móti sofa á því máli lengur.
Lýkur benda til, að á Hrafnagili
sé nóg vatnsmagn til að hita
heilt þorp án nokkurrar borun-
ar, en þá þarf toppstöð til að
snerpa á vatninu í mestu kuld-
um.
2- Byggja þarf myndarlegan
heimavistarskóla fyrir allt hér-
aðið, sem annist kennsluna til
miðskólaprófs. Að sjálfsögðu
þarf að byggja nægilega margar
og góðar kennaraíbúðir, en það
gegnir mikilli furðu, að til skuli
vera sveitarfélög, sem ekki
hafa komið upp íbúðum fyrir
sína kennara, á sama tíma og
fólksfæð og fólksfækkun í sveit
um er vaxandi vandamál.
3. Byggja þarf tvær góðar
sundlaugar, aðra á Hrafnagili
og hina í Saurbæjarhreppi. Það
er á engan hátt fullnægjandi að
kenna börnum sund nokkrar
vikur, en hafa svo enga aðstöðu
til að iðka það og æfa.
4. Sjálfsagt er að byggja litl-
ar íbúðir fyrir aldrað fólk eftir
þörfum byggðarlagsins, svo að
það þurfi ekki að flæmast úr
sveitinni með eignir sínar
vegna þess, að sveitarstjórnirn-
ar hafa ekkert sinnt þeim mál-
efnum. Virðist sérlega góð að-
staða til að byggja slíkar íbúð-
| SÍÐARI GREIN |
“ X
ir í nágrenni Kristneshælis, þar
sem landrými er nóg og læknis-
þjónusta nærtæk. Vonir standa
til, að SÍBS reisi fljótlega vinnu
stofur við Kristneshæli. Ef af
þeim framkvæmdum verður, er
óhætt að treysta því, að slík
þjóðþrifastofnun byggir af
myndarskap. Gæti þá skapazt
aðstaða til léttrar vinnu fyrir
fleiri en sjúklinga hælisins, ef
um það væri hugsað í tíma.
Ástæða væri til fyrir aldrað
fólk í þessum þrem hreppum
að styrkja þetta mál fjárhags-
lega og tryggja sér þannig at-
hvarf í ellinni.
5. Leggja þarf kapp á að
koma laxveiði (eða silungs-
veiði) í Eyjafjarðará, svo að til
nytja verði, en því máli hefur
verið alltof lítill gaumur gef-
inn.
6. Kristneshæli þarf að efla
og stækka, svo að það rúmi 100
til 120 sjúklinga. Þarf ekki stórt
átak til þess, að svo megi verða.
7. Byggja þarf brú yfir Eyja-
fjarðará einhvers staðar fyrir
miðjum Hrafnagilshreppi. Var
þetta mál á döfinni fyrir mörg-
um árum, en hefur ekki verið
haldið vakandi á seinni árum.
Talan 7 er talin heilög og sé
ég ekki ástæðu til að nefna að
sinni fleiri mál, sem bíða úr-
lausnar í hinu væntanlega sam-
einaða sveitarfélagi. Allar þess-
ar framkvæmdir eru kostaðar
að verulegu leyti af ríkissjóði
og brúin og stækkun hælisins
að öllu leyti. Og þó að þessar
framkvæmdir kosti mikið fé,
þá er það engan veginn ofvaxið
þessu héraði, sem er einhver
bezta sveit á íslandi, og hefur
tvær opinberar stofnanir innan
sinna endimarka.
Þetta er ekki meiri fjárfesting
en svo, að með skynsamlegri
framkvæmd ætti að vera hægt
að byggja þetta á 6 til 10 árum.
Eyfirðingar þurfa ekki og eiga
ekki að bíða eftir löggjöf um
sameiningu sveitarfélaga, held-
ur sameinast sem fyrst, ráða
duglegan sveitarstjóra, og hefja
framkvæmdir á næsta ári. Þá
mun það sannast, að verkefni
skapast fyrir marga menn og
fólkinu fjölgar verulega áður
en mörg ár líða. Framkvæmda-
sjóður fyrir dreifbýlið er vænt-
anlegur áður en langt líður og
mun, ef að líkum lætur, bæta
stórlega hag þeirra, sem nenna
að hugsa og bera sig eftir björg-
inni.
Strax og sameining hinna
þriggja hreppa er komin á,
sveitarstjóri ráðinn og fram-
kvæmdir ákveðnar, er sjálfsagt
að leita frjálsra samskota til að
standa straum af hinni nauð-
synlegu uppbyggingu. Hef ég
óbilandi trú á, að hægt sé að
safna verulegum upphæðum á
þann hátt, þegar einhver lífs-
hræring kemur í staðinn fyrir
áhugaleysið og dauðamókið,
sem ríkt hefur í þessum efnum.
Sjálfur lofa ég upphæð, sem
svarar launatekjum mínum í
eitt ár, svo framarlega ég verði
þá vinnufær og búsettur í hér-
aðinu. Það nálgast sennilega
árstekjur allra vinnandi manna
í byggðarlaginu, sem mann-
skepnurnar skulda þessu fagra
og góða héraði, miðað við, að
það stæði í fremstu röð ís-
lenzkra byggðarlaga á flestum
sviðum. En til þess hafa fá
sveitarfélög á landinu betri að-
stöðu en einmitt þessi þrjú, sem
hér hafa verið gerð að umtals-
efni. Það vantar ekkert annað
en sameiningu og góða forystu.
Kristneshæli, 24. okt. 1965
Eiríkur G. Brynjóifsson.
- Skrúðsbóndinn
(Framhald af blaðsíðu 1).
og nú. Þá hefði skáldið sjálft
stjórnað hljómsveit og annazt
þá hlið málsins er söng og hljóð
færaleik snerti.
Leikstjórinn, Ágúst Kvaran
lét í ljós ánægju sína yfir þessu
verkefni LA. Sumir segðu sem
svo, að þetta myndi ekki mjög
vandasamt verk vegna fyrri
leikstjórnar sjónleiksins. Þessu
væri þó ekki iþannig varið, því
kröfurnar hefðu aukizt mjög og
breytzt einnig mjög á þessum
aldarfjórðungi, sem hann taldi
hið góða Þjóðleikhús eiga mik-
inn þátt í. Mætti segja, að í leik
húsmálum hefði orðið bylting
á þessum tíma og hinum vax-
andi kröfum bæri að fagna. Þá
gerði hann íslenzku leikritin að
umtalsefni sérstaklega og taldi
þau flest erfið til flutnings og
ekki um nægilega auðugan garð
að gresja í þeim efnum.
Leikstjórinn taldi, að með
frumsýndur
nokkurri styttingu leikritsins
frá fyrstu gerð þess, og gerð
var í samráði við höfundinn,
meðan hann var enn á lífi,
væri sjónleikurinn bæði við-
ráðanlegri og áhrifameiri. Þjóð-
sagan, sem þessi sjónleikur væri
gerður eftir, væri í sjálfu sér
áhrifamikil og kynngimögnuð.
Auk þess sem tónlistin setti á
hana verulegan svip.
Með aðalhlutverk fara: Þórey
Aðalsteinsdóttir, Marínó Þor-
steinsson, Björg Baldvinsdóttir,
Sigríður Schiöth og Jóhann
Daníelsson. Aðrir leikendur
eru: Vilhelmina Norðfjörð, Guð
laug Hermannsdóttir, Guð-
mundur Magnússon, Jón Ingí-
marsson, Bjarni Baldursson,
ennfremur dansmeyjar og dólg-
ar.
Sennilegt er, að margan fýsi
að sjá sjónleik Björgvins Guð-
mundssonar um hina átakan-
legu þjóðsögu af Austurlandi.
Nú ER VETUR genginn í
garð á Norðurlandi, að sönnu
mildur og hörkulaus, næstum
þægilegur með svala þessa
kalda, hreina lofts, sem ber
snjólykt að vitum. En við finn-
um þó, að þetta er veturinn sjálf
ur. Um það er ekki að villast.
Fjöll og byggðir eru hvít af snjó.
Fjöruborðið, sem áður var grátt,
verður nú svört brydding á
hvítavoðum byggðarinnar. Börn
in flykkjast fagnandi út með
skíði sín og sleða, þó að þetta
sé enn þá bara föl og ekkert
færi. Snjókúlur fljúga um loft-
ið og snjókerlingarnar standa
keikar og kotrosknar á öðrum
hverjum lóðarbletti. Enn er
þetta því mest leikur, og það þó
veturinn sé nú viku á eftir al-
manakinu. íslendingar hafa
alltaf verið þakklátir, ef vetur
karl var ekki að flýta sér, og
þetta er mjög að hæfi. Það þótti
löngum sæmilegt á íslandi, ef
ekki vetraði fyrr en um allra
heilagra messu, en hún var í
fyrradag, 1. nóvember.
Allra heilagra messa er mjög
gamall hátiðisdagur og naut
mikillai' helgi hérlendis í
kaþólskum sið, eins og víðast
erlendis. Lengi eimdi svo eftir
af þessari helgi eftir siðaskipti,
allt fram á 19. öld, ef ekki fram
undir síðustu aldamót, a. m. k.
hér á Norðurlandi og Vestur-
landi. Gerðu menn sér þá gjarna
dagamun í mataræði, og þótti
sjálfsagt að hafa svið til mið-
degismatar. Sviðin voru jafnan
soðin daginn áður og skömmt-
uð köld á sviðamessunni, en það
heiti var oft notað um þennan
hátíðisdag. Þótti það alltaf sómi
hverri húsfreyju, ef hún
skammtaði ríflega á sviðamessu,
helzt svo, að menn gætu fengið
fylli sína og þó geymt sér góðan
bita til bragðbætis næstu daga.
Nú er þessi siður löngu týnd-
ur, enda ævi margra nú orðið
ein óslitin sviðamessa miðað við
það, sem áður var á þessum
hjara veraldar. Er það vel, þó
að við mættum kannske stund-
um vera betur minnugir þeirrar
breytingar og þá ánægðari og
þakklátari með hlut dagsins.
Rjúpur hafa oft verið töluverð
útflutningsvara, þótt gott þyki
hin síðari árin, ef hægt er að
fá þær í jólamatinn. Nú í haust
hafa hinir stóru og hvítu rjúpna
hópar verið mikið og aðdáunar-
vert haustskraut heiða og hlíða.
En nú hefur snjórinn séð hinrri
dökku jörð fyrir þeim búningi
er vetri hæfir og þar dylst hinn
hvíti fugl, sem svo margir vilja
skjóta.
Kenningin um hinar reglu-
bundnu sveiflur rjúpnastofns-
ins, virðast sannast í veruleik-
anum mjög hin síðari ár. Sam-
kvæmt henni er rjúpnastofninn
nú e. t. v. í hámarki eða verður
það næsta vetur.
Kynlíf er í miklu uppáhaldi,
sem yrkis- og umtalsefni, enda
sígilt í sjálfu sér, eins og öll
framvinda. Ofurlítið afbrigði af
þessu er svokallað „jóðlíf“, sem
ort hefur verið um í leiksviðs-
formi og nú leikið í Lindarbæ
af miklu kappi. Þar leika kunn-
ir listamenn, hangandi í sínum
naflastreng. Þeir eru tvíburarn-
ir í móðurkviði að spjalla sam-
an! Má af þessu sjá, að ýmis-
legt er óplægt á akri þeim í
skáldskapnum, sem snertir það
mikla ævintýri, er nýtt líf verð-
ur til. Hingað til hafa skáldin
jafnan numið þar staðar, eða
talað í gátum, þegar aðal undir-
búningi er lokið.
Hin fræga Christine Keeler
er nú orðin sól og arinn eigin-
manns síns, sem hún eignaðist
fyrir skömmu og er 24 ára
gamall. Þau höfðu áður þekkzt,
en ýmiskonar annir ollu því, að
giftingin dróst á langinn þar
til nú. En í millitíðinni sátu aðr-
ir við arininn og brenndu sig,
þeirra á meðal einn ráðherra,
sem þess vegna varð að yfirgefa
hið mikilvæga embætti sitt, með
an hin fríða kona beið brúð-
guma síns.
Hermihneigðin gerir fólk
stundum broslegt. Úti í hinum
stóra heimi tóku menn að venja
sig af tóbaki með því að hafa
eitthvað saklausara til að japla
á. Þá tóku menn að nota smá-
barnasnuð. í Danmörku varð
þetta áhyggju- og umræðuefni.
Af þessu varð einskonar ungl-
ingatízka, að hafa snuð í munni
sér í skólum, á götum úti og
hvar sem var.
Snuðpestin barst til Reykja-
víkur og þaðan hingað. Fyrir
helgina tóku nokkrir skólastjór-
ar á Akureyri sig til, og bönn-
uðu snuð-notkun í skólum sín-
um, en öll snuð voru þá uppseld
í bænum og margir ennþá snuð-
lausir.
Á meðan gömul vopn leiða
hugi manna aftur í aldir, ungt
fólk á íslandi safnar peningum
handa fátækum úti í löndum,
hestar krafsa fyrsta vetrarsnjó-
inn og menn aka nýsteyptan
Keflavíkurveg gegn nýju gjaldi,
verður einn og einn maður and-
vaka af kvöl, sem hann fann
ekki áður. Þessir menn drógu
eitthvað undan skatti. En hvort
hér er um samvizkukvöl að
ræða eða hræðslu við skatta-
lögregluna skal ósagt látið. En
þetta hefur ekki haft af mönn-
um nætursvefn áður.
- Aukið sjálfsforræði
(Framhald af blaðsíðu 8).
Guðmundsson Hrafnabjörgum,
Hrafn Sveinbjörnsson Hall-
ormsstað, Bjarni Steindórsson
Neskaupstað og Ólafur Ólafs-
son Seyðisfirði.
Haustönnum er enn ekki lok-
ið. Vinnan við síld, byggingar
og mörg hauststörf kalla á þess
um tíma.
Hallormsstaðaskóli var settur
fyrsta vetrardag og er fullskip-
aður með 30 nemendum. Tutt-
ugu umsóknum varð að hafna.
Eiðaskóli er fullskipaður með
115 nemendur og var hann full-
skipaður strax í fyrravetur og
miklum fjölda varð að synja um
skólavist. Skolamálin eru í hinu
mesta öngþveiti.
Menn lofa drottin sinn fyrir
að aflétta gæsaplágunni af okk-
ur að mestu leyti í sumar.
Slæðingur er af rjúpu og
kannski mikið. Menn skjóta þær
einkum á helgum dögum. V. S.